Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 35 Aðalfundur Kaupmannasamtaka í íslands 18. marz nk.: Verðlagsmál verða eflaust stærsta málið á fundinum - segir Gunnar Snorrason, formaður samtakanna Innflutningsgjald á sælgæti fellt niður í áföngum AÐALFUNDUR Kaupmanna- samtaka íslands verður hald- inn 18. marz nk., að sögn Gunnars Snorrasonar, for manns samtakanna, sem sagði að verðlagsmálin yrðu eflaust stærsta míl fundarins. Það hefur alla tíð verið okkar skoðun, að verðlag ætti að gefa frjálst og við teljum fyrsta skrefið í því vera, að ríkisstjórnin hætti afskiptum sínum af samþykktum Verð- lagsráðs. Frjáls verðmyndun er til hagsbóta fyrir alla aðila, þegar upp er staðið, sagði Gunnar Snorrason. Gunnar sagðist eiga von á því, að fundurinn yrði að mestu með hefðbundnu sniði. Hann myndi flytja ræðu í upphafi. Þá myndi Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri samtakanna flytja skýrslu sína um starfið, auk þess sem fluttar yrðu skýrslur um starfsemi Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna og um starfsemi Verzlunarbanka íslands. Á fundinum fer svo fram kosn- ing formanns, varaformanns MIKLIR erfiðleikar steðja nú að skipasmíðastöðvum í Evrópu. Stærsta skipasmíðastöð í Belgíu, Cockerill, lokaði fyrir skömmu og námu skuldir fyrirtækisins 175 milljónum dala. Belgíska ríkis- stjórnin var ekki reiðubúin til að veita skipasmíðastöðinni meiri fjárhagsstuðning, þótt lokun hcnnar þýddi, að 2700 starfs- menn misstu atvinnu sína og þús- undir annarra byggðu afkomu sína á rekstri skipasmíðastöðvar innar. Þá hefur sænska ríkisstjórn- in, sem lengi hefur veitt skipa- smíðastöðvum þar í landi stuðning, neitað sænskri skipa- smíðastöð í eigu tveggja bræðra, Lars og Vilgot Jo- hannssona, um fjárstuðning til þess að byggja olíuflutninga- skip fyrir ríkisstjórnina í Túnis og endurskoðenda samtak- anna. Að sögn Gunnars eru svo kosnir þrír menn til við- bótar í framkvæmdastjórn samtakanna á fyrsta full- trúaráðsfundinum eftir aðal- fund, en í fulltrúaráði sam- takanna sitja tveir fulltrúar frá hverju hinna liðlega 20 aðildarfélaga. Gunnar Snorrason sagði ennfremur, að gestur fundar- ins yrði Tómas Árnason, við- skiptaráðherra, sem myndi flytja ræðu. og hafa bræðurnir ákveðið að loka skipasmíðastöðinni. Sænska ríkisstjórnin hefur ennfremur tilkynnt stærstu skipasmíðastöð Svíþjóðar, að fyrirtækið geti ekki búizt við meiri fjárstuðningi eftir árið 1984, en hér er um ríkisfyrir- FRÖNSKU bílaverksmiðjurnar Renault hafa á undanförnum ár- um keypt hlut í bandarísku bíla- verksmiðjunum, American Mot- ors og eiga frönsku verksmiðjurn- ar nú 46,4% af öllu hlutafé í bandaríska fyrirtækinu, sem m.a. — Ég á von á því, að nokkr- ar umræður verði um aðild okkar að Vinnuveitendasam- bandi íslands, sem nú stend- ur fyrir dyrum, en enn er ekki ljóst hvernig þeirri aðild verður nákvæmlega háttað. Þá verða eflaust umræður um Hús verzlunarinnar, en um þessar mundir er einmitt ver- ið að teikna og skipuleggja okkar húsnæði þar og á næstu mánuðum munum við flytja starfsemi okkar af Marargötunni. Þá má nefna mál eins og skipulagsmál, tollamál, skattamál og mál- efni dreifbýlisverzlunarinn- ar, sem eflaust verða til um- ræður. Síðan verður eflaust tæpt á eilífðarmálinu, þ.e. hversu mörgum kaupmönn- um líðst það, að standa utan samtakanna og fleyta rjóm- ann af því starfi, sem unnið er innan þeirra, sagði Gunnar Snorrason, formaður Kaup- mannasamtaka íslands, að síðustu. Þess má og geta, að félagar í Kaupmannasamtök- um íslands eru liðlega 700 talsins. tæki að ræða, sem tapaði um 260 milljónum dollara á síðasta ári. Einni af fjórum stöðvum fyrirtækisins verður lokað í árslok 1983 og jafnvel fyrr, og talið er, að fyrirtækið verði að segja upp sjö þúsund starfs- mönnum á næstu þremur árum, ef takast á að bjarga því. framleiðir hina þekktu Willys- jeppa. Fulllrúi frá Renault hefur nú tekið við sem aðalforstjóri Am- erican Motors. Á þessu ári munu bandarísku bílaverksmiðjurnar byrja fram- leiðslu á amerískri útgáfu Ren- ault 9-bílsins, sem kynntur var í Evrópu á síðasta ári og er búizt við, að verksmiðjurnar muni á næstu árum framleiða fleiri Renault-bíla en framleiðsla á fólksbilum American Motors, sem byggðir hafa verið á undan- förnum árum, verði stöðvuð á árinu 1985. Frönsku verksmiðjurnar munu við lok þessa árs hafa fjárfest í American Motors um 350 milljónum dala, en ástæðan fyrir þessari fjáríestingu er sú, að það hefði kostað Frakka enn meiri fjármuni að hazla sér völl á Bandaríkjamarkaði með öðr- um hætti. American Motors skilaði rúmlega 70 milljónum dollara hagnaði á árinu 1979, en tapaði tæplega 200 milljónum dollara á árinu 1980 og á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 1981 nam tap verksmiðjanna tæplega 90 milljónum dollara, en stefnt er að því, að verk- smiðjurnar skili hagnaði á ný á árinu 1983. EINS OG kunnugt er, varð aðlögun kex- og slægætisiðnaðarins að frí- verslun með allt öðrum hætti en hjá öðrum greinum. Lengst af gilti sér stakt kvótakerfi á innfluting á sæl- gæti og kex, en innlendum framleið- endum var jafnframt skylt að kaupa mjólkurduft innanlands á verði, sem var mun hærra en heimsmarkaðs- verð. Síðar var tekin upp endur grciðsla á mismun heimsmarkaðs- verðs og heimamarkaðsverð á mjólkurdufti. I'etta kemur fram í nýjasta frétta- bréfi Félags íslenzkra iðnrekenda. Knnfremur segir: í desember 1979 ákvað ríkis- stjórnin að gefa innflutning á sælgæti frjálsan frá og með 1. apr- íl 1980, en innflutningur á kexi var hins vegar gefinn frjáls frá 1. janúar 1980. Jafnframt var ákveð- ið, að innlendir framleiðendur fengju að kaupa mjólkurduftið á heimsmarkaðsverði hverju sinni. Þessu snöggu umskipti á sam- keppnisaðstöðu innlendrar kex- og sælgætisframleiðslu þýddi í raun og veru ekkert aðlögunartímabil fyrir þessar greinar í líkingu við það alögunartímabil, sem aðrar greinar höfðu fengið, þar sem toll- ur var látinn lækka í áföngum og samkeppni við innflutning jókst smám saman. Þegar, eftir niðurfellingu kvóta- kerfisins átti innlend framleiðsla mjög í vök að verjast. Markaðs- hlutdeildin féll úr 63% í 33% og fyrstu fimm mánuði ársins 1980 var innflutningur meiri en allt ár- ið 1979. Til að verjast frekari rekstrarerfiðleikum neyddust fyrirtækin til þess að segja upp starfsmönnum. A miðju ári 1980 hafði starfsmönnum verið fækkað um 30%. Til að koma í veg fyrir hrun þessara fyrirtækja var ákveðið í september 1980 að leggja á tíma- bundið innflutningsgjald. Var gjaldið ákveðið 40% fyrir sælgæti, en 32% fyrir kex. Gildistími Fyrirtækið hefur að undanförnu leitazt við að ná fram launalækk- un í samningaviðræðum við bandarísku verkalýðssamtökin United Auto Workers og hefur stefnt að því að ná fram lækkun á launum og verðbótum, sem nemur 2V4 dollar á klukkustund, auk niðurskurðar á orlofsgreiðslum og niðurfellingu á fyrirhuguðum gjáldsins var ákveðinn 18 mánuðir .og yrði þessum tíma varið til hag- ræðingarátaks, sem auðveldað gæti þessum iðnaði að aðlaga sig breyttum markaðsaðstæðum. A þeim tíma sem liðinn er, hef- ur mikið verið unnið í einstökum fyrirtækjum, en sérstök áhersla verið lögð á betri markaðsfærslu, vöruþróun og umbúðahönnun. Ahrif innflutningsgjaldsins reyndust hins vegar mun minni árið 1981 en vonast var til. Stafaði það af mjög óhagstæðri gengis- þróun. Um 91% af innfluttu sæl- gæti kemur frá EFTA- og EBE- löndum. Meginhluta ársins 1981 lækkuðu flestar Evrópumyntir gagnvart íslensku krónunni og þegar á árið í heild er litið, var hækkunin afar lítil, en á sama tíma jókst innlendur kostnaður | um 50%. Smám saman dró því úr verndarháhrifum innflutnings- gjaldsins á árinu og kom það með- al annars þegar fram í minnkandi markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu. A 1. ársfj. 1981 var markaðshlutdeild innlendu sæl- gætisframleiðslunnar 57,5%, en á 3. ársfj. var hún komin í 43,4%. Mið hliðsjón af því, að tíma- bundið innflutningsgjald fellur niður að öðru jöfnu í byrjun mars nk., átti Viðskiptaráðuneytið frumkvæði að því, að teknar voru upp viðræður um stöðu mála. Eft- ir fundi með fulltrúm Viðskipta- ráðuneytisins og FÍI í byrjun janúar, var ákveðið að fara þess á leit við Viðskiptaráðuneytið, að það beitti sér fyrir því, að inn- flutningsgjaldið verði fellt niður í áfönguml í því sambandi hefur verið rætt um að gjaldið lækki á þriggja mánaða fresti og falli al- veg niður 1. mars 1983. Viðskiptaráðuneyti hefur tekið vel í þessa málaleitan og er nú að leita stuðnings fyrir henni hjá öðrum EFTA-ríkjum, en heimild er til slíkrar aðgerðar í samningi íslands við EBE. hækkunum á lífeyri. Þessum kröf- um hafa verkalýðssamtökin hafn- að og ein af ástæðunum er reiði samtakanna yfir því, að á sama tíma og farið var fram á launa- lækkun hjá ófaglærðum starfs- mönnum, greiddi fyrirtækið út sérstakan hagnað til um 3300 stjórnenda hjá fyrirtækinu. forsvarsmenn fyrirtækisins ráð fyrir um 18,3 milljóna Bandaríkjadollara tapi á yfir- standandi ári. Til samanburð- ar, þá var hagnaður af rekstri fyrirtækisins árið 1980 um 42,8 milljónir Bandaríkjadollara og um 37 milljónir Bandaríkja- dollara á árinu 1979. Það má segja, að áliðnaðurinn í hinum vestræna heimi hafi allur ver- ið í mestu vandræðum á síð- asta ári, þar sem ekki fékkst nauðsynlegt verð fyrir hráefn- ið. Samkeppnishæfni Noregsbanki spáir því, að samkeppnishæfni norsks iðn- aðar muni versna um a.m.k. 3% á yfirstandandi ári, en staðan versnaði um 2,5% á síð- asta ári. Verðbólga Fjármálaráðherra Noregs, Rolf Presthus, sagði nýverið, að allar líkur bentu til þess, að halda mætti verðbólgu í land- inu innan við 10% markið á þessu ári. Þingmenn Verkamanna- flokksins sem er í stjórnar- andstöðu segja hins vegar ljóst, að verðbólga verði í það minnsta 10,5% á árinu. Elkem tapar Norska stórfyrirtækið Elk- em, sem m.a. sér um alla sölu á framleiðslu íslenzka járn- blendifélagsins, tapaði á síð- asta ári um 2,5 milljónum doll- ara, en til samanburðar var hagnaður af rekstri fyrirtæk- isins upp á um 30 milljónir Bandaríkjadollara á árinu 1980 og um 47 milljóna Banda- ríkjadollara hagnaður á árinu 1979. Skipasmíðastöðvar loka Renault tekur yfir American Motors Erfíðleikar hjá Inter- national Harvester KANDARÍSKA stórfyrirtækið, International Harvester, á við mikla fjárhags- erfiðleika að etja um þessar mundir. Árssala fyrirtækisins nemur um sjö milljörðum Bandaríkjadala á ári, en á síðustu tveimur árum hefur tap þess numið um einum milljarði Bandaríkjadala og skuldir þess nema um 4,2 milljörðum dala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.