Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 Hagsmunir Sovétríkjanna og Olafur R. Grímsson „ÞÁ ER BENT á það, að áður en til aðgerða gegn skipalestum kæmi, ég vek athygli á því, áður en til þeirra aðgerða kæmi, væri það nauðsynlegt fyrir Sovétríkin til að tryggja öryggi eldflaugakaf- báta gegn árásarkafbátum Vestur landa, orðrétt að koma í veg fyrir NATO í GHJK-hliðinu og í Noregi. Hver er þessi aðstaða í GIUK- hliðinu? Það er fyrst og fremst aðstaðan hér á íslandi." Þannig komst Olafur R. Grímsson að orði í ræðu um öryggismál á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Með því að vitna til ofan- nreindrar staðreyndar, sem fram kemur í ritinu GIUK- hliðið eftir Gunnar Gunnarsson, var Ólafur R. Grímsson að benda á þá hættu sem varnir ís- lands leiða yfir þjóðina. í tilefni af ræðu þingflokks- formanns Alþýðubandalagsins, sagði Geir Hallgrímsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, meðal annars: „Og í því felst gildi þess fyrir varnir íslands (að héðan sé haldið uppi eftir- liti; innsk.), að við vitum það hverjir fara um næsta nágrenni landsins, hvort sem það er í lofti, á láði eða legi. Og það er ljóst mál, að allar tilvitnanir, sem háttvirtur þingmaður (Ól. R. Gr.) hafi hér yfir úr rit- inu GIUK-hliðið, fólu í sér gildi Islands og eftirlits frá íslandi einmitt að þessu leyti. Það var ekki unnt að misskilja það, hvar umhyggja háttvirts þingmanns var niður komin. Honum þótti það alveg hreint voðalegt, að það væri unnt að fylgjast með ferðum sovéskra kafbáta suður Atlantshaf í gegnum GIUK- hliðið héðan frá Islandi. Það var ljóst hverjum hjarta háttvirts þingmanns sló. Það voru hags- munir Sovétríkjanna, sem hann bersýnilega bar fyrir brjósti." V meðfylgjandi svipmvnd frá Alþingi hafa nær eingöngu valist stjórnarliðar, ráðherrar og þingmenn, sem brosa sínu blíðasta framan í lesendur Mbl. — eins og við er að húast. Þó má sjá Kjartan Jóhannsson, formann Alþýðuflokksins, sem haslað hefur sér völl vinstra megin vid framangreinda fylkingu — og virðist una vel hag sínum. í stuttu máli Þingmannafrumvörp: Tollkrít og niður- felling aðfiutnings- gjalda á aðföng samkeppnisiðnaðar í vikunni var mælt fyrir nokkrum frumvörpum um tollamál, m.a. frum- varpi um tollkrít, þ.e. greiðslufrest á aðllutningsgjöldum. Matthías Á. Mathiesen (8) rakti aðdraganda þessa máls, sem nær allt aftur til nefndar skipunar í tíð hans sem fjármálaráð- herra, er gerði úttekt á þessu máli og mælti með tollkrít, sem talin var geta leitt til lækkaðs vöruverðs. í framhaldi af þessu nefndaráliti var flutt frumvarp um málið, sem ekki vannst tími til að afgreiða fyrir ríkisstjórnarskiptin 1978. Þegar ekkert gerðist af hálfu þáv. rík- isstjórnar endurfluttum við frumvarpið í fehrúarmánuði 1980, og síðan hefur það tvívegis verið endurflutt. í umræðu um málið 1980 sagði for- sætisráðherra: „Ég er því fylgjandi að þessum frumvörpum verði vísað til 2. umræðu og nefndar og mun rikisstjórnin hafa samráð um frek- ari könnun og meðferð þessa athygl- isverða máls.“ Samráð við aðila í fjárhags- og viðskiptanefnd þingsins um þetta mál hefur enn ekki verið haft. Það er ekki fyrr en í umræðu um skýrslu ríkisstjórnar í efna- hagsmálum nú í haust, sagði Matthí- as, að forsætisráðherra vtkur á ný að þessu máli. Matthías sagði að megintilgangur með tollkrítarfyrirkomulagi hafi verið tvíþættur, að koma til móts við sjónarmið innflutningsverzlunar og stuðla að lægra vöruverði. Það hlýt- ur því að hafa valdið vonbrigðum margra, að samhliða því að stjórn- völd láta í veðri vaka, seint og um -'Síðir, að þau hafi hug á að hverfa að tollkrít, þá á samtímis að leggja á nýtt svokallað tollafgreiðslugjald við Tyrkland: Skilyrt aðild að Evrópuráði? Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) sagdi í umrædu um afstöóu íslenzku ríkisstjórnarinnar til mannréttinda- hrota í Tyrklandi, að strax eftir valda töku herforingja þar í landi hafi menn í Kvrópuráðinu greint á um, hvernig ætti að hregðast við, hvort reka ætti landið strax úr samtökunum eða hvort árangursríkara væri að hafa áhrif á þróun til lýðræðis þar í landi um áframhaldi þess. Hinsvegar hefur Evr ópuráðið oft ályktað gegn mannrétt- indaskerðingu í Tyrklandi og var hin síðasta samþykktin sýnu harðorðust. Ilinsvegar hefur Kvrópuráðið gert margar samþykktir á starfsferli sínum án þess að Alþingi sæi ástæðu til að álykta sérstaklega um stuðning við þær, en rétt er að utanríkismálanefnd taki tillögu hér um til athugunar, m.a. með hliðsjón af viðhrögðum annarra þjóða. Þorvaidur gat þess að Tyrk- landsmál hefðu áður borið á góma á Alþingi. Hann hefði m.a. lagt þar orð í belg, er skýrsla utanríkismála- ráðherra um utanrikismál var til umræðu síðast, og lagt áherzlu á, að varast beri að gera nokkuð sem tor- veldað gæti endurreisn lýðræðis í Tyrklandi, því væri ekki rétt að rasa um ráð fram og vísa Tyrklandi úr Kvrópuráðinu. En ég vil ekki útiloka að til þess ráðs þurfi að grípa, ef fram heldur sem verið hefur. ^ Þetur wa wm>* i asta Evrópuráðsþingi og í stjórn- Afvopnun á N-Atlantshafi Matthías A. Matthiesen tollameðferð vöru, sem hækkar en ekki lækkar verð á innfluttri vöru. Um leið og ríkisstjórnin lækkar tolla á fáum vörutegundum, sem þýðir 22 m.kr. tekjutap fyrir ríkissjóð, er lagt á nýtt verðþyngjandi tollafgreiðslu- gjald, sem gefa á þrefalda þessa upp- hæð í endurbót til ríkissjóðs, eða 66 m.kr. Friðrik Sophusson (S) mælti fyrir hliðarfrumvarpi með tollkrítar- frumvarpi, og frumvarpi, sem hann flytur ásamt Árna Gunnarssyni (A) og Guðmundi G. Þórarinssyni (F), þessefnis, að fella endanlega niður greiðslu aðflutningsgjalda, sem eru tollur, söluskattur, vörugjald og jöfnunargjald af aðföngum, en að- föng eru hráefni, hjálparefni, rekstr- arvörur, umbúðir, vélar, tæki, þar með talin flutningatæki til flutninga innan verksmiðjulóðar, hlutar til véla, áhöld, varahlutir, til þeirra iðnfyrirtækja, sem stunda fram- leiðslu til útflutnings eða eiga í sam- keppni á heimamarkaði við innflutt- ar vörur. Tilgangurinn er að stuðla að jafnstöðu íslenzkra fyrirtækja í samkeppnisiðnaði við erlenda aðila. Þetta frumvarp Friðriks og félaga er flutt nú í þriðja skipti. Afvopnun á Norður-Atlantshafi Guðmundur G. Þórarinsson (F) hefur mælt fyrir þingsályktunartil- lögu, sem hann flytur ásamt fleiri þingmönnum Framsóknarflokks um alþjóðlega ráðstefnu, sem ríkis- stjórnin beiti sér fyrir, um afvopnun á N-Atlantshafi. Tilgangur ráð- stefnunnar sagði Guðmundur að ætti að vera að kynna viðhorf Is- lendinga til hins geigvænlega kjarnorkuvígbúnaðar, sem fer fram á hafinu umhverfis Island, og þá af- stöðu íslendinga, að þeir telji tilveru þjóðar sinnar ógnað með þeirri stefnu sem þessi mál hafi tekið. Ég er alls ekki að tala um eða setja fram kröfu um einhliða afvopnun, sagði Guðmundur, heldur nauðsyn- lega kynningu á íslenzkum hags- munum gagnvart þessari þróun. Halldór Blöndal (S), Guðrún Helgadóttir (Abl), Árni Gunnarsson (A) og Ólafur Ragnar Grímsson (Abl) tóku öll jákvæða afstöðu til þess tilgangs, sem tillagan felur í sér, en Halldór og Árni settu fram það sjónarmið, að e.t.v. hefði verið réttara að hreyfa þessu máli á veg- um Sameinuðu þjóðanna eða á vett- vangi Norðurlandaráðs. Guðrún og Ólafur töldu hinsvegar málflutning Guðmundar stuðning við sjónarmið, sem íslenzkir sósialistar hefðu lengi haldið fram. Efling atvinnulífs á Vestfjörðum Sighvatur Björgvinsson (A) mælti fyrir tillögu til þingsályktunar, sem hann flytur ásamt Matthíasi Bjarnasyni (S) um sérstaka áætlun um eflingu atvinnulífs og uppbygg- ingu nýiðnaðar á Vestfjörðum. Hann sagði Vestfirði þann veg í sveit setta, að hvorki stórvirkjun né orkuiðnað- ur kæmi til í fjórðungnum, og væru þeir því eini landshlutinn, sem vart hefði möguleika á því sviði. Þeim mun meiri nauðsyn væri til að huga að öðrum leiðum — í tíma — til að tryggja verðmætasköpun og af- komuöryggi til frambúðar í þessum landshluta, sem fyrir gegndi þó þýð- ingarmiklu hlutverki í þjóðarbú- skapnum í höfuðatvinnuvegi þjóðar- innar, sjávarútvegi. Byggð þarf því að styrkja í þessum landshluta. Varamaöur í útvarpsráð Tryggvi Þór Aðalsteinsson, starfs- maður MFA, hefur verið kjörinn varamaður í útvarpsráð, í stað Jóns Múla Árnasonar, sem sagt hefur af sér því trúnaðarstarfi fyrir Alþýðu- bandalagið. Verðbætur á laun Halldór Blöndal (S) hefur lagt efl irfarandi spurningar fyrir félags málaráðherra: 1) Hver hefðu orði áhrif 51. gr. laga nr. 13/1979 á verð bætur á laun 1. júní, 1. september o 1. desember 1981, ef viðskiptakjöri hefðu verið reiknuð inn í kaup gjaldsvísitölu? 2) Hver verða áhri þessarar lagagreinar á kaupgjalds vísitölu 1. marz nk.? Kjartan Jóhannsson: Upplýsingaskylda stjórnvalda brotin l'orvaldur (.aröar KristjánsNon málanefnd þess, sagði þrjú mál hafa verið aðalmál þar: Póllandsmálið, Tyrkland og mál, sem snerti ísrael (Jerúsalem). Pétur sagði að fulltrúar Norðurlanda hafi verið sammála um þá tiliögu, sem endanlega var sam- þykkt með litlum breytingum, en ágreiningur verið um, hvort reka ætti Tyrkland úr samtökunum strax og skilyrðislaust eða gefa þeim tíma- bundin síðustu skilyrði um að hverfa að lýðræðisháttum. Pétur vék að skýrslu nefndar, sem Evrópuráðið sendi til Tyrklands, undir forystu Örving, þingmanns úr brezka Verkamannaflokknum, en þessi nefnd var sammála um, að beita ætti þrýstingi til að halda Tyrklandi innan ráðsins. En ég tek undir að það er tímabundið, hve 'leójri erh«vt að aðilA þess að - óbreyttu heimaástandi. Kjartan Jóhannsson (A) veittist harðlega að forsætisráðherra og rfk- isstjórn, utan dagskrár á Alþingi { gær, vegna þess að upplýsingaskylda, varðandi útgáfu bráðabirgðalaga um ráðstöfun gengismunar eftir gengis- fellingu í janúarmánuði sl., hefði ver ið þverbrotin. Kjartan sagði það höf- uðstoð lýðræðis, að löggjöf væri sett fyrir opnum tjöldum — á Alþingi —, þar sem fjölmiðlafólk væri viðstatt og miðlaði upplýsingum til almenn- ings, sem ætti skýlausan rétt á tafar lausum fréttum af lagasmíð. Þegar lög væru sett fyrir luktum dyrum, þ.e. bráðabirgðalög, þá væri það við- tekin hefð að fylgja þeirri löggjöf eft- ir með fréttatilkynningu ríkisstjórnar til fjölmiðla, til að fullnægja upplýs- ingaskyldu stjórnvalda, en þetta hefði núverandi ríkisstjórn svikizt um. Það, að birta löggjöf í Stjórnar tíðindum, sem fáir sæju, væri gott og gilt þegar Alþingi gengi frá löggjöf fyrir opnum tjöldum, en alls ófull- nægjandi þegar bráðbrigðalög ættu { hM. i JmUUHHHUHHHi Gunnar Thoroddsen, forsætis- Stinga fjölmiðlar fréttatilky nningum undir stól? ráðherra, sagði Seðlabanka hafa gefið út fréttatilkynningu um síð- ustu gengislækkun. Bráðabirgða- lög um ráðstöfun gengismunar hefðu verið birt samdægurs í Stjórnartíðindum, eins og lög stæðu til, en þau kæmu til allra fjölmiðla. Það væri heldur engin trygging fyrir birtingu, þó frétta- tilkynning hefði verið send, enda slíkum féttatilkynningum iðulega stungið undir stól hjá einstökum fjölmiðlum. Það væri ekki venja, þó stundum væri gert, að senda út slíkar fréttatilkynningar. í sama streng tóku ráðherrarnir Stein- grímur Hermannsson og Tómas Árnason. Kiðw tluðpaaon i tA). UaiMúr Blöndal (S) og Sighvatur Björg- vinsson (A) tóku undir gagnrýni á leynd löggjafar, sem viðhöfð hefði verið, og Eiður sagði það reynslu sína í löngu fjölmiðlastarfi, að fréttatilkynning hefði ætíð verið gefin út, þegar bráðabirgðatög hefðu verið sett, og rangt væri að bera fjölmiðlum það á brýn að slík- um tilkynningum væri iðulega stungið undir stól. Stjórnvöldum bæri að gegna skýlausri upplýs- ingaskyldu gagnvart almenningi, pukurlöggjöf, sett bak við luktar dyr í þögn, sem jafnvel þingmenn fréttu ekki um fyrr en löngu síðar, væri ótæk. Halldór gagnrýndi, hve seint væri lagt fram frumvarp til staðfestingar á þessum bráða- birgðalögum. Forsætisráðherra bar blaða- fulltrúa ríkisstjórnarinnar fyrir því, að fréttatilkynning um bráða- birgðalög væri nánast undantekn- ing — og sagði þetta tilefni til að hefja umræður utan dagskrár hið furðulegasta og sýndi aðeins mál- efnafátækt " Kjartans Jóhanns- _l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.