Morgunblaðið - 04.03.1982, Síða 12

Morgunblaðið - 04.03.1982, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 Sýningarsalurinn „Niðri“ Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er ekki hægt að segja, að aðalverzlunargata höfuðborgar- innar hafi hingað til verið auðug af sýningarsölum með lifandi tengsl við nútíðina. En nú hyggj- ast tveir ungir menn leitast við að ráða bót á því og hafa innrétt- að sýningarsal í kjallara hússins að Laugavegi 21. Sýningarstað- urinn hefur hlotið nafnið „Gall- erí Niðri" vegna þess, að það er niður nokkrar tröppur að tipla. en hann nefnist nú þegar ein- faldlega „Niðri" manna á meðal. Þetta er eins konar farandlista- verka-gallerí og eru margar hugmyndir uppi um framtíðar- rekstur þess í kollum rekstrar- stjóranna, þeirra Ulfars Valde- marssonar og Þorsteins Björns- sonar. Nú eru þar þegar til sölu ýmsar tegundir listaverka og hluta notagildis, þannig eru þar á gólfi m.a. tréskúlptúrar eftir Sigurjón Ólafsson. Ýmis hlið- arstarfsemi verður og þarna t.d. umboðssala listaverka, rarama- gerð og ljósritun og fjölföldun tengd henni. Þá geta menn fest sér filmur og skilið eftir áteknar filmur og keypt vönduð tæki- færiskort úr listaheiminum inn- lend sem útlend, ef allt stenst. Sýningarsalnum fylgir 200 fermetra trjágarður og þegar búið er að ganga frá honum í vor er ætlunin að bjóða myndhöggv- urum aðstöðu til sýningahalds innan um trjágróðurinn, sem er hinn eini sem ku eftir standa á öllum Laugaveginum. Þá er og fyrirhugað að opna kaffistofu á efstu hæð hússins og mun þá það veggrými aukast að mun er sýn- ingarsalurinn hefur yfir að ráða. Sýningarsalurinn var opnaður með mikilli viðhöfn föstudaginn 5. febrúar og mun kjörorð opnunarhátíðarinnar hafa verið: „Búsvíbrar í gangi á svæðinu" en svo mæltist Snorra Sturlusyni í baði árið 1231. Væntanlega rætist draumur hinna ungu hugumstóru manna um alhliða menningarmiðstöð á þessum stað þegar fram í sækir öK fylgja þeim mínar bestu óskir um gróskumikla starfsemi um langa framtíð. Vojtsek í Flensborg Leiklist Jóhann Hjálmarsson Flensborg: VOJTSEK Eftir Georg Biichner. Þýðing: Porsteinn l>orsteinsson. L-ikgerð: Inga Hjarnason. Ejósameistari: Sturla Jónsson. Búningar: María Olafsdóttir. Aðstoóarleikstjóri: Ingibjörg Ragnarsdóttir. Tónlistarstjóri: Hákon Leifsson. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Það gerist stundum að skóla- sýningar birta með óvæntum hætti gömul viðfangsefni atvinnu- leikhúsa, virðast jafnvel ná lengra í túlkun efnisins. Leikgerð Ingu Bjarnason á Vojtsek eftir Georg Búchner (1813—1837) er ein slíkra sýninga og hvað er annað að gera en gleðjast yfir slíkum árangri. Þessu gamla leikriti sem um svo margt boðaði nýja tíma er valin sérkennileg umgjörð í Flensborg. Iæikið er um allan skólann, áhorf- endur eru látnir ferðast úr einum gangi í annan, milli sala og boðið upp á veitingar í krá ásamt leikur- um. Áhorfendur eru staddir í miðri framvindu verksins eins og leikararnir. Einnig er leikið úti. Þetta og margt fleira er gert til þess að áhorfendur séu ekki hlut- lausir skoðendur verksins. Að vísu er hér ekki um algera nýjung að ræða, en hefur engu að síður sín áhrif. Vojtsek má vitanlega túlka með ýmsum hætti. Hann getur verið dæmisaga um örlög lítilmagnans í samfélaginu og hann getur líka verið í mynd hinna dimmu afla í manninum, spegill illskunnar. Er það afbrýði sem fær Vojtsek til að bana konu sinni Maríu eða er það uppreisn hans; á morðið að sýna að hann er maður með mönnum eins og hermennirnir? Þessu má hver svara fyrir sig. En Ijóst er að í leikgerð Ingu Bjarnason er mest áhersla lögð á umkomuleysi Vojtseks í samfélag- inu, félagslegt óréttlæti. Hann er fátækur og verður að þola það sama og aðrir fátæklingar. Ekki bætir úr skák að hann hugsar of mikið. Að sjálfsögðu verður ekki kom- ist hjá því að einkenni skólasýn- ingar móti að einhverju leyti þennan Vojtsek. En þegar á allt er litið hefur á aðdáunarverðan hátt verið siglt framhjá ýmsum skerj- um sem hættuleg eru viðvaning- um. Það mætti bera lof á marga leikara, en ég læt nægja að geta leiks Gunnars Richardssonar í hlutverki Vojtseks. Hann er ang- istin uppmáluð allan leikinn í gegn, nær sterkum tökum á per- sónunni. En það er ekki fyrst og fremst góður aðalleikur heldur heildarsvipur sýningarinnar sem athygli vekur. Vojtsek er góð skólasýning sem fólk er hvatt til að sjá. VojLsek í Flensborg. Svipmyndir frá æfingum Afghanistan kjemper Jóhanna Kristjónsdóttir Strjálar fréttir berast af átök- unum í Afganistan, þar sem inn- rásarher Sovétmanna og stjórn- arhermanna berjast á þriðja ár við skærulia sem ekki vilja lúta stjórn kommúnista. Innrásin vakti mikla reiði á sínum tíma en Sovétmenn hegða sér í þessu máli ámóta og fyrr: Þeir skella bara skollaeyrum við almenningsálit- inu og halda sínu striki. Nú er stefnt að því að murka lífið úr því fólki sem ekki vill una vistinni undir hæl Sovétmanna. En þótt undarlegt sé og hefur sjálfsagt komið Sovétmönnum sjálfum ekki sízt á óvart berjast skæruliðarnir enn og hafa gert Sovétmönnum vel vopnum búnum marga skrá- veifu með frumstæðum vopnum og lítt faglegum aðferðum á stund- um. Albert Henrik Mohn er norskur blaðamaður sem fór til Pakistan eftir að stríðið hafði staðið i rúm- lega ár. Hann fékk að slást í för með skæruliðunum, er þeir héldu í árásarleiðangra og lýsir í þessari litlu bók miklum hetjuskap og skýrir á skilmerkilegan hátt ástæðurnar fyrir hinu mikla við- námi, sem Aganir hafa veitt Sov- étmönnum. Það kemur lesanda auðvitað ekki á óvart að séu skæruliðar spurðir hvað reki þá fyrst og fremst áfram er svarið eitt orð: Islam. En það er fieira en trúin sem gripur inn í. Það er stolt og sjálfstæði Afgana almennt, þeir hafa aldrei unað erlendri hersetu og kúgun þótt reynt hafi verið í aldanna rás að taka land herskildi og urrka út þjóðarein- kenni þeirra. Bók Alberts Henriks Mohns kom út í Noregi á síðasta ári. Síð- an hefur stríðið haldið áfram og nú virðist sem skærulia hóparnir sem berjast gegn Sovétmönnum og hafa verið sundraðir innbyrðis, séu að reyna að koma sér saman. Þá yrði væntanlega von til þess að betur miðaði í baráttunni. Bókin CAPPELEN Afganistan kjemper er bæði upp- lýsandi og áhrifamikil og segir ótrúlega margt í ekki löngu máli né orðfjálgu. Finnbogi Marinósson Stranglers koma á óvart The Stranglers La Folie. Liberty LBG 30342. Hljómsveitin Stranglers ætti að vera Islendingum að góðu kunn. Hún kom hingað til lands í maí 1978 og hélt eftirminnilega tón- leika í Höllinni, tónleika sem að minnsta kosti ég gleymi seint. Þegar þeir komu hingað voru þeir búnir að gefa út tvær plötur og sú þriðja var kynnt í þessari ferð. Tvær fyrri plöturnar „Rattus Norvegicus" og „No More Heroes" teljast til bestu afkvæma nýbylgj- unnar. Þriðja platan „Black and White" reydist ekki eins góð og vonir stóðu til og má segja að fer- ill Stranglers hafi verið allur niður á við eftir útkomu hennar. Nú eru liðin ein fjögur ár frá komu Stranglers hingað og þegar ég frétti fyrir nokkru að út væri komin ný plata flaug í gegnum hugann að nú væri komin enn ein léleg og misheppnuð plata. Ekki hafði ég minnsta áhuga á að kynna mér hana, en eftir að hafa hlustað á tvo drengi spjalla saman um ágæti plötunnar, sem heitir „La Folie", þá ákvað ég að kanna málið. Það eina sem ég vissi um plötuna þegar ég setti hana á fón- inn var að hún ætti að vera besta plata Stranglers frá því að „No More Heroes" kom út. Ég ætla ekki að lýsa undrun minni þegar ég hlustaði á „Pin up“, fyrsta lag annarra hliðar. Ekki minnkaði hún þegar ég hafði hlustað hliðina á enda. Sú von mín að þarha væri á ferðinni gamla Stranglers- rokkið hrundi gjörsamlega, en í stað var komin stórgóð nýróman- tísk tónlist. Að hluta er þessi plata hrein nýrómantík eins og til dæmis lagið „How to Find True Love and Happiness in the Pre- sent Day“ og svo er að finna sönn Stranglers-lög heimfærð í búning nýrómantíkurinnar, nefna mætti lög eins og „Non Stop“. Platan hef- ur öll frekar rólegt yfirbragð og það skemmtilegasta er hve Hugh Cornwell kemur vel út þegar hann syngur þessa tegund tónlistar. Annars á hann ekki frekar lof skilið en hver annar af þeim félög- um því allir standa þeir vel fyrir sínu. I heildina er hér um að ræða 1. flokks plötu, hvort sem hún er sett í hóp nýrómantíkurinnar eða Stranglers-platna. Ekki er hægt að tilnefna neitt besta iag því öll eru þau mjög góð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.