Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 25 lakjör- gum hvatur Pálma Jónsson, sem nú færi með ráðherraembætti 5 fjarverandi ráðherra, þ.á m. allra ráðherra Al- þýðubandalagsins: 1) Hvort þetta loforð í heimakjördæmi ráð- herranna, sem undirrituðu bréfið, hefði verið rætt í ríkisstjórn? 2) Hvaða heimild ráðherrann teldi sig hafa til þessa loforðs? Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð- herra, sagði málið ekki hafa verið rætt í ríkisstjórn, enda naumast ástæða til. Hinsvegar „hefðu ýmsir ráðherrar" vitað um efni bréfsins. Ráðherra stóð á því fastar en fótun- um að fyrirheitið í bréfi hans og fjármálaráðherra ætti sér stoð i fjárlagaheimildum. Ráðherra gat þess að sú venja hefði skapazt, ef allir ráðherrar eins flokks væru fjarverandi af landinu, þá færi for- sætisráðherra með ráðuneyti þeirra. Þessvegna færi hann, sem settur forsætisráðherra, með ráð- herraembætti Alþýðubandalagsins. Halldór Blöndal spurði ráðherra, hvort eitt gengi ekki yfir ráðgerða Saltvíkurkögglaverksmiðju og þá í Hólminum. (Ráðherra kvað já við.) Hann sagðist og fagna þeirri skýr- ingu, sem ráðherra hefði gefið, hversvegna hann færi með ráð- herraembætti Alþýðubandalagsins. Með henni hefði ráðherra borið af sér þær sakir, að alþýðubanda- lagsmenn treystu honum betur en framsóknarráðherrum. Varðandi hitt málið, loforð heima í kjördæmi án fjárlagaheimildar, þá væri illa komið, þegar þrír aðilar stæðu að ríkisstjórn — og Framsóknarflokk- inn bæri hæst í siðferðinu. [orðurlandaráðsþingið kemur saman um þessar mundir í Helsinki. egur vinnumarkaður N orðurlöndunum þriggja ára, sem í einhverju aðild- arríkjanna er opinberlega viður- kennt sem almenn kennaramenntun fyrir grunnskóla, njóti að fullnægð- um þeim skilyrðum sem í samkomu- laginu greinir, hliðstæðrar viður- kenningar í sérhverju hinna aðild- arríkjanna og skuli hafa heimild til að starfa sem almennur kennari. Hver sá, sem lokið hefur opinber- lega viðurkenndu almennu kennara- námi, sem veitir kennsluréttindi við 3 eða 4 fyrstu bekki grunnskóla í einu aðildarríkjanna, getur að full- nægðum þeim skilyrðum, sem í samkomulaginu greinir, öðlazt heimild til að stunda kennslu sem almennur kennari í 4 fyrstu bekkj- um grunnskóla í sérhverju aðildar- ríkjanna. Þá segir að forsenda þess, að al- mennur kennari í einu aðildarríkj- anna verði ráðinn að grunnskóla, sé að hann hafi vald á því tungumáli sem kennt er á í skólanum. En skólayfirvöld skuldbinda sig til að skipuleggja námskeið og próf í við- komandi tungumálum. Er ætlazt til þess, að sérhvert aðildarríki hlutist til um breytingar á gildandi inn- lendum lögum og reglum í samræmi við meginreglur þessa samkomu- lags. [ur um norrænan rkað samþykktur að öllum aðalsamningum sem ríkja á Norðurlöndum rétt á að setjast að og leita sér atvinnu hvar sem er á Norðurlöndum. Samkvæmt samn- ingum eiga ríkisborgar á Norður- löndum rétt á að setjast að á Norð- urlöndunum án þess að þurfa að hafa til þess búsetu- eða atvinnu- leyfi. Sérstaða íslands er þó að nokkru viðurkennd, með því ákvæði að íslenzk stjórnvöld geta, til að hindra jafnvægisleysi á vinnumark- aðinum, krafizt vinnuleyfis. Skal það gert í samráði við norræn stjórnvöld. Ekki má mismuna Norðurlanda- búum á vinnustað eða í launum. Og sjá skal til þess að forsendur fyrir heimflutningi séu fyrir hendi. Svavar Gestsson, félagsmála- ráðherra, mun ásamt öðrum félags- málaráðherrum Norðurlanda undir- rita samninginn í Kaupmannahöfn í vikunni. Áki Gránz bæjarfulltrúi í Njarðvík: „Óþolandi hávaði frá orrustuvélum“ „ÞAÐ ER stórkostlegt skipu- lagslegt hneyksli að ákvörðun um staðsetning nýju flug- skýlanna á Keflavíkurflug- velli skuli ekki hafa komið til umsagnar hjá sameiginlegri skipulagsnefnd þeirra byggða sem hlut eiga að máli og leng- ur verður ekki unað við þá óþolandi hávaðamengun sem orrustuflugvélar varnarliðsins hafa valdið íbúum Njarðvíkur og Keflavíkur á sama tíma og komast má hjá slíku með notkun annarrar brautar en gert er í flugtaki," sagði Áki Gránz bæjarfulltrúi í Njarð- víkum í samtali við Morgun- blaðið í gær, en bæjarstjórn Njarðvíkur hefur gert sam- hljóða mjög harðorða sam- þykkt þar sem mótmælt er af- greiðslu þessa máls og fyrir komulagi. „Orrustuvélar varnarliðsins," sagði Áki, „sinna um það bil 8—12 skyndiútköllum á sólar- hring þegar Rússinn birtist, þar sem þær hafa 3 mínútur til þess að komast á loft, svo að það er oft handagangur í öskjunni og hávaðinn feikilegur yfir byggð- inni og fólk vaknar yfirleitt upp á nóttunni. Á það hefur verið bent af íbúum nærliggjandi byggða að nota má aðra flug- braut svo orrustuvélarnar fari ekki yfir íbúðarbyggð, en það hefur ekkert tillit verið tekið til íbúanna og virðist ekki eiga að gera miðað við byggingu nýrra flugskýla á sama stað og áður. Fyrir utan þennan ofsalega hávaða frá orrustuvélunum er einnig um aðra hættu að ræða og tvívegis hefur litlu munað að stórslys yrðu af völdum orrustu- flugvéla. í annað skiptið hrapaði vél í sjóinn rétt fyrir utan bryggjuna í Njarðvík og í hitt skiptið datt hurð af vél og lenti í miðri byggð Njarðvíkur. Það nær heldur ekki nokkurri átt að fólk þurfi að búa stöðugt við það að hrökkva upp af svefni á nótt- Vilja láta vélarn- ar nota flugbraut fjarri íbúðarbyggð unni, því hávaðinn er allt frá 40—80 decibel þegar aftur- brennarar vélanna eru einnig settir á með sprengingum og til- heyrandi og jafnvel þó að þær fari ekki upp með fullri orku er þetta óþolandi ástand. Æðstu menn vallarins ásamt starfs- mönnum utanríkisráðuneytisins hafa stillt sér hér upp og hlust- að á vélar fara í loftið, en þá hefur þess verið gætt að láta þær fara í loftið með lágmarks- orku. Nú krefjumst við þess að úr þessu verði bætt, því með skynsamlegum ákvörðunum er það auðleyst," sagði Áki Gránz bæjarfulltrúi. Hér fer á eftir samþykkt bæj- arstjórnar Njarðvíkur: Bæjarstjórn Njarðvíkur sam- þykkir að fela fulltrúum sínum í skipulagsnefnd Njarðvíkur, Keflavíkur og Keflavíkurflug- vallar að óska nú þegar eftir fundi í nefndinni til að ræða þá ákvörðun utanríkisráðuneytis- ins að heimila byggingu flug- skýla við vesturenda flugbraut- ar sem liggur í vestur / austur á Keflavíkurflugvelli. Bæjar- stjórnin bendir á að árum sam- an hefur verið kvartað yfir flug- umferð orrustuflugvéla varnar- liðsins yfir þéttbýli Njarðvíkur sem á sér stað á öllum tímum sólarhringsins. Meginástæðan fyrir þessu flugi yfir Njarðvík hefur verið staðsetning svo- nefndra „alert“-flugskýla á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt þeim upplýsingum sem bæjar- stjórn hefur fengið er nú í ráði að byggja ný flugskýli á sama stað og telur bæjarstjórn að taka verði tillit til íbúanna í Njarðvík og Keflavík við stað- setningu þeirra og bendir í því sambandi á suðurenda norður / suðurbrautar." Þessi samþykkt var afgreidd samhljóða á fundi bæjarstjórn- ar Njarðvíkur 2. marz sl. „Talið heppileg- ast að staðsetja flugskýlin þarna segir Helgi Agústs- son deildarstjóri Varnarmáladeildar U Morgunblaðið innti Helga ÁgúsLsson deildarstjóra í Varnarmáladeild eftir áliti hans á samþykkt bæjar stjórnar Njarðvfliur. „Það er rétt, það er búið að ákveða að setja niður flugskýli á þessu svæði," sagði Helgi, „og búið er að grafa fyrir þeim, en framtíðarskipulag flugvallarins er þannig háttað að það var tal- ið heppilegt að staðsetja skýlin þarna og auk þess þurfa þessar vélar að taka á loft móti vindi og því liggur þessi flugbraut beinast við þar sem vindátt á hana er ráðandi á svæðinu. Það getur einnig munað nokkuð á tíma hvort keyra þarf vélarnar langt til flugtaks, en hins vegar liggja fyrir strangar reglur um það að flugmenn orrustuflugvélanna sveigi frá byggðinni til hægri strax eftir flugtak." 25 þúsund landselir og 2.500 útselir við ísland „ÉG HEF heyrt menn, sem uppaldir eru hér á þessum slóðum, grásleppu- karla og fleiri, segja að sel hafi fjölg- að hér í Faxaflóa síðari ár, en ég hef ekki neinar tölur eða rannsóknir til að byggja á í þessu sambandi,“ sagði Erlingur Hauksson sjávarlíffræðing- ur hjá Hafrannsóknarstofnun í sam- tali við Morgunblaðið. — En Erlingur var spurður, vegna baksíðumyndar Mbl. á miðvikudag af selum við Straumsvík, hvort sel færi hér fjölg- andi. Erlingur sagði, að talið væri að sel fjölgaði um allt land. Árið 1980 hefði hann talið í ritgerð í bókinni Villt spendýr, að hér við land væru um 25 þúsund landselir, og um 2.500 útselir. — Tölur þessar væru þó ekki óumdeildar, og menn væru ekki á eitt sáttir um áætlaðan fjölda sela hér við land. En ef sel hefði fjölgað, sem flestir álitu, þá væri ekki óeðlilegt að hann gerði meira vart við sig í nágrenni höfuð- borgarinnar. Hér hefði selur alltaf verið, honum sæist bregða fyrir við Skúlagötu og í eyjunum, og selur- inn flakki víða. Fjölgi honum við landið sé því eðlilegt að hans verði meira vart við þéttbýlið einnig. Útsel sagði Erlingur fjölga mun meira en landsel að því að talið í NÆSTU viku verður fiskur fluttur fímm sinnum með flugvélum til Bandaríkjanna á vegum Sölumiðstöð- var hraðfrystihúsanna og Coldwater Seafood (orporation í Bandaríkjun- um. Tvisvar sinnum verður fískur fíuttur með þotum bandaríska vöru- flutningafíugfélagsins Flying Tigers og þrisvar sinnum með þotum Flug- leiða. Hinn 9. mars er áætlað að 42 tonn fari með DC-8-þotu Flying Tigers og hinn 11. mars fara önnur 42 tonn væri, þó enn væri mun meira af landsel við landið. Skýringar kvaðst hann ekki hafa á takteinum, en nefna mætti þó að mun minna væri núorðið veitt af útsel, sem er talsvert stærri en landselurinn. með Boeing 747-þotu sama flugfé- lags, en þessar tvær þotur fara með fiskinn til Boston. Dagana 12. og 13. mars fer eins mikið af fiski og mögulegt er með þotum Flugleiða til New York, þó ekki minna en 7 tonn og hinn 14. mars fer eins mikið og hægt verður að koma fyrir í þotu Flugleiða, sem fer til Chicago. Frá því að Coldwater og SH hófu útflutning á ferskum fiski til Bandaríkjanna seint á síðasta ári, hefur verið stöðugur stígandi í út- flutningnum. Fimm þotuflug med fisk í næstu viku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.