Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 * Upptök Skeidarár þar sem hún beljar af miklum krafti undan jöklinum. Myndina tók Ragnar Axelsson ijósmyndari í gær. Sjálfstæðis- menn í Kópavogi: Algjör eining einn listi í vor VIÐ RÆDDUM málin í einlægni strax eftir síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar og höfum átt ágæta samvinnu í bæjarstjórninni síðan. Þaó er því algjör eining innan sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi og við bjóðum fram einn lista í vor, sögðu þeir Richard Björgvinsson og Guðni Stefánsson í viðtali við Mbl., en þeir eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópa- vogi. Richard náði kjöri sem annar maður á D-lista flokksins, en Guðni sem fyrsti á S-listanum. Sjálfstæðismenn í Kópavogi hafa nú ákveðið að bjóða fram einn lista í komandi bæjarstjórnarkosningum og hafa þeir nú þegar gengið frá prófkjörslista fyrir hið sameiginlega prófkjör allra flokka í bænum 6. mars nk. Um orsök þess að listarnir urðu tveir fyrir kosningarnar 1978 sögðu þeir Richard og Guðni, að óánægja hefði í byrj- un orðið vegna niðurstöðu próf; kjörs, sem þá var haldið. I framhaldi af því hefði svo verið hróflað við niðurstöðunum, sem síðan leiddi af sér klofning flokksins og áðurnefnda tvo lista. D-listinn hlaut tvo fulltrúa kjörna 1978, en S-listinn einn. Fyrir klofninginn og kosn- INNLENT ingarnar 1978 átti Sjálfstæðis- flokkurinn aftur á móti fjóra fulltrúa. í bæjarstjórn Kópa- vogs sitja 11 fulltrúar, sjálf- stæðismenn eru nú í minni- hluta. Að sögn þeirra Guðna og Richards fer hið sameiginlega prófkjör flokkanna í Kópavogi nú fram að frumkvæði sjálf- stæðismanna. Þeir sögðu reynsluna af klofningnum 1978 ekki hafa breytt skoðunum sín- um á gildi prófkjöra. Richard sagði þó, að framkvæmd þeirra hefði að mörgu leyti farið út í öfgar. Guðni sagðist hlynntur prófkjörum og telja, að fram- kvæmd þeirra hefði fengið nokkra eldskírn og vænta mætti betri vinnubragða í framtíðinni. Þeir sögðu prófkjörsreglur sjálfstæðismanna í Kópavogi nú „þrælbindandi", eins og þeir orðuðu það. Ekki yrði á nokkurn hátt hróflað við sex efstu sæt- unum, ef viðkomandi hefðu fengið 50% atkvæðamagn eða meira, nema ef þeir samþykktu slíkt sjálfir. Þeir voru í lokin spurðir, hvort þeir vildu spá einhverju um útkomuna í komandi bæjar- stjórnarkosningum, og sagði Richard það hóflega bjartsýni að reikna með að Sjálfstæðis- flokkurinn fengi fjóra menn á ný. Þeir félagar sögðu í lokin, að það væri skylda sjálfstæð- ismanna að vinna saman að heill bæjarfélagsins, þannig að stefna flokksins gæti náð fram að ganga í sem flestum málefn- um. Smygl í togara TOLLGÆSLAN í Hafnarfirði fann í gær smygl í togara í Hafn- arfjarðarhöfn, 25 kassa af áfeng- um bjór og tvær flöskur af sterku áfengi. Smyglið var gert upptækt, og er málið í rannsókn. Skeiðará vex enn: í athugun ad byggja nýja varnargarda Frá hórleifi (Hafssyni, blaóamanni Morgunblaósins við Skeiðará, II. febrúar. VATNSRENNSLIÐ í Skeiðará var orð- ið rúmlega 2000 rúmmetrar á sekúndu eftir hádegi í dag. Ef tekið er mið af hlaupinu í Elliðaánum á dögunum, þá er Skeiðará nú tíu sinnum stærri. í nótt sem leið og í dag hefur áin tekið sneið af efsta straumgarðinum sem gengur út úr stóra varnargarðinum, frá Skafta- fellsbrekkunni niður að brú. Verkfræðingar Vegagerðarinnar, þeir Einar Hafliðason og Loftur Þor steinsson töldu enga hættu stafa af þessu, enda lá áin ekki eins þungt á görðunum nú í kvöld og morgun. Áin hefur dreift nokkuð úr sér og myndað djúpan ál nokkru vestar og flæðir nú að mestu undir allri brúnni, sem er 904 metrar að lengd. Heimamenn í Skaftafelli og náttúru- verndarmenn og almannavarna- nefnd Skaftafellssýslu munu hafa áhuga á að byggður verði stór straumvarnargarður ofarlega við Skaftafellsbrekkur, til að reyna að beina ánni meira til vesturs í hlaup- um. í undanförnum hlaupum hefur áin ávallt tekið sneið af Skafta- fellsbrekkum, og mesta hættan er að áin komist undir garðinn þar sem hann er næstur brekkunum. Þá væri tjaldstæðið, mannvirki þar og gróð- urlendi í stórhættu. Málið hefur ver- ið tekið upp við stjórn viðlagatrygg- ingar, þar sem vilyrði hefur fengist fyrir kostnaðargreiðslu. Verkfræð- ingar Vegagerðarinnar sögðu á hinn bóginn að málið hefði verið rætt við þá. Deilan á Kleppi enn óleyst: Nýtt fólk í stað þeirra sem eru í verkfalli? HVORKI gengur né rekur í kjaradeilu ófaglærðs starfsfólks Kleppsspítala og fjármálaráðuneytisins, en starfsmenn gengu út og lögðu niður vinnu á hádegi í gær eins og boðað hafði verið. Hélt hópurinn þá til fjármálaráðuneytisins, þar sem talsmenn fengu viðtal við Ragnar Arnalds eftir nokkra bið. Á fundinum sagðist fjármálaráðherra þó ekki líta á hann sem samningafund, enda væri starfsfólkið ekki samnings- aðili í deilunni, það væru viðkomandi stéttarfélög. Ræddi fjármálaráðherra einnig um að svo kynni að fara að annað fólk yrði ráðið í stöður verkfalls- fólks. Agata Agnarsdóttir, einn tals- manna starfsmannanna sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að í rauninni væri ekkert að gerast í málinu eins og stæði, og ólíklegt að deilan leystist alveg í bráð. Að öðru leyti kvaðst hún vilja verjast frétta að svo stöddu, sagði starfsfólk myndu reyna að fá sér sal á leigu, til að ræða stöðu mála. — Aðspurð sagði hún að starfsfólk það, er nú hefði lagt niður vinnu, myndi alls ekki líða það að aðrir yrðu ráðnir í störf þess, og myndu koma í veg fyrir slíkt ef til kæmi. Garðabær og Hafnarfjörður: Ekki efnt til próf- kjörs hjá sjálf- stæðisfélögunum SJÁLFSTÆÐISMENN í Garðmbæ og Hafnarfirði hafa ákveðið að ekki verði efnt til prófkjöra í bæjarfélögunum til ákvörðunar um röðun á framboðslist- ana fvrir komandi bæjarstjórnarkosn- ingar. Frófkjör voru haldin á báðum þessum stöðum fyrir síðustu kosn- ingar. Á fjölmennum fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði var tillaga um að fela uppstillingar- nefnd röðun á bæjarstjórnarlistann samþykkt með 38 atkvæðum, en alls greiddu 54 atkvæði. Uppstillinga- nefnd hefur þegar hafið störf, en formaður hennar er Jóhann Berg- þórsson. í Garðabæ var tillaga sem fól í sér skipun uppstillinganefndar sem vinni að því að gera tiilögu til full- trúaráðsfundar um skipan fram- boðslistans samþykkt á fulltrúa- ráðsfundi með 28 atkvæðum gegn 11. Tillagan fól einnig í sér að uppstill- inganefndin skuli leita eftir tillögun flokksbundinna sjálfstæðismanna með því að senda þeim seðla, sem þeim er ætlað að skrifa 5—7 nöfn á. Niðurstöður þeirrar könnunar verða ekki kynntar opinberlega og þær á engan hátt bindandi fyrir nefndina. Eru tvfmælalaust til bóta fyrir viðskiptavini okkar — segir Bjarni Guðbjörnsson, bankastjóri Útvegs- banka íslands, um hina nýju ábyrgðartékka bankans „MÉR finn.st Jónas Haralz gera heldur lítið úr þessu vandamáli. Inn- stæðulausar ávísanir eru tvímæla- laust vandamál og hafa verið, sem bezt má marka af því, að frá áramót- um og fram til 10. febrúar sl. hefur verið lokað 132 reikningum hjá bönkunum, og frá 27. janúar til 10. febrúar sl. eru reikningarnir 49, að langmestu leyti einstaklingar,“ sagði Kjarni Guðbjörnsson, bankastjóri í (Itvegsbanka íslands, í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á |>eim ummælum Jónasar Haralz, for manns Sambands viðskiptabank- anna, að hinir nýju ábyrgðartékkar IJtvegsbankans, sem m.a. er ætlað að stemma stigu við fölsun tékka, séu hvorki til hagsbóta fyrir við- skiptavini, né bankana. „Auk þessa eru vafalítið margir reikningar enn opnir, sem ætti að vera búið að loka vegna misnotk- unar. Þá ber þess að geta, að það er ekki mikið um innstæðulausar ávísanir í bönkunum, þvi þeir geta oftast fengið sitt með því að skulda andvirðið hjá viðskiptavin- um sínum, sem leggja þær inn. Hins vegar er mikið af ávísunum hjá einstaklingum úti í bæ, hjá verzlunum, veitingahúsum, benz- ínsölum og öðrum þeim, sem oft þurfa að taka á móti ávísunum, sem greiðslu. Þess vegna er þessi tilraun, sem Útvegsbankinn er að gera með því, að gefa út ábyrgðarskírteini ekki sízt til þess að koma til móts við viðskiptavini bankans, til að auð- velda þeim að sneiða hjá fölsuðum og innstæðulausum tékkum. Myndin og undirskrift handhafa á ábyrgðarskírteinunum auðveldar mjög að hafa eftirlit með tékka- útgáfunni, auk þess sem bankinn tekst að sjálfsögðu á hendur nokkra ábvrgð í þessu sambandi," sagði Bjarni Guðbjörnsson enn- fremur. „Vegna ummæla Jónasar, veit ég ekki til þess, að nokkur sam- þykkt hafi verið gerð í stjórn Sam- bands viðskiptabankanna um hvaða leiðir bankarnir vilji fara í þessu efni, svo í umboði þeirra tal- ar Jónas Haralz ekki, þegar hann fullyrðir, að þessi leið, sem Út- vegsbankinn valdi, sé ekki heppi- leg og muni hvorki verða til hags- bóta fyrir viðskiptavini né Út- vegsbankann. Fullyrðingar í þessu efni að óreyndu, getur enginn viðhaft, sem vill láta taka mark á sér,“ sagði Bjarni Guðbjörnsson ennfremur. „Þá vil ég geta þess, að þær skoðanir munu hafa komið fram á fundi nú í febrúar í Samvinnu- nefnd banka og sparisjóða, bæði frá forstöðumanni Reiknistofu bankanna og forstöðumanni bankaeftirlits Seðlabankans, að þetta væri spor í mjög rétta átt og að minnsta kosti ætti að lofa þessu að sýna sig áður en það yrði for- dæmt,“ sagði Bjarni Guðbjörnsson ennfremur. Þá sagði Bjarni, að þeir í Út- vegsbankanum þættust því vera að fara inn á rétta braut og teldu sig vera að koma verulega til móts við viðskiptavini sína, sem í dag sitja með mikinn fjölda falsaðra og innstæðulausra tékka. „Það er hins vegar alveg rétt hjá Jónasi Haralz, að það er alltof mikill los- arabragur á þessum málum hér á landi, sem nauðsynlegt er að gera bragarbót á. Enda hafa bankarnir verið að ræða um þessi mál í ára- raðir. Þetta kerfi okkar byggir á þýzkri fyrirmynd, en svona ábyrgðartékkar eru til í ýmsum myndum víða í Evrópu. Við töld- um hins vegar þetta þýzka kerfi hafa það fram yfir t.d. það brezka, að á ábyrgðarskírteinunum í Þýzkalandi er mynd af viðkom- andi, en ekki í Bretlandi. Það eyk- ur tvímælalaust á öryggið. Þá vil ég einnig geta þess, að við erum með margar fleiri nýjungar á prjónunum til að bæta þjónustuna við okkar viðskiptavini. Má í því sambandi t.d. nefna hin nýju plús-lán okkar, sem eru nýjung hér,“ sagði Bjarni Guðbjörnsson, bankastjóri í Utvegsbanka íslands að síðustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.