Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 25 ar. Hér virðast hinsvegar engin rök duga til, og Siglingamála- stofnunin á sér enga þrýstihópa, sem komið gætu að gagni til að knýja á um fjárveitingar. Að undanþágur séu gefnar ár eftir ár án þess að úr sé bætt er ekki rétt. Það geta þó t.d. verið dældir í stálskipi, vegna bryggju- skaða sem veittur er frestur á við- gerð á fram yfir vertíð, ef tryggt er að engin hætta er fyrir öryggi skipsins eða áhafnar. Slik mál geta verið vandasöm, en reynt er að valda ekki tjóni að ástæðulausu og verður þá að meta hverju sinni hvort hægt er að veita frest á við- gerð. Slík mál koma nú oft til ákvörðunar hjá siglingamála- stjóra, en myndu oftar verða í höndum deildarstjóra eftirlits- deildar, ef slíkur maður yrði ráð- inn, eins og lagt hefur verið til um árabil. Þá kemur Árni inn á olíumeng- un sjávar og átelur búnað olíu- stöðva. Það er rangt hjá Árna að um þetta séu ákvæði í 20 ára al- þjóðasamþykkt um varnir gegn olíumengun sjávar. Um þetta at- riði hafa aðeins verið settar ís- lenskar rammareglur. Fullkomn- ari reglur hafa fyrir löngu verið samdar af Siglingamálastofnun og sendar samgönguráðuneyti en þar eð olíufélögin féllust ekki á öll ákvæði þeirra, þá hefur sam- gönguráðherra ekki sett þessar reglur. Þegar um nýjar olíubirgð- astöðvar er að ræða hefur Sigl- ingamálastofnunin þó haft hlið- sjón af þessum tillögum um regl- ur, og fengið þeim framfylgt í ýmsum veigamiklum atriðum. Furðuleg er sú skoðun Árna sem hér kemur fram að stundum sé eðlilegt að hliðrað sé til um ákveðna þætti í búnaði skipa vegna fjárskorts útgerðar, þótt olíufélögin skuli gera það sem þeim ber þar eð þau hafi aura. Má spyrja Árna Johnsen, telur hann þá líka eðlilegt að hliðrað sé til um öryggisbúnað skipa og þá líka Sigmunds-gálgann, ef útgerð- armaður segist ekki hafa efni á slíkum búnaði? Þá spyr Árni hvar þeir menn fái þjálfun, sem siglingamálastjóri kalli sérfræðinga Siglingamála- stofnunar. — Þetta veit Árni ef- laust mæta vel. Flestir starfs- menn Siglingamálastofnunar eru annaðhvort tæknimenntaðir (tæknifræðingar eða verkfræð- ingar) eða skipstjórar, sem siglt hafa á farmskipum eða á fiski- skipum, eða vélstjórar, sem starf- að hafa á sömu skipum. Starfs- þjálfun þeirra er misjöfn eftir verkefnum. Skoðunarmenn hafa flestir fengið starfsþjálfun í starfi hjá stofnuninni, en aðrir erlendis t.d. við röntgenmyndun, örbylgju- mælingar, skipamælingar, köfun o.fl. Þá víkur Árni að ákveðnu at- viki, þar sem hann segir skipa- skoðunarmann hafa tekið haffær- isskírteini af nýbyggðum bát í Reykjavík, en annar lét athuga- semdalaust vélrita annað og fá umráðamanni bátsins. — Þetta atvik var kannað, og í ljós kom, að áður en haffærisskírteinið var af- hent aftur hafði verið bætt úr því, sem ábótavant var. Þá spyr Árni hversu margir starfsmenn Siglingamálastofnun- ar vinni hjá þeim aðilum, sem þeir síðan eiga að hafa eftirlit með. Ef Árni á við fasta starfsmenn, þá er ekki kunnugt um að neinn starfs- maður sé líka starfsmaður hjá öðrum en Siglingamálastofnun ríkisins. Ef átt er við lausráðna starfsmenn, þ.e.a.s. þá sem ekki eru á föstum launum, þá eru nokkrir starfandi hjá skipasmíða- stöð eða hjá útgerð, eins og getið var að framan. Árni spyr hvort eðlilegt sé að starfsmenn Siglingamálastofnun- ar teikni fyrir viðskiptavini og samstarfsmenn þeirra skrifi undir teikningarnar. Ekki skal lagður dómur á það hvað er eðlilegt í þessu efni, en hitt er víst að ekki er vitað til þess að það sé bannað með lögum og ekki er mér kunnugt um neina misnotkun í því sam- bandi. Oft er örðugt að fá gerðar teikningar af ýmsum breytingum og búnaði skipa, sem Siglinga- málastofnunin krefst og þá hefur komið fyrir að tæknimaður í stofnuninni hefur hlaupið undir bagga og leyst slíkan vanda. Varðandi fyrirspurn Árna Johnsen um Sjómannaalmanak Fiskifélagsins, ög skipaskrá þess, þá var fyrir meira en áratug rætt um að óþarft væri og óhentugt að tvær skipaskrár kæmu út á vegum opinberra aðila með um mánaðar millibili, önnur í Sjómannaalman- aki, hin sem sérstök bók gefin út samkvæmt lögum um Siglinga- málastofnun ríkisins. Fiskifélagi íslands var boðið að Skipaskránni frá Siglingamála- stofnun mætti dreifa með Sjó- mannaalmanakinu, ef það kæmi út í lok janúar hvers árs, og hefði flóðtöflur og annað fyrir janúar og febrúar næsta árs með. Af þessu hefur þó ekki orðið ennþá, en ýms- ir eru þeirrar skoðunar að slík ráðstöfun myndi bera vott um sparnaðarvilja í opinberum rekstri. Fundurinn með sjómönnum í Vestmannaeyjum, 8. janúar 1981. Það er rétt hjá Árna Johnsen í grein hans, að fundur, sem Sigl- ingamálastofnun ríkisins, Stýri- mannaskólinn í Vestmannaeyjum og Björgunarfélag Vestmannaeyja boðuðu sameiginlega til í Vest- mannaeyjum 8. janúar 1981 um öryggismál sjómanna, var mjög vel sóttur af sjómönnum og vel heppnaður. Hafi það verið tilgang- ur Árna að koma illu til leiðar á fundinum með róggrein sinni, sem birtist sama dag í Morgunblaðinu, þá mistókst sú fyrirætlan. Eins og fram kom á fundinum, þá var hann ákveðinn fyrir áramót að til- hlutan siglingamálastjóra. Þar kom enginn þrýstingur til, en eðli- legt var að farið yrði yfir einstök atriði varðandi undirbúning að til- lögum að reglum um losunar- og sjósetningarbúnaö gúmmíbáta. Þetta hafði verið boðað þegar í júlíhefti ritsins Siglingamál 1981, eins og að framan er getið. Á fundinum voru gagnleg skoð- anaskipti og umræður, og sýnd var ný kennslukvikmynd Siglinga- málastofnunar ríkisins um notkun gúmmíbjörgunarbáta. Síðastur tók til máls á fundinum Sigurgeir Ólafsson skipstjóri, en hann hefur nýlega í blaðagrein í Fylki í Vest- mannaeyjum sagt að ef til vill væri orðið tímabært að fela ann- arri stofnun en Siglingamála- stofnun öryggismál á sjó. — Sigl- ingamálastjóri svaraði því til, að skynsamlegra væri að hans mati að endurskipuleggja núverandi Siglingamálastofnun og veita henni rekstrarfé svo að hún geti uppfyllt skyldur sínar samkvæmt gildandi lögum. Fjölgun stofnana, sem yrðu í samkeppni um sömu eða skyld verkefni, væri ekki vænleg leið til að styrkja þau mál sem varða öryggi á sjó, og án efa kostnaðarsamari. í fundarlok sýndu siglingamála- stjóri og Páll Guðmundsson skipa- skoðunarmaður fundarmönnum uppblásinn gúmmíbjörgunarbát og útskýrðu breytingar m.a. á inn- gönguopi gúmmíbátanna, sem Siglingamálastofnunin hefur hannað á grundvelli prófana. Þá var sýnd nýja gerðin af rekakker- um sem Siglingamálastofnunin hefir líka hannað, og eykur veru- lega stöðugleika gúmmíbjörgun- arbátanna. En „dragbítur heitir það „stjóri“ góður,“ segir Árni Johnsen. Hann hefur valið Ólafi T. Sveinssyni skipa- skoðunarstjóra þetta heiti, þótt Árni hafi nú orðið að viðurkenna sögufölsun sína um fyrstu gúmmi- bátana, og „dragbítur" skal hann líka heita „stjórinn", sem árið 1954 tók við starfi Ólafs T. Sveinssonar. Ætli sá maður, sem bráðlega tekur við af mér, verði ekki líka „dragbítur" að ævistarfi í augum Árna Johnsen, nema þá ef hann tæki sjálfur við starfi sigl- ingamálastjóra? 30. janúar 1982 Á fimmta þúsund þreyttu samræmd próf NYVERIÐ fóru fram svonefnd samræmd próf í níunda bekk grunnskólanna í landinu. Mbl. sneri sér til Ólafs Proppé formanns Prófanefndar og fékk hjá honum þær upplýsingar ad tæplega 4200 nemendur hefðu þreytt þessi próf, en þau eru í fjórum námsgreinum, íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Var öðrum bekkjardeildum gefið frí í skóla á meðan þessi próf fóru fram. Ólafur sagði að samræmdu prófin væru samkvæmt lögum og reglugerðum svokölluð flokkun- arpróf, til að skipta nemenda- hópnum, fremur en að leggja mat á getu hvers einstaklings sérstak- lega. Sagði hann hverju prófi skipt í hundrað atriði og gefið eitt stig fyrir hvert rétt atriði, leitast væri við að hafa í prófinu einhver atriði sem allir ættu að geta svarað, en einnig nokkur atriði sem fáir réðu við. Varðandi þá gagnrýni, sem komið hefur fram á enskuprófið, sagði Ólafur að átt hefðu sér stað mistök i litlum hluta þess, þannig að próftakar hefðu ekki haft næg- an tima til að svara spurningum sem fyrir þá voru lagðar á segul- bandi. Kvað hann það nú til at- - hugunar að breyta vægi þessa prófþáttar, eða jafnvel að fella hann alveg burt úr prófinu við út- reikning einkunna. Ólafur sagði að lokum að sam- ræmdu prófin væru í raun arftaki landsprófs, nema hvað nú gæfist öllum árganginum tækifæri til að þreyta prófið, sem aftur skæri úr um það hvort viðkomandi kæmist inn í framhaldsskóla, þannig væru þessi próf að eðli til svipuð inn- tökuprófum sem viðgengust við framhaldsskóla fyrir daga lands- prófsins. Seyðisfjörður: Sjálfstæðismenn með prófkjör SrvdÍNfirði. 10. Tebrúar. SJÁLFSTÆÐISMENN hafa ákveðið prófkjör 20. febrúar fyrir skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningunum. Annar af núverandi bæjarfulltrúum sjálfstæðismanna, Gunnþórunn Gunn- laugsdóttir, kaupmaður, gefur ekki kost á sér, en hún hefur setið í bæjarstjórn í tvö kjörtímabil. Prófkjörið verður opið öllum stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins á Seyðisfirði, 18 ára og eldri. Eiga þátttakendur að raða minnst þremur frambjóðendum í sæti og mest 5, auk þess sem þeim er heimilt að bæta tveimur nöfn- um við listann, ef þeir kjósa. Þeir, sem gefa kost á sér í prófkjörinu, eru: Bjarni B. Hall- dórsson, verkstjóri, Davíð Gunn- arsson, trésmiður, Guðrún And- ersen, verzlunarmaður, Inga Sig- urðardóttir, húsmóðir, Ólafur M. Óskarsson, viðskiptafræðingur, Ólafur Már Sigurðsson, kaupmað- ur, og Theodór Blöndal, tækni- fræðingur. Sjálfstæðismenn eiga nú tvo bæjarfulltrúa, Gunnþórunni og Theodór Blöndal, en í siðustu kosningum vantaði 3 atkvæði til þess að sjálfstæðismenn fengju 3 bæjarfulltrúa. Sjálfstæðismenn mynda meirihluta bæjarstjórnar með framsóknarmönnum, sem hafa 3 fulltrúa. Gísli svissneski plastmagasleöinn Sleöi fyrir alla fjölskylduna, unga sem gamla. Léttur og meðfærilegur en stöðugur og rennur sér staklega vel. NÝJUNG A ISLANDI Lengd: 80 cm Hæð: 20 cm Þyngd: 2,5 kg Geymsluhólf undir sæti Einnig fáanlegur meö bremsum Heildsölubirgðir: HEIDRÚN SF. Suöurlandsbraut 30, sími 35320 Útsölustadir:--------------------- Reykjavík: Verslunin Markiö, Suöurlandsbraut 30 Hagkaup, Skeifunni 15 Livarpool, Laugavegi 18 Sportval, Laugavegi 116 Vesturröst, Laugavegi 178 Sportmarkaöurinn, Grensásvegi 50 Kópavogur: Sportborg, Hamraborg 10 Stórmarkaöurinn, Skemmuvogi 4 Hafnarfjöróur: Kaupfélag Hafnfiróinga, Mióvangi Kaupfélag Hafnfiróinga, Strandgötu Akranes: Axel Sveinbjörnsson hf. Borgarnes: Kaupfélag Borgfiróinga Stykkishólmur: Kaupfélag Stykkishólms Patreksfjöróur: Kaupfélag V.-Baróstrendinga Bolungarvík: Versl. Einars Guófinnssonar ísafjöróur: Ljónió Hvammstangi: Kaupfélag V.-Húnvetninga Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga Sauóárkrókur: Kaupfélag Skagfiróinga Ólafsfjöróur: Valberg hf. byggingavörudeild Akureyri: Amarao Husavik: Kaupfélag Þingeyinga Vopnafjöróur: Kaupfélag Vopnfiróinga Egilsstaóir: Kaupfélag Héraósbúa Seyóisfjöróur: Kaupfélag Héraósbúa Neskaupstaóur: Kaupfélagió Fram Reyöarfjörður. Kaupfélag Héraósbúa Höfn Hornafirói: Kaupfélag A.-Skaftfellinga Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangasinga Selfoss: Kaupfélag Arnesinga, Vöruhús Keflavík: Kaupfélag Suóurnesja V J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.