Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 5 KOLBKÚN NOKDAL varð bíleigandi í bingói Hvatar í veitingahúsinu Broadway á miðvikudagskvöldið. Ilúsfyllir var og spilað um ágæta vinninga, en hámarki náði spenningurinn þegar í boði var ný Lada-bifreið, sem blasti við á sviðinu allt kvöldið. Bingó fékk Kolbrún, sem hér er á miðri mynd með dóttur sinni Dagmar og híllinn góði í baksýn. Bessí Jóhannsdóttir (t.h.) formaður Hvatar afhenti henni bílinn. Og til vinstri standa bingóstjórar kvöldsins, Asta Gunnarsdóttir og Theodóra bórðardóttir. Kaffisala Dómkirkju- kvenna á Loftleidum NK. SUNNUDAG, 14. febrúar, verður kvenfélag Dómkirkjunnar, sem ber hið gamla heiti Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar, með kaffisölu f Vík- ingasal Hótel Loftleiða og hefst hún kl. 3 síðdegis, að lokinni messu í Dóm- kirkjunni, er hefst kl. 2. Þar prédikar Einar Birnir fram- kvæmdastjóri, en sr. Þórir Stephen- sen þjónar fyrir altari. Ingveldur Hjaltested syngur einsöng í mess- unni við undirleik dómorganistans Marteins H. Friðrikssonar. Dómkór- inn leiðir almennan söng, en eins og algengt hefur verið í síðdegismess- um í vetur, þá verður lögð mikil áhersla á þátttöku safnaðarins í söngnum, og foreldrar fermingar- barna flytja bæn og ritningartexta. Strætisvagn verður að venju við kirkjudyr að messu lokinni til að flytja þá, sem þess óska, út á Hótel Loftleiðir. Hann fer í bæinn aftur upp úr kl. 4. Svo verða einnig ferðir í bæinn með Vífilsstaðavagninum, sem fer frá hótelinu kl. 3.35 og 4.35. Auk kaffisölunnar verða konurnar með lítið „söluhorn", þar sem þær selja ýmsa handgerða muni, blóm, páskaföndur o.fl. Ágóðinn rennur til þeirrar merku starfsemi, sem konurnar vinna. Allir unnendur Dómkirkjunnar vita, hvern hlut þær eiga að því hvernig hún er búin í dag, en þær hafa líka unnið að mannúðar- og liknarmálum fyrir fatlaða, þroskahefta og aldr- aða. Nú eiga þær í pöntun nýja kyrtla handa söngfólkinu og vinna af alefli að eflingu orgelsjóðsins, sem stofnaður var fyrir frumkvæði innan Kirkjunefndarinnar. Hvar sem gott málefni hefur þurft stuðning innan kirkju eða utan, þar hafa Kirkju- nefndarkonur ætíð verið reiðubúnar til aðstoðar. Ég er þess því líka full- viss, að Dómkirkjufólk muni að venju fjölmenna til kaffisölunnar á Hótel Loftleiðum á sunnudag til að njóta þar góðs samfélags yfir rausn- arlegum veitingum um leið og góðu starfi er stuðningur veittur. Þórir Stephensen Stefnuskrárráöstefna Vöku haldin um helgina NÚ UM helgina verður haldin árleg stefnuskrárráðstefna Vöku, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta. Að þessu sinni verður ráðstefnan haldin að Hótel Esju, og byrjar fyrri daginn kl. 12.00, en seinni daginn kl. 13.00. Undanfarnar vikur hafa fasta- nefndir Vökumanna starfað að und- irbúningi hinna ýmsu málaflokka sem mynda samstæða stefnu. Tillög- ur nefndanna verða lagðar fram og ræddar í hópum fyrri daginn, en seinni daginn verða almennar um- ræður. Á ráðstefnunni verða ekki einung- is þeir Vökumenn sem hafa staðið í eldlínunni síðastliðinn vetur, heldur munu stuðningsmenn og kjörnir fulltrúar koma saman til þess að styrkja þá kjölfestu sem Vökustarfið myndar í stúdentahreyfingunni. Stefnuskrárráðstefnan mun taka til meðferðar helstu málaflokka sem eru á döfinni hjá stúdentum. Sérstök Fyrirlestur í kvöld: íYÓðleÍKsjjættir í fyrirlestraröðinni Fróðlciksþættir um Grænland mun dr. Kolf Kjell- ström, deildarstjóri við Nordiska muséet í Stokkhólmi tala um gift- ingarsiði eskimóa róstudagskvöldið 12. febr. kl. 20.30 í Norræna húsinu. Rolf Kjellström varði doktorsrit- gerð um þetta sama efni, en hann er mannfræðingur og hefur sérhæft sig í menningu og lifnaðarháttum þjóða, sem byggja heimskautasvæð- in, einkum sama og eskimóa. Fyrir- lesturinn er fluttur á sænsku. áhersla er lögð á háskólamálefnin, en eins og kunnugt er hefur Vaka verið leiðandi í þeirri umræðu sem fram hefur farið í menntapólitík meðal stúdenta. Nægir þar að minn- ast á málefni Vöku til hátíðarnefnd- ar 1. des. sl. Vökumenn hafa einnig verið leið- andi í stúdentahreyfingunni síðast- liðið ár á öðrum sviðum. Hagsmuna- mál stúdenta hafa tekið stórstígum breytingum til batnaðar undir hand- leiðslu Vökumanna. Það er vonandi að um þessa helgi takist aftur að móta framhald og festu sem einkennt hefur Vökustarf- ið undanfarið. Allir stuðningsmenn Vöku eru boðnir velkomnir að Hótel Esju um þessa helgi, til þess að taka þátt í að móta farsæla framtíð stúd- enta við Háskóla íslands. Allar frek- ari upplýsingar eru veittar í síma Vöku 2S465, eða í félagsheimilinu að Skólavörðustíg 12, 3. hæð. Atli Eyjólfsson, formaður Vöku um Grænland iLT-,"J»erinn 15. febr. heldur Mariuu__0 __ , . Ivars Silis fyrirlestur og skyggnur frá hinni fornu veiði- mannamenningu sem nú er að líða undir lok í Thule, nyrsta byggða bóli á Grænlandi. Fyrirlesturinn er fluttur á dönsku. Miðvikudaginn 17. febr. heldur dr. Björn Þorsteinsson fyrirlestur og nefnir Saga Grænlendinga. Fyrirlestrarnir byrja kl. 20.30 og aðgangseyrir er kr. 10. UTSOLUMARKAÐURINN Sýningarhöllinni Bíldshöfða í fullum gangi. Opið í dag frá 1—7 e.h. Opið á morgun frá 10—4 e.h. (Já, til kl. 4 e.h.) 0FSALEGT VÖRUÚRVAL ★ Fatnaður á herra, dömur, unglinga og börn. ★ Efni, geysi fjölbreyttar gerðir, s.s. ullarefni - tweed - gaberdine - kakhi - denim - watt - rifl. flauel o.m.fl. ★ Hjómplötur, kassettur. Æðisgengið úrval. Mörg hundruð titlar. Aldrei annað eins sést. ★ Hljómtæki - bíltæki - bílahátalarar - bílloftnet - kassettur - ferðatæki - heyrnartæki — sjón- vörp - reiknivélar - klukkur - vasadiskó o.m.fl. ★ íþróttavörur - undirfatnaður - sloppar. Stór- kostlegar verð-____ lækkanir Karnabær allar deildir StGÍnar hf- Belgjagerðin Ólafur H. Jónsson ni. Olympía o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.