Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 31 • Steindór Gunnarsson Val margreyndur landsliðsmaður í handknattleik og einn snjallasti línuspilari landsliðsins kominn í gott skotfæri. „Leggjum mikla áherslu á að sigra Svíana" - segir Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari „1>AÐ GR kominn tími til að leggja Svía að velli og við munum leggja mikla áherslu á að ná því marki,“ sagði Hilmar Björnsson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, á dögunum, en íslenska landsliðið mætir því sænska í tveimur landsleikjum eftir helgina. Fyrri landsleikurinn fer fram á þriðjudagskvöldið og sá síð- ari á miðvikudagskvöldið. Báðir fara fram í Laugardalshöllinni og hefjast klukkan 20.30. Landsliðshópurinn er hinn sami og mætir Rússum um helgina. Hugsanlegt er þó að breyt- ingar verði ef meiðsl leikmanna höggva skörð. Island hefur ekki sigrað Svía í landsleik síðan árið 1964, er 12—10-sigurinn frægi leit dagsins ljós. Umræddur sigur er jafn- framt eini sigurinn sem unnist hefur gegn Svíum. Þjóðirnar hafa reynt með sér 15 sinnum og hafa Svíar unnið 13 sigra, einu sinni varð jafntefli og einu sinni sigr- uðu íslendingar. Markatalan er að sjálfsögðu óhagstæð, 214—275. Svíar mæta með leikreynt lið, þrír hafa yfir 100 landsleiki að baki, Basti Rasmussen hefur leik- ið 114 leiki, Bo Anderson 112 og Claes Hellgren 105 landsleiki. Þá hefur Claes Ribendahl leikið 92 landsleiki og Bengt Hanson 90 leiki. Það er því ekki verið að ráð- ast á garðinn þar sem hann er lægstur að þessu sinni... Tekst Fram að sigra UMFN í KVÖLD kl. 20.00 fer fram stórleik- ur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. I.ið UMFN og Fram leika í íþrótta- húsinu í Njarðvík. /Etli Fram að eiga einhverja möguleika á sigri í úr valsdeildinni í ár verða þeir að sigra í leiknum. Sigri hinsvegar lið UMFN bendir allt til þess að liðið verji ís- landsmeistaratitil sinn í ár. Það verður ekki létt verk hjá leikmönnum Fram að sigra UMFN í ljónagryfjunni í Njarð- vík. En nái lið Fram að stöðva hinn frábæra leikmenn Danny Shouse getur allt gerst. Víst er að leikmenn Fram munu selja sig dýrt því að þetta er þeirra síðasta hálmstrá. Staðan í úrvalsdeildinni er nú sem hér segir: Njarðvík 15 12 3 1301—1177 24 Fram 15 10 5 1245—1150 20 Valur 16 10 6 1320—1271 20 KR 15 8 7 1157—1226 16 ÍR 16 5 10 1251 — 1335 10 ÍS 15 1 14 1208—1363 2 Tekstloks rússneska - Þrír landsleikir qeqn í að sigra björninn? Sovétríkjunum um helgina ÍSLENDINGAK leika þrjá lands- leiki gegn Sovétmönnum á næstu dögum og fer sá fyrsti fram í Laug- ardalshöllinni í kvöld. Hefst hann klukkan 20.30. Á sunnudaginn leika þjóðirnar aftur í Höllinni og hefst leikurinn klukkan 20.30. A sama tíma á mánudagskvöldið fer síðan fram þriðji og síðasti leikurinn. Hann fer fram í íþróttahúsinu í Keflavík. Island og Sovétríkin hafa leikið 10 landsleiki í gegnum árin og hafa íslendingar iðulega náð að standa uppi í hárinu á rússneska birninum þó svo að hann hafi ávallt sigrað örugglega. Markatal- an í leikjunum tíu er 199—170, Rússum í hag. Ekki svo afleitt ef litið er á getu sovéska liðsins. Þar fer algert yfirburðalið í íþróttinni, lið sem hefur verið í allra fremstu röð síðustu árin. Rússar urðu í 2. sæti á síðustu Olympíuleikum og í síðustu heimsmeistarakeppni og Olympíumeistari varð landslið þeirra árið 1976. Eitt af einkennum sovéska liðs- ins er hin mikla meðalhæð leik- manna liðsins. I 15 manna lands- liðshópi þeirra eru þrír leikmenn 2 metrar á hæð eða meira og sex til viðbótar sem eru 1,90 eða meira. Frægasti leikmaður sovéska liðs- ins er vafalaust fyrirliðinn Vladi- mir Belov sem leikur með Kunts- evo í Moskvu. Hilmar Björnsson valdi fyrir nokkru landsliðshóp sinn og var hann birtur í Mbl. á þriðjudaginn. Hann skal engu að síður rifjaður hér upp. Markverðir eru Kristján Sigmundsson Vík., Einar Þorvarð- arson HK og Brynjar Kvaran KR. Aðrir leikmenn: Ólafur Jónsson Vík., Gunnar Gíslason KR, Bjarni Guðmundsson Nettlestedt, Hauk- ur Geirmundsson KR, Guðmundur Guðmundsson Vík., Steindór Gunnarsson Val, Óttar Mathiesen FH, Jóhannes Stefánsson KR, Þorbergur Aðalsteinsson Vík., Al- freð Gislason KR, Páll Ólafsson Þrótti, Sigurður Sveinsson Þrótti, Sigurður Gunnarsson Vík., Þor- björn Jensson Val og Kristján Arason FH. Dómarar verða frá Vestur-Þýskalandi. Norðmenn unnu Breta 42—11 FLEIRI úrslit hafa borist úr undan- keppninni fyrir C-keppnina í hand- knattleik sem haldin verður í Belgíu áður en langt um líður. Belgía, Noregur og Búlgaría allt að því tryggðu sér sæti í lokakeppninni. í A-riðli eru Búlgaría og Noregur efst með 6 stig hvor þjóð, en Búlgarir unnu síðast Færeyjar 26—16 og Noregur sigraði England 42—11. í B-riðli hafa Belgar 6 stig að þremur leikjum loknum, en þeir unnu síðast Austurríkismenn 16—14. Portúgalir sigruðu Finna 24—21 og hafa 4 stig • Tap hjá SK Brugge EINN leikur fór fram í belgísku deildarkeppninni í knattspyrnu í vik- unni, Sævar Jónsson og félagar hjá Cercle Brugge töpuðu 0—1 á útivelli gegn Winterslag. Börkur til Bryne KK-ingurinn Börkur Ingv- arsson, hefur gengið til liðs við norska I. deiidar liðið Bryne, sem er eitt af bestu liðum Nor- egs. Börkur hefur dvalið hjá norska félaginu að undanfnrnu og athugað málin. Eitthvað mun eiga eftir að ganga frá smáatriðum, en Börkur verður ekki löglegur hjá Bryne fyrr en 6. júní. Norsk blöð hafa rætt dálítið um komu islendingsins og gert mest úr því að hinn 23 ára gamli miðvörður hafi lengi verið oröaður við ís- lenska landsliðið og raunar verið valinn í landsliðshóp þó ekki hafi hann náð að hreppa landsleik. jel./gg. Punktar úr ensku knattspyrnunni: Tottenham og Liverpool leika til úrslita ÞAÐ VERÐUR Tottenham sem mætir Liverpool í úrslitum deildarbikarkeppninnar í knatt- spyrnu, en leikurinn fer fram á W'embley í næsta mánuði. Totten- ham sigraði WBA 1-0 í síðari leik undanúrslitanna í fyrrakvöld, sigr aði því samtals 1-0, þar sem fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli. Mike Hazzard skoraði sig- urmark Tottenham snemma í síðari hálfleik, en sigurinn hefði getað hafnað hvoru meginn sem var, WBA síður en svo lakari aðilinn. Ekki stóð til að Hazzard ætti að leika, en í upphitun slasaði hinn seinheppni Ricardo Villa sig og Hazzard var því kallaður inn á síðustu stundu. Kom það sér bara vel fyrir Tottenham. Tveir leikir fóru einnig fram í 1. deildinni í fyrrakvöld, Aston Villa og Southampton skildu jöfn, 1-1, á Villa l’ark í Birmingham, Peter Withe skoraði fyrir Villa, en Kevin Keegan svaraði fyrir Southampton. Þá sigraði Stoke lið Sunderland 2-0 á útivelli. Brendan O’Callaghan og Sammy Mcllroy, nýi maðurinn frá Man. Utd., skoruðu mörkin. Einhver slagsíða er að koma í Nottingham Forest-trilluna, en þrír Enska knatt- spyrnan af lykilmönnum liðsins hafa verið scttir á sölulista, fjórir því í allt, því John Robertson tók sæti þar í síð- ustu viku. Þremenningarnir eru lan Wallace, Justin Fashanu og John McGoverns. Wallace og Fashanu kostuðu Forest á sínum tíma á þriðju milljón sterlingspunda, McGovern hefur hins vegar verið fyrirliði á City Ground í mörg ár. ÍR: Benedikt Ingþórsson 5 Hjörtur Oddsson 6 Jón Jörundsson 7 Kristinn Jörundsson 7 Sigmar Karlsson 4 Ragnar Torfason 4 Óskar Baldursson 5 Helgi Magnússon 5 llræringar einnig á Main Road, heimslóð Manchester City. Þar hef- ur City lánað tvo af þekktari leik- mönnum sínum til smáliðs í Hong Kong til þriggja mánaða. Hér er um Phil Boyer og Tommy Hutchinson að ræða. í fljótu bragði virðist hreinlega verið að móðga kappana með þessu og verður fróðlegt að sjá hvað úr verður. Valur: Torfi Magnússon Kíkharður Hrafnkelsson Jón Steingrímsson Valdemar Guðlaugsson Leifur Gústafsson Kristján Ágústsson íþróttafélagið Þróttur Neskaupstað óskar eftir að ráða knattspyrnuþjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Upplýsingar gefa Guðmundur í simum 7641 og 7500 og Viðar í síma 7598. Elnkunnagjöfin Ö1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.