Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 Svipmyndir frá 30 ára afmæli SLF Þessar svipmyndir voru teknar er viöbygging Endur- hæfingarstöðvarinnar að Háaleitisbraut var formlega tekin í notkun í fyrradag. Hið nýja húsnæði er rúmlega þúsund fermetrar að stærð, eða meira en helmingi stærra en það sem fyrir var. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var meðal gesta og afhjúpaði m.a. listaverk eftir Örn Þorsteinsson. Boðið var upp á kaffi og kökur og þær ekki af minni gerðinni! I’essi unga stúlka tók i móti Vigdísi er hún kom að hinu nýja húsnæði Endurhæfingarstöðvarinnar og færði henni blómvönd. Og að lokum afhjúpaði forsetinn veggmynd eftir Örn Þorsteinsson sem í héðan frá mun gleðja þá sem heimsækja Endurhæfingarstöðina. Þessa mynd tók fréttaritari Mbl. Bæring ('ecilsson á Grundarfirði af starfsfólki kaupfélagsins á Grundarfirði, en 20. síðasta mánaðar hélt það upp á 100 ára afmæli kaupfélaganna í landinu og 80 ára afmæli Sambands íslenskra samvinnufélaga. Foreldra- og kennarafélag Árbæjarskóla: Harmar tómlæti borgaryfirvalda „ALMENNUR fundur íbúa Árbæjar og Seláss, haldinn af Foreldra- og kennarafélagi Arbæjarskóla í félags- miðstöðinni Árseli 17. febr. 1982, ha- rmar það tómlæti, sem borgaryfirv- öld hafa sýnt gagnvart endurteknum og eindregnum óskum um lokun Vatnsendavegar við Rofabæ. Svo hefst ályktun sem Foreidra- og kennarafélag Árbæjarskóla gerði á fundi sínum í febr. sl. Um 200 manns sátu fundinn þar sem fjallað var um umferð við Árbæj- arskóla og starfsemi hinnar nýju félagsmiðstöðvar, Ársels. Ýmis fé- lög í hverfinu hafa lengi bent á slysahættu við Vatnsendaveg og óskað eftir því að veginum verði lokað við Rofabæ. Síðar í álytkuninni segir að fundurinn veki athygli á því að slysahætta er vaxandi við skólann með vaxandi umferð, og meiri en opinberar skýrslur gefa til kynna. Skorar fundurinn á Borgarráð og embættismenn borgarinnar og nefndir sem un þetta fjalla að endurmeta afstöðu sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.