Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 3 Guðmundur G. Halldórsson útflytjandi á Húsavík: Sambandið undirbýður grá- sleppuhrognamarkað erlendis MYNDIN er af Gudlaugi Guð- rnannssyni frá Borgarnesi, sem lést af slysförum er flutningabfll valt á Kjalarnesi sl. mánudag. Gudlaugur var 51 árs og lætur hann eftir sig konu og fimm börn. Þrjú innbrot í Reykjavík BROTIST var inn á þremur stöðum í Reykjavík aðfaranótt flmmtudags. Farið var inn í Alþýðuprentsmiðj- una við Vitastíg og urðu þar nokkr- ar skemmdir, í versluninni Vaðnesi við Klapparstíg var stolið talsverðu af matvælum og tóbaki og hurðir skemmdar og í Karnabæ við Lauga- veg var skemmdur peningakassi og stolið 600 krónum, en ekki var vitað hvort tekinn var fatnaður. Tók niðri út af Keflavík OTTÓ N. 1‘orláksson, einn togara Bæjarútgerðar Reykjavíkur, tók niðri um helgina, er skipið var á leið á mið- in. Ohappið varð við Hólmsberg, út af Keflavík, í leiðiniegu veðri, 8 til 9 vindstigum af vestan. Magnús Ingólfsson skipstjóri sagði í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins í gær, að skipið eða skipverjar hefðu aldrei verið í neinni hættu, en gera þyrfti lítils- háttar við skipið, sem nú væri inni í Reykjavíkurhöfn. í STIJTTU máli snýst deilan um það hvort viðhafðir skuli venju- legar viðskiptareglur eða hvort auðhring eigi að haldast uppi að sniðganga þær, sagði Guðmund- ur G. Halldórsson, útflytjandi á Húsavík, í samtali við Mbl., en skiptar skoðanir munu nú meðal útflytjenda grásleppuhrogna og sjávarafurðadeildar SÍS um hvort hverfa eigi frá áður ákveðnu verði, sem hefur verið 330 dalir fyrir tunnuna, eða ekki. Guðmundur G. Halldórs- son rakti gang mála á þessa lund: Fyrir skömmu var hér einn af stærri erlendum kaupendum grá- sleppuhrogna og kom hann daginn sem haldinn var aðalfundur fram- leiðenda grásleppuhrogna, 17. janú- ar. Við komu sína spurði hann mig hvað mikið ég teldi að væri óselt af framleiðslu ársins 1981, hver skoðun mín væri á notagildi hennar og hvað ég héldi um útlit veiða á þessu ári. Var rætt um þessi mál með það fyrir augum að þessi kaupandi myndi kaupa nokkurt magn af því sem er óselt. Minnti ég á að gildandi verð væri 330 dalir fyrir tunnuna CIF og sagði ég því myndi ekki verða breytt, en sú var einnig yfir- lýsing viðskiptaráðuneytisins. Hinn erlendi kaupandi kvaðst þá vilja ræða málið nánar við Ólaf Jónsson, aðstoðarframkvæmdastjóra sjávar- afurðadeildar SÍS, áður en til niður- stöðu kæmi um viðskipti milli mín og hans. Síðan ákváðum við að hittast tveimur dögum síðar og þá var af- staða hins erlenda kaupanda orðin önnur og var ástæðan eftirfarandi: Ólafur Jónsson hafði hvatt til þess að efnt yrði til fundar í Kaup- mannahöfn sem allra fyrst að því tilskyldu að tryggt væri að allir helstu kaupendur í Danmörku og Þýskalandi sæktu hann, svo og allir helstu útflytjendur frá íslandi, full- trúi viðskiptaráðuneytisins, Björn Guðjónsson, formaður Samtaka grásleppuhrognaframleiðenda. Ég var samþykkur þessu svo fremi að ég sæti fundinn eða maður i minn stað og fór hinn erlendi gest- ur síðan af landi brott. Næsta dag hringir Stefán Gunnlaugsson í viðskiptaráðuneytinu til mín og seg- ir að Ólafur hafi sagt sér að ekki komi til greina að fleiri útflytjendur færi en hann frá SÍS og 1 aðili ann- ar og að ég mætti ekki fara. Það var því strax ljóst að hér var eitthvað gruggugt á seyði og bætti það held- ur ekki úr skák að Ölafur hafði lýst því yfir að framkvæmdastjóri Sam- taka grásleppuhrognaframleiðenda, Guðmundur Lýðsson, yrði ekki með í ferðinni, þar sem ekki væri hætt- andi á að hafa hann með. Astæða þess að svo fáir myndu fara væri sú að fundurinn yrði annars þyngri í vöfum. Útkoman varð sú að fundinn sóttu Stefán Gunnlaugsson deildar- stjóri í viðskiptaráðuneytinu, Ólaf- ur Jónsson frá SÍS, Kjartan Frið- bjarnarson útflytjandi, Björn Guð- jónsson, en einnig Guðmundur Lýðsson. Strax að fundi loknum flaug Kjartan heim, hinir síðar. Þegar „VAFALAIIST verður almcnnur barnalífeyrisaldur hækkaður upp í 18 ár, en hann hcfur verið 17 ár hingað til, um ieið og almannatryggingalög- unum verður breytt, en þeim verður að breyta til að Tryggingastofnun ríkisins beri að hafa milligöngu um greiðslur meðlaga til barna 17—18 ára samkvæmt nýju barnalögunum," sagði Gunnar Möller í tryggingaráði. fundur var boðaður um málið í viðskiptaráðuneytinu kom í ljós að Ólafur var með það sem hann kallar tillögur um gífurlega verðlækkun bæði á því sem eftir er af fram- leiðslu 1981 og framleiðslu þessa árs. Þegar ljóst var að engar tillögur eða hugmyndir um breytingar feng- ust svo mikið sem ræddar læddist sá grunur að mönnum að búið væri að semja án þess að Stefán Gunn- laugsson deildarstjóri og þátttak- andi seljenda, Kjartan Friðbjarn- arson, vissu. Útflytjendur risu því allir sem einn gegn því gerræði sem Ólafur hafði haft í frammi. Guð- mundur Lýðsson mætti á þessum fundi við sjötta mann og nú brá svo við að nú sögðust þeir aðeins vera að hlusta. Enda kom fljótlega í ljós þegar Guðmundur gerði félögum sínum í stjórn Samtaka grásleppu- hrognaframleiðenda grein fyrir ferðinni að hann hafði fallist á að styðja Ólaf gegn því að Ólafur sæi svo um að grásleppusjómenn kæm- ust ekki á snoðir um það að Guð- mundur væri þátttakandi í þessum leik. I staðinn átti Guðmundur, þ.e. Samtökin, að hljóta þá umbun að SÍS myndi leggja því lið að Guð- mundur Lýðsson og Samtök grásleppuhrognaframleiðenda er Mbl. spurði hann af hverju greiðsl- ur meðlaga til þessa aldurshóps væru ekki hafnar, en hin nýju barnalög sem tóku gildi fyrir skemmstu kváðu m.a. svo á um. Gunnar sagði að nýju barnalögin næðu ekki til breytinga á trygg- ingalögunum, sem Tryggingastofn- un ríkisins starfar samkvæmt en unnið hefði verið að samræmingu fengju að ráðsmennskast með þau hrogn er seld yrðu innanlands. Atferli þeirra félaga í Kaup- mannahöfn spurðist fljótt út og reis strax mikil mótmælaalda og reiði í sjómönnum í þeirra garð. Ég krafð- ist þess að ekki væri að gert í mál- inu fyrr en framleiðendur fengju að vita sannleikann í málinu og segja álit sitt á ferðinni. Næsta dag voru menn boðaðir á fund hjá SIS og mættu þar flestir útflytjendur. Fundinum lyktaði eins og fyrr, að menn töldu þetta vítaverð vinnu- brögð og óafsakanleg, þau gengju á svig við venjur og lög. Síðan hefur málið verið á umræðustigi og mót- mælin drifið að. Síðast í dag var fundur þar sem ég lagði fram ákveðnar tillögur sem ég taldi að gætu leyst hnútinn. A það á eftir að reyna hvert verður framhald máls- ins, en eins og málið er nú statt telur Ólafur Jónsson mig höfuð- andstæðing í þessu máli og það er táknrænt að um þessar mundir minnist Samvinnuhreyfingin 100 ára afmælis síns, hreyfing, sem stofnuð var í Þingeyjarsýslu til að koma í veg fyrir einokun og koma á verslunarfrelsi, en nú berst sama hreyfing við að koma þessu á aftur. þeirra og kvaðst hann vænta þess að frumvarp til breytinga á trygg- ingalögunum sæi dagsins ljós bráð- lega, ef það væri ekki nú þegar komið fram. Þá sagði Gunnar aðspurður um hvort fleiri þættir barnalaganna kölluðu á breytingar á trygginga- lögum, að þar væri eingöngu um smáatriði að ræða. Breyta þarf almannatryggingalögum — til að Tryggingastofnun annist meðlagsgreiðslur til 17—18 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.