Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 17 Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með skákskýringum Viktor Korchnois. Mynd Mbl. Kristján. þau. Þetta er alrangt, eins og svo margt annað. Ég sótti um leyfi fyrir mitt fólk þegar árið 1977 og slík umsókn hefur verið send yfir- völdum oftar. í maí árið 1978 var sonur minn kallaður í herinn, en neitaði að gegna herþjónustu. Hann fór huldu höfði þar til hann var handtekinn í nóvember árið 1979 og dæmdur til 2 árs vistar í vinnubúðum í Síberíu. Meðan þeir halda syni mínum föngnum er ekki hægt um vik hjá mér, en ég endur- tek, að ég bind vonir við Friðrik Ólafsson og hans viðleitni til að fá fjölskyldu mína lausa. Hann hefur sýnt hugrekki." „Þar er skákin pólitík eins og allt annað“ — Sovétmenn sendu ekki þátt- takendur á Reykjavíkurskákmótið nú eins og þeir hafa alltaf áður gert. Eigi að síður eru meðal þátt- takenda fimm landflótta Sovét- menn, sem tefla nú fyrir Bandarík- in. Hversu margir eru þeir sovézku skákmenn, sem yfirgefið hafa föð- urland sitt? „Fyrir hinn vestræna heim er skákin skák og pólitíkin er pólitík. í Rússlandi er skákin pólitík eins og allt annað. Ég er skákmaður, en ekki pólitíkus. Á Reykjavíkur- skákmótinu er Lev Alburt meðal þátttakenda, en hann flúði Sovét- ríkin á svipaðan hátt og ég. Þriðji skákmaðurinn, sem strokið hefur frá Rússlandi á þennan hátt er Kanadameistarinn Ivanov. Við eig- um það sameiginlegt að vera skákmenn, en ekki pólitíkusar. Þeir Zaltsman, Gurevich, Kogan og Shamkovic, sem taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu, foru frá Rússlandi á „löglegan" hátt í gegn- um ísrael, en búa nú í Bandaríkj- unum. Hversu margir þeir sterku skákmenn eru, sem hafa yfirgefið Sovétríkin þori ég ekki að segja um.“ — Hvers vegna tókst þú ekki þátt í Reykjavíkurskákmótinu? „Því miður gat ég ekki tekið þátt í mótinu hér. Viku áður en mér var boðið hingað hafði ég. lofað þátt- töku á skákmóti í Róm. Mótið hér hefði gefið mér meiri möguleika, hér eru margir stórmeistarar og hér eru meiri peningar í veði. En loforð er loforð. Ég ákvað þó að þiggja boð Skáksambandsins um að koma hingað og skýri meðal annars skákir á Reykjavíkurmótinu. Einn- ig vonast ég til að hitta Friðrik Olafsson, bæði til að ræða skák og mál fjölskyldu minnar,“ sagði Vikt- or Korchnoi að lokum. — áij hafði ávallt betri stöðu, en náði ekki að knýja fram sigur," sagði Korchnoi. En hvað sagði Guðmundur um skákina? „Mér fannst ég vera að innbyrða vinninginn, en Alburt er snjall skákmaður og hann fann bestu varnarleikina. Ég er í raun mjög hissa að hann skyldi hanga á jafnteflinu. Hann tók ekki skipta- muninn. Ef hann hefði gert það, þá hefðu peðin orðið óstöðvandi. Mér fannst ég tefla nokkuð vel, en Al- burt slapp fyrir horn; ég varð að sætta mig við helv. jafnteflið," sagði Guðmundur og brosti. Friðrik Ólafsson og Júgóslavinn Abramovic sömdu um jafntefli eftir 24 leiki og Margeir Pétursson og ungverski stórmeistarinn Adorjan sömdu jafntefli eftir aðeins 17 leiki og viðburðasnauða skák. Adorjan hefur ekki hætt á að falla í yfirlið vegna skákarinnar við Margeir, en það hefur tvívegis komið fyrir hann á skákferlinum vegna yfirþyrmandi spænnu! Haukur Angantýsson gerði jafntefli við pólska stórmeistarann Kuligowski. Sá skákmaður sem mesta athygli hefur vakið fyrir góða frammistöðu er Leifur Jósteinsson. í gær gerði Leifur jafntefli við danska alþjóð- lega meistarann Carsten Hoi og sömdu þeir jafntefli eftir 18 leiki, en áður hafði Leifur gert jafntefli við tvo stórmeistara. Þá er Ásgeir Þór Árnason ósigraður, eftir viður- eignir við 2 alþjóðlega meistara og einn stórmeistara. Aðeins einn íslenzkur skákmaður vann viðureign sína við erlendan meistara í gærkvöldi. Sævar Bjarnason, nýbakaður skákmeistari Reykjavíkur, vann V-Þjóðverjann Grunberg. Að loknum þremur umferðum eru fjórir skákmenn jafnir og efstir með 2'Æ vinning; Helgi Ólafsson, Schneider, Svíþjóð, Kindermann, V-Þýzkalandi og Forintos, Ung- verjalandi. Bandaríkjamaðurinn Gurevic hefur hlotið 2 vinninga og á biðskák, sem hann líklega vinnur. Þá koma 11 skákmenn með 2 vinn- inga, Friðrik Ólafsson, Margeir Pétursson, Guðmundur Sigurjóns- son, Haukur Angantýsson, Abrom- ovic, Alburt, Byrne, Wedberg, Adorjan, De Firmian og Burger. Tony Miles mun nú á ieið til Ind- ónesíu til að taka þátt í skákmóti þar, en hann hafði sem kunnugt er boðað komu sína á Reykjavíkur- skákmótið. En í Indónesíu hafa og orðið forföll. Sem kunnugt er af fréttum, varð mikill uppsteytur á flugvellinum í Jakarta, höfuðborg Indónesíu þegar sovéskur njósnari var handtekinn. Alexander Fin- enko, starfsmaður Aeroflot, var tekinn fastur þegar hann var að kveðja vin sinn, njósnarann. Fin- enko reiddist mjög og kom til átaka. Rússar urðu æfir og hafa nú bann- að Yuri Averbach, einum æðsta manni sovéska skáksambandsins að tefla á mótinu. Svo sem kunnugt er hafa Sovétmenn lengi predikað, að ekki skuli blanda saman íþróttum og pólitík! 19m82 X.REYKJAVIKUR SKÁKMDTIÐ Úrslit skáka í 3. umferð sem tefld var í gærkvöldi: Schneidor SvíþjóA — llcl|ji OUfs«on ' j—‘ t KriArih (HafNson — AbramovH' JúgosUviu ' j—' t (iudm. Sigurjónsson — Ia*v Alburt IíSA 'i-'i Kobort Kvrnt l'SA — W t>dbcrij Svíþjóó ‘t—'j Mwgeir Pétunsson — Adorjan l’ng. x/t—H Shamkovich PSA — llelmerH Noregi bHVskák (iurevich USA — Jóhann lljartarson l~ö ForintoH l'ng. — Sahovic l'SA 1—0 KuligowKki Pólland — Haukur AneantýKson Kindermann V I>ýHkal. — Jón L. Arnason 1—0 Magnún Solmundarson — l)e Firmian HSA 0—l K. Krey Mexikó — Ivanovic Júgóslaviu 0—1 Westerinen Finnl. — Klvar (iuðmundsson */»—'/» Kráhenbuhl Sviss — Mednis USA V*—»/t Ásgeir l>ór Árnanon — /altsmann MSA */t—xh Itajovic Júgóslaviu — Kurger USA 0—1 Kogan USÁ — Jónas I*. Kriingsson biðnkák (\ Iloi lUnmörku — Lcifur Jóstein.sson -*/j llorvath ('ngverjal. — Stefán Hriem ' j—Vt Kaiszauri Svíþjód — Dan Hansson biðskák Karl Imrsteins Bischoff V-I*ýskal. W—' j Henedikt Jonasson — Iskov lUnmörku biðskák tioodman Bretlandi Jóhann Örn |— 0 llilmar Karlsson — Jóhannes (i. Jónsson Savage l'SA — Jóhann I»órÍH 1—0 Nævar Bjarnason — (.rúnberg 1—0 JúIíuh FiójonsHon — Kóbert Haróarson hiÓskák Þriðja umferð- in var mögur hjá íslendingunum ÞAÐ VAR fátt um fína drætti hjá íslensku þátttakendunum f þridju umferð Reykjavíkur skákmótsins. Aðeins einn sigur vannst gegn útlendingi, það var Reykjavíkurmeistarinn nýbak- aði, Sævar Bjarnason, sem hélt uppi heiðri íslands og lagði vesturþýzka meistarann Grtin- berg að velli. Það var líka kominn tími til að Sævar færi að láta að sér kveða á mótinu, því hann tapaði tveimur fyrstu skákum sínum. Sævar vann peð snemma tafls og náði síðan að króa drottningu andstæðings síns inni: Svart: Griinberg (V-Þýzkal.) Hvítt: Sævar Bjarnason 28. Bb4! — Hxc6, 29. bxc6 — Hxb4, 30. c7 — Hc4, 31. c8-D+ — Kh7, 32. Kg2! — Hxc2, 33. Hhl + - Bh6, 34. Hxh6+! — Kxh6, 35. I)h8+ — Kg5, 36. Dh4+ og svart- ur gafst upp, því hann er mát í næsta leik. Á tveimur borðum voru ís- lendingar þó mjög nálægt því að ná sigri. Það voru skákir Guð- mundar Sigurjónssonar við Al- burt og Ásgeirs Þ. Árnasonar við Zaltsman. í þessari stöðu bauð Guð- mundur upp á skiptamunsfórn, sem andstæðingur hans þáði þó ekki. Miklum vöngum var hins vegar velt yfir fórninni í skák- skýringasalnum þar sem engu minni spámaður um endatöfl en Viktor Korchnoi réði ríkjum; Svart: Alburt (Sovétr.) Sjá stödumynd efst í næsta dálki. Hvítt: Guðmundur Sigurjónsson 28. a4!? — d2, 29. Hdl — Bc2, 30. Ke2 — Bxa4! Eftir 30. — Bxdl+, 31. Kxdl nær svarti hrókurinn ekki að stöðva hvítu peðin á kóngsvæng, eins og Korchnoi fullvissaði áhorfendur um í skákskýringun- um. 31. Hxd2 — Hxd2+, 32. Kxd2 — Bb3, 33. Kd3 — Bd5, 34. g3 — Bg2, 35. b6 — Kf6, og með því að skunda með kóng sinn yfir á drottningarvænginn, tókst Al- burt naumlega að hanga á jafn- tefli. Ásgeir Þór hefur staðið sig vel á mótinu til þessa, en hefði get- að staðið sig enn betur ef hann hefði ekki brennt af eftir að hafa teflt skínandi vel gegn bandaríska alþjóðameistaran- um Zaltsman. Svart: Zaltsman (Bandar.) Hvítt: Ásgeir Þór Árnason Hér getur hvítur unnið með því að leika 36. c4 eða 36. c3, því hvítur hefur sælu peði meira, auk þess sem í svo opinni stöðu er biskup mun sterkari en ridd- ari. Ásgeir lék hins vegar: 36. Be6? — Rf2+, 37. Kgl — Rdl, 38. a3 — a5, 39. axb4 — axb4, 40. b3 — Re3, 41. Kf2 — Rxc2 og stuttu síðar var jafnteflið sam- ið. unga þýzka meistaranum Bi- schoff. Þegar við grípum hér niður í skákina fannst Byrne vera kom- inn tími til að láta til skarar skríða: Svart: Byrne (Bandaríkjunum) Hvítt: Bischoff (V-Þýzkalandi) 24. — c4!, 25. dxc4 — bxc4, 26. Re5 — Bxe5, 27. Bxe5 — Rb4, 28. Be4 — Hd2, 29. Bxh7+ — Kxh7, 30. He2 — Dd5+, 31. Kgl — Hxe2, 32. Dxe2 — cxb3, 33. cxbjB — Hc2! Þrátt fyrir öll uppskiptin er svarta staðan nú gjörunnin vegna veikrar kóngsstöðu hvíts. 34. Dfl — Rd3, 35. b4 — De4 og hvítur gafst upp, því hann á ekk- ert svar við hótuninni 36. — De3+. í innbyrðis uppgjöri Svíanna Dan Hansson og alþjóðameistar- ans Tom Wedberg, gerði hinn síð- arnefndi út um taflið á mjög skemmtilegan hátt; en hann hafði svart og átti leik. Svart: Wedberg (Svíþjóð) 33. — e3!, 34. hxg4 — fxg2, 35. Kxg2 — Hxf2+ og hvítur gafst upp. Jón L. Árnason tefldi bráð- skemmtilega og spennandi skák við David Goodman frá Englandi í annarri umferðinni. Skákin á sér reyndar nokkra forsögu frá byrj- anafræðilegu sjónarmiði, því hinn kunni skákrithöfundur og stór- meistari, Raymond Keene, beitti sömu byrjun og Goodman nú gegn Jóni á móti í London í fyrra. Þá fékk Jón yfirburðatafl, sem hann klúðraði í tap. Svo vill til að Good- man er mágur Keene og þrátt fyrir að hann endurbætti tafl- mennsku mágs síns, náði Jón að koma fram hefndum. Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Goodman (Englandi) Robatsch-vörn 1. e4 — g6, 2. d4 — Bg7, 3. Rc3 — Bg7, 4. f4 — Rc6, 5. Be3 — Rf6, 6. h3 — 0-0, 7. g4 — e5, 8. dxe5 — dxe5, 9. f5 — h6!? Framhaldið í áðurnefndri skák þeirra Jóns og Keene varð 9. — gxf5, 10. exf5! - Rd4, 11. Bg2 - De7,12. Dd2 - Hd8,13. Df2 - h6, . + . V i "•'IIVSM X ivr.i jiut.yo Lii.ony rwvjiii Hvítt llansson (Svíþjóð) 14. 0-0-0 - c5, 15. Rge2 - a5, 16. Rg3 — a4, 17. g5 og hvítur hefur mjög sterkt frumkvæði. 10. Rf3 — De7, 11. g5!? Djarfur leikur. 11. Bd3 kemur vel til greina. — hxg5, 12. Bxg5 — Db4, 13. a3! — Dc5 Auðvitað ekki 13. — Dxb2, 14. Ra4. 14. Dd2 — Rd4, 15. Dg2 — Rh5, 16. 0-0-0 — c6, 17. Rh4 — b5, 18. Be2 18. Bd3 og siðan Hdfl kom einn- ig til greina. - Rf4!, 19. Bxf4 — exf4, 20. Bd3 — b4?! Það reynist afdrifarikt að láta af hendi c4-reitinn. 20 — f3!? eða eða 20 — a5! komu sterklega til álita. 21. Ra l — Da5? Yfirsjón. 21. — De7 gaf meiri varnarmöguleika. Sjá stöðumynd efst í næsta dálki 22. Rxg6! Sundrar svörtu kóngsstöðunni. Ef 22. — fxg6, þá 23, Bc4+ i. > , — bxa3, 23. Re7+ — Kh7, 24. e5 — Bh6, 25. f6+ — Bf5? Meiri möguleika gaf 25. — Kh8. 26. Rxf5 - Rxf5 Eftir 26. — f3+, 27. Rxh6+ er öllu lokið. 27. De4! En alls ekki 27. Bxf5?? - Kh8 og svartur stendur vel. — Hg8, 28. Dxf5 — Hg6, 29. Dd7 — axb2+, 30. Kbl — Dxa4, 31. Bxg6+ — Kh8, 32. c3! — fxg6, 33. Db7 — He8, 34. Db4 — Dal+, 35. Kc2 — Da6, 36. f7 og i þessari vonlausu átöðu féll svartiir átima. I t’ Lu PMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.