Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 24
24 _______MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982_ Rangfærslurnar og ósannindin ótæmandi Síðari hluti svargreinar Hjálmars R. Bárðarsonar siglingamálastjóra vid grein Árna Johnsen Kangfærslurnar og ósannindin ótæmandi Svo margar rangfærslur og bein ósannindi skreyta grein Arna Johnsen að útilokað er að tína þær allar fram í dagsljósið. Hér verða því nokkur dæmi að nægja til að sýna hversu óvandaðan málflutn- ing Árni ber á borð. Árni segir 12 ár hafa liðið frá því að hugmyndin um gúmmíbát- ana var fyrst reifuð og þar til regl- ur voru settar. Þetta telur Árni vera dæmi um „silahátt“ Siglinga- málastofnunar ríkisins (það er þá Skipaskoðun ríkisins). Þessi 12 ár virðist hann telja frá 40. fundi Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Verðandi í Vest- mannaeyjum, sem haldinn var þar 9. janúar 1945, og þá þar til 1957. Ég hefi frá Vestmannaeyjum fengið í hendur ljósrit af nokkrum fundargerðum í Verðandi, og þar stendur frá 9. jan. 1945: „Einnig að stjórn félagsins yrði falið að leit- ast fyrir um hvort ekki væri hægt að fá gúmmíbáta, sem hver mót- orbátur hefði meðferðis til örygg- is.“ (Talið er að eitthvað af fundar- gerðum Verðandi hafi glatast vegna gossins.) Það sem næst er um þetta mál er í fundargerð sem til er frá 19. des. 1950, en þar stendur svo: „Þá sagði hann að lausn mundi fengin á að hafa fyrirferðarlítil björgunartæki í mótorbáta, og væru það gúmmíbátar, sem væru blásnir upp, og hefði sýnishorn, 3 stykki, verið til sölu hjá Setuliðs- eignum Rikisins, og hefði hann ásamt fleirum, fengið að skoða þá, og hefði mönnum litist mjög vel á þá. Og væri 1. gúmmíbáturinn þegar keyptur hingað í plássið." Þetta er í fundargerðarbók Verðandi frá desember 1950 en þá hefur Ólafur T. Sveinsson skipa- skoðunarstjóri þegar heimilað að nota gúmmíbáta á fiskiskip í Vest- mannaeyjum, eins og að framan var getið þrem dögum eftir að Vestmanneyingar fóru fram á slíka heimild. l>annig er 12 ára „silahátlur" í grein Árna Johnsen orðinn að 3 dögum, sé miðað við leyfið eftir að farið er fram á heimild til notkunar gúmmíbáta, en fyrstu reglur voru settar 1953. Það þarf engan að undra þótt 3 ár hafi liðið frá því fyrst var sett- ur gúmmíbátur í fiskiskip, þar til reglur voru settar, ef hugað er að því hve harðar opinberar árásir voru á Ólaf T. Sveinsson, skipa- skoðunarstjóra fyrir að leyfa Vestmanneyingum að taka gúmmíbáta í notkun í stað t.d. tunnufleka eða pramma sem þá voru notaðir. En engum réttsýnum manni getur væntanlega komið til hugar að færa þessi 3 ár til skuldar hjá þeim manni, sem harðast var ásakaður fyrir að leyfa Vestmanney- ingum að taka gúmmíbáta í notkun. Öryggislokar við línuspil Ekki getur Árni Johnsen á sér setið að telja til „silaháttar" hjá Siglingamálastofnun ísetningu ör- yggisloka við línuspil fiskiskipa, þótt þessu máli hafi verið gerð ít- arleg skil í grein í Siglingamálum nr. 13(1981). Hér verður þetta mál því aðeins rakið í stuttu máli. Búnaður sá, sem um er að ræða, var hannaður af Sigmund Jó- hannssyni og teikning hans er dagsett 10. aprfl 1972. I umburðarbréfi nr. 76 frá Sigl- ingamálstofnun ríkisins, sem dagsett er 22. nóvember 1972 segir, að Siglingamálastofnun ríkisins hafi ákveðið, að framvegis verði þess krafist að á öllum nýjum fiskiskipum, sem búin eru línu- spili til línuveiða/ netaveiða verði settur sérstakur öryggisbúnaður, þannig að ef maður festist í línu- spili komist hann ekki hjá að snerta arm, sem samstundis stöð- vi línuspilið. Þá segir einnig í þessu umburðarbréfi að búnaöur þessi, sem hannaður var af Sig- mund Jóhannssyni, hafi verið við- urkenndur af Siglingamálastofn- un ríkisins. Búnaður þessi hafi þegar verið settur í tvö skip til reynslu og virðist gefa góða raun. Krafan er því 22. nóv. 1972 að búnaðurinn verði settur í öll ný skip, en síðan segir: „Það eru ennfremur tilmæli Siglingantála- stofnunar ríkisins að búnaður þessi verði settur í eldri skip, eftir því sem frekast er fært og ávallt ef endurnýjuð eru línuspil eldri skipa, eða kerfi er breytt, þannig að tækifæri er til að bætá við þessum öryggisbúnaði." Frá því þessi búnaður er hann- aður og þar til krafan er gerð um búnaöinn í ný skip og eldri skip við breytingu spilkerfis líða því um 7 mánuðir. í júní 1973 er þessi krafa ítrekuð í Sigiingamálum, og 20. desember 1973 voru settar reglur af ráð- herra, sem voru efnislega þær sömu og umburðarbréfið frá 22. nóv. 1972. Enginn verulegur vandi reynd- ist við framkvæmd reglnanna þeg- ar um var að ræða ný skip eða ný spilkerfi. Hins vegar gekk ákaf- lega erfiðlega að koma þessum búnaði í eldri skip, nema þegar sett var háþrýstispilkerfi í stað eldri spilkerfa. Þar reyndust ýms- ir tæknilegir annmarkar á að leysa þetta mál, nema með tölu- verðum tilkostnaði. Hér hefði siglingamálastjóri auðvitað getað stöðvað fiskiskipa- flotann og þá látið sig engu varða um tæknilega lausn málsins. Sá kostur var þó valinn, að stofnunin fól einum starfsmanni, véitækni- fræðingi, að leysa þetta tæknilega vandamál í samráði við framleið- endur spilbúnaðar og fleiri aðila. Þann 22. febr. 1977 sendi siglinga- málastjóri ráðuneytinu tillögu að nýjum reglum, þar sem krafan um öryggisbúnað við línu- og netaspil nær til allra fiskiskipa 15 brl. og stærri, sem búin eru línuspili til línu- og / eða netaveiða. Þessar tillögur siglingamála- stjóra að nýjum reglum voru síðan í athugun hjá samgönguráðu- neytinu, og líklega til umsagnar hjá hagsmunaaðilum í eitt og hálft ár, frá 22. febrúar 1977 til 16. júní 1978, en þann dag undirritaði ráðherra reglurnar. .Síðan var reglunum breytt 1. ágúst 1979 og 26. nóvember 1979. Athyglisvert er, að í síðustu setningu reglnanna frá 26. nóv. 1979 segir, að siglingamálastjóra sé heimilt að stöðva skip, sem fer á netaveiðar eftir 1. jan. 1980, sé öryggisbúnaður samkvæmt regl- unum ekki fyrir hendi. — Þessi stöðvunarheimild var ekki sett að ástæðulausu. Margir útgerðar- menn voru þó fúsir til aðgerða strax varðandi þennan öryggis- búnað við línu- og netaspil. Það er oft sagt sem svo, að eng- inn sjái eftir því fé, sem fer til að auka öryggi á sjó. Því miður er þetta ekki rétt. Þegar settar eru reglur um ákveðin atriði, sem kosta töluvert fé, þá er það reynsla starfsmanna Siglinga- málastofnunar ríkisins, að það geti verið töluvert erfitt að koma slíkum kröfum í framkvæmd í reynd, og að sjálfsögðu einkanlega þegar ekki er hægt að benda á það nákvæmlega, hvernig leysa skuli málið tæknilega. Ekki er gert ráð fyrir því í lög- um, að Siglingamálastofnun ríkis- ins skuli starfa að hönnun þess búnaðar, sem krafist er í reglum, en vegna mikilvægis þessa máls fyrir öryggi sjófarenda var það þó gert í þessu tilviki. Það er því í fyllsta máta órétt- mætt, að nú er vegið að Siglinga- málastofnun ríkisins fyrir það, hve langan tíma tók að koma ör- yggisbúnaði við línuspil netaveiði- skipa í ísiensk fiskiskip. Menn verða að átta sig á því, að eitt er að setja reglur, annað er að koma þeim í framkvæmd. Hér hefur Siglingamálastofnun ríkisins unn- ið að raunhæfri lausn málsins frá upphafi, og notað til þess verulega starfsorku. Viltu lcsa aftur Árni og lestu nú rétt Enn eitt dæmið um beina rang- færslu Árna Johnsen er varðandi bréf siglingamálastjóra til sam- gönguráðherra Steingríms Her- mannssonar frá 20. ágúst 1981. Þar er setning beinlínis umrituð og henni breytt efnislega í grein Árna Johnsen. Ég verð því að biðja Árna að lesa þennan hluta greinar minnar aftur og að lesa nú rétt. Þar stendur orðrétt: — I þessu bréfi til ráð- herra segir m.a.: „Verði slíkrar umsagnar (þ.e.a.s. umsagnar sam- taka sjómanna og útgerðar- manna) leitað áður en búnaðurinn hefur verið settur í fleiri stærðir og gerðir fiskiskipa, þá verður hinsvegar að gera þá kröfu til um- sagnaraðila, ef þeir telja tímabært að setja nú þegar kröfur um búnað í reglur, að þeir geri nákvæma grein fyrir hvernig sá búnaður skuli vera.“ Hér fer Árni því beinlínis með ósannindi, lygi er þó líklega rétt- ara orðbragð hér, og á grundvelli þessara ósanninda segir hann mig vilja stöðva framkvæmdina. Lúalegri aðdróttanir en þe.ssar eru væntanlega vandfundnar hjá öðrum en Árna Johnsen. Rógur Árna Johnscn um starfsmcnn Siglingamála- stofnunar ríkisins I síðari hluta greinar sinnar ræðst Árni Johnsen með rógburði og dylgjum að starfsmönnum Sigl- ingamálastofnunar ríkisins. Sem voniegt er eru þeir ekki sérlega sáttir með þann atvinnu- róg sem Árni ber á borð fyrir les- endur Morgunblaðsins. Töldu sumir starfsmenn jafnvel rétt að höfðað yrði meiðyrðamál gegn Árna Johnsen fyrir hluta þessara skrifa. Nokkur þessara atriða er þó rétt að geta um hér. Árni 'spyr hvort mikið sé um það, að kaupendur skipa velji sér skoðunarmenn. Þegar um er að ræða kaup og sölu skipa innanlands, þá mælir Siglingamálastofnunin með því, að framkvæmd sé sérstök auka- skoðun. Þá er allt skipið skoðað sérstaklega, og tekið fram ef ein- hverjar kvaðir er um að ræða sem varða endurbætur á næstu árum. Slík skoðun er þá ávallt fram- kvæmd að ósk eiganda skipsins (seljanda). Á þennan hátt á að mega komast hjá ágreiningi seinna. Aldrei hefur verið neinn ágreiningur um val á skoðunar- mönnum við slíka skoðun. Ef um er að ræða skipakaup er- lendis, þá er fyrst krafist teikn- inga og tæknilegra upplýsinga um skipið, og þau gögn athuguð. Ef sú athugun er jákvæð, þá er skoðun- armaður sendur út að skoða skip- ið. Ýmsir starfsmenn stofnunar- innar hafa tekið að sér slíkar skoðanir, og aldrei verið neitt vandamál við val á skoðunar- manni. Allir hafa þeir framkvæmt slíka skoðun af samviskusemi. Ég fæ heldur ekki betur séð en að væntanlegur kaupandi hafi áhuga á að skipið sé sem best skoðað. Þá spyr Árni hvort mikið sé um að menn sem hafi hagsmuna að gæta séu skoðunarmenn fyrir Siglingamálastofnun. Ef Árni á við það, að skoðun- armenn, sem ekki eru á föstum launum hjá Siglingamálastofnun, séu starfsmenn útgerðar eða skipabrauta, þá er svarið stundum já. Það er víða í minni sjávar- plássum erfitt að fá menn, sem hafa þekkingu á skipum eða vél- um, sem ekki í sínu aðalstarfi eru tengdir atvinnuvegunum. Skipa- skoðunarstarf lausráðnu skoðun- armannanna er ekki vel launað, það er erilssamt og oft óvinsælt, en þó er það staðreynd, að í þessu starfi eru margir sérlega vel færir og samviskusamir menn. Fyrir meir en áratug fór siglingamála- stjóri fram á það í fjárlagatillög- um að þessu kerfi yrði breytt, þannig að þessum lausráðnu skoð- unarmönnum yrði fækkað en fjölgað yrði fastráðnum skoðunar- mönnum, sem ferðuðust um land- ið. Þetta atriði hefur oftsinnis ve- rið ítrekað í fjárlagatillögum en ennþá án árangurs. Nú á síðari árum hefur svo enn verið dregið úr rekstrarfé til stofnunarinnar svo að takmarka hefur þurft töluvert ferðir eftir- lits- og skoðunarmanna um lan- dið. Á það hefur verið bent, að ekki er lengur hægt að uppfylla ákvæði laga um eftirlit með skip- um vegna rekstrarfjárskorts, en þau rök hafa borið harla lítinn ár- angur enn sem komið er. Árni scgir að iðulega séu skoðunarskýrslur skrifaðar upp án þess að skoðun iari fram Þetta er alvarleg ásökun á skoð- unarmenn Siglingamálastofnunar ríkisins, og nauðsynlegt að Árni Johnsen nefni strax í næstu grein sinni þau dæmi, sem hann veit um, en ella annaðhvort í beinni skýrslu til siglingamálastjóra eða þá fyrir dómstólum ef hann kýs það heldur. Þá spyr Árni hvort engin dagleg stjórn sé á skoðun skipa hjá Sigl- ingamálastofnun. Ef hann á við hvort einhver einn sérstakur deildarstjóri sé yfirmaður eftir- litsdeildar, þá er hann enginn til. Um slíka stöðu hefir siglinga- málastjóri sótt ár eftir ár bæði í fjárlagatillögum og til samgöngu- ráðuneytis, ráðherra og ráðninga- nefndar en án árangurs. Þetta mál var sérstaklega rætt á fundi með fjárveitinganefnd 1981, og málið hefir stuðning sarmgönguráðu- neytisins og sömuleiðis nefndar, sem gerði fyrir ári tillögur um endurskipulagningu stofnunarinn- Tilraunir Siglingamálastofnunar með varmapoka. — Sjálfhoðaliðar í gúmmíbát í 25 stiga frosti í frystihúsi. Sá, sem er í varmapokanum, er í bómullarnærfotum, en hinn í íslenskum ullarnærfötum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.