Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiöslunni er 83033 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 Alusuisse sting- ur upp á viðræð- um f lok marz ÁLUSUISSE hefur nú srvarað beiðni Hjörleifs Guttormssonar iðnaðaráðherra um viðræður vegna álsamningsins og er Morgunblaðinu kunnugt um að dr. Miiller aðalforstjóri Alusuisse stingur upp á því í bréfi til íslenzku ráðherra- nefndarinnar, sem skipuð var vegna álmálsins og í eru þeir dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson sjávarút- vegsráðherra og Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra, að viðræður fari fram síðast í marsmánuði. Sem kunnugt er hafði iðnaðar- ráðherra lagt mikla áherslu á, að viðræður vegna álsamningsins færu fram í Kaupmannahöfn í byrjun mars, en forráðamenn Alu- suisse gátu ekki mætt til fundar þá, eins og skýrt hefur verið frá. Samkomulag tókst í ISAL: Samið um fastar kaupaukagreiðslur SAMKOMULAG hefur tekizt í ál- verinu í Straumsvík milli stéttarfé- laganna, sem eru umbjóðendur starfsmannanna þar, og fslenzka ál- félagsins hf. Var það undirritað á sunnudag eftir sólarhrings samn- ingalotu og verður borið undir fé- lagsfundi stéttarfélaganna nú um næstu helgi. Samningaumleitanir höfðu staðið alllengi. Samið var um 3,25% grunn- kaupshækkun, sem gildir frá 1. nóvember 1981, þrátt fyrir að síð- astgildandi samningur rynni ekki út fyrr en 31. janúar síðastliðinn. t>ví gildir hinn nýi samningur þrjá mánuði aftur í gamla samninginn. Samningurinn gildir til septem- bermánaðar. Eins og áður hefur komið fram í fréttum Morgunblaðsins, fara nú fram ýmsar tækni- og skipu- lagsbreytingar í álverinu í Straumsvík, bæði í kerskála og steypuskála. Á meðan á þessu stendur eru framleiðslubónus og nýtingarbónus settir fastir á ákveðna prósentu, sem samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er mjög hagstætt starfsmönnum ÍSALs, þar sem óvíst er hvað þess- ir liðir gefa á meðan á þessum breytingum stendur. Verkalýðsfélögin féllust á í samningunum að framkvæma þær tæknibreytingar, sem fyrirhugað- ar eru. Þegar þetta breytingaskeið er síðan á enda, verða búnar til nýjar reglur um bónus og kaup- auka miðað við nýtt vinnuskipulag í álverinu. Hallgrímskirkja er nú komin undir þak. Bygging kirkj- unnar hefur sem kunnugt er tekið áratugi og kirkjan eða öilu heldur turn hennar er löngu orðinn táknrænn fyrir Reykjavík, svo víða sést hann að. Myndin er tekin í góðviðrinu í fyrradag. Ljóflin.: Freysteinn G. Jónsson. Rekstrarskuldir Ríkis- spítalanna 12 millj. kr. Rúmum fækkad um 30 á Borg- arspítalanum VEGNA skorts á hjúkrunarfræð- ingum á Borgarspítalanum hefur orðið að fækka rúmum um 30. Atján þessara rúma var lokað í janúar, en þau eru á lyflækninga- deildum. Um síðustu helgi varð síðan að loka tólf rúmum á skurðlækningadeild. Jóhannes Pálmason, skrifstofustjóri Borg- arspítalans, sagði í gær, að mikill skortur væri á hjúkrunarfræðing- um og stöðugt virtist halla undan fæti. REKSTRARSKULDIR Ríkisspítal- anna nema nú 12 milljónum króna, eða sem nemur 1,2 milljörðum gkróna, og þar af eru skuldir tveggja mánaða og eldri um 6 milljónir króna. „Staðan er þannig, að við er um í skuld hjá öllum okkar viðskipta- aðilum og það segir sig sjálft, að þetta er óskaplega erfiður og slítandi rekstur," sagði Davíð Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ríkisspítalanna, í samtali við Mbl. í gær. Undanfarið hefur verið greint frá fjárhagserfiðleikum annarra sjúkrahúsa; sjálfseignarstofnana og spítala í eigu sveitarfélaga, en Davíð sagði stöðu Ríkisspítalanna sízt betri. Ríkisspítalarnir eru á föstum fjárlögum, en hinar stofn- anirnar fá daggjöld. Aðalskýring- una á erfiðri rekstrarstöðu Ríkis- spítalanna sagði Davíð vera verð- bólguna og að föstu fjárlögin væru ekki bætt nógu hratt til að ná hraða hennar. „Allt frá árinu 1978 hefur verið gífurlega mikið aðhald í öllum rekstri og við höfum reynt að spara eins og við höfum framast getað. Það hefur tekizt á sumum sviðum, en á öðrum hefur ríkissjóður ætl- azt til þess, að við værum fljótari til en við höfum ráðið við. Útkoman er sú, að við sitjum uppi með þenn- an vanda og það munar að minnsta kosti 2—3% prósentustigum á því sem okkur er áætlað og því sem við sjáum nokkurn minnsta flöt á að lifa við,“ sagði Davíð Á. Gunnars- Arnarflug fær leyfi á Diisseldorf og Ziirich Samgönguráðuneytið veitti í gærdag Arnarflugi leyfi til áætlunarflugs milli íslands og Diisseldorf í Vestur Þýzkalandi annars vegar og Zurich í Sviss hins vegar. Arnarflug sótti á sl. ári um leyfi til áætlunarflugs milli ís- lands og Frankfurt og Hamborg- ar í Vestur-Þýzkalandi, Parísar í Frakklandi og Zúrich í Sviss, og í nóvember sl. sagði Steingrímur Hermannsson, samgönguráð- herra, að hann hefði tekið ákvörðun um að veita félaginu leyfi til áætlunarflugs til Vest- ur-Þýzkalands og Sviss, en nefndi ekki nákvæma staðsetn- ingu í Vestur-Þýzkalandi. I bréfi samgönguráðuneytisins til Arnarflugs er hvatt til þess, að teknar verði upp viðræður milli Arnarflugs og Flugleiða um samvinnu í sambandi við flug til Vestur-Þýzkalands, þar sem Flugleiðir verði með áætl- unarflug til Dússeldorf í Vest- ur-Þýzkalandi á sumri komanda. Þá má geta þess, að allnokkrar viðræður hafa farið fram milli flugfélaganna tveggja um hugs- anlega samvinnu á einhverjum sviðum, en enginn árangur varð af þeim viðræðum. Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs, sagði í samtali við Mbl., að Arnarflugsmenn myndu skoða málin í ljósi þessara leyfa, sem væru að vísu ekki eins og þeir hefðu gert ráð fyrir, þ.e. Arnarflugsmenn hefðu óskað eftir Frankfurt, en ekki Dússel- dorf. Málið mun hins vegar liggja ljóst fyrir í næstu viku, sagði Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs, ennfremur. Jóhannes Zoega hitaveitustióri: „Ekki tími til að bora nægi lega margar holur í sumar“ „ÞÓ SVO að Hitaveita Reykjavfkur hefði nægilegt fé til framkvæmda, þá held ég að við gætum aldrei borað og virkjað nógu margar holur í sumar til að hægt sé að ábyrgjast að ekki komi til vatnsskorts í kuldaköflum á veitu- svæðinu næsta vetur, til þess er tfm- inn of skammur,“ sagði Jóhannes Zoega hitaveitustjóri í samtali við Morgunblaðið í gær. Morgunblaðið spurði Jóhannes hvað hann vildi segja um þá sam- þykkt borgarráðs Reykjavíkur að heimila Hitaveitu Reykjavíkur að hækka gjaldskrá sína um 13%. „Þetta er talið hóflegt skref,“ sagði Jóhannes, „en ég hefði viljað hafa hækkunina meiri en nú er rætt um, eða sem samsvarar því, sem við sóttum um fyrr í vetur. Gjaldskrá Hitaveitunnar þarf að hækka um 11% til viðbótar þeim 13%, sem borgarráð hefur samþykkt og í raun þurfum við meira, þar sem hækkan- Hrun loðnuveiðanna veidur því að einn milljarður tapast NÍJ LÍTUR út fyrir að engar loðnu- veiðar verði heimilaðar á næstunni og jafnvel verða engar loðnuveiðar heimilaðar fyrr en eftir næstu ára- mót. í samtali sem Morgunblaðið átti við Kristján Ragnarsson for mann Landssambands íslenzkra út- vegsmanna í gær, kemur fram að undanfarin þrjú ár hafa íslendingar veitt að meðaltali um 800 þúsund tonn af loðnu. Útflutningsverðmæti 800 þúsund tonna af loðnu er rétt tæplega einn milljarður nýkróna og af því fara í hlut útgerðarmanna og sjómanna um 420 milljónir kr. Áætlað er, að útflutningsverð- mæti sjávarafurða á þessu ári verði 9—9,5 milljarðar króna og er meðaltalsverðmæti loðnuafurða síðustu þriggja ára um 10% af áætluðum heildarútflutningi sjáv- arafurða á þessu ári. Sjá „Norðmenn veiða ekki loðnu næsta sumar frekar en við“ á bls. 21. irnar koma mánuði síðar, en gert var ráð fyrir.“ Fyrr í vetur samþykkti borgarráð að heimila Hitaveitu Reykjavíkur að taka 30 milljón króna erlent lán, en borgarstjórn á enn eftir að fjalla um lántökuna. „Að mínu mati er það hreinasta vitleysa, að Hitaveitan skuli þurfa að taka lán, það er bara gálgafrest- ur, því lántökurnar draga úr fram- kvæmdafénu, þegar kemur að því að endurgreiða þau og borga vexti," sagði Jóhannes Zoéga. Jóhannes sagði, að sú hækkun, sem nú væri framundan á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur, drægi að vísu úr þörfinni fyrir erlent lán til framkvæmda. Sú hækkun, sem borgarráð hefði samþykkt væri spor í rétta átt, þessi hækkufl hjálp- aði til að gera það, sem koma þyrfti í verk. „Framundan eru mikil verkefni á vegum Hitaveitu Reykjavíkur, því í mörg ár hafa framkvæmdir verið of litlar sökum fjárskorts," sagði Jó- hannes Zoega að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.