Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 32
Sími á ritstjóm og skrifstofu: 10100 Síminn á afgreióslunni er 83033 Jtlt>rxjiml>l8t>lí> FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 Frá fundi fulltrúaráðs sjálfstædisfélaganna í Reykjavík á Hótel Sögu í gærkveldi, þar sem framboðslisti Sjálfstæðisflokksins var ákveðinn. Frá vinstri má þekkja ýmsa kvenframbjóðendur listans: Margréti S. Einarsdóttur, Þuríði Pálsdóttur, Huldu Valtýsdótt- ur, Ingibjörgu Rafnar, Katrínu Fjeldsted og Elínu Pálmadóttur. — Á bls. 10 í blaðinu í dag má sjá skipan D-listans við borgarstjórnarkosningarnar í vor. Ljó»m. mm. ói.k.m. Konur í baráttusætunum: Tillaga kjörnefhdar samþykkt samhljóða Stefnum þétt saman að sóknarsigri í höfuðborginni, segir Davíð Oddsson 20-25 Pól- verjar til búsetu hér BKlÐNI'Paul Hartlings, flóttamanna- Tulltrúa Samt'inuóu þjóðanna. um að Island taki við pólsku dóttafólki ef þörf gerist, var afgreidd á ríkisstjórn- arfundi sl. þriðjudag. Híkisstjórnin samþykkti að verða við beiðninni og munu Islendingar samkvæmt henni taka á móti 20—25 I’ólverjum til bú- setu hérlendis. Að sögn Magnúsar Torfa Ólafs- sonar, blaðafulltrúa ríkisstjórnar- innar, er talan 20— 25 sá kvóti sem beiðnin frá Hartling hljóðaði upp á. Hann sagði einnig, að nú væri talið að um 50 þúsund landflótta Pólverj- ar væru í Austurríki. Furstahjónin af Monakó til Islands ásamt 400 manna fylgdarliði ,,l*\l) KK afráðið, að furstahjón- in af Monakó, (írace Kelly og Kainer fursti, komi hingað til lands í ágústmánuði nk., ásamt um 400 manna fylgdarliði," sagði Magnús Oddsson hjá Arnarflugi í samtali við Mbl. Ég var að koma frá Sviss, þar sem gengið var frá okkar þætti í málinu. „Furstahjónin og fylgdarlið koma hingað til lands á skemmtiferðaskipi, en við mun- um síðan fljúga með um 170 þeirra til Grænlands og lenda þar. Hina munum við fljúga með á þotunni okkar yfir Grænlandsjökul og til baka. Til flugsins með fyrri hópinn höf- um við leigt Fokker Friend- shipvélar af Flugleiðum. Það fara því um tveir dagar i að fljúga með hópinn í tvennu lagi,“ sagði Magnús Oddsson ennfremur. Þá sagði Magnús, að gengið hefði verið frá flutningum á fjölskyldunni milli annarra staða, reyndar mun meiri flutningar en hér á landi. „Fjöl- skyldan óskaði eftir því að það yrði farið með þann samning sem algjört trúnaðarmál og við munum að sjálfsögðu ekki brjóta þann trúnað," sagði Magnús Oddsson hjá Arnar- flugi að síðustu. „BÆÐI forsætisráðherra og mennta- málaráðherra hafa samþykkt að handrit verði send vestur um haf, en þegar listinn er fullbúinn, verður málið lagt fyrir ríkisstjómina alla, því það er rfkisstjórn íslands sem tók að sér ábyrgð á handritunum, þegar þau komu frá I)anmörku,“ sagði Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Stofnunar Árna Magnússon- ar, er Mbl. ræddi við hann í gær um það, að í fyrsta skipti stendur til að handrit verði lánuð úr stofnuninni til annarra landa. Jónas sagði ekki full- ráðið, hversu mörg eða hvaða hand- rit yrðu send, en þó væri Ijóst að fjöldinn yrði á milli 10 og 20, þar af ein fimm Jónsbókarhandrit, og m.a. FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík sam- þykkti samhljóða á fundi sín- um í gærkveldi tillögu þá að frambodslista fyrir borgar stjórnarkosningarnar í vor, sem kjörnefnd hafði orðið sammála um. Hafði Ólafur Viss áhætta, seg- ir forstöðumað- ur Árnastofnunar handrit af Landnámu og fslend- ingabók. Handritin sagði Jónas að yrðu send flugleiðis og í nokkrum ferðum og yrðu menn sendir mcð hverju sinni. Handritin sagði Jónas að ættu að vera til sýnis í Pierpont Morg- an-bókasafninu í New York og að gengið hefði verið úr skugga um, B. Thors, formaður nefndar innar, orð fyrir henni. Á fundinum komu fram þrjár tillögur um breytingar á fram- boðslistanum, og var meginefni þeirra allra, að farið yrði að mestu eftir niðurstöðu prófkjörs hvað sætin frá 11 til 22 varðaði, en um- ræður urðu einkum um skipan 11. að þar væru öryggisráðstafanir mjög fullkomnar, en í þessu safni hefðu verið ýmsar sýningar á er- lendum dýrgripum. „Þetta er auð- vitað álitamál, hvort lána eigi handritin svona," sagði Jónas. „Það er viss áhætta, en slík sýning hefur líka mikið gildi og á þessari sýningu á að kynna íslenzkar forn- bókmenntir og hlut Islendinga í landafundum og landnámi vestan- hafs. Þess vegna fara handrit af Landnámu og íslendingabók, þar sem minnzt er á Vínland og fund og byggingu Grænlands." Jónas sagði, að nokkrum sinnum áður hefði verið beðið um handrit á sýningar erlendis, en því hafnað, sætis. Tvær tillagnanna voru dregnar til baka, áður en til at- kvæðagreiðslu kom, en síðasta til- lagan um fyrrnefnda skipan list- ans kom ekki heldur til atkvæða, þegar nokkrir frambjóðendur lýstu því yfir, að þeir myndu taka sæti á lista í samræmi við tillögu kjörnefndar, en ekki í samræmi við tillöguna. Ragnar Júlíusson, m.a. Víkingasýninguna í London, en hins vegar hefði stofnunin lán- að handrit á sýningar í Reykjavík og einu sinni á Selfossi. Sýning sú, sem fyrirhugað er að senda handritin á, er hluti af kynningu á Norðurlöndum vestan- hafs, en forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, flytur ræðu fyrir hönd þjóðhöfðingja Norðurlanda við opnunina. Sagði Jónas að vonir stæðu til, að forsetinn gæti einnig opnað sýninguna þar sem handrit- in yrðu meðal sýningargripa. Sú sýning sagði Jónas að myndi standa í tvo mánuði, og kæmu handritin beint heim aftur að henni lokinni. sem hafnaði í 11. sæti í prófkjör- inu, lýsti yfir stuðningi við skipan Katrínar Fjeldsted læknis í það sæti og kvaðst ekki mundu taka annað sæti en það 12. á framboðs- listanum, eins og hann hefði sam- þykkt að ósk kjörnefndar. Hið sama gerðu Jóna Gróa Sigurðar- dóttir, Margrét S. Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir og Júlíus Hafstein, hvað þeirra sæti varð- aði. Þegar þetta lá fyrir, var til- lagan dregin til baka og listi kjör- nefndar samþykktur einróma. í ræðu sem Davíð Oddsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hélt að kosningu lokinni, þakkaði hann kjörnefnd- inni störf hennar, enda hefði henni verið vandi á höndum við uppstillingu listans. Þá gagnrýndi Davíð vinstri meirihlutann í borgarstjórn harð- lega. Sagði hann, að fjármál borg- arinnar væru komin í öngþveiti, þótt menn hefðu ekki getað ímyndað sér, að slíkt gæti gerst á aðeins fjórum árum. I lok ræðu sinnar tók Davíð undir orð Alberts Guðmundssonar í Morgunblaðinu nýlega, að sjálfstæðismenn stefndu nú þétt saman að sóknarsigri í höfuðborg- inni. Birgir ísleifur Gunnarsson var fundarstjóri á þessum fulltrúa- ráðsfundi sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Fyrirhugað er að senda ís- lenzk handrit vestur um haf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.