Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 Staða sparisjóðanna í árslok: Meðalinnlánsaukning 74% - aukning útlána 82,8% SAMKVÆMT bráðabirgðatöl- um um innlána- og útlánaaukn- ingu sparisjóðanna í landinu nam mcðalinnlánaaukning á síð- asta ári um 74% og meðal útlánaaukning um 82,8%. E miðað er við stærstu sparisjóð ina varð útlánaaukningin mest í Sparisjóði Kópavogs og nam aukningin 102,8%. Þá kemur Sparisjóður vélstjóra, með rúm- lega 98% aukningu og í 3. sæti varð Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, með 80,9%. Innlána og útlánaaukning sex stærstu sparisjóðanna, er sem hér segir: Sparisjóður Reykjavíkur Innlán Útlán og nágrennis 80,90 70,00 Sparisjóður Kópavogs 102,8(1 95,40 Sparisjóður vélstjóra 98,07 102,30 Sparisjóður Hafnarfjarðar 80,30 90,70 Sparisjóðurinn í Keflavík 73,60 85,30 Sparisjóður Mýrasýslu 70,30 84,70 Innlánaaukning viðskiptabanka 1981: Alþýðubanki, Verzlunarbanki og Búnaðarbanki með mesta aukningu NÚ LIOGJA fyrir bráðabirgða- tölur um heildarinnlán við- skiptahankanna í árslok 1981 og hlutfallslega innlána- og útlána- aukningu í hverjum banka fyrir sig, en meðal innlánaaukning í viðskiptabönkum var 70,5% á síðasta ári. Meðalútlánaaukning bankanna var hins vegar 72,5%. Mesta aukning innlána á síðasta ári var í Alþýðubank- anum, eða 105,6%. Næstur í röðinni er Verzlunarbanki með 75,5% og sá þriðji var Búnaðarbanki með 73,9%, en hann er sá ríkisbanka, sem hefur mesta innlánaaukningu á síðasta ári. Innlána- og útlánaaukning viðskiptabankanna var að öðru leyti sem hér segir á ár- inu 1981, en í sviga eru tölur ársins 1980: Heildarinnlán Heildarútlán 1981 (1980) 1981 (1980) I^andsbanki 70,9 (64,8) 75,3 ( 58,2) Útvegsbanki 56,0 (67,1) 45,1 (45,1) Búnaöarbanki 73,9 (66,4) 76,3 (58,3) Iðnaðarbanki 65,0 (75,6) 69,6 (78,1) Verzlunarbanki 75,5 (67,8) 79,6 (48,5) Samvinnubanki 72,6 (68,4) 85,0 (60,5) Alþýðubanki 105,6 (77,5) 111,9 (75,0) Tæknimenn útvarpsins hafa sagt upp störfum T/EKNIMENN á útvarpinu sögðu upp störfum 1. marz og miða þeir við að hætta 1. júní. Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins gekk fyrir nokkru frá sérkjarasamningum við ríkið. Tæknimenn eru ekki ánægðir með þá samninga og telja að ekki hafi verið komið til móts við kröfur þeirra. I>að eru 16 tæknimenn, sem Fundu lamb í Hvannalindum Björk, Mývatnwtveit, 3. marz. FYRIR nokkrum dögum fannst lamb í Hvannalindum, eigandi Kjartan Sigurðsson, Grímsstöð- um, Mývatnssveit. Enn vantar Kjartan móður lambsins með annað lamb. Það voru menn af Jökuldal, sem fundu þetta lamb. Ekki er vitað hvað það var búið að vera lengi í Hvannalindum. Farið var með lambið til byggða í Jökuldal og því lógað þar vegna þess, að ekki má flytjast fé á fæti yfir varnargirðingar. —ristján. sagt hafa upp störfum, allir nema deildarstjórar og aðstoðardeildar stjóri. Kröfur tæknimanna voru þær helztar að sögn Þóris Steingríms- sonar, að tæknimenn hjá útvarp- inu fengju samsvarandi laun og rafeindavirkjar hjá ríkisverk- smiðjunum og að sjötta grein í að- alkjarasamningum frá í vetur yrði efnd. Þar segir á þá leið, að unnið skuli að samræmingu launa ríkis- starfsmanna við laun fyrir sam- bærileg störf annars staðar. Tæknimenn hjá útvarpinu byrja í 10. launaflokki BSRB, eftir þrjú ár flytjast þeir í 12. flokk og eftir fimm ára starf í 15. launaflokk. Að sögn Þóris byrja rafeindavirkj- arnir hins vegar í launaflokki, sem samsvarar 17. launaflokki BSRB og eftir 5 ára'starf eru þeir komn- ir með laun, sem samsvara 19. launaflokki hjá BSRB. „Staðan er einfaldlega sú, að við viljum ekki vinna lengur á þeim launum, sem okkur eru boðin. Þetta er gamalt mál, því þessi þróun hefur átt sér stað síðustu tíu árin. Stöðugt hefur sigið á ógæfuhliðina og nú er mælirinn fullur," sagði Þórir Steingrímsson. Sr. Agnes Sigurðardóttir og Oddur Albertsson. Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar: Námskeið um messuna ÆSKULÝÐSSTARF þjóðkirkjunnar efnir, helgina 12. til 14. mars, til námskeiðs í Skálholtsskóla og verður það um guðsþjónustuna. Skýrt verður út hlutverk hennar og form og síðan rætt um nýjar leiðir og hina svonefndu smiðjumessu. Sr. Agnes Sigurðardóttir æskulýðsfulltrúi, Oddur Al- bertsson aðstoðaræskulýðs- fulltrúi og kennari við Skál- holtsskóla munu ásamt sr. Heimi Steinssyni, sem er að láta af embætti rektors skólans, kenna á námskeiðinu, en það er einkum ætlað safnaðarmeðlim- um á öllu Suðurlandi. Námskeið- ið er framhald af fyrri lands- hlutanámskeiðum Æskulýðs- starfs þjóðkirkjunnar fyrr í vet- ur. Sr. Agnes Sigurðardóttir og Oddur Albertsson sögðu að á námskeiði þessu ætti m.a. að fjalla um hvernig virkja mætti safnaðarfólk til þátttöku í mess- unni, hún væri ekki eingöngu fyrir prestana, heldur gæti hver og einn tekið þátt í henni. Með smiðjumessu væri reynt að skipta fólki í hópa, sem hefðu mismunandi verkefni með hönd- um. Einn gæti þannig undirbúið texta eða prédikun messunnar til flutnings, annar bakað brauð vegna altarissakramentis og enn annar gæti t.d. túlkað boðskap- inn í myndverki og þannig mætti áfram telja. Töldu þau þekkingu hins almenna kirkjugests á upp- byggingu messunnar fremur takmarkaða og því ætti einnig að fjalla um messuformið sjálft og útskýra í hverju það væri fólgið og þýðingu þess, þ.e. nú- verandi messuform, auk þess sem rakin yrðu söguleg atriði. Framkvæmdastjóri BSRB um yfirborganir til ASÍ-félaga: Hef haldið því fram að yfirborganir séu „VIÐ höfum verið að reyna að benda á þessa hluti, en nú verður þetta ekki vefengt lengur og ég vona að mikið tillit verði tekið til þessa,“ sagði Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB, er Morgun- blaðið bar í gær undir hann hinar miklu yfirborganir launþega innan ASÍ, sem m.a. koma fram í niður stöðum vinnumarkaðskönnunar Kjararannsóknanefndar. Haraldur sagði, að í niðurstöð- unum kæmu fram ýmsar upplýs- ingar, sem einstök félög innan BSRB myndu eflaust leggja áherzlu á í málflutningi fyrir kjaranefnd. „Varðandi yfirborg- anirnar þá sýna þær okkur það sama og ég hef haldið fram fyrir dómstólum og annars staðar í tvo áratugi, það er að um verulegar yfirborganir, sé að ræða. Við höf- um ekki getað staðfest þær á sama hátt og gerist með þessari skýrslu og félög innan BSRB munu örugg- lega taka mið af þessum niður- stöðum í málflutningi sínum fyrir Kjaranefnd. Ég held að þessar töl- ur séu ekki of háar og einnig eru ýmsar greiðslur, sem farið er að fella inn í laun hjá ýmsum starfshópum, t.d. fæðispeningar, ferðagreiðslur og slíkt, sem ekki í 20 ár veruiegar koma þarna fram. Ég held því, að þessar tölur séu alls ekki of háar,“ sagði Haraldur. Aðspurður um yfirborganir til opinberra starfsmanna sagði hann: „Ég hef oft verið spurður um þetta, en hef ekki svar á reið- um höndum. Mér er sagt, að það séu til einhverjar yfirgreiðslur hjá opinberum starfsmönnum í formi þess, að yfirvinna sé borguð án þess að hún sé unnin. Það er þá frekar hjá hærra launuðum hóp- um, en ég veit ekki sönnur á þessu. Hinn almenni félagsmaður í BSRB er hins vegar ekki yfirborg- aður.“ r Nýja bíó frumsýnir „A elleftu stundu“ NÝJA bíó hefur byrjað sýningar á bandarísku kvikmyndinni „A ell- eftu stundu" með Paul Newman, Jacqueline Bisset og William Hold- en í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um atburði á paradísareyju í Kyrrahafinu. Þar er verið að opna nýtt glæsilegt hótel i eigu Gilmores (William Holden) milljónera og kvenna- bósa. Jafnframt fara fram olíu- boranir á eynni og er þeim stjórnað af Anderson nokkrum (Paul Newman). Árangurinn er góður, en um það bil er borunum lýkur sjást merki þess að eldfjall á eynni ætli að fara að gjósa. Svo fer og streymir hraun í átt að atburðarásina og verður henni nýja hótelinu. Færist nú fjör I ekki frekar lýst hér. Franskur sagnfræðingur fjallar um kvennasögu Franski sagnfræðingurinn Rég- ine Pernoud flytur fyrirlestur í franska bókasafninu í kvöld um ævikjör og ímynd kvenna frá því á öndverðum miðöldum til nútíma og segir í frétt, að hún styðjist m.a. við dæmi úr frönskum mið- aldaskáldskap. Régine Pernoud (f. 1909) er víð- kunn af sagnfræðiverkum sínum og er í hópi þeirra sagnfræðinga sem mest hafa stuðlað að því að breyta viðteknum hugmyndum manna um miðaldir, jafnvel svo að í stað hinna „myrku miðalda“ er talað um „Ljós miðalda“, en svo nefnist eitt af þekktari sagnfræði- verkum Régine Pernoud. Af öðrum verkum hennar má nefna „Upp- runa borgarastéttarinnar", „Líf og dauða Jóhönnu af Örk“ og „Kross- ferðirnar". í fyrirlestri sínum beitir Régine Pernoud fjölda litskyggna. Fyrir- lesturinn fer fram í Franska bóka- safninu, Laufásvegi 12 og hefst kl. 20.30. Alliance Francaine

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.