Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Einvígi milli Ovett og Coe á Spáni? Af) SÖGN brezkra blaða standa yfir vidræður í því augnamiði að koma í kring keppni milli hlaupagarpanna miklu, Steve Ovett og Sebastians ('oe, einhvers staðar á Spáni í sumar meðan heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stendur þar yfir. Mað- urinn á bak við þessar tilraunir er Juan Antonio Samaranch forseti Al- þjóðaólympíunefndarinnar, sem er góðkunningi ( oe. Blöðin segja, að þeir Ovett og Coe muni líkast til þéna um eitt- Owett fagnar sigri yfir Coe hundrað þúsund sterlingspund hvor, eða tæpar tvær milljónir króna, á þeim þremur keppnum sem talið er að þeir muni heyja sín á milli í sumar, en endanlega hef- ur ekki verið gengið frá samning- um um þær. Ljóst er að þeir geta farið fram á enn meiri skilding fyrir keppni á Spáni í júní-lok eða júlí-byrjun, því þangað liggja hugir hundruð milljóna íþróttaunnenda meðan á heimsmeistarakeppninni stendur, og líklegt að fleiri komi til með að fylgjast með viðureign þeirra í beinni sjónvarpsútsendingu en dæmi eru til um. Ovett gekkst undir uppskurð fyrr í vetur og hefur það sett veru- legt strik í þjálfun hans og undir- búning fyrir næsta keppnistíma- bil, og af þeim sökum alls óvíst að af keppni þessara miklu íþrótta- manna geti orðið. Það er athyglisvert, og til marks um breytt viðhorf í frjálsíþrótta- heiminum, að það er formaður Al- þjóðaólympíunefndarinnar, Sam- aranch, sem er á bak við tilraun- irnar til að koma keppni Ovett og Coe á Spáni í kring. Ljóst er, að allar reglur um áhugamennsku eru og verða þverbrotnar ef af þessari keppni verður, þótt kapp- arnir tveir muni að sjálfsögðu áfram verða flokkaðir jafn miklir áhugamenn og ef um íslenzka Sebastian Coe margfaldur heims- methafi • Kenaldo Nehcmia setti heimsmet á innanhúsmóti í Texas fyrir skömmu, er hann keppti í 60 metra grindahlaupi. Hljóp Nehemia spottann á 6,82 sekúndum. Nehemia hefur um árabil verið illsigranlegur í 50—150 metra grindahlaupum, sannkallaður kóngur í ríki sínu. Kóngsi er síður en svo að slá slöku við. langhlaupara væri að ræða. Keppnirnar þrjár, sem á döfinni eru, fara fram í Englandi, Frakk- landi og í Bandaríkjunum. Yrði fengur að einvígi þessara snjöllu hlaupara á Spáni, en tíminn verð- ur að skera úr um hvort af því verður. Friðisar íbrðttir Pólverjinn kominn til Fram • Andrzjei Strejlau pólski knatt- spyrnuþjálfarinn sem mun þjálfa 1. dcildarlið Fram kom til landsins á þriðjudag. Hann mun strax taka til við að þjálfa meistaraflokk félagsins sem fram að þessu hefur æft undir stjórn Jóhannesar Atlasonar. r Einkunnagjöfín V - KA: Lið KR: Lið HK: Magnús Gauti Gautason 7 Gísli Felix Bjarnason 7 Einar Þorvarðarson 7 Magnús Birgisson 4 Brynjar Kvaran 6 Bergsveinn Þórarinsson 4 Sigurður Sigurðsson 5 Haukur Geirmundsson 7 Kagnar Olafsson 6 Erlingur Kristjánsson 6 Jóhannes Stefánsson 7 Gunnar Eiríksson 8 Kriðjón Jónsson 7 Alfreð Gíslason 8 Hörður Sigurðsson 8 Þorleifur Ananíasson 6 Gunnar Gíslason 6 Kristinn Olafsson 6 Jóhann Einarsson 4 Ragnar Hermannsson 8 Sigurbergur Sigsteinsson 5 Guðmundur Guðmundsson 4 Haukur Ottesen 6 Magnús Guðfinnsson 5 Jakob Jónsson 5 Björn Pétursson 5 Friðrik Þorbjörnsson 6 Lið Vals: 1‘róttur: Lið FH: Þorlákur Kjartansson 6 Sigurður Sveinsson 7 Haraldur Kagnarsson 8 Jón Gunnarsson 5 Páll Ólafsson 6 Kristján Arason 8 Þorbjörn Jensson 7 Gunnar Gunnarsson 6 I»orgils Óttar 8 Þorbjörn Guðmundsson 7 Olafur H. Jónsson 6 Sæmundur Stefánsson 7 Steindór Gunnarsson 5 Jens Jensson 5 Guðmundur Magnússon 5 Gunnar Lúðvíksson 6 Gísli Oskarsson 5 Hans Guðmundsson 5 Theodór Guðfinnsson 5 Jón Viðar Sigurðsson 4 Valgarð Valgarðsson 5 Brynjar Harðarson 5 Olafur BcnedikLsson 8 Pálmi Jónsson 7 Jón Pétur Jónsson 5 Sigurður Ragnarsson 4 Sveinn Bragason 5 Friðrik Jóhannsson 4 Bikarkeppni HSÍ: Haukar sigruðu ÍR með 10 marka mun KINN leikur fór fram í bikarkeppni HSÍ í fyrrakvöld. Haukar sigruðu lið ÍR með 25 mörkum gegn 15. Staðan í hálfieik var jöfn 7—7. Lið ÍR er því fallið úr bikarkeppninni. En þessi stóri sigur Hauka kom nokkuð á óvart þar sem lið ÍR er í einu af efstu sætum 2. deildar. — ÞR. Keppir Borg ekki á Wimbledon- mótinu? Sænski tenniskóngurinn Björn Borg hefur lýst yfir að það sé með öllu óvíst að hann keppi á Wimble- don-mótinu á þessu ári. Borg tapaði í úrslitaleik einliðaleiksins fyrir John McEnroe í fyrrasumar, en hafði fram að því einokað einliðaleikinn árum saman. Það væri mikið fjár hagslegt áfall fyrir Wimbledon ef Borg tæki þann kostinn að vera ekki með. Borg er nýbyrjaður að æfa á ný eftir þriggja mánaða hvíld. Hann sagði fyrir skömmu: „Ég kom ekki nálægt spöðum mínum í þrjá mánuði og það er svolítið fram- andi að handfjalla þá á ný. En þetta hefur þó lagast jafnt og þétt og ég reikna með því að vera kom- inn í góða æfingu fyrir fyrsta mót- ið sem ég keppi í á þessu keppnis- tímabili, Monte Carlo Grand Prix-keppnina. En það er langt í Wimbledon-keppnina og á þessu stigi er með öllu óvíst hvort ég keppi þar eða ekki.“ Stórgott 600 stiku hlaup hjá Oddi „ÉG NÁÐI góðu hlaupi, sigraði og bætti mig um tvær sekúndur frá fyrri viku. Það var hörkukeppni í hlaupinu, fór á síðustu metrunum fram úr strák sem á 1:47 mín. í 800 metra hlaupi. í mótslok hljóp ég svo fyrsta sprett fyrir skólann í 4x400 metra boðhlaupi og við sigruðum í því,“ sagði Oddur Sigurðsson spretthlaupari i spjalli við Morgun- blaðið, en hann átti stórgott hlaup á innanhúss frjálsíþróttamóti í Al- buquerque um helgina, hljóp 600 stiku hlaup á 1:10,90 mínútum. Helgina áður hljóp Oddur sömu vcgalengd, sem mun vera um 548,5 metrar, á 1:12,9 mín., eins og skýrt var frá í Mbl. „Þetta var keppni fimm há- skóla, Texas, E1 Paso, Arizona, I Stanford og New Mexíkó-háskóla. Okkar skóli, Texas, kom sterkur út, sigraði í stigakeppninni, þótt við værum t.d. án Óskars Jakobs- sonar, sem tognaði í baki fyrir tveimur vikum. Hann er að ná sér og verður líklega með um næstu helgi. Mér finnst ég vera í góðu formi og leggst keppnistímabilið vel í mig,“ sagði Oddur Sigurðsson. Hann sagði íslenzku frjálsíþrótta- mennina sem eru við Texas- háskóla æfa af miklum krafti, en mót eru framundan hjá þeim næstum því um hverja helgi fram í lok maí-mánaðar. Fyrstu utan- hússmótin hjá þeim hefjast í lok febrúar, eða áður en innanhúss- keppnistímabilinu lýkur. Unglingameistaramót íslands í badminton: Stærsta badmintonmót sem haldið hefur verið Dagana 12., 13. og 14. feb. nk. fer fram Islandsmeistaramót unglinga í badminton í hinu nýja og stórglæsi- lega íþróttahúsi á Selfossi. Keppnin hefst kl. 6.00 e.h. á föstudag en kl. 10.00 á laugar- dagsmorgun verður mótið sett. Síðan verður keppt til kvölds. Á sunnudag kl. 10.00 f.h. verða leikin undanúrslit og úrslit kl. 1.00 e.h. Keppt verður í öllum greinum unglingafl. og eru keppendur alls 204 frá 12 félögum og er þetta stærsta badmintonmót sem hefur verið haldið. Flestir keppendur koma frá Akranesi og TBR, en auk þess eru keppendur frá Akureyri, Borgar- nesi, Gróttu, Hveragerði, KR, Sel- fossi, Siglufirði, Val, Vestmanna- eyjum og Víkingi. Mótsstjóri er Hjalti Sigurðsson. Unglingameistaramót í sundi: Þrettán félög frá 10 stöðum mæta til leiks Unglingameistaramót íslands fyrir 16 ára og yngri verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur um næstu hclgi, 13. og 14. febrúar. Þrettán fé- lög frá tíu stöðum hafa tilkynnt þátttöku í mótinu. Þátttakendur verða frá Akranesi, Borgarnesi, Bol- ungarvík, Akureyri, Vestmannaeyj- um, Héraðssambandinu Skarphéðni, þ.á m. Selfossi, frá Keflavík, Njarð- víkum og Hafnarfirði, og frá Reykja- vík verða þátttakendur frá Sundfé- laginu /Egi, sunddeild Ármanns og sunddeild KR. Sjaldan eða aldrei á seinni árum hafa jafn margir þátt- takendur frá jafn mörgum stöðum verið skráðir til þátttöku í sundmóti unglinga. 'J ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.