Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐí FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 Dr. Jón Óttar Ragnarsson, dósent Hundraö og þrjátíu ár UNGBARNADAUÐI ÆVILÍKUR VIG AF HVERJUM 1000 FÆOINGU I ARUM Tímabilið frá miðri síðustu öld til þessa d'ags hefur án efa verið hið viðburðaríkasta í sögu lands- ins. Þá bar sjálfstæðisbaráttan ríkulegan ávöxt og þá náði iðn- byltingin til Islands. Á heilbrigðissviðinu voru settar fram tvær nýjar kenningar, örverukenningin og vítamínkenning- in, sem ollu straumhvörfum í allri meðferð sjúkdóma og viðhorfum til heilsugæslu. Um 1860 setti Louis Pasteur fram örverukenninguna, þá kenn- ingu að gerjun og skemmdir í mat- vælum og sjúkdómar í mönnum og dýrum gætu átt rætur að rekja til örlítilla lífvera (örvera) í um- hverfinu. Órverur sem valda sjúkdómum voru síðan kallaðar sóttkveikjur eða sýklar, en þessi sjúkdóms- flokkur smitsjúkdómar. Brátt kom á daginn að flestir algengustu sjúkdómar þeirra tíma voru smitsjúkdómar. Það var ekki að undra þótt mað- urinn ofmetnaðist um stund. Eld- fornir sjúkdómar eins og barna- veiki og bólusótt sem herjað höfðu á mannkynið frá öndverðu létu allt í einu undan hugviti hans. Einn af öðrum féllu hinir fornu féndur í vaiinn. Um tíma var sú tilhneyging algeng að álíta að alla sjúkdóma mætti skýra með þess- ari einu kenningu. Voru það skiljanleg viðbrögð. Það var ekki fyrr en i byrjun þessarar aldar að áhugi á öðrum þáttum læknisfræðinnar fór að glæðast fyrir alvöru. Það var ein- mitt um það leyti sem næringar- fræðin komst aftur í sviðsljósið. Árið 1912 settu Hopkins og Funk fram vítamínkenninguna. Samkvæmt henni var til sérstakur flokkur sjúkdóma, svonefndir hörgulsjúkdómar, sem stafaði af skorti á tilteknum efnum (víta- mínum) í fæðu. Fljótlega kom i ljós að t.d. skyrbjúgur og beinkröm og fleiri algengir sjúkdómar voru einmitt af þessum rótum runnir. Einnig reyndist steinefnaskortur í vissum tilvikum geta leitt til hörgulsjúk- dóma. En það voru ekki aðeins fram- farir í raunvísindum sem stuðluðu að bættu heilsufari. Iðnbyltingin sem nú fór sem eldur í sinu um löndin átti einnig sinn þátt í þessu. Á þessu tímabili jókst velmegun í flestum löndum heims, einkum þó iðnríkjunum svonefndu. Fá- tæklingum fækkaði, húsakostur batnaði, fæðið varð fjölbreyttara og hreinlæti jókst. Sem dæmi má nefna að árið 1930 létust um 200 manns á 100.000 íbúa hér á landi úr berkl- um. Árið 1950 var tíðnin komin niður í 20 á 100.000. Þá fyrst komu hin nýju berklalyf til sögunnar. Þetta dæmi sýnir ljóslega hin nánu tengsl milli umhverfis og heilsufars og að það eru ekki ein- göngu ný lyf eða ónæmisaðgerðir sem geta ráðið úrslitum fyrir heilsuna. Hvað smitsjúkdómum á borð við berkla viðkemur var það ekki hvað síst bættur húsakostur sem skipti sköpum. Færri þurftu að deila íbúð, herbergi eða rúmi en áður og hreinlæti á heimilum stórbatnaði. Á tímabilinu frá 1850 til 1950 nærri því tvöfölduðust ævilíkur Islendinga. Barn sem kom í heim- inn árið 1850 átti að jafnaði 35—40 ár í vændum. I dag er þessi tala um helmingi hærri. Helsta ástæðan fyrir þessari hagstæðu þróun var hin stórfellda lækkun ungbarnadauðans sem átti sér stað á þessu tímabili. Má að mestu rekja hana til fyrirbyggj- andi aðgerða gegn smitsjúkdóm- um. Eftir 1950 hefur þróunin orðið mun hægari. Ævilíkur við fæð- ingu um þessar mundir eru um 75 ár fyrir karla og um 80 ár fyrir konur og eru íslendingar fremstir í flokki í þessum efnum. Jafnframt hefur heilsugæsla beinst í annan farveg en áður var. Eftir því sem smit- og hörgul- sjúkdómum hefur verið útrýmt hefur hlutur hrörnunarsjúkdóma aukist til muna. Ilrörnunarsjúkdómar (langvinnir sjúkdómar) eru ekki nýir af nál- inni heldur hafa fylgt mannkyn- inu frá upphafi vega. Um % allra Islendinga deyja nú úr þessum sjúkdómum að jafnaði. Skæðastir hrörnunarsjúkdóma eru hjarta- og æðasjúkdómar (kransæðasjúkdómar og heila- blóðfall) og krabbamein. Voru um 63% af dánarmeinum Islendinga á siðasta ári úr þessum flokki. Enda þótt enn skorti talsvert á að orsakir þessara sjúkdóma séu þekktar hefur sú vitneskja sem fyrir hendi er mjög verið vanmet- in. Ætti hún að nægja til að draga mjög úr tíðni þeirra á næstu ára- tugum. Hin hæga aukning í ævilíkum eftir 1950 á sér líklega tvær orsak- ir. Þjóðin nálgast nú hægt það há- mark sem hún getur vænst. Auk þess hefur gengið treglega að ráða niðurlögum hrörnunarsjúkdóma. Hrörnunarsjúkdómar eiga það flestir sammerkt að margir deyja úr þeim á besta aldri. Heldur það meðalaldrinum niðri og ætti að vera nægileg hvatning til þess að snúa sér gegn þeim af alefli. Annað einkenni hrörnunarsjúk- dóma er að þeir eiga sér venjulega langan aðdraganda sem á rætur að rekja til lifsstíls viðkomandi. Þegar þeir eru komnir á hátt stig er of seint að stemma stigu við þeim. Þetta sýnir að besta leiðin til þess að sporna gegn þessum mannskæðu sjúkdómum er að ein- beita sér að varnaraðgerðum sem byKKja á þeirri þekkingu sem nú er fyrir hendi. Því miður hafa núverandi stjórnvöld ekki sinnt þessum þætti sem skyldi. Endurskipulagn- ing Manneldisráðs og Reykinga- varnanefndar var mikilvægur lið- ur í baráttunni. Spurningin er sú hvort þessir aðilar verða nýttir sem skyldi. Þær varnaraðgerðir sem helst þarf að vinna að nú eru þær sem stuðla að bættum lífsvenjum. Undirstaða allra slíkra aðgerða er neytendafræðsla og rannsóknir. Ef stjórnvöld vilja sanna vilja sinn í verki ættu þau að stórauka framlög til þeirra aðilja innan heilbrigðiskerfisins sem starfa að fræðslu og rannsóknum á þessu sviði. Án efa er það besta fjárfest- ingin sem hægt er að gera í heil- brigðiskerfinu í dag. Togarar BUH á nauðungaruppboð?: Skuldir BUH hafa vaxið um 200% á tveimur árum Greinargerð sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar^ um málefni BÚH IIÉR KKR á eftir greinargerð sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar sem þeir lögðu fram á fundi hennar sl. þriðjudag. Kinnig eru birtar tillögur þeirra, en þeim var frestað á fundinum nema lið nr. 2, serr. fjallar um að fá nauðungaruppboðinu frest- að: Frá því á síðasta ári hefur öllum, sem fylgst hafa með rekstri Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar, mátt vera Ijóst, að fyrirtækið hefur átt við al- varlega og vaxandi fjárhagsörðug- leika að etja. I ársbyrjun 1980 voru heildar- skuldir Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar og b/v Júní gamlar krónur 4.676.126.535,00. í árslok 1980 voru þær orðnar gamlar krónur 8.748.175.436,00. Höfðu þær vaxið um 4.072.048.902,00 garnlar krónur á árinu. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir bæjarútgerð Hafnarfjarðar og b/v Júní fyrir árið 1981 eru heild- arskuldir þessara fyrirtækja orðnar kr. 127.769.606,27 (gkr. 12.776.960.627,00). Annað árið í röð hafa þær því aukist um rúmar 40 milljónir króna eða 4 milljarða gamalla króna. Samkvæmt bráðabirgðauppgjör- inu nema vanskila- og skammtíma- skuldir Bæjarútgerðarinnar og b/v Júní nú samtals kr. 76.127.761,54 eða gkr. 7,6 milljörðum. Til sam- anburðar um, hversu geipiháar þessar skuldir eru orðnar, má geta þess, að í frumvarpi að fjárhags- áætlun Bæjarsjóðs Hafnarfjarðar fyrir yfirstandandi ár er ráðgert að verja kr. 17.240.000,00 til eignfærð- rar fjárfestingar á vegum bæjar- sjóðs í ár. Þá sýnir bráðabirgðauppgjörið, að veruiegt tap hefur orðið á rekstri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og b/v Júní árið 1981, eða samtals um kr. 8.106.902,32. Þá er samt búið að tekjufæra svonefnda verðbreyt- ingafærslu í reikningunum upp á mjög háar upphæðir, en færsla þessi er ákveðið hlutfall af skuldum og þeim mun hærri, sem skuldirnar eru meiri. Hér er því einvörðungu um bókhaldsstöðu að ræða, sem enginn verðmæti standa að baki, en dregur á pappírunum úr taprekstri þeirra fyrirtækja, sem skulda mik- ið. Þessi verðbreytingarfærsla kann líka að hafa orðið til þess að blekkja menn og ef til vill hefur hún valdið því, að ýmsir hafi ekki gert sér grein fyrir því, hvert raunverulega stefndi í fjármálum Bæjarútgerð- arinnar. Fyrir þessum fundi liggur erindi frá útgerðarráði, þar sem beðið er um, að Bæjarsjóður Hafnarfjarðar leggi nú fram kr. 1.500.000,00 til að forða nauðungaruppboði, sem fram á að fara á öllurn skipum Bæjarút- gerðarinnar þann 24. febrúar nk. Uppboðsbeiðandi er póstgíróstofan, vegna orlofsgreiðslna, sem Bæjar- útgerðin hefur ekki getað greitt, vegna starfsfólksins. Það er álit okkar, að bæjarstjron hafi alltof lengi hliðrað sér hjá því, að takast á við þá fjárhagserfið- leika, sem Bæjarútgerðin á við að etja. Við svo búið má ekki lengur standa og leggjum við því eftirfar- andi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir áhyggjum sínum yfir þeim miklu fjárhagsörðugleikum, sem Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar og útgerð tog- arans Júní á nú við að etja, og telur sérstaklega alvarlegt, hversu geig- vænlega háar skuldir útgerðarinnar eru orðnar, en þær hafa vaxið um nær 200% á síðustu tveimur árum. Bæjarstjórn lýsir yfir vilja sínum til þess að reyna að finna viðunandi í tilefni af 75 ára afmæli Kvenrétt- indafélags íslands hafa fjölmiðlar keppst við að gefa þessum merku samtökum dágóða umfjöllun. Og er það vel. Því umræða um kvenrétt- indamál getur aldrei orðið of mikil á meðan réttur kvenna er fyrir borð borinn á flestum sviðum þjóðfélags- ins. I Morgunblaðinu þriðjudaginn 26. jan. sl. var viðtal við formann Kven- réttindafélagsins, Esther Guð- mundsdóttur. Þar rekur hún sögu fé- lagsins þessi 75 ár sem það hefur ver- ið starfandi. Þar kom m.a. fram að markmið félagsins væri að stuðla að framgangi kvenna í stjórnmálum og hinu opinbera lífi almennt. í Kven- réttindafélaginu eru konur úr öllum stjórnmálaflokkum. Þær styðja allar þær konur sem hella sér út í stjórn- málabaráttuna nema þær konur sem kjósa að standa utan stjórnmála- flokkana. Þetta hefur margsinnis komið fram í fjölmiðlum í viðtali við formann Kvenréttindaféiags íslands. Esther Guðmundsdóttir hefur marg- sinnis lýst því yfir að hún sé persónu- lega á móti kvennaframboði og að lausn á þessum mikla vanda, enda ógnar hann í senn fjárhagsafkomu bæjarins og atvinnuöryggi þess fólks, sem hjá Bæjarútgerðinni vinnur. Bæjarstjórn samþykkir því eftirfarandi: 1. Að fela bæjarstjóra að kveðja nú þegar til sérfróða aðila til þess að gera úttekt á rekstri og stöðu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og b/v Júní. Skulu þeir skila grein- argerð um þessi mál til bæjar- stjórnar, þar sem leitast verði við að finna orsakir að fjárhags- vanda Bæjarútgerðarinnar og benda á leiðir til úrbóta, og þá sérstaklega, hvernig leysa má núverandi fjárhagsörðugleika. 2. Að fela bæjarstjóra að hafa nú þegar samband við póstgíróstof- una og kanna möguleika á því, Kvenréttindafélagið geti ekki tekið afstöðu með kvennaframboði. Hvers vegna telur Kvenréttindafélag ís- lands sér ekki skylt að styðja allar konur sem hyggjast demba sér út í stjórnmálabaráttuna? Kvenréttindafélagið berst fyrir réttindum kvenna, styður opinber- lega framgöngu kvenna í öllum stjórnmálaflokkum sama hvað þeir heita nema samtökin mega ekki heita Kvennaframboð! Esther segist persónulega vera á móti kvennaframboði (en viðtalið við hana í Morgunblaðinu er ekki per- sónulegt viðtal heldur viðtal við for mann Kvenréttindafélagsins) því hún trúir ekki á að konur geti starfað saman óháð hinni hefðbundnu póli- tísku skiptingu. Þetta allt hlýtur að vera hennar einkaskoðun, en Kven- réttindafélaginu hefur hingað til tek- ist að starfa óháð pólitískri skoðun félagsmanna. Og það tekst okkur konum í Kvennaframboðinu líka. Eða eins og Bríet Bjarnhéðinsdóttir sagði árið 1912 í leiðara Kvennablaðsins: »... réttarfarslega og borgaralega, hvort ekki er unnt með samning- um að forða yfirvofandi nauð- ungaruppboði á togurum Bæjar- útgerðarinnar. Þegar niðurstaða liggur fyrir verði bæjarstjórn kvödd til aukafundar til að fjalla um málið. 3. Að hætta að láta Bæjarútgerðina halda eftir af kaupi starfsfólks greiðslum á útsvari þess og fast- eignagjöldum til bæjarsjóðs, en láta í þess stað innheimtudeild bæjarins innheimta þessi gjöld beint hjá starfsfólkinu, þar sem Bæjarútgerðin hefur ekki staðið skil á þessum gjöldum starfs- fólksins til bæjarsjóðs í langan tíma.“ Arni Grétar Finnsson, Guðmundur Guðmundsson, Kinar Þ. Mathiesen. þá hljótum við að halda saman fyrir ofan alla flokkapólitíkina til að vinna hver með annarri og hver fyrir aðra að sameiginlegu heilla- og jafnrétt- ismarki." Við konur sem að kvennaframboði stöndum styðjum heils hugar við bakið á öllum konum sem berjast fyrir jafnrétti, sama hvar þær í flokki standa. Við konur erum einu sinni helmingur af mannkyninu, með ákveðin viðhorf og reynslu sem einskis er metin í hinu opinbera lífi. Kvennaframboðið vill einmitt vekja upp umræðu (sem Esther viðurkenn- ir að hafi haft áhrif nú þegar á karlstýrðu stjórnmálaflokkana) og fá tækifæri til þess að koma okkar sjón- armiðum og skoðunum á framfæri í opinberri stjórnmálaumræðu. Við teljum það vera öllum til góðs, kon- um og körlum. Einhvern tímann mun eflaust rísa upp þjóðfélag þar sem jafnrétti ríkir og þá verður engin þörf á sér kvennaframboði eða sér- stöku Kvenréttindafélagi. En þangað til: Stöndum saman; styðjum við bak- ið á öllum konum, ekki bara sumum konum. Kynningarhópur Kvennafram- boðs í Reykjavík. Fyrirspurn til stjórnar Kvenréttindafélags íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.