Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 13 Hún tók virkan þátt í tónlist- arstarfi KFUK og KFUM, en hún var gædd fádæma hæfileikum á því sviði. Þær eru óteljandi sam- komurnar og fundirnir í yngri og eldri deildum, þar sem hún annað- ist undirleik. Kvennakór KFUK, minni sönghópar og einsöngvarar nutu aðstoðar hennar á sama hátt. Fórnaði hún til þess miklum tíma. Fram til hins síðasta fengum við að njóta listar hennar er hún lék einleik á píanó. Hreif hún þá alla áheyrendur með sér. Henni var einkar lagið að láta gleði og lof- gjörðartóna hljóma, sem sköpuðu hátíðablæ. Ein uppáhaldsorð hennar voru Kól. 3, 16—17: „Látið orð Krists búa ríkulega hjá yður með allri speki, fræðið og áminnið hver annan með sálmum, lofsöngvum og andlegum ljóðum og syngið Guði sætlega lof í hjörtum yðar. Og hvað sem þér svo gjörið í orði eða verki, þá gjörið allt í nafni Drottins Jesú, þekkandi Guði föð- ur fyrir hann. Með þessum orðum hvatti hún okkur oft til dáða. En hún var líka sterk, þegar á móti blés, og óx með hverri raun. Það sýndi hún best, þegar hún, þá orðin ekkja, missti heimili sitt í bruna. Þegar vinirnir komu að styrkja hana, reis hún hvað hæst og átti þá huggun sem aldrei bregst, í guðs orði. Vitnaði hún þá í orðin í Filippíbréfinu 4, 4: „Verið ávalt glaðir vegna samfélagsins við Drottin; ég segi aftur verið glaðir." Samfélagið við Drottin var henni dýrmætara en allt annað, því vitum við að nú er fögnuður hennar fullkominn. Við kveðjum frú Áslaugu með djúpri þökk og virðingu. Guð blessi alla ástvini hennar. Stjórn KFUK í Reykjavík Þegar dauðinn knúði dyra hjá sjómannsfjölskyldu inn við Hverf- isgötu í febrúar fyrir réttum fjörutíu árum, kom frú Áslaug með manni sínum, séra Bjarna Jónssyni, og bar andblæ lífsins og huggunarinnar í stofuna litlu. Þangað sem sorgin ríkti fluttu þau saman blaktandi ljós trúar og vonar, — til fjölskyldu sem var þeim með öllu ókunnug áður. Bænar var beðið og veikburða hendur styrktar með hlýju hand- taki. Við slíkar aðstæður hjálpa orð ekki, en kærleiksþelið, sem tjáð var með því einu að koma og sitja hjá konu og börnum, benti á Gestinn eina sem veitt getur styrk í sorgarranni. — Þannig kynntist ég frú Áslaugu fyrst og þannig — það skyldi ég síðar — var allt hennar líf og starf. Hún breyttist aldrei. Trúin og huggunin, sem hún flutti þannig fjölda heimila í Reykjavík í fylgd með manni sín- um, einkenndi hana alla ævi, og hún geislaði ætíð frá sér þeim styrk og þeirri gleði, sem sönn trú og elska til annarra veita. Hún lézt á nítugasta aldursári og ég sakna hennar innilega, því að tregablandnar minningar, fleiri en ein, fléttast við, en laða fram ósegjanlegt þakklæti og fögnuð í huga, hún umvafði mann slíkum kærleika og gleði trúarinnar. Það var á við heila messu með Bach og Páli Isólfssyni og séra Bjarna að hitta hana á götu eða við kirkju- dyr. Þessi fíngerða og tónelska kona flutti með sér kynngikraft hins evangelíska lofsöngs, svo að hver maður hlaut að hrífast með og finna áhrif þessa í lífi sínu. Um það get ég borið. Frú Áslaug Ágústsdóttir starf- aði við hlið manns síns, séra Bjarna Jónssonar, sem dóm- kirkjuprests, dómprófasts og vígslubiskups í meira en hálfa öld, og vita þeir gleggst sem til þekkja, að hún var þær hendur sem báru hann uppi dag hvern — með margvíslegri aðstoð, með tónlist sinni og með því að veita honum samfylgd í prestsþjónustu hans við þúsundir reykvískra heimila, jafnt á sorgarstundum sem á há- tíðum gleðinnar við tímamót lífs- ins. Hið ótrúlega við starf séra Bjarna verður skiljanlegra, þegar frú Áslaug er höfð í huga og það heimili, sem hún bjó honum og vinum hans — og öllum þeim fjölda sem í áranna rás komu í Lækjargötu 12B af ýmsu tilefni. Gleðistundirpar þar og vinafund- irnireu minningarmark sem lyftir huga og önd, jafn samofið og heimilið var að búnaði og hjarta- hlýju því besta sem ég veit af hófsemi og nægjusemi gamalgró- ins reykvísks menningarheimilis. Því var það, að enginn fékk skilið það trúartraust er frú Áslaug sýndi, er þetta heimili allt, með öllu því sem þar var, varð eldinum að bráð í eldsvoðanum mikla hér um árið og hún æðraðist hvergi, en þakkaði Guði fyrir allt er hann veitti henni, einnig þá. — Þannig var líf hennar allt. Henni voru gefnir miklir sálarkraftar, og hún varði þeim í þágu annarra, mannsins síns, barnanna og allra þeirra er skiptu þúsundum og urðu á vegi hennar. Ég fæ mig ekki til að lýsa nánar en svo því þakklæti er ég ber í hjarta til-frú Áslaugar Ágústs- dóttur og fjölskyldu hennar. Kirkja íslands á henni skuld að gjalda. Eitt sinn var sungið: \ akna þú. vakna þú, IK'bóra, vakna þú, vakna þú, syng kva'úi! Debóra mælti, hún sem nefnd var „móðir í ísrael": Sannlega er Drottinn farinn á undan yður. Við kveðjum nú þá konu sem hæglega, hóglega benti með lífi sínu á Hann, sem fer á undan oss til sigurs í þrautum lifsins. Guð blessi henni endurfundina við Drottin sinn. Guð blessi kirkju ís- lands, er hún þjónaði. Þórir Kr. Þórðarson UMHVERFISMÁL MFA gefur út rit um umhverfismál UT ER komið á vegum Menningar og fra'ðslusamhands alþýðu, MFA, ritið „Umhverfismál". Lesefni þetta er ætl- að til fróðleiks og skilningsauka á um- hverfismálum, en auk þess er fjallað um áhrif mannsins á umhverfið. Víða er vikið að innra og ytra umhverfi vinnustaða, en þó fyrst og fremst sam- henginu þar á milli. Efnið fellur vel að vinnu í námshópum, námskeiðum eða í skóium. Ritið er unnið á vegum fræðslu- stofnana verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndum og aðlagað íslenzk- um aðstæðum með aðstoð Land- verndar. Stefán Bermann hafði veg og vanda að gerð ritsins af hálfu Landverndar, en Bolli B. Thorodd- sen, Jóna Osk Guðjónsdóttir og Snorri S. Konráðsson af hálfu MFA. fSLAND-RÚSSUND Laugardalshöll: Föstud. 12.feb. k/.2030/ Sunnud. 14.feb. kl.2030 Kefíavík: Mánud. 15.feb. k/.2030 * TEKSTAÐ LEGGJA RUSSNESKA BJORNINN? 0 # Heidursgestur Svemn Björnsson forseti IS/ Adgongumióahappdrætti - glæsilegur vinningur Dregió i leikhléi i.íinii í'ji uu.vi ,ru uw im Handknattleikssambandiö er handhafi /þróttastyrks Sambands ís/enskra samvinnufélaga 1982 .1(1. o.« *.« .* 4 J •:i I B y U{ I < > 1 > 1 »»•!'* 1. I t * ( » .U..-4I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.