Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 Otto Erlend Minningarorð Fæddur 6. desember 1907 Dáinn 25. desember 1981 Mér varð tregt um mál, þegar einn góðvinur minn hringdi til mín seinnipart sl. jóladags og sagði mér að vinur okkar Otto væri dáinn. Eg vissi að vísu að Otto gekk ekki heill til skógar hin síðari árin, og auk þess var mér kunnugt um að hann hafði veikzt skyndilega nokkrum dögum fyrir jól og verið lagður í sjúkrahús, hinsvegar hafði ég vonað að þetta skyndiáfall myndi líða hjá. En því miður, kallið var komið, kallið sem við verðum öll að hlýða fyrr eða síðar. Við þessa sorgarfregn varð mér hugsað til konu hans og fjöl- skyldu. Við vinir þeirra vissum allir að fjölskyldan, — dætur þeirra hjóna og þeirra eiginmenn, mundu sérstaklega um þessi jól, ásamt litlu dótturdótturinni, safn- ast saman að Hegereiterweg 17 í Hamborg til að fagna afmæli frú Sigrid en það var einmitt daginn fyrir andlát Ottos. Það er oft svo skammt milli sorgar og gleði, skins og skúra og væntanleg gleði- stund gwtur breytzt í sorgarstund fyrr en varir. Með Otto Erdland er burt kallaður af sjónarsviðinu mikill íslandsvinur. Hann mun hafa komið hingað fyrst til Is- lands laust fyrir eða eftir 1930, í erindum fyrir fyrirtækið Otto Erhard í Hamborg en Otto Erland gerðist meðeigandi að því árið 1937. Otto eignaðist brátt marga vini og kunningja hér á landi. Bar þar margt til. Otto var einstakt glæsi- menni og hafði auk þess til að bera mikla persónutöfra, glaðlegt og hlýtt viðmót, svo að menn löð- uðust að honum og vildu gjarnan bianda geði við hann, og vildi hann auk þess hvers manns götu greiða ef kostur var. Áður en til Islands kom í fyrsta sinn, hafði Otto aflað sér stað- góðrar þekkingar á Norðurlanda- málunum, eða „skandinavisku" eins og við gjarnan köllum það mál sem við getum rætt við alla Norðurlandabúa á, svo ekki var um neina tungumálaörðugleika að ræða, því á þessum árum voru menn almennt betur mæltir á Norðurlandamálin, heldur en t.d. enska eða þýska tungu. Til íslands lá leið hans oft og mörgum sinnum. Hér í Reykjavík kynntist Otto sinni ágætu konu, Sigrid Jacobsen. Er hún íslenzk í móðurætt en faðirinn norskur. Sigrid hafði starfað við skrifstofu- störf í Reykjavík um nokkurt skeið, en kom fyrst til Islands á vegum föður síns, en hann rak út- gerð og síldarsöltun á Siglufirði pm árabil. Otto steig mikið heillaspor er hann kvæntist Sigrid árið 1938, og komu þessi ungu glæsilegu hjón hingað í brúðkaupsferð síðla sumars sama ár og var vel fagnað af stórum vinahópi, og minnast þátttakendur enn þann dag í dag, eftir 43 ár, þessara kvöldstunda með þeim hjónum á Hótel Borg. Svo gjörsamlega hrifu þau alla með framkomu sinni og voru þetta alennt fyrstu kynni margra úr vinahópi Ottos af konu hans og vinaböndin treystust. Rúmu ári eftir að Sigrid og Otto gengu í hjónaband brauzt síðari heimsstyrjöldin út og þá fóru örð- ugir tímar í hönd. En það var eins og „hulinn verndarkraftur" héldi verndarhendi sinni yfir þeim hjónum. Þau voru t.d. nýflutt úr sínu fyrsta húsnæði í Hamborg þegar húsakynnin voru lögð í rúst í loftárás. Oft varð manni hugsað til þeirra hjóna á stríðsárunum, og það voru því gleðifregnir sem maður fékk að stríði loknu er bréf barst frá þeim um það að þau væru ósködduð, á lífi, og hefði þeim fæðzt dóttir þ. 25.9. 1942, sem hlaut hið rammíslenzka nafn Gudrun. Yngri dóttir þeirra er Solveig, Fæddur 17. október 1913 Dáinn 4. febrúar 1982 Við hið sviplega fráfall Kára Jónassonar fulltrúa, langar mig að kveðja hann með nokkrum orðum. Kári hóf störf hjá Pósti og síma í Kópavogi þann 22. maí 1967 og var skipaður fulltrúi þar frá 1. janúar 1974 og starfaði þar til dánardægurs. Kári hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár og var oft þjáður, en lét það ekki aftra sér að mæta til starfa. Kári hafði karl- mannlega og glaðsinna lund og var oft með spaugyrði á vör þó líðan hans hafi ekki verið góð. Hann var greindur vel og skemmtilegur í viðræðum. Ég vil þakka Kára fyrir þá vin- áttu sem hann sýndi mér frá fyrstu tíð þegar ég hóf störf hjá Pósti og síma í Kópavogi. Sam- vinna okkar var alltaf mjög góð. Ég bið Kára blessunar í nýjum heimkynnum og votta eftirlifandi konu hans og börnum mína dýpstu samúð. Bjarni Linnet í dag þegar ég kveð tengdaföður minn í síðasta sinn og þakka hon- um samfylgdina, langar mig að leiðarlokum að minnast hans í fá- einum orðum. Fráfall hans kom svo skyndi- lega og óvænt að við sem lifum, stöndum agndofa. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu að- faranótt fimmtudagsins 4. febrú- ar. Kári var fæddur að Molastöðum í Fljótum í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Jóns- dóttir og Jónas Jónasson, bæði áSttUÖ úr Fljótum. Kári var i'prótíslíe.nnari að mennt. Hann kenndi sem ungur maður bæði leikfimi og sund. Lengst af starfaði hann við versl- unar- og afgreiðslustörf. Síðastlið- in 15 ár hefur hann starfað sem fulltrúi hjá Pósti og síma í Kópa- vogi. Þar naut hann sín mjög vel, hitti marga að máli, margt skraf- að og skeggrætt og slegið á létta strengi. 20. maí 1939 kvæntist Kári sinni elskulegu eiginkonu Fjólu Jóels- dóttur, frá Húsavík. Sín fyrstu búskaparár bjuggu þau á Siglu- firði. Árið 1953 fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu þar í 3 ár. Síðan að Skólatröð 1 í Kópavogi, þar sem þau byggðu sér myndar- legt og hiýiegt néimiIÍ. Þau eiga 3 börn sem eru: Hrund, fædd 4/3 1941, gift Steingrími fædd 12.2. 1946. Báðar eru dætur þeirra giftar. Gudrun er barna- læknir, búsett í Völklingen, en Solveig er búsett í Sviss og eiga þau eina dóttur, Solveigu að nafni. Það lætur að líkum að heim- sóknir til þeirra Erdlandshjóna yrðu all tíðar er leið lá um Ham- borg, og er talað af reynslu er sagt er að oft mun lykkja hafa verið lögð á leið sína til þess að geta heimsótt þau og njóta gestrisni þeirra og glaðlegs viðmóts, enda framkoma þeirra öll slík að það var eins og þeim væri stór greiði gjörður með heimsókninni. Að stríði loknu fór mikið ann- ríki í hönd fyrir Otto, en það var að byggja fyrirtækið upp að nýju og fetaði hann þar dyggilega í fótspor stofnanda og fyrsta eig- anda fyrirtækisins, Otto Erhard, en hann var að stríði loknu orðinn háaldraður, en hafði þurft að byggja fyrirtækið aftur upp frá grunni að lokinni heimsstyrjöld- inni fyrri, en sleitulaust var unnið og aldrei kvartað, enda naut fyrir- tækið vaxandi virðingar og vel- gengni fyrir áreiðanlegheit. Loks kom að því að Otto Erdland var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lenzku fálkaorðu fyrir hjálpsemi við Islendinga en það skeði ekki Steingrímssyni. Jóhann Friðrik, fæddur 18/5 1944, kvæntur Am- alíu Þórhallsdóttur, og Ásdís Björg, fædd 23/6 1959, trúlofuð Rúnari Þór Stefánssyni. Ásdís er lang yngst af systkinunum og hef- ur nýlega stofnað heimili með unnusta sínum. Hún var föður sín- um mjög kær. En ég veit að hann var bæði sæll og ánægður með hennar framtíðaráform. Barnabörnin eru orðin 8 sem syrgja nú góðan og umhyggjusam- an afa. Tengdafaðir minn var stór og myndarlegur maður og mikil reisn yfir honum. Frá því fyrsta að ég kom á heimili tengdaforeldra minna og var boðin velkomin í fjölskyldu þeirra, hef ég notið mín einstaklega vel í návist þeirra og finnst alltaf jafn notalegt og heimilislegt að líta inn á Skóla- tröðinni og er ég ekki ein um það. Aldrei fann ég annað en hlýju og góðvild í minn garð frá honum. Ekki man ég til þess að við deild- um þó við værum ekki alltaf sam- mála. Ég minnist þess þegar hann sagði við mig: „Ykkur skal aldrei skorta neitt á meðan að mín nýtur við.“ Var það um það leiti er við vorum að byrja búskapinn. Kári var dulur maður að eðlis- fari og ekki alltof gott að skyggn- ast í hans hugarheim. En eftir því sem maður kynntist honum betur og var lengur samtíða, fann maður hvað hann vildi öllum vel og bar mikla umhyggju fyrir fjölskyld- unni. Hann fylgdist af lífi og sál með öllu sem var að gerast hjá okkur í hinu daglega lífi. Æði oft hringdi hann til að spyrja frétta og ég á sannarlega eftir að sakna þess að heyra ekki röddina hans. Alltaf var hann boðinn og búinn til fyrr en árið 1977 og má sannar- lega segja að það hafi verið ára- tugum seinna en efni stóðu til. Það er svo margs að minnast að leiðarlokum. Samfylgdar og gönguferða í Fagraskógi í Svarta- skógi, dvalar í Sylt, heimsóknar til Saarbrúcken og ekki síst allra heimsóknanna til Hamborgar á þeirra fagra heimili þar. Fyrir allt þetta vildi ég þakka fyrir hönd okkar hjóna. Við vinir Ottos sökn- um hans sárt, en gott er að hugsa sér að hann muni verða mættur til að taka á móti manni að lokinni ferð yfir móðuna miklu eins og hann ávallt gjörði er komið var til Hamborgar hvort heldur var með skipi, járnbraut eða flugvél. Mót- tökurnar brugðust aldrei. Sárastur harmur er kveðinn að eiginkonu Ottos svo og dætrum þeirra og fjölskyldum. Fjarlægðin hindraði okkur, vini hans á ís- landi, í að geta þrýst hendur þeirra og vottað þeim þannig sam- úð okkar, en þá hefðu öll orð verið óþörf, því að hið milda mál þagn- arinnar segir oft meira ásamt hlýju handtaki en nokkur orð fá gjört, en þeim öllum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Jón Björnsson hjálpar í sambandi við ýmsar út- réttingar og fleira. Því hann var hnútunum svo vel kunnugur og vissi hvert hann átti að snúa sér. Undanfarin ár hefur Kári ekki verið heill heilsu en um það vildi hann lítið tala. Að loknum vinnu- degi líkaði honum best að hvílast heima. Hans tómstundagaman var að spila bridge. Kári var formaður Bridgefélags Kópavogs í mörg ár, og oft var slegið í spil heima með vinum og kunningjum. Einnig hafði hann mikla ánægju af að vera með fjölskyldunni á góðum stundum hvort sem það var heima eða á ferðalögum, enda líka fjöl- skyldutengslin mjög góð. Tengdafaðir minn er fallinn frá, langt fyrir aldur fram og það er sárt til þess að hugsa að eiga ekki eftir að sitja með honum í eld- húskróknum og ræða málin. Því þar naut hann sín reglulega með pípuna sína. Um leið og ég bið Guð að geyma hann, bið ég einnig um styrk til hinnar hjartkæru tengdamóður og annarra ástvina. Fari hann í friði. Tengdadóttir Kona mín. t DÓRIS JÓNSSON, Fögrukinn 13, Hafnarfiröi, er látin. Jón Ragnar Jónsson. t Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, AGNARS NORDFJÖRÐ, Kjartansgötu 6. Ingibjörg Norðfjörö, Sverrir Noröfjörö, Alena Anderlova, Kristín Norðfjörö, Þorvaldur Búason, Ingibjörg Nanna Norðfjörö, Agnar Óttar Noröfjörö og barnabörn. t I Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SIGURBORGAR STEPHENSEN, Stórageröi 38, fer fram frá Garöakirkju, Álftanesi, laugardaginn 13. febrúar 1982 kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuö. Steinunn Stephensen, Sigríöur Stephensen, Sólmundur Jónsson, Ingibjörg Stephensen, Helgi K. Hjálmsson, barnabörn og barnabarnabörn. Allar afgreiösludeildir bankans veröa lokaðar fyrir hádegi föstudaginn 12. febrúar 1982 vegna minflÍriIjAtathafnar um Pétur Sæmundsen, banka- stjóra. Iðnaöarbanki IsiándS. Ármælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og ní"? eóðu línubili. Kári Jónasson full- trúi - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.