Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 Seldu liðlega 100 Mazda bfla á bflasýningu BÍLABORG HF., sem hefur um- boð fyrir Mazda hér á landi, hélt bílasýningu um sídustu helgi, þar sem sérstaklega var kynntur nýr Mazda 929 bíll, sem er að koma á markaðinn. Að sögn Steins Sigurðssonar, sölustjóra hjá Bílaborg, gekk sýningin mjög vel og á henni seldust liðlega eitt hundrað bíl- ar. — Það seldist auðvitað mest af nýja bílnum, en það fór einnig nokkuð af hinum tegundunum, 323 og 626, sagði Steinn. Steinn sagði, að fjöldi gesta hefði verið ívið meiri, en á sýningum undan- fa,rin ár. — Við erum því bara ánægðir með árangurinn, sagði Steinn Sigurðsson ennfremur. Hótel Loftleidir: Franskur matreiðslumað- ur kynnir Nouvelle cuisine STERK, framandi ostaangan bar fyrir vit blaðamanna á Hótel Loft- leiðum, en þar var verið að kynna franska viku, þar sem frönsk matar gerðarlist verður í hávegum höfð. Af því tilefni hefur hótelið fengið hingað franskan matargerðarmeist- ara, Jean-Francois Lemercier, en hann mun ásamt Haraldi Bene- diktssyni, yfirmatsveini Loftleiða, hafa veg og vanda af að metta gest- ina þessa viku, sem verður frá 13.—21. febrúar. A matseðlinum, sem verður sex rétta, verður boðið upp á bæði kjöt- og fiskrétti, snigla og nýjan ostarétt. Þá verður ein nýjung á matseðlinum, en það er sérstakur milliréttur „Sorbet a L’Armagnac, sem borinn verður gestum, þá verða kynntar nýjar súpur og eft- irréttir. I hádeginu á sunnudag verður svo boðið upp á sérstakt franskt, kalt borð og í hádeginu virka daga verður kalt borð með frönsku ívafi. Verði á öllum þess- um máltíðum verður mjög stillt í hóf, að sögn Emils Guðmundsson- ar hótelstjóra. Matreiðslumaðurinn, Jean- -Francois Lemercier, á sjálfur veitingahús í borginni Marquise í Norður-Frakklandi. Hann er ís- lendingum nokkuð kunnur, því BSRB með opið hús á 40 ára afmælinu BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja á 40 ára afmæli sunnu- daginn 14. þessa mánaðar. í tilefni af afmælinu hefur stjórn BSRB kaffiveitingar í opnu húsi að Grettisgötu 89 á sunnudaginn klukkan 14—19. Sama dag verður sýning í húsakynnum samtak- anna. Sýningin verður opin áfram næstu daga. Allir félagsmenn BSRB og aðrir velunnarar BSRB eru velkomnir með gesti. þeir hafa sótt veitingahús hans og konu hans, en það var fyrir tilstilli íslenska sendiráðsins í París og viðskiptaráðuneytisins, sem Jean- -Francois Lemercier var fenginn hingað til að kynna franskan mat. Aðspurður kvað hann miklar breytingar hafa orðið á franskri matargerðarlist á undanförnum árum. Ný kynslóð matargerðar- manna hefði komið fram og inn- leitt margar nýjungar, þar á með- al svokallað Nouvelle cuisine. Þessi tegund matargerðarlistar er byggð á gömlum Asíuhefðum, þar sem notaðar eru breyttar mat- reiðsluaðferðir, sem hafa meðal annars í för með sér, að ilmur og bragð nýtist betur og hráefnið breytist minna í meðförum. Þann- ig kvað hann hina yngri mat- reiðslumenn nýta gömul og klass- ísk hráefni til að útbúa eitthvað nýtt. Ólafur Stephensen, auglýs- ingameistari Flugleiða, bætti við, að til þess að hægt væri að njóta þessarar tegundar mátargerðar- listar, þá þyrfti opið hjarta, opinn munn og glas af góðu víni! Franska vikan verður haldin í Blómasal Hótels Loftleiða og mun franski sendiherrann opna vikuna. A fimmtudagskvöldinu verður svo sælkerakvöld, þar sem franski viðskiptafulltrúinn verður yfir- sælkeri. A frönsku vikunni koma fram skemmtikraftar frá París, það eru þau Guy Deschainters og Jacque- line Roberts, sem skemmta munu gestum meðal annars með söng og hvers kyns gríni. Einnig verður boðið upp á tísku- sýningu, þar sem kynntur verður fatnaður frá Ted Lapidus, Pierre Balmain og Rodier, en það eru Modelsamtökin, sem sýna. Þá verður förðunarsýning, þar sem kynntar verða franskar snyrtivör- ur frá Yves Saint Laurent, Jean D’Avez og Charles of the Ritz. í Víkingaskipinu verða svo kynnt ilmvötn, snyrtivörur og postulín frá Frakklandi. Ekki má gleyma ostunum, en boðið verður upp á franska osta svo lengi sem birgðir endast, en það er franska sendiráðið á ís- landi, sem býður. Emil Guðmundsson hótelstjóri ásamt Jean-Francois Lemercier, hinum franska matreiðslumeistara. Sérstakt Fisk- matsráð skipað yfir Fram- leiðslueftirlit sjávarafurða Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú skipað sérstakt Fiskmatsráð og á það að vera ráðuneytinu og forstjóra Framleiðslueftirlits sjávarafurða til ráðgjafar um framleiðslumál, eftirlit og mat á sjávarafurðum. Hið nýja Fiskmatsráð á einnig að endurskoða starfshætti, verk- lag og reglu Framleiðslueftirlits sjávarafurða eftir því sem þurfa þykir og gera tillögur um breyt- ingar á lögum og reglugerðum um Framleiðslueftirlitið eftir því sem ráðuneytinu sýnist nauðsynlegt. Þá á það að fylgjast með starf- semi Framleiðslueftirlitsins og taka fyrir til umfjöllunar þau vandamál og ágreiningsmál, sem upp koma hverju sinni. Fiskmatsráð skal í störfum sín- um hafa samráð og samvinnu við forstjóra Framleiðslueftirlitsins, að því er segir í fréttatilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins. í Fiskmatsráð voru skipaðir eft- irtaldir menn: Halldór Þorsteins- son, forstöðumaður fiskeftirlits- deildar Sambandsins, og er hann jafnframt formaður ráðsins, Jón- as Bjarnason, settur forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins, Hjalti Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Einar M. Jó- hannesson, eftirlitsmaður hjá Sölusambandi ísl. fiskframleið- enda og Hafþór Rósmundsson, starfsmaður Sjómannasambands íslands. Baldur Jónsson, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, er ritari ráðsins. Blaó- burðar- fólk óskast Austurbær Laugavegur 101—171 Þingholtsstræti Hringið í síma 35408 r Viðtalstími 1 borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í Valhöll. Háaleitisbraut 1. á laugardögum frá kl. 14.00—16.00. Er þaö tekiö á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö not- færa sér viötalstíma þessa. Laugardaginn 13. febrúar verða fil viötals Ólafur B. Thors og Ragnar Júlíusson. L Boðagrandi Höfum til sölu, glæsilega 5 herb. 125 fm íbúö á fyrstu hæö. Góöur bílskúr fylgir. Fasteignasalan Hátún, Nóatúni 17. Símar 21870 og 20998. 2ja herb. íbúð við Álfaskeið í Hafnarfiröi til sölu. íbúöin er á efstu hæð, meö suðursvölum, góöri sameign í kjallara og frystiklefa. Bílskúr fylgir. Verö kr. 600 þús. Árni Gunnlaugsson hrl. Austurgötu 10, Hafnarfiröi, sími 50764.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.