Morgunblaðið - 04.03.1982, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.03.1982, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 17 Arndís Björnsdóttir skrifar frá Freiburg: og útrýmingar atvinnuleysinu. Spurning hans var því sú, hvar Kohl og flokkur hans ætla að fá fjármagn til að láta drauma sína rætast — en þeir væru heldur ekki í stjórn. Ekki fengu heldur stjórnar- flokkarnir góða útreið úr tillögu- gerð þeirra til eflingar efna- hagnum og úrbótum við atvinnu- leysinu. í upphafi túlkunarinnar á „pakka" stjórnarflokkanna kom fréttamaður fram á skerminum og tilkynnti alvarlegri röddu, að nú stæði yfir spurningakeppnin „veiztu svarið" í v-þýska þing- inu. Verðlaunaspurningin væri: hvar er atvinnumálapakkinn, eða öllu heldur, hvað er hann? Menn voru teknir tali í þing- sölum, en flestir viku sér undan svari eða muldruðu: „þetta er erfitt ástand." Sömuleiðis voru þingmenn spurðir ýmissa vafa- samra spurninga um efnahags- ástandið, er þeir voru að gæða sér á gómsætum réttum í gleð- skap þingmanna. I þættinum var einnig viðtal við Genscher aðstoðarkanslara og formann FDP. FDP er lítill flokkur og talið, að þeir séu orðnir hræddir um dvínandi fylgi í samsteypustjórninni með SPD. Genscher var því mjög skorinortur og sagði, að FDP hefði hreinar línur í sinni af- stöðu. SPD yrði að gera sér grein fyrir, að þeir hefðu ekki meiri- hluta einir sér og hjá SPD skorti á raunhæfar tillögur í fjármögn- un atvinnumálapakkans. Af þessum orðum mátti álykta, að FDP væri eini flokkurinn með úrræði sem dygðu. Genscher vís- aði á bug spurningu Nowottny um hvort ekki væri komin þreyta í stjónarsamstarfið; stjórnarflokkarnir væru í meg- inatriðum sammála! Nowottny tók eitt forkostulegt dæmi um gang mála í þjóðlífinu: Sýnt var á skerminum, er Beck- er, hinn virðulegi talsmaður stjórnarflokkanna, . tilkynnti fréttamönnum á fundi sl. haust, að laun opinberra starfsmanna yrðu lækkuð um 1% hinn 1. 3. 1982 vegna þeirra umframsfríð- inda, er þeir hlytu. Auðvitað vildu opinberir starfsmenn ekki una þessari skerðingu. Þeir héldu fund um málið og næst var sýnt á skerm- inum, er Kluncker, hinn digri formaður félags opinberra starfsmanna (ca. 120 kg.) til- kynnti, að ekkert slíkt yrði með- tekið af þeirra hálfu og yrði gripið til harðra aðgerða, ef þetta yrði framkvæmt. Lokaþátturinn var svo sá, að Becker tilkynnti, að fallið hefði verið frá kauplækkuninni, en til framkvæmda kæmi 1% kaup- hækkun 1. marz 1982. Spurningin væri því: hver stjórnaði hverjum? „Kusk á hvítflibba Alberts kóngs“ í V-Þýskalandi er nýtt hneykslismál í uppsiglingu. I gær var tilkynnt í fjölmiðlum, að stjórn byggingarsamvinnufé- lagsins “Neue Heimat" (ný heimkynni) hefði verið leyst frá störfum meðan verið væri að rannsaka ásakanir þær, sem birtust í síðasta tölublaði viku- ritsins „Der Spiegel". Bygg- ingarsamvinnufélag þetta er í eigu þýska verkamannasam- bandsins. Stjórnarformaður byggingar- félagsins er Heinz-Oskar Vetter, formaður þýska verkamanna- sambandsins, sem hefur innan sinna vébanda 7 milljónir félags- manna. Byggingarfélagið var á sínum tíma stofnað til þess að gera félagsmönnum kleift að búa í ódýru húsnæði. Það hefur vaxið mjög og eru nú mörg smærri fé- lög aðilar og erfitt að hafa heild- arsýn með öllum framkvæmd- um' Félagið hefur löngum sætt gagnrýni og og þá sérstaklega aðalframkvæmdastjórinnm Al- bert Vietor, gjarnan kallaður „Albert kóngur“, en hann og meðstjórnarmenn hans hafa lát- ið það sem vind um eyrum þjóta. Nefna má, að Albert hefur í árs- laun 500.000 mörk (rúml. 2 millj. ísl. kr.) og þykir það óguðleg upphæð miðað við verkafólkið, sem hann vinnur fyrir. Vikuritið „Der SpiegeP hafði unnið lengi og með hinni mestu leynd að öflum gagna til að upp- lýsa svik og mútur Alberts og félaga. „Der Spiegel" fullyrðir og nefnir jafnvel dæmi um það, að Albert Vietor og aðrir í stjórn- inni hafi með aðstoð tilbúinna nafna og fyrirtækja notfært sér aðstöðu sína og þekkingu sjálf- um sér til tekjuauka. Dæmin, sem blaðið nefnir á eftir að sannreyna, og verða þau ekki nefnd hér. Staðreynd er, að ýmis byggingarverkefni hafa ekki verið unnin með hagsýni fyrir augum. Leigjendum hefur ennfremur þótt leigan há miðað við frjálsan markað. En nú er boltinn farinn af stað og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála. Talið er, að rannsókn þessa máls verði af- ar umfangsmikil, ef fullyrðingar „Der Spiegel" eiga við rök að styðjast, og formaður þýska verkamannasambandsins dró enga dul á, að hann vill láta skoða málið niður í kjölinn, hver svo sem niðurstaðan verður. Hvað hefur þú á prjónunum? ...Er það eitthvað frá okkur? Til dæmis hespulopi, tweedlopi, létt- lopi, eingirni, nú eða plötulopi. Þetta er allt efni til þess að vinna úr og við köllum það einu nafni liand- prjónaband. En það er ekki nóg að hafa 5 tegundir efnis í yfir 50 litbrigðum - það þarf líka eitthvað til þess aðvinna eftir -til þess eru hinar vinsælu prjónauppskriftir okkar 120 talsins. Sértu með eitthvað á prjónunum færðu bæði efnið og uppskriftir hjá okkur. ék A\ctfoss búöin Vesturgötu 2 simi 13404 MEXIC ferðir á hálfsmánaðarfresti frá 20. feb. Nýjar og spennandi ævintýraferðir með ýmsum möguleikum á ferðatilhögun og gististöðum. Leitið nánari upplýsinga á skrifstofunni. mdivm FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg /. Símar 28388 og 28580. % GatBBiorösonl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.