Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 Aukin aðstoð við Salvador YVa.shini'ton, II. rehrúar. Al*. REAÍJAN-stjórnin hyggst biðja Þjóð- þingið um 52 milljóna dollara fjár veitingu til hernaðaraðstoðar handa El Salvador á næsta ári, helmingi hærri upphæð en upphaflega var far ið fram á samkvæmt opinberum heimildum. Samkvæmt heimildunum er þetta aðeins bráðabirgðabeiðni og nær víst að beðið verði um aukna aðstoð ef borgarastríðið harðnar. Hluti fjárins verður ef til vill notaður til að útvega flugher E1 Salvador A-37-herþotur sam- kvæmt heimildum í Pentagon. Bandaríkjamenn hafa ekki hingað til sent stjórn iandsins herflugvél- ar. Embættismaður nokkur sagði að skæruliðar hefðu tiltölulega lít- ið svæði á valdi sínu en hefðu sýnt hæfni í skyndiárásum. Jafnframt ítrekaði talsmaður bandaríska landvarnaráðuneytis- ins að Bandaríkjastjórn væri sem fyrr andvíg samningum um lausn í El Salvador. Hann sagði að réttur Salva- dormanna til að ráða sjálfir fram- tíð sinni yrði að engu hafður með slíkum samningaviðræðum er mundu leiða til aðildar skæruliða að ríkisstjórn. Bandaríkjastjórn styður pólitíska umbótaþróun sem hefst í marz með kosningum til stjórnlagaþings. Viimustöðvun í Suður-Afríku Grímubúnir skæruliðar leita í almenningsvagni á leiðinni inn í bæinn llsulutan í El Salvador. Reagan-stjórnin hefur beðið Bandaríkjaþing um að samþykkja aukna hernaðaraðstoð við stjómina í El Salvador. Smith sakar Mugabe um áreitni við hvíta Salisbury, II. febrúar. AIV Jóhannesarborg, II. febrúar. Al\ TIIGIR þúsunda verkamanna í SuðurAfríku lögðu niður vinnu í hálftíma í dag, fimmtudag, til að mótmæla dauða hvíta verklýðsleið- togans Neil Aggett í fangelsi og mót- Eru sígarettur geislavirkar? Koston, 11. febrúar. Al\ TVEIR bandarískir vísindamenn halda því fram, að rannsóknir á geislavirkni sígarettureyks hafi setið mjög á hakanum síðustu ár in og sé það að ófyrirsynju, því að líídegt sé, að hún geti valdið krabbameini. Bandaríkjamennirnir, sem eru læknar að mennt, segja, að í sígarettum og sígarettureyk sé „ákaflega mikið af poloni- um, mjög geislavirku efni, sem rekja má til fosfóráburðar, sem borinn er á tóbaksplönt- urnar. Sá, sem reykir hálfan annan pakka af sígarettum á dag, verður fyrir jafn mikilli geislun í lungum árlega og sá, sem lætur taka 300 röntgen- myndir af brjóstkassanum," segir i áliti læknanna, sem birtist í læknatímariti (Journ- al of Medicine) á Nýja Eng- landi. LEGUKOPAR Legukopar og fóöringar- efni í hólkum og heilum stöngum. Vestur-þýzkt úrvals efni. Atlas hf mælafundir voru haldnir í nokkrum háskólum. I>að hefur ekki komið fyrir áður að hvítur maður, sem ör yggislögreglan hefur haft í haldi, hafi látizt. Aggett fannst hengdur í klefa sínum í aðallögreglustöðinni í Jó- hannesarborg á fimmtudaginn. Aggett, sem var 28 ára, var sveita- læknir, en hann var ritari félags afrískra verkamanna í matvæla- og niðursuðuiðnaði í Transvaal þegar hann var handtekinn. Líkkrufning hefur farið fram og rannsókn var fyrirskipuð á með- ferðinni sem hann fékk í fangelsi, en stjórnvöld hafa haldið niður- stöðunum leyndum. Verkalýðsleiðtogar blökku- manna efndu til vinnustöðvunar- innar og flestir þeir verkamenn, sem lögðu niður vinnu, voru blökkumenn sem starfa í verk- smiðjum í Pretoria, Port Eliza- beth, East London, Jóhannesar- borg, Höfðaborg, Pietermaritz- burg og Durban. Stærsta fyrirtæki Suður- Afríku, námafélagið Anglo- American Corporation, harmaði dauða Aggetts í yfirlýsingu og lét í ljós samúð með verkamönnum. Forstöðumaður samstarfsstofn- unar aðila vinnumarkaðarins, Hank Botha, skoraði á vinnuveit- endur að sýna umburðarlyndi og bað verkamenn að beita ekki ofbeldi. Botha skoraði sérstaklega á fyrirtæki að kalla ekki í lögregl- una, sem er oft til kvödd í vinnu- deilum. IAN SMITH fyrrum forsætisráðherra, hefur sakað stjórn Robert Mugabe um skipulagsbundna áreitni í garð hvíta minnihlutans í Zimbabwe. Hann spáði því að æ fleiri hvítir menn mundu flytjast úr landi. Hann sagði að það væri stefna ríkisstjórnarinnar að grafa undan hvíta minnihlutanum og einn liður í því væru nýlegar handtökur hvítra manna fyrir meint samsæri um að steypa ríkisstjórninni eða njósnir í þágu Suður-Afríku. Við þetta bætt- ust munnlegar árásir á hvíta menn „fyrir allt sem aflaga fer í landinu". Allt að 1.800 hvítir menn flytjast úr landi í hverjum mánuði og Smith kvað þessar tölur „óræka sönnun" staðhæfinga sinna um stefnu stjórnarinnar gegn hvítum mönnum. Smith hélt því fram að það væru aðallega hvítir menn sem létu í ljós andúð á þeim yfirlýsta vilja Mugabe forsætisráðherra að koma á „eins- flokks-einræði". Því reynir stjórnin að grafa und- an hvíta minnihlutanum til að veikja andstöðuna og búa í haginn fyrir einsflokksstjórn, Jafnvel þótt það komi niður á efnahagnum," sagði hann. Undanfarna fimm mánuði hafa minnst 15 hvítir menn verið hand- teknir samkvæmt undantekningar- ákvæðum, þeirra á meðal einn af þingmönnum Smiths, Wally Strutt- aford, fyrrverandi járnbrautar- starfsmaður. Annar þingmaður, Denis Walker fyrrum trúboði, flúði til London þegar hann frétti að lögregla ætlaði að handtaka hann líka. Smith endurtók ásakanir um að HUSSEIN Jórdaníukonungur. sem flaug með ( aspar Weinberger land- varnarádherra í eftirlitsferð til jórd- anskra herstöðva í dag, sagði frétta- mönnum að hann vildi fá handarískar Hawk-eldflaugar, en ætlaði ekki að segja upp samningi um kaup á svipuðu loftvarnakerfi frá Rússum. Hussein lét einnig í ljós áhuga á bandarískum F-16-orrustuþotum, sem ísraelsmenn hafa keypt af Bandaríkjamönnum. Weinberger, sem kom til Jórdaníu frá Saudi-Arabíu og Oman, kvaðst fús til að að fara fram á það við Moskvu, II. IVhrúar. Al\ LVDIA Vashrhenko, ein af hvítasunnu- fólkinu, sem haldið hefur til í kjallara handaríska sendiráðsins í Moskvu í þrjú og hálft ár, var í dag útskrifuð af sjúkrahúsi í Moskvu þar sem hún hcf ur verið til meðferðar í tvær vikur. Hún og móðir hennar höfðu fastað frá jólum og var hún flutt nauðug viljug á sjúkrahúsið þegar Bandaríkjamennirn- ir voru farnir að óttast um líf hennar. Þegar Lydia yfirgaf sjúkrahúsið tóku á móti henni bróðir hennar og systir, sem komið höfðu frá átthög- unum í Síberíu, og var þeim öllum þremur ekið í bandaríska sendiríjðið -3,1 !. ; '!»<>!> Í0 ! ic S gvfflm Struttaford hefði verið pyntaður í fangelsi. Hann sagði að afturför hefði orðið í heilbrigðis- og menntamálum og í löggæzlu. Aðspurður hvort hann mundi íhuga brottför sagði Smith að svo kynni að fara ef hann teldi að fólk, einkum konur og börn, nyti ekki lengur öryggis og ástandið almennt versnaði svo mjög að hann teldi það ekki þess virði lengur að búa í land- inu. Bandaríkjaþing að hömlum yrði af- létt svo að Jórdanir gætu fengið bandarísku eldflaugarnar. En bandarískir embættismenn kváðust vona að Hussein keypti ekki sovézkar Sam-6 eldflaugar sam- kvæmt samningi sem hljóðar upp á 229 milljónir dollara sem írakar lána Jórdönum. Hussein gaf í skyn að hann hefði sigrazt á mótbárum Bandaríkja- manna gegn vopnakaupunum í Sovétríkjunum þegar hann sagði fréttamönnum að ekki væri í ráði að sovézkir ráðunautar kæmu til Jórd- aníu til að kenna meðferð Sam- flauganna. til fundar við foreldra þeirra og tvær systur. Lydia segist ætla að fara aft- ur til Chernogorsk í Síberíu, þar sem hún á önnur átta systkini, og sækja þar um brottfararleyfi úr landi. Með því sagðist hún vera að fara eftir þeim reglum, sem stjórnvöld segðu aö giltu um þessi mál. Ef henni yrði hins vegar aftur neitað um brottfar- arleyfi sagðist hún mundu fara í hungurverkfall á nýjan leik. Móðir Lydiu, Augustina, sem er 52 ára gömul, fastar enn í sendiráðinu, nærist aðeins á ávaxtasafa, og segist munu halda því áfram þar til hún, maður hennar og 13 börn fái að fara úr landi. t» n<> ,fcnynt::;u!fí>vin .fHTöyrii 1 fíiuíummííJ óí Hussein vill fá Hawk-flaugar A/.ran, Jórdaníu, 11. febrúar. Al\ Moskva: Hvítasunnukona heim af spítala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.