Morgunblaðið - 04.03.1982, Side 46

Morgunblaðið - 04.03.1982, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 Decharm verður heiðursgestur á úrslitaleiknum l>EGAR úrslitaleikur HM-keppninn- ar í handknattleik fer fram í Dort- mund 7. mars næstkomandi verður handknattleikskappinn Joachim Decharm heiðraður sérstaklega. Verður hann heiðursgestur þýska handknattleikssambandsins. Saga Guðmundur hljóp 800 m á 1:55,3 mín. GUÐMUNDUR Sigurðsson hlaupari úr UMSE og nemandi við háskólann í Alabama í Bandaríkjunum, tók þátt í innanhússmóti í Gainesville í Florida um helgina og náði ágætum árangri í 800 metra hlaupi. Guðmundur hljóp 800 metrana á 1:55,3 mínútum, sem er einu sek- úndubroti betri tími en hann á bezt utanhúss á þessari vegalengd. Islandsmetið innanhúss á Þor- steinn Þorsteinsson, en það er 1:53,3 mínútur, sett fyrir áratug. Decharms er öll hin hryggilegasta, en hann var á sínum tíma kallaður besti handknattleiksmaður veraldar. Arið 1978, er VesturÞjóðverjar urðu heimsmeistarar á HM í Danmörku var Decharm stjarna liðsins, hreint ótrúlega snjöll stórskytta. En 30. mars árið eftir tók líf hans aðra stefnu og voveiflegri í Evrópubikarleik með Gummers- bach gegn Tatabanya lenti Dech- arm í samstuði og skall með höf- uðið í grjóthart hallargólfið. Ungverjinn sem í hlut átti gleymir aldrei hinu hryllilega brothljóði sem kvað við er Decharm skall í gólfið. Decharm var síðan fluttur í skyndi á sjúkrahús, þar sem læknalið mikið lagði nótt við dag til þess að bjarga lífi hans. Það tókst, en Decharm komst ekki til meðvitundar fyrr en eftir 131 dags dásvefn. Frá slíku ganga menn ekki eins og ekkert hafi í skorist. Enn þann dag i dag getur hann ekki gengið óstuddur, hann á erf- itt með mál og er afar gleyminn, fjarri því að vera hálfur maður á við áður. • íslenska unglingalandsliðið í badminton sem keppir á NorðurlandameLst- aramótinu í Noregi. Mæta Rússar Rúmenum í úrslitaleiknum? • Joachim Decharm f þeirri stöðu sem íþróttaunnendur þekktu hann besL SÍÐUSTIJ leikirnir í riðlakeppni heimsmeistarakeppninnar í hand- knattleik verða leiknir f kvöld. f A-riðli leika Rússar og A-Þjóðverjar, Tékkar og Pólverjar, og Svisslend- ingar og V-Þjóðverjar. í B-riðli leika Rúmenar og Spánverjar, Danir og Ungverjar og Júgóslavar og Svíar. Ljóst er að Rússar leika til úr- slita um heimsmeistaratitilinn þar sem þeir hafa sigrað í A-riðli. Mjög líklega verða Rúmenar mót- herjar þeirra. Það var mál manna í V-Þýskalandi í gærdag að Rússar myndu leyfa A-Þjóðverjum að sigra í leiknum í kvöld þar sem þeir munu hvíla sína bestu menn. En það þýðir að þá myndu A-Þjóð- verjar leika um 3. til 4. sætið. Sigri Danir Ungverja í kvöld og tapi lið Rúmena fyrir Spánverjum leika Danir til úrslita um heimsmeist- aratitilinn. Það yrði nú saga til næsta bæjar ef svo færi. Marka- tala rússneska liðsins i keppninni er athyglisverð og sýnir styrkleika liðsins. Rússar hafa skorað 105 mörk en aðeins fengið á sig 68 mörk. • Decharm í dag, styður sig við föður sinn sem staðið hefur sem klettur við hlið sonar síns. Hávaxnir og leikreyndir Hávaxnasti leikmaður HM-keppn- inar er VesturÞjóðverjinn Erhart Wunderlicht, en hann er 204 senti- metrar á hæð. Næstur honum kemur sovéski risinn Anpilogov, en hann er 203 sentimetrar. Fimm aðrir leik- menn HM eru 2 metrar eða meia, þar á meðal Daninn Per Skaarup. Minnstur er Bouhallisa frá Alsír, en hann er 172 sentimetrar á hæð. Þá má geta þess, að séx leik- menn á HM hafa leikið 200 lands- leiki eða meira. Þrír þeirra eru í ungverska liðinu, þeir Bela Bartol- os, Stefan Kovacs og Istan Szi- agui, en hinir eru þeir Voina og Birtalan hjá Rúmeníu og gamla brýnið Jerzy Klempel hjá Pól- landi. íslenska landsliðið í handknattleik fær erfiða keppinauta í næstu B-keppni Ul-landsliðið til Noregs í I)AG, fimmtudaginn 4. mars, held- ur unglingalandslið íslands í badminton til keppni í NM unglinga sem haldið er í Asker (22 km frá Osló) í Noregi dagana 5.-7. mars. í unglingalandsliðið hafa verið valdir eftirtaldir keppendur: Elísabet Þórðardóttir TBR, Inga Kjartansdóttir TBR, Þórdís Eð- vald TBR, Indriði Björnsson TBR, Pétur Hjálmtýsson TBR og Þor- steinn Páll Hængsson TBR. Far- arstjóri og þjálfari unglingalands- liðsins er Hrólfur Jónsson. I einstaklingskeppninni byrja piltarnir allir á að spila við Norð- menn, en stúlkurnar spila þannig: Þórdís við finnska, Inga við sænska og Elísabet við norska, en þetta eru allt mjög sterkir ein- staklingar, sem þau lenda á móti í fyrstu umferð. Svo sem kunnugt er, fer fram R-keppni í handknattleik í Hollandi á næsta ári og er ísland þar meðal þátttökuþjóða. A B-keppni þessari verður einungis leikið um tvö laus sæti fyrir Olympíuleikana sem haldnir verða í Los Angeles árið 1984. Róðurinn verður þungur, því 12 lið keppa í Hollandi og verður þeim skipt í tvo riðla, sex í hvor- um riðli. Efstu liðin leika síðan til úrslita og öðlast rétt til að keppa í Los Angeles. Þrjú neðstu liðin í Keppti með hendina í giffsi en sigraði samt ÞEIR eru margir unglingarnir á landinu sem stunda orðið skíða- íþróttina af miklum krafti með keppni fyrir augum. Og oft á tíðura er áhugi þeirra með ólíkindum. Þeir láta ekkert aftra sér frá að komast á skíðin ef þess er nokkur kostur. Um síðustu helgi fór fram afmælismót ÍR í skíðaíþróttinni. Keppt var á skíðasvæði félagsins í Hamragili. Sigurvegari í flokki 13 til 14 ára varð Gunnar Smárason úr Kópavogi. Gunnar hafði rétt fyrir mótið orðið fyrir því óhappi að fingur- brotna illa og var með höndina í gifsi. En slíkur var áhuginn að hann lét ekkert aftra sér frá því að vera með, og keppti með hönd- ina í gifsumbúðum. — Það háði mér allverulega í keppninni að vera með hendina í gifsumbúðum. Ég gat ekki haldið almennilega á skíðastafnum og jafnvægið var ekki eins gott og það á að vera, sagði Gunnar þegar Mbl. spjallaði við hann um keppn- ina. „Ég var að keppa á Akureyri fyrir skömmu. Eftir að keppninni þar lauk var ég að leika mér í bruni og varð þá fyrir því óhappi að reka höndina niður í hart hjarnið og fingurbrotna. Það varð að setja höndina í gifs og svona verð ég í tvær til þrjár vikur. En ég er ákveðinn í því að æfa af full- um krafti Jirátt fyrir það, og keppa líka. Eg keppi fyrir ÍR, en í því félagi er mikið og gott ungl- ingastarf. Mikið unnið fyrir yngstu kynslóðina. Þá er skíða- land í Hamragili mjög gott. Við æfum svona 4 til 5 sinnum í hverri viku, og ég mun keppa á um 10 mótum í vetur. Um næstu helgi keppi ég á punktamóti unglinga sem fram fer á Húsavík. Skíða- íþróttin er mjög tímafrek íþrótt. Það þarf að taka rútu á skíða- svæðið og til baka og í það fer drjúgur tími. Þetta er líka frekar dýr íþrótt, en hún er svo sannar- lega þess virði að hún sé stunduð, sagði Gunnar að lokum. Það mátti heyra á honum að hann léti nú ekki smáóhapp hindra sig í að æfa og keppa í íþrótt sinni. — þg hvorum riðli á HM sem nú stendur yfir í Þýskalandi verða meðal keppenda í Hollandi, en það verða líklega Pólland, Sviss, Tékkoslóv- akía, Svíþjóð, Ungverjaland og Spánn. Þá verða meðal keppenda Belgía og Búlgaría sem sigruðu í C-keppninni í Belgíu fyrir skömmu. Loks verða svo Island, Frakkland, ísrael og Holland. Það er því sýnt að enginn barnaleikur verður að hreppa sæti á 01 og frekar ólíklegt að það takist. Styrkleikinn í B-keppninni er meira að segja slíkur að landinn má hafa sig allan við að halda sér í B-flokki, en einungis sex efstu lið keppninar ná því. Sex efstu lið nú- verandi HM-keppni halda sér í A-flokki og keppa án frekari und- ankeppna í Los Angeles. Þar í hópi eru Danir, en burtséð frá því hvort danska liðið nælir í verðláun eða ekki úr því sem komið er, líta Dan- ir á það sem stórsigur fyrir sig að hafa tryggt Ol-sætið. • Skíðakappinn Gunnar Smárason með verðlaunagripinn, sem hann hlaut fyrir sigur í svigkeppninni á ÍR-mótinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.