Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 14
14
Moskvu — Óvenjulegt at-
vik gerðist hér fyrir
skömmu, sem varð mönn-
um hvati til að leggja meiri
stund en áður á vangaveltur
um það, hver verði eftir
maður Leonid Brezhnevs,
leiðtoga Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna, þegar hann
hverfur frá störfum vegna
heilsuhrests, sem ágerist.
í fréttatíma sjónvarpsins, þar
sem sérstök alúð er lögð við að
velja myndir af flokksleiðtogum,
sást Brezhnev hágrátandi við
jarðarför hershöfðingja, sem ekki
vakti mikla athygli í lifanda lífi.
Myndin sýndi hinn 75 ára gamla
flokksleiðtoga standa við kistu
Konstantin S. Grushevois, hers-
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982
•NeUr jjork Sttnt0
Þá hafði Brezhnev fullt vald á til-
finningum sínum. Hins vegar hef-
ur háttalag flokksleiðtogans uppi
á grafhýsi Leníns og við múrvegg-
inn á Kremlarkastala, þar sem
Suslov var lagður til hinstu hvílu
við hlið síns gamla meistara, Stal-
íns, verið til umræðu manna á
meðal í Moskvu. Stundum sýndist
Brezhnev utangátta og ruglaður,
hann vissi til dæmis ekki alltaf,
hvenær hann átti að heilsa heið-
ursverði hermannanna. Tvisvar
sinnum yfirgaf hann félaga sína í
stjórnmálanefnd flokksins, hvarf
úr nepjulegri röð þeirra og fór á
bak við grafhýsið til að setjast og
fá sér heitt að drekka.
Atvik eins og þessi skipta ef til
vill litlu. Brezhnev hefur í nokkur
ár átt við vanheilsu að stríða, en
heldur þó áfram að gegna opin-
berum skyldum sínum. Engan
SOIIDA RIR
ÍN/IRMl
IHill
V aldabaráttan í Kreml
Konstantin Chernenko var formad-
ur sendinefndar sovéskra kommún-
ista á þing franskra kommúnista,
sem haldið var fvrir skömmu. Hann
er hér til hægri á myndinni við hlið
Georges Marchais, formanns
franska Kommúnistaflokksins.
eftir John F. Burns
höfðingja og félaga í miðstjórn
Kommúnistaflokksins, sem
Brezhnev þekkti frá því að þeir
störfuðu saman í Úkraínu á fjórða
áratugnum. Frá kistunni gekk
Brezhnev til svartklæddrar konu,
greinilega ekkjunnar, og tárin
streymdu niður kinnar hans.
Aldrei fyrr hefur leiðtoginn verið
sýndur sovéskum almúga með
þessum hætti.
Ekki er nema rúmur mánuður
síðan Brezhnev var við aðra
opinbera jarðarför, þegar Mikail
Suslov, helsti hugmyndafræðing-
ur flokksins, var til grafar borinn.
þarf að undra, þótt hann þreytist
eða missi stjórn á tilfinningum
sínum við langdregnar athafnir.
En leiðtogaskipti geta ekki ver-
ið langt undan. Við dauða Suslovs,
sem líklega var annar valdamesti
maður hins lokaða stjórnkerfis,
byrjuðu menn enn einu sinni að
velta þessu máli fyrir sér. Fráfall
Suslovs hefur tvímælalaust opnað
einhverjar gáttir, sem valda-
streitumenn munu sækjast eftir
að fylla. 1964 átti hugmyndafræð-
ingurinn mestan þátt í því að
koma Krútsjoff frá völdum og
setja Brezhnev á æðsta stall. Eftir
að hafa verið 30 ár í lykilstöðu
innan flokksins, er ótrúlegt, að
Suslov hafi ekki getað deilt og
drottnað við úthlutun á hinum
æðstu embættum.
Það er varasamt að geta sér til
um líklega eftirmenn. Sovéskir
ráðamenn gefa þó á stundum
ótvíræðar vísbendingar. Til dæm-
is skín stjarna Konstantin U.
Chernenko, 70 ára skjólstæðings
Brezhnevs, nú skærar en áður.
Chernenko sýnist vera harðlínu-
maður í innanlandsmálum en
kann að vera dálítið sveigjanlegri
í utanríkismálum.
Helsta sérkenni stjórnmála-
nefndarinnar undir forsæti
Brezhnevs er, hve allir félagarnir
í henni eru orðnir aldraðir. Við
dauða Suslovs féll meðalaldurinn
rétt niður fyrir sjötugt. Líklegast
er, að einhver af gömlu mönnun-
um í stjórnmálanefndinni verði
eftirmaður Brezhnevs til bráða-
birgða, þar til elli kerling hrifsar
fleiri af öldungunum til sín og í
þeirra stað koma þeir, sem næst
standa í flokknum og ríkisstjórn-
inni, en þeir eru flestir á sextugs
aldri.
í leit að bráðabirgða-leiðtoga
hafa menn einkum staðnæmst við
tvo félaga í stjórnmálanefndinni,
sem báðir hafa starfað lengi með
Brezhnev. Þeir eru Andrei P. Kir-
ilenko og Chernenko. Svo virðist
sem um nokkurt árabil hafi Kiril-
enko staðið betur að vígi, en
Brezhnev hampar Chernenko nú
meira en áður. Engum sovéskum
leiðtoga hefur tekist að færa völd
sín í hendur þeim manni, sem
hann kýs sjálfur. Staða Chern-
enkos hefur þó styrkst síðustu
vikur.
Takist Chernenko að ná undir
sig völdum Suslovs, er hæpið að
nokkur geti staðist honum snún-
ing. Suslov hlutaðist til um alla
málaflokka, efnahagsmál, hermál,
Þrjú ný dagvistarheimili
Félag.smálastofnun Reykjavíkur
borgar kynnti nýlega fréttamönnum
þrjú ný dagvistunarheimili sem tek-
in hafa verið í notkun fyrir skömmu.
Um er að ræða skóladagheimili við
Suðurhóla, færanlega leikskóladeild
við Hólaborg og Ægisborg við Ægi-
síðu. Færanlega leikskóladeildin er
einingahús frá llúsasmiðjunni hf. en
hin heimilin eru byggð eftir teikn-
ingum sem unnar voru fyrir mennta-
málaráðuneytið af arkitektunum
Guðmundi Kr. Guðmundssyni og
Olafi Sigurðssyni.
Skóladagheimilid
við Sudurhóla
er 134 fm að stærð og er þar ein
skóladagheimilisdeild, eða 20 skóla-
börn. Verktakar voru Burstabær hf.
og síðar Sveinbjörn Sigurðsson
byggingameistari. Verkið hófst í
ársbyrjun 1981 og áætlaður bygg-
ingakostnaður er kr. 1,5 milljónir.
Forstöðumaður skóladagheimilis-
ins er Halldóra Björnsdóttir fóstra.
Færanlega leikskóla-
deildin við Hólaborg
var tekin í notkun í desember sl.
Þetta er timburhús, reist á stein-
steyptum súlum og er það færanlegt
með litlum fyrirvara, ef breyting
verður á barnafjölda í viðkomandi
hverfi og vöntun á leikskóla annars
staðar. A deildinni verða 18 börn
fyrir hádegi, en 20 eftir hádegi.
Húsið er 90,5 fm, tvær leikstofur,
salerni og lítið herbergi fyrir starfs-
fólk. Börnin fá útiaðstöðu í garði
Hólaborgar.
Verktaki var Húsasmiðjan hf. og
hófst verkið í ágúst sl. Áætlaður
byggingarkostnaður er 650 þús. kr.
Forstöðumaður Hólaborgar er
Ragnheiður Halldórsdóttir fóstra,
en deildin verður hluti af því heim-
ili.
Leikskólinn og
dagheimilið Ægisborg
er 428 fm að stærð. Þar er ein
aldursblönduð dagheimilisdeild
fyrir 17 börn, 1—6 ára, sem geta
dvalið þar allt að níu stundir dag-
lega. A tveimur tvískiptum leik-
skóladeildum verða samtals 72 börn
á aldrinum 2—6 ára og geta þau
dvalið allt að 5 stundir daglega, 34
börn f.h. og 38 e.h.
Verktaki var Burstabær hf. og
hófust framkvæmdir í byrjun árs
1981. Kostnaður er áætlaður 4,7
milljónir kr.
Forstöðumaður er Sesselja
Björnsdóttir fóstra.
Með þessum heimilum bætast við
37 pláss á dagheimilum og 110 pláss
á leikskólum. Verður þá pláss fyrir
9% börn á dagheimilum í Reykjavík
og 2055 á leikskólum, eða samtals
3051. Það er 39% barna yngri en 6
ára í borginni.
Formaður félagsmálaráðs
Reykjavíkurborgar er Gerður Stein-
þórsdóttir, kennari, og formaður
stjórnar dagvistarheimila Reykja-
víkur er Guðrún Helgadóttir, al-
þingismaður.
Fréttamönnum og forráðamönnum borgarinnar var boðið upp á kaffi og krásir í Ægisborg og var þar setið á lágum
smáum stóium við lág borð eins og tíðkast á þeim bæ. Þótti mönnum hollt að kynnast því á ný hvernig er að passa
ekki við húsgögnin.
Þau voru svolítið alvarleg yfir gestum sínum frá fjölmiðlunum á dögun
um, en hreinlætið var í öndvegi. (i.jósm. K(i
Færanlega leikskóladeildin við Hólaborg. (Ljósm. Krúján (irn Kltunon.)