Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 19 Myndin er tekin þegar frú Unnur Scheving Thorsteinsson, formadur kvenna- deildar Reykjavíkurdeildar RKÍ, afhenti Sveini Indriðasvni, formanni Gigt- arfélags íslands, gjafabréf, ad upphæð kr. 600 þúsund til tækjakaupa í Gigtarlækningastöðina. jr Gigtarfélag Islands hlaut 600.000 krónur að gjöf AÐALFUNDUR Gigtarfélags ís- lands var haidinn 27. febr. sl. Félagar eru nú um 1500. í skýrslu stjórnar kom fram að framkvæmdum við innréttingu Gigtlækningarstöðvarinnar í Ármúla 5 miðar all vel. Innrétt- ing þessa húsnæðis, sem er 530 fermetrar að stærð, hefur verið félaginu afar erfið, en það sem gert hefur verið hefur verið gert með gjafafé úr ýmsum áttum, segir í frétt frá félaginu. A fundinum var skýrt frá gjöf Kvennadeildar Reykja- víkurdeildar Rauða kross ís- lands. Gjöfin er að upphæð kr. 600.000 og rennur hún til tækjakaupa til sjúkra- og iðju- þjálfunar í Gigtlækningastöð- inni. Kom fram á fundinum að nú bíði gigtsjúkir hundruðum saman eftir að Gigtlækn- ingarstöðin taki til starfa. Stjórn Gigtarfélags íslands skipa nú: Sveinn Indriðason formaður, Sigríður Gísladóttir varaformaður, Sigurður H. Olafsson gjaldkeri, Arinbjörn Kolbeinsson, Sigurþór Marg- eirsson. REGENCY PÍ3LARIS NC 7200 Sambyggð VHF talstöð og stefnuleitari 55 rásir tölvustýrö. Snertitakkar. Upplýst takkaborö. 25/1 watta sendir. 75 rása leitari meö stefnuvita. Minnislæsing. Forgangur fyrir rás 16. Stór hátalari. Innbygt kallkerfi Framleitt í USA Verð kr: 10.800 Til afgreiöslu strax. BENCO Bolholti 4, sími: 91-21945/84077. VOLVO •Ryðvörn er innifalin (verði. 343 DL 345 DL Á meðan aðrir bjóða „litla bíla" á u.bb. 150.000 krónurbjóðum við Volvo 340 í bremur mis- munandi útfærslum. Þetta eru dæmigerðirVolvoar, barsem gæðin sitja í fVrirrúmi, en verðið er lægra en flestir gera sér í hugarlund. Þaðerekkiáhverjum degi, að þú getur fest kaup á nýjum Volvo fyrir lægra verð en almennt gerist og gengur á bílamarkaðnum. Volvo 340 bílarnir eru allirfram- leiddir samkvæmt gæða og öryggiskröfum Volvo - munur- inn liggur í hurðum, innrétt- ingum, hestöflum og gírkassa. Þú getur valið á milli 2ja vélar- stærða í Volvo 343 og 345. Annars vegar er um að ræða Volvo B14. Það er snörp vél og lipur, 70 hestöfl DIN. B14 er hljóðlát og viðbragsðgóð 1,41 vél. Hinn kosturinn heitir Volvo B19. Það er kraftmeiri vél, sem margir sækjast eftir. B19 er 95 hesöfl DIN og 2 lítra. Volvo 340 bílarnir eru allir bein- skiptir, - með 4ra gíra Volvo gír- kassa. Þá má einnig fá bílana sjálfskipta. Bæði beinskiptu og sjálfskiptu gírkassarnireru við afturöxul, en það er einmitt lykillinn að fráþærum þyngdar- hlutföllum Volvo 340. Hjá öðrum eni gæði nýjungr hjá Volvo hefð!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.