Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 1 1 Bræðrafélag Laugarnessóknar: Erindi um áhrif trúar á geðheilsu ALMENN samkoma verður í Laugarneskirkju í kvöld, föstudag 12. febrúar, og hefst hún kl. 20:30. Er hún á vegum Bræðrafélags Laugarnessóknar. Esra Pétursson geðlæknir mun þar flytja crindi sem hann nefnir „Áhrif trúar á geðheilsu manna", og að erindinu loknu verða leyfðar fyrirspurnir og umræður. Esra Pétursson læknir lauk prófi í læknisfræði frá Háskóla ís- lands árið 1946 og hefur verið sér- fræðingur í tauga- og geðsjúkdóm- um frá árinu 1958. I frétt frá Bræðrafélaginu er vonast til að sem flestir sjái sér fært að hlýða á erindi læknisins og leggja orð í belg í umræðunum. Þessi mynd er tekin á æfingu Kammersveitar Reykjavíkur, en stjórnandi hennar er Paul Zukofsky. Það er Sigrún Gestsdóttir sem þarna syngur einsöngslög eftir Hugo Wolf í útsetningu Igor Stravinsky. l.jósm. Kmilía. Tónleikar í minningu Igor Stravinsky Kammersveit Reykjavíkur: Stjórnandi tónleikanna er Paul Zukofsky í TILEFNI af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Igor Stravinskys, sem að margra dómi er eitt af höf- uð tónskáldum þessarar aldar, þá heldur Kammersveit Reykjavíkur tónleika sunnudaginn 14. febrúar í Gamla bíói. Þar verða einvörð- ungu flutt verk eftir Stravinsky, sem spanna 30 ára tímabil eða frá árunum 1938—1968. Á tónleikunum verður fluttur konsertinn Dumbarton Oaks, sem aldrei hefur verið fluttur hér á landi áður. Þá verða flutt tvö einsöngslög eftir Hugo Wolf í útsetningu Stravinskys, ein- söngvari í þessum lögum er Sig- rún Gestsdóttir. Stravinsky út- setti þessi lög þremur árum áður en hann dó eða árið 1968. Einnig verður flutt verkið Elegy eða Harmaljóð, sem Stravinsky samdi í minningu John F. Kennedys, en það er fyrir ein- söngvara og þrjár klarinettur, en það er Rut L. Magnússon sem syngur. Önnur Elegy verður flutt á tónleikunum en hún er fyrir einleikslágfiðlu, en þetta verk samdi Igor Stravinsky í minningu gamals vinar síns sem var víóluleikari. Loks verður flutt verkið Septett fyrir klarin- ett, fagott, horn, fiðlu, lágfiðlu, celló og píanó. Það er Paul Zukofsky, sem stjórnar þessum tónleikum en hann er staddur hér á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík en þar stjórnar hann og leiðbeinir skólahljómsveitinni. Síðastlið- inn laugardag hélt Paul Zuk- ofsky einleikstónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík, en hann er kunnur fiðluleikari. Rut Ingólfsdóttir, félagi í Kammersveit Reykjavíkur, kvað sveitina afar ánægða með að hafa fengið Paul Zukofsky til að stjórna þessum tónleikum og sagði að alltaf væri jafn gott að njóta liðveislu hans. Tónleikar Kammersveitarinn- ar verða klukkan 4 á sunnudag. Esra Pétursson geðlæknir flytur er indi um trú og geðheiisu á fundi Bræðrafélags Laugarnessóknar í kvöld. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS er einn traustasti hornsteinn íslenzkra peningamála. Hann byggir á sterkri lausafjárstöðu og öflugum vara- sjóði auk ríkisábyrgðar. Búnaðarbankinn velur ekki sérstök nöfn á lánveitingar sínar. Hvers konar innlánsviðskipti við bankann á veltu- eða sparisjóðsreikningum skapa þá gagn- kvæmni, sem er æskileg forsenda fyrir lánveiting- um. Búnaðarbankinn leggur áherzlu á hraða og öryggi í öllum afgreiðslum. Það er greiðfært með öll erindi í Búnaðarbankann. 7 afgreiðslustaðir í Reykjavík. Viðtöl um lánveitingar og önnur viðskipti við útibú bankans í Reykjavík annast útibússtjórar (eða staðgenglar þeirra): Krlstlnn Bjarnason Austurbæjarútibú við Hlemm Jóhanna Pálsdóttir Melaútibú Hótel Sögu Stefán Thoroddsen Vesturbæjarútibú Vesturgötu Morltz W. Sigurðsson Háaleitisútibú Hótel Esju Slgurður Nlkulásson Jón Sigurðsson Miðbæjarútibú Laugavegi 3 Seljaútibú Stekkjarseli 1 Viðtöl í aðalbanka annast bankastjórar og aðstoðarbankastjórar árdegis alla starfsdaga bankans. Traustur banki BÚNADARBANKI ISLANDS REYKJAVÍK er góð trygging OOOt Hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.