Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 Birkir Skarphéðinsson var endurkjörinn formaður Kaupmannafélags Akureyrar AÐALFUNDUR Kaupmannafélags Akureyrar var haldinn að Hótel KEA fyrir skömmu og var Birkir Skarphéóinsson, endurkjörinn formaður félags- ins. Aðrir í stjórn félagsins voru kjornir Matthías Þorbergsson, varaformað- ur, Guðmundur Sigurðsson, ritari, Pálmi Stefánsson, gjaldkeri og meðstjórn- endur þeir Aðalsteinn Jósepsson og Tryggvi Pálsson. Varamenn voru kjörnir þeir Stefán Jónsson og Bjarni Bjarnason. Gestir fundarins voru þeir Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtaka íslands, Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna, og Jón I. Bjarnason, ritstjóri Verzlunar- tíðinda. Á fundinum flutti Gunnar Snorrason ávarp og bar fundar- mönnum kveðju frá samtökunum. Ennfremur flutti Magnús E. Finnsson ávarp. Birkir Skarphéðinsson, formað- ur félagsins, flutti skýrslu stjórn- ar og fjallaði um félagsstarfið á síðasta ári. Þar kom m.a. fram, að fimm nýir félagar gengu í félagið á s.l. ári og eru félagsmenn nú 53. Félagið á nú skrifstofuhúsnæði í smíðum, sem verður fullbúið og tekið í notkun á árinu. Á fundinum voru samþykktar tvær ályktanir, annars vegar um sölustarfsemi í einkahúsum og hins vegar um sérskatta á verzl- unarhúsnæði. Fyrri ályktunin er svohljóðandi: „Aðalfundur Kaup- mannafélags Akureyrar 13.febrú- ar 1982, lýsir furðu sinni á því, að enn skuli viðgangast sölustarf- semi í einkahúsum með alls kyns vörur, þrátt fyrir að slíkt sé bann- að með lögum. Skorar fundurinn á bæjarfógetann á Akureyri og sýslumanninn í Eyjafjarðarsýslu að taka fyrir allt slíkt nú þegar og ailtaf þegar til slikrar starfsemi fréttist. Vísar fundurinn til álykt- unar er gerð var á síðasta aðal- fundi um þetta efni.“ Seinni ályktunin varðandi sérskatta á verzlunarhúsnæði hljóðar á þessa leið: „Aðalfundur Kaupmannafélags Akureyrar haldinn 13.febrúar 1982 lýsir yfir undrun og vanþóknun á þeim vinnubrögðum stjórnvalda, að enn skuli vera lagður sérskattur á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði. Telur fundurinn, að mælirinn sé þegar orðinn fullur hvað varðar álögur á smásöluverzlunina og forðast beri að leggja meiri byrðar á þessa þýðingarmiklu atvinnu- grein. Sé haldið áfram á þessari óheillavænlegu braut, verður ekki annað séð, en að verzlun dragist Saman og uppsagnir starfsfólks verði óhjákvæmilegar. Er þó ekki bætandi á það ástand, sem fyrir er í þjóðfélaginu. Einnig skorar fundurinn á stjórnvöld, að nú þeg- ar verið afnumið það úrelta álagn- ingarkerfi, sem er að tröllríða allri verzlun í landinu. Bendir fundurinn á þá staðreynd, að smá- söluverzlunin verður ekki rekin á eðlilegan og raunhæfan hátt, með- an hún fær ekki að selja vörur á því verði, sem þarf til að standa undir rekstrarkostnaði. Það virð- ist sem stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir því, að það er ekki talið viturlegt að blóðmjólka kúna, þá gefur hún enga afurð.“ Páll J. Briem Búnaðarbankinn: Moritz W. Sigurðsson Ú tibúss tjóraskipti í Mosfellssveitinni HINN 15. marz nk. lætur Páll J. Briem, útibússtjóri Búnaðarbankans í Mosfellssveit, af störfum fyrir aldurs sakir, en hann verður 70 ára hinn 6. aprfl nk. Páll á að baki rúmlega 40 ára starf í Búnaðarbankanum eða allt frá I. maí 1939, er hann gerðist starfsmaður í víxladeild bankans. Þar vann hann í rúm 20 ár eða til ársins 1900, er hann varð deildarstjóri í Stofnlánadeild landbúnaðarins. Við stofnun útibús bankans í Mosfellssveit var Páll ráðinn útibússtjóri og hefur gegnt því starfi síðan. Við starfi útibússtjóra í Mos- fellssveit tekur Moritz W. Sigurðs- son, núverandi útibússtjóri við Háaleitisútibú í Reykjavík. Moritz er fæddur 9. okt. 1939 og hefur verið starfsmaður Búnaðarbank- ans síðan í ársbyrjun 1959, fyrst í víxladeild aðalbankans, en síðan útibússtjóri samfleytt frá stofnun Háaleitisútibús árið 1966. (FrétutílkrnnÍBg.) Gefinn kostur á Ieirbökstrum Sjúkranuddstofa Hilke Hubert í Reykjavík hefur að und- anförnu gefið fólki kost á leirbakstri. Leirbaksturinn nefnist Fangó og er það blanda af leir og paraffnvaxi. í leirnum er kísill, ál, magnesíum og járn auk snefilefna. í fréttatilkynningu frá Hilke Hubert segir, að í mörg ár hafi Fangó-meðferð verið viðhöfð í Evrópu með góðum árangri. Sér- staklega hafi þessi meðferð reynst vel við gigtarsjúkdómum, þreytuverkjum í liðamótum, vöðvum, taugum, sinum og hvers konar „fíbrósum" bandvefum í fréttatilkynningunni segir, að fólki sé ráðlagt að hafa sam- ráð við heimilislækni áður en Fangó-meðferð sé reynd. Salur I var þéttsetinn gestum á frumsýningu siðustu myndar Peier Sellers, Being There. „Með hjálp góðra, skilningsríkra og harðduglegra manna“ fyrir 526 manns, númer 2 fyrir 237, númer 3 fyrir 139, númer 4 fyrir 99 og númer 5 og 6 fyrir 17 manns hvor. í dag eru kvikmyndahús byggð með svona fyrirkomulagi og hafa allt upp í 20 sali, það að geta fært myndina til á milli sala er nauðsynlegt til að ná betri sætanýtingu. í húsinu eru þau fullkomnustu tæki sem völ er á í dag, sýn- ingarvélar eru frá Cinemeccan- ica í Milano, sýningarplattar frá Christie í Bandaríkjunum, stereo-tæki frá Eprad í Banda- ríkjunum, hátalarar frá Electr- icvoice, Bandaríkjunum og stól- ar frá Irwin, einnig frá Banda- ríkjunum. Sem sagt, hér inni er allt splunkunýtt. Einnig vil ég taka það fram, að efni það sem er hér á veggjum sýningarsalanna er frá Sound- fold í Bandaríkjunum, hljóð- dempandi og brunavarið efni, sem hefur verið látið í 16.000 Bíóhöllin í Mjóddinni var opnuð formlega í fyrradag, eins og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu, en við opnunarathöfnina flutti Árni Samúelsson, forstjóri Bíóhall- arinnar, ávarp þar sem hann rakti sögu bygginarinnar sl. 8 mánuði. Þá tóku einnig til máls Samúel Torfason, faðir Árna, og óskaði hann syni sínum og tengdadóttur til hamingju með árangurinn og flutti þeim heillabrag sem hann hafði ort Þá flutti Vignir Bene- diktsson trésmíðameistari og yfir smiður byggingarinnar ávarp þar sem hann þakkaði mörg snör og góð handtök og afhenti hann Árna síðan skreytingu úr járni, sýn- ingarspólu með lykilhálsi á og upp- hafsstöfum Árna. Þá tóku einnig til máls Ragnar Bjarnason, söngv- ari, og Gunnar Árnason, formaður Félags sýningarmanna, og hrópuð var hyllingarkveðja til eigenda hins glæsilega kvikmyndahúss sem er það stærsta og fullkomn- asta á ísíandi. Hér fer á eftir ávarp Árna Samúlessonar við opnun Bíó- hallarinnar: „Góðir gestir. Ég vil fyrir hönd konu minnar og mín bjóða ykkur hjartanlega velkomin hér við opnun Bíóhall- arinnar. Saga þessa húss er all sérstök. Það hefur aðeins tekið liðlega 8 mánuði að fullgera það, fyrst hinn stórglæsilega skemmtistað Broadway hér niðri, sem opnað- ur var 26. nóvember, og svo núna þetta kvikmyndahús sem er stærsta og fullkomnasta kvik- myndahúsið á íslandi. Sagt er að þetta sé íslandsmet í bygg- ingarhraða. En svona nokkuð gerist ekki nema með hjálp góðra, skiln- ingsríkra og harðduglegra manna, og hefur verið valinn maður í hverju starfi. Hvað kvikmyndahúsið varðar, þá eru hér 6 sýningarsalir, númer 1 er Árni Samúelsson og Guðný Ásberg Björnsdóttir, eigendur Bíóhallar- innar, með gjöfina frá trésmíðameistara hússins. I.júnnjndir Mbl. Kristján Einarason. kvikmyndahús víðs vegar í heim- inum, og sannar það ágæti þess. Gólfdúkurinn sem við stönd- um hér á, er all sérstæður, en hann er frá Norament í Þýska- landi, fluttur inn af J. Þorláks- son og Norðmann. Ég vil þakka öllum þeim mönnum sem hér hafa lagt hönd á plóginn til að hrinda þessu verki í framkvæmd. Sérstaklega vil ég færa þeim manni sem hef- ur verið mín hægri hönd hér og hefur um leið séð um að láta upp allar sýningarvélar og önnur tæki, en hann er Sigurjón Jó- hannsson, og mun hann verða sýningarstjóri hér, með þá Lárus Valberg og Þröst Árnason sér við hlið. Einnig vil ég þakka þeim ARKO-mönnum, Jóni Róbert, Jóni Kaldal og Ásmundi fyrir frábæra hönnun á þessu húsi. Yfirmanneskjur í miðasölu verða Ólöf Ragnarsdóttir, Erna Stefánsdóttir og Ragnheiður Sigurðardóttir. Yfirmanneskjur í sælgætissölum verða Katrín Eiðsdóttir, Bergþóra Þorsteins- dóttir og Sigurlaug Guðmunds- dóttir. Yfirdyravörður og hús- vörður verður Svavar Guð- mundsson, og vil ég færa honum sérstakar þakkir fyrir hans framlag við undirbúninginn. Við hefjum núna sýningar á 6 myndum samtímis á hverjum degi, en þegar við höfum tekið tvo síðustu salina í notkun, get- um við sýnt hér 10 myndir á dag. Ég vil að lokum þakka aftur öllum þeim sem stuðlað hafa að því að koma húsi þessu upp, ólafi Laufdal fyrir samstarfið við uppbygginguna, borgarráði fyrir úthlutunina á lóðinni og öðrum góðum mönnum sem hjálpað hafa til að gera þetta mögulegt. Góða skemmtun." í rúmgóðu anddyri Bíóhallarinnar biðu frumsýningargestir með óþreyju eftir frumsýningum í fjórum sölum samtfmis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.