Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 31. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. lögreglu í Varsjá Varsjá og VínarÍM»rg. 11. febrúar. AP. MKIRA en 150 logregluflutningabílar óku í dag löturha'gt í gegnum Varsjá, að því er virtist í þeim tilgangi einum að sýna hver hefði völdin í landinu. Að sögn sjónarvotta fór bílalestin svo hægt, að það tók hana alla rúmlega hálfa klukku- stund að komast fvrir sama hornið. Bfl- arnir voru búnir vélbvxsum og lögreglu- menn búnir skjöldum stóðu á þeim. l-etta er í fyrsta sinn síðan á fyrstu dög- unum eftir setningu herlaga í Póllandi, að bflalest lögreglunnar ekur í gegnum borgina. Almenn óánægja hefur nú brotist út í landinu í kjölfar stórfelldra hækkana vöruverðs, sem tóku gildi um síðustu mánaðamót. Hafa hækkanirnar gert lífið þungbært, sér í lagi fyrir ungt fólk. Sem dæmi um hækkanirnar, sem eru allt upp í 400%, má nefna, að stofusófi, sem áður kostaði 3.480 zloty, hefur hækkað i 10.700 zloty. Meðallaun í Póllandi eru um 7.000 zloty. Ógern- ingur er að fá ýmsan varning í landinu nema með afarkjörum. T.d. er ekki mögulegt að kaupa einstaka hluti í matarstell, heldur verður að kaupa heilt stell. Mjólk, sem ekki selst, og svonefndar Bologna-pylsur, sem skemmast eftir nokkurra geymslu, er heldur hent en að selja á niðursettu verði. Aðstoðarforsætisráðherra Póllands, Jerzy Odzowski, gaf í dag í skyn, að skömmtunarmiðar kynnu að hafa ver- ið falsaðir í tilraunum fólks til að verða sér úti um aukna matvöru. Odzowski benti á, að nauðsynlegt væri að gera skömmtunarmiðana þannig úr garði, að ógjörningur væri að falsa þá. „Þeir hafa nú gildi á við peninga og ættu þar af leiðandi að vera gerðir úr svipuðum efnum,“ sagði Odzowski. Hann viðurkenndi ekki, að falsaðir miðar hefðu fundist, en lagði ríka áherslu á að verslunarmenn ættu að fá þjálfun í að þekkja falsaða miða frá hinum raunverulegu. Otlagar innan Samstöðu hafa fengið leyfi dönsku stjórnarinnar til að sleppa 10.000 blöðrum fylltum helíum á Borgundarhólmi, þannig að þær ber- ist áleiðis til Póllands. I hverri hlöðru er 24 síðna bæklingur með ræðustúf- um erlendra leiðtoga. Gera útlagarnir sér vonir um, að 8.000 blöðrur nái alla leið til Póllands, en ekki eru nema um 60 km á milli. Josef Glemp erkibiskup sneri aftur til Póllands í dag eftir vikudvöl í Róm, þar sem hann ræddi við landa sinn, Jóhannes Pál páfa II. „Ég kem tóm- hentur," sagði Glemp við komuna til Varsjár. „Páfi veit að við verðum að ráða fram úr okkar vandamálum á eig- in spýtur. Því kem ég aðeins með bless- un hans.“ Spænskir yfirmenn fyrir rett Madrid, II. febrúar. Al*. IIKRIN.N tilkynnti í dag að þrír hátt- settir herforingjar, auk 29 annarra úr hernum og eins óbreytts, yrðu dregnir fyrir herrétt þann 19. febrúar, ákærð- ir fyrir aðild að tilraun, sem gerð var til að hylta ríkisstjórninni fyrir nær ári síðan. Krafist hefur verið 30 ára fang- elsisdóms yfir þeim Antonio Tej- ero, Jaime Milans de Bosch og Al- fonso Armada, sem höfuðpaurum samsærisins. Armada, sem var her- fræðilegur ráðunautur Juan Carlos Spánarkonungs um nokkurra ára skeið, er talinn hafa skipulagt til- ræðið. Spænska varnarmálaráðuneytið hefur tilkynnt, að varúðarráðstaf- anir verði með allra mesta móti við réttarhöldin. Réttarhöldin fara fram í höfuðstöðvum hersins í út- jaðri Madrid. A milli hinna ákærðu og þeirra 600, sem sérstaklega hef- ur verið boðið að vera viðstaddir réttarhöldin, verður skothelt gler. Ennfremur er gert ráð fyrir að her- menn verði á víð og dreif um áheyr- endasalinn. Gert er ráð fyrir að 69 manns úr röðum hersins muni bera vitni við réttarhöldin. Brezki auðkýfingurinn Roland (,,Tiny“) Rowland, yfirmaður Lonrho- samsteypunnar, sem mun hlaupa undir bagga með Sir Freddie Laker. Sir Freddie Laker kemur til aðalstöðva brezku fiugmálastjórnarinnar til viðræðna um stofnun nýs fiugfélags. Laker stoftiar nýtt félag með brezkum auðkýfíngi Hefur líkast til starfsemi í aprílmánuði 1/ondon, 11. febrúar. Al*. „ÞAÐ EINA sem getur stöðv- að okkur nú er að flugmála- stjórn leggi ekki blessun sína yfir samning okkar,“ sagði Freddie Laker kampakátur, er hann hitti fréttamenn að máli í dag. Nú er næsta víst að hann og breski iðnjöfurinn Rowland („Tiny“) Roland, taki höndum saman um stofn- un nýs flugfélags, „Flugfélag fólksins“ eins og þeir ætla að nefna það. Laker og Roland hafa verið á stöðugum fundum síðustu daga, en Roland segir hugmyndinni hafa skotið upp um síðustu helgi, strax eftir gjaldþrotsyfirlýsing- una. „Þetta er fullkomið dæmi um Hermenn gengu í lið með stjórnarandstæðingum Borgin Hama í Sýrlandi enn í umsátri reisnarmönnunum, andstæðingum Damaskus, II. febrúar. Al'. STTJÓRNVÖLD í Sýrlandi hafa nú loks viðurkennt að her landsins hafi einangrað borgina Hama f kjölfar óeirða undanfarna viku. Á sama tíma hafa Sýrlendingar borið fram opinbera kvörtun við Bandaríkja- menn og sakað þá um að blanda sér í innanríkismál Sýrlendinga. Var sendiherra Bandaríkjanna í Sýrlandi kallaður í utanríkisráðuneytið og honum afhent formleg kvörtun. í skýrslu um ástandið, sem AP- fréttastofunni barst í dag frá upp- stjórnarinnar, sem eru undir for- ystu strangtrúaðra múhameðstrú- armanna, segir, að her landsins hafi haldið uppi stöðugri skothríð á borgina og hafi eldflaugum verið beitt. Segjast stjórnarandstæð- ingar hafa náð borginni á sitt vald, „frelsað hana“, eins og það er orðað í yfirlýsingunni. Ennfremur segir þar, að meira en 50 opinberir starfsmenn hafi verið teknir af lífi. Þá segja upp- reisnarmenn, að 47. herdeild sýr- lenska hersins, sem stödd var í borginni, er óeirðirnar brutust út, hafi gengið þeim á hönd og virt skipanir yfirboðara sinna að vett- ugi. Talið er, að mörg hundruð manns hafi látið lífið í átökunum, sem staðið hafa i átta daga. Fréttamönnum hefur ekki verið veitt leyfi til að heimsækja borg- ina. Að sögn stjórnvalda vilja þau ná „síðasta uppreisnarseggnum“, áður en af því geti orðið. Ferða- menn, sem staddir voru í Hama er ólætin hófust, hafa staðfest fregn- ir vestrænna diplómata um ástandið, en stjórn landsins segir þær vera uppspuna frá rótum. hvernig einkaframtakið hjálpar einkaframtakinu," sagði Laker. Vonir standa til að félagið hefji rekstur sinn í aprílmánuði og mun það byggja á sama grunni og Laker Airways. Ódýrar ferðir yfir Atlantshafið verða aðalsmerki þess. Að sögn þeirra sem best þekkja til, mun ekki standa á leyfi bresku flugmálastjórnarinnar og Laker muni verða kominn á loft á ný innan fárra vikna. Rowland („Tiny“) Roland rekur eitt arðbærasta fyrirtæki Bret- landseyja, Lonrho Conglomerate, sem skiptist í næstum eitt þúsund dótturfyrirtæki. Á snærum sam- steypunnar er alls kyns rekstur, allt frá gullgreftri í Afríku og til hins virta vikublaðs, Observer. Velta samsteypunnar á síðasta ári var 2,46 milljarðar sterlings- punda. Roland gerir sér vonir um að kaupa 10 af DC-10 þotum Lakers til að koma rekstrinum af stað, en alls átti Laker 20 vélar er hann varð gjaldþrota. Bandaríski Ex- port/Import-bankinn lánaði Lak- er á sínum tíma 86 milljónir dala og veitti vilyrði fyrir 61 milljón til viðbótar. Bankinn hefur nú sent fulltrúa sinn til Englands til að tryKKÍ3 fyrsta veðrétt i fimm af DC-10 þotum Lakers. Laker lýsti því yfir í gær að viðbrögð Margaret Thatcher við bón starfsfólk Laker-flugfélags- ins um að ríkissjóður tryggði fyrirtækinu áframhaldandi rekstrargrundvöll hefðu verið hárrétt. Freddie Laker og Rowland Rol- and hafa þekkst í aldarfjórðung. Sögðu þeir í viðtali við frétta- menn að flugvélar nýja félagsins myndu bera nafn Lakers á stélinu eins og áður, en á hliðum þeirra stæði „Flugfélag fólksins“ (People’s Airlines). Roland er ekki ókunnugur flugvélum. Hann á 30 flugvélar í Afríku, auk þess sem hann á ríkulega útbúna Grumman-þotu, sem hann notar til skrifstofustarfa á ferðalögum. Sprenging í Essen KsM'n. ||. rchrúar. Al*. FJÓRIR slösuðust hættu- lega í dag er sprengja úr síðari heimsstyrjöldinni sprakk er grafið var ofan af henni við lagningu nýs bíla- stæðis í Essen. Önnur sprengja, sem kom í ljós við sprenginguna, var gerð óvirk. Ekki er vitað hvaðan hin 225 kílóa sprengja kom upprunalega. Mikill viðbúnaöur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.