Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 pinr0iiwMal»ll» Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, simi 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö. Kjarnorkuhótanir kommúnista Allsnarpar umræður urðu um öryggismál íslands á Alþingi síð- astliðinn þriðjudag. í þeim var enn einu sinni staðfest, hve einangrað Alþýðubandalagið er, þegar rætt er um öryggi og sjálf- stæði íslensku þjóðarinnar. Raunar þarf þessi einangrun ekki að koma á óvart, þegar til þess er litið, að stefna flokksins í þessum mikilvæga málaflokki gæti verið samin af hugmyndafræðingum Var- sjárbandalagsins, en þeirra heitasta ósk varðandi ísland felst í slag- orðinu: „Island úr NATO. Herinn burt.“ Ólafur R. Grímsson, þing- flokksformaður Alþýðubandalagsins og skoðanabróðir Belski, ofursta, sem fjallar um öryggismál íslands í málgagni Rauða hersins, hélt því ótrauður fram, að ísland væri „frumskotmark á fyrstu klukkustundum kjarnorkuvopnastyrjaldar". í tilefni af þeim orðum sagði Benedikt Gröndal, málsvari Alþýðuflokksins, að málflutningur Ólafs R. Grímssonar minnti sig á það, þegar Brynjólfur Bjarnason, hinn aldni kommúnistaleiðtogi, hótaði Islendingum á sínum tíma með (kX) milljónum manna, sem þá voru undir oki heimskommúnismans. Og Benedikt Gröndal sagði: „Ég held að menn ættu ekki að vera að hóta Sovétkjarnorkuárásum á ísland jafnoft og háttvirtur þingmaður gerði ...“ „Ég er skákmaður, en ekki pólitíkus“ VIKTOR Korrhnoi kom hingað til lands síðdegis í gær og eftir að hafa rætt við blaðamenn á Hótel Loftleiðum hélt hann til Kjar valsstaða, þar sem hann skýrði skákir í þriðju umferð Reykjavík- urskákmótsins. Héðan heldur hann til Ítalíu á þriðjudag og tek- ur þar þátt í alþjóðlegu skákmóti. Korchnoi var fyrst spurður hvað á daga hans hefði drifið síðan ein- víginu um heimsmeistaratitilinn gegn Anatoly Karpov lauk í nóv- ember. „Ég hef lítið teflt síðan einvíginu lauk, en er hins vegar nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem ég hjálpaði til við að kynna kvikmynd, sem tekin var í Merano af júgó- slavneskum vini mínum. Myndin gæti heitið „Korchnoi talar og tefl- ir“, því það er jú þetta tvennt, sem einkum fer fram í myndinni. Hún er 40—50 mínútna löng og því helzt til of löng fyrir sjónvarp, en of stutt fyrir kvikmyndahús. Myndin hefur þó verið seld til nokkurra sjónvarpsstöðva í Evrópu og ég vona að hún verði sýnd hér á landi. Að sjálfsögðu vinn ég stöðugt að því að fá lausn á vandamálum fjöl- skyldu minnar og í Bandaríkjunum hitti ég að máli þingmenn og aðra áhrifamenn, m.a. Henry Jackson. Friðrik Ólafsson hefur lagt mikið af mörkum til að leysa þessi vanda- mál og samkvæmt loforði, sem yf- irvöld í Rússlandi gáfu honum eiga kona mín og sonur að fá að fara úr landi í vor og ég vona að það gangi eftir. Ég tala við Bellu konu mína í síma einu sinni tvisvar í viku, en það var svolítið einkennilegt, að ég reyndi að ná sambandi við konu mína síðasta mánudag og aftur á þriðjudaginn, en án árangurs. Ég ætla að reyna að ná sambandi við hana meðan ég dvel hér í Reykjavík og vona, að ekkert alvarlegt hafi gerzt, erfiðleikarnir eru nógir fyrir. Igor sonur okkar er í vinnubúðum í Síberíu. Sovétmenn hafa lofað því, að er hann verður látinn laus í lok maí fái fjölskylda mín að fara úr landi." „Ég get ekki annað en vonað það bezta“ — Ertu vongóður um að svo verði? „Ég veit það ekki, ég get ekki annað en vonað það bezta. Annars hafa Sovétmenn notað öll brögð til að sverta persónu mína. Þá hafa þeir sagt, að ekki sé nema eðlilegt, að fjölskylda mín hafi ekki fengið að fara úr landi, þar sem ég hafi aldrei sótt formlega um leyfi fyrir 3. umferðin á Kjarvalsstöðum: Sáttfýsi í öndvegi og fáar baráttuskákir I ræðu sinni sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, að sér blöskraði málflutningur talsmanns kommúnista. Hann mótmælti þeirri skoðun, að það væri tæknibúnaður hér á landi, sem skapaði hættu á því, að ísland dragist inn í átök stórvelda. Sagðist Geir þeirrar skoðunar, að lega íslands væri svo hernaðarlega mikil- væg, að landið drægist inn í átök, ef til þeirra kæmi og vegna hennar hvíldi óhjákvæmilega sú skylda á stjórnvöldum á íslandi og íslensku þjóðinni að gera nauðsynlegar gagnráðstafanir. Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, sagði um ræðu Ólafs R. Grímssonar, að hún væri „orðin nokkuð gömul Iumma“, sem hann hefði nú endurtekið nokkuð oft. Líkti utanríkisráðherra formanni þingflokks Alþýðubandalagsins við hinn „ágæta riddara Don Kíkóta, sem var alltaf að berjast við vindmyllurnar". Umræður þessar urðu í kjölfar þess, að Friðrik Sophusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir tillögu sinni, Benedikts Gröndals og Jóhanns Einvarðssonar um ráðunaut í öryggis- og varn- armálum. Það er dæmigert fyrir málefnafátækt kommúnista í örygg- ismálum, að þeir geta ekki tekið til máls um ráðningu embætt- ismanns, án þess að halda á loft hótunum sínum um að Sovétmenn muni gera kjarnorkuárás á ísland. Fer því víðs fjarri, að kommúnist- ar byggi skoðanir sínar um öryggi og sjálfstæði Islands á fræðilegum og skynsamlegum forsendum. Um leið og minnst er á varnir íslands fer gamla platan af stað hjá kommúnistum og yfirborðskenndur áróðurinn brýst út í síbylju. Nú tala kommúnistar að vísu ekki lengur um menningarleg spillingaráhrif frá Keflavíkurflugvelli, þess í stað einbiína þeir undir forystu Ólafs R. Grímssonar á tækjakost og búnað varnarliðsins og láta sem þeir hafi fengið staðfestingu fyrir því, að tækin séu eins og segulstál fyrir kjarnorkusprengjur Kremlverja. Óþurftariðja og hótun kommúnista er hin sama, hvort heldur Brynj- ólfur Bjarnason, aðdáandi Stalíns, eða Ólafur R. Grímsson standa í ræðustól á Alþingi íslendinga. Bensínhækkanir Fyrir tilstuðlan ríkisstjórnar íslands hækkar verð á bensíni nú orðið svo ört, að bifreiðaeigendur ná ekki einu sinni að tæma tankinn á bílum sínum milli hækkana. Á sama tíma fer verðlag á bensíni lækkandi úti í hinum stóra heimi. Sérfróðir aðilar þora auð- vitað ekki að fullyrða neitt um það, hvort við íslendingar njótum þeirra verðlækkana nokkurn tíma, enda er það ríkishítin, sem hér hefur forgang og stærstur hluti af bensínverði rennur í hana. Þorleifur Kr. Guðlaugsson gerir „hagfræði" ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í Velvakandadálki Morgunblaðsins í gær. Hann hittir naglann á höfuðið, þegar hann segir: „Hækkunin á bensínverði einu, sem ríkisstjórnin er að innheimta og gerð er tvisvar á lausri viku, eða átta dögum, mun verða þyngri byrði en þótt heimilistæki hefðu verið látin halda verði sínu. Það fer að verða svo, að hægt verður að líkja ríkisstjórninni við þjóf. Meðan hún réttir að manni smáhlunnindi fer hún í vasa manns og rænir tvöfalt hærri upphæð. Ég ætla ekki að telja allar hækkanirnar sem orðið hafa síðan á áramótum, þvi það verður áreiðanlega ekki pláss til að koma því öllu á prent. Ég veit líka að allir eru' búnir aÓ finiíá 'oþyrmilega fyrir þeim —: og ekkl sísf FRIÐSEMD ríkti með skák mönnum á Kjarvalsstöðum í gærkvöldi og viðureignum efstu manna lyktaði flestum með jafn- tefli. Mikill fjöldi áhorfenda var á Kjarvalsstöðum, greinilegt að góð byrjun íslenzku titilhafanna hefur laðað að áhorfendur. Og þeir urðu vitni að því er fyrsti íslenzki titil- hafinn beið lægri hlut. Jón L. Arnason tapaði fyrir V-Þjóðverjan- um Kindermann eftir að hafa náð vænlegri stöðu. „Ég spennti bog- ann of hátt,“ sagði Jón L. í samtali við blaðamann. Sú skák sem fyrirfram vakti mesta athygli var viðureign Helga Ólafssonar og Svíans Schneiders; efstu mannanna eftir 2 umferðir. Þeir sömdu jafntefli eftir 28 leiki. „Ég náði betri stöðu og við rann- sóknir kom í ljós, að ég missti af vinningsmöguleikum. En staðan var ákaflega óljós og spennt,“ sagði Helgi eftir á. Sú skák, sem mesta athygli vakti meðal áhorfenda var viðureign Guðmundar Sigurjónssonar og stigahæsta manns mótsins, sovéska útlagans Lev Alburts. Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með skákskýr- ingum Viktor Korchnois, sem taldi að Guðmundur stæði betur. Guð- mundur bauð Alburt að vinna skiptamun, en Alburt hafnaði. Það þótti Korschnoi djarflega gert, var ánægður með að Guðmundur skyldi tefla svo stíft til vinnings og leggja allt undir. „Ég hefði gert hið sama,“ sagði Korschnoi. En Alburt hafnaði fórn Guðmundar og honum tókst að bjarga sér fyrir horn. „Guðmundur Jón L. Árnason tapaði í gærkvöldi, fyrstur íslenzkra titilhafa. Leifur og Ásgeir Þór standa í meisturunum Skák Margeir Pétursson íslensku þátttakendunum á Reykjavíkurskákmótinu gekk með ólíkindum vel í annarri umferðinni sem tefld var í fyrrakvöld. f 16 skák- um tefldu saman íslendingur og út- lendingur og fóru leikar svo að okkar menn unnu þrjár skákir, töp- uðu þremur, en átta skákum lauk með jafntefli og tvær fóru í bið. Sér lega góður árangur, því erlendu keppendurnir voru miklum mun stigahærri en íslenskir andstæðingar þeirra í nærri öllum þessum skák- um. Sumir landa okkar sem hafa sáralitla reynslu í alþjóðlegum j keppnum hafa komið mjög skemmtilega á óvart í fyrstu tveimur umferðunum. Þannig hef- ur Leifur Jósteinsson gert jafn- tefli við tvo stórmeistara, þá Guð- mund Sigurjónsson og Westerinen frá Finnlandi. Jafnvel var talið að Leifur ætti unnið tafl á Finnann um tíma, en hann náði að bjarga í horn með þráskák. Þá hefur Ás- geir Þór Árnason staðið sig mjög vel, en hann hefur gert jafntefli við Bandaríkjamennina Burger, alþjóðameistara, og Mednis, stórmeistara. í annarri umferð- inni héldu síðan þeir Jónas P. Er- lingsson og Hilmar Karlsson tveimur dönskum alþjóðameistur- um á mottunni, þeim Höi og Iskov. Af þessu sést að fýrirfram verð- ur enginn íslendinganna dæmdur, þó við útlending sé að etja og stigamunurinn mikill. Jafnframt ýtir þessi ágæta byrjun undir von- ir um að einhverjir okkar manna nái áföngum að alþjóðlegum titl- um. Þótt margir stórmeistarar sem höfðu tilkynnt þátttöku hafi setið heima eru engu að síður margir öflugir skákmenn mættir til leiks. Sterkasta af gestunum má án efa telja þá Byrne og Alburt frá Bandaríkjunum, Ivanovic frá Júgóslavíu og Adorjan frá Ung- verjalandi. Byrne sýnir ávallt mjög vand- aða taflmennsku og í annarri um- ferðinni stillti hann liði sínu upp á mjög lærdómsríkan hátt gegn JigUjJjaai'ólkJ; .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.