Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 110 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakið.
Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur
Heilsuvernd hefur verið vaxandi þáttur í heilbrigðisþjónustu. Fyrir-
byggjandi aðgerðir, sem koma fram í betri heilsu einstaklinga og
fleiri vinnudögum en ella, skila arði sínum í meiri verðmætum í
þjóðarbúskapnum og minni ásókn á sjúkrastofnanir. Margt má enn
betur fara á sviði heilsuverndar, en benda má á þá ánægjulegu stað-
reynd, að við getum í dag státað af lægsta ungbarnadauða og hæsta
meðalaidri í heiminum.
Fyrstu lög um heilsuvernd vóru sett árið 1944. Sama ár setti borgar-
stjórn nefnd í að gera tillögur um byggingu og fyrirkomulag fullkominn-
ar heilsuverndarstöðvar. Nefndin lauk störfum 1949 og vóru teikningar
að fullu frágengnar í september það ár. Ekki fengust fjárfestingarleyfi
til framkvæmda, en framkvæmdahöft vóru þá við beztu heilsu í stjórn-
kerfinu, fyrr en fyrir lá samkomulag um að nýta efstu hæðir hinnar
nýju heilsuverndarstöðvar fyrir sjúkrastofnanir. Enn í dag er um 30%
af flatarmáli hússins nýtt fyrir sjúkraþjónustu.
Ein meginundirstaða heilsuverndar er fræðsla, ýmist einstaklings-
bundin, svo sem mæðraskoðun og ungbarnaeftirlit, eða hópfræðsla, t.d.
fyrir verðandi mæður, auk beinnar kennslu í skólum. Einstaklingurinn
verður að finna til ábyrgðar á eigin heilsu og kunna nokkur skil á því,
hvern veg hann getur ræktað sjálfan sig.
í þessu sambandi er og skylt að minna á atvinnusjúkdómavarnir og
viðbrögð heilbrigðiskerfisins og félagasamtaka, eins og hjarta- og æða-
verndarfélagsins og krabbameinsfélagsins, á þeim vettvangi, sem
heilsufar þjóðarinnar virðist hvað lakast. Fíkniefnaneyzla hefur og sett
alvarlegt strik í heilsufarsreikning þjóðarinnar, ásamt ofdrykkju, og
ýmiskonar andfélagsleg hegðan skýtur upp kolli. Það þarf því að leggja
áherzlu á andlegk heilsuvernd, ekkert síður en líkamlega.
Heilsugæzlustöðvar, sem m.a. hafa risið í þremur hverfum borgarinn-
ar, en koma eiga í a.m.k. níu hverfum til viðbótar, eru liður í breyttri
grunnheilbrigðisþjónustu, og sameina heilsuvernd og almennar lækn-
ingar. A þessu sviði hefur hægt miðað síðustu árin, eins og fleirum, og
mörg verkefnin eru óunnin.
Á 25 ára afmæli Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur er vert að minn-
ast stórhugs og framsýni þeirra, er stýrðu málum borgarinnar þegar
hún reis. Megi sá árangur, sem náðst hefur með starfi heilsuverndar-
stöðvarinnar, verða forráðamönnum borgarinnar hvatning til að efla og
styrkja hverskonar heilsuvernd og heilbrigðisþjónustu í þágu almenn-
ings.
V-Þýzkaland 85%
— ísland 2960%
A15 ára tímabili, frá 1965—1980, námu verðlagshækkanir í V-Þýzka-
landi 85%, en þar í landi er verðmyndun alfrjáls, en hér á landi, þar
sem víðtæk verðmyndunarhöft hafa gilt, var verðlagshækkunin á sama
tíma hvorki meira né minna en 2.960%!, samkvæmt heimildum í árs-
skýrslu Verzlunarráðs íslands.
I Svíþjóð, Noregi og Danmörku, þar sem er verðlagseftirlit og eftirlit
með samkeppni söluaðila, en verðmyndun í meginatriðum frjáls, vóru
verðlagshækkanir á þessu tímabili frá 185%—255%. Hér á landi hafa
verðlagshækkanir í víðtækum verðmyndunarhöftum og lögbundinni
„verðstöðvun" síðan 1970 verið tífalt meiri — og rúmlega þó.
Er ekki meir en tímabært að færa sér í nyt hérlenda og erlenda
verðþróunarreynslu — og ieyfa verðlagi að gegna hér, eins og annars-
staðar, sínu mikilvæga hlutverki í markaðshagkerfinu, hafa heilbrigð
áhrif á efnahagsstarfsemina, nýtingu framleiðsluþáttanna og sýna hvar
framleiðslugetan verður bezt nýtt.
Hvað er þriggja kfló-
metra langt og etur kál?
Þjóðfélagsgerð sósíalismans og hagkerfi marxismans hafa, hvar sem
reynd hafa verið, skilað afgerandi minni þjóðartekjum á hvern
einstakling en í samkeppnisþjóðfélögum, og samsvarandi lakari lífskjör
um.
Almennum mannréttindum hverskonar er og mun þrengri stakku
skorinn í ríkjum sósíalismans í A-Evrópu en í borgaralegum þjóðfélög
um Vesturlanda. Frjáls skoðanamyndun einstaklinga, fjölmiðlafrelsi
flokkafrelsi, athafnafrelsi, ferðafrelsi, eða frelsi í listsköpun og túlkur,
er fótum troðið. Fólk hefur ekki aðgang að öðrum upplýsingum um
framvindu mála í þjóðfélaginu eða umheiminum en þeim, er
skömmtunarstofnun flokksstýrðra ríkisfjölmiðla kemur á framfæri.
Jafvel skopið, sem kitlar hláturtaugar og gefur grámyglu hversdags
ins ánægjulegri svip, er bannvara, því sá hlægilegi, og fyrst og fremst sá
gráthlægilegi, þolir ekki háðið, sem á stundum er eina vopn einstakl
ingsins gegn ofstjórninni. Þetta kom skýrt fram í sannsögulegu brezki
sjónvarpsleikriti, sem nýlega var sýnt í íslenzka sjónvarpinu, og fjallaði
um tékkneska prófessorinn og revíuhöfundinn Jan Kalina. Hann sat
árum saman í fangelsi og dó landflótta. Sök hans var sú eir. að varps
skoplegu ljósi á umhverfi sitt í tékkneskum sósíalisma.
Er hægt að lýsa marxísku hagkerfi, vöruúrvali og valfrelsi fólks, betur
en í þessum beinskeytta brandara revíuhöfundarins tékkneska: „Hvað er
þriggja kílómetra langt og etur kál? Biðröð við tékkneska kjötverzlun!"
Fróðlegt væri að vita, hvern veg Jan Kalina hefði sviðsett niður-
greiðslur á íslenzku lambakjöti.
Ráðherrar úr Norðurlandi vestra:
FjárráÖstöíun í heim
dæmi framhjá fjárlö
Sighvatur Björgvinsson, formaður
þingflokks Alþýðuflokksins, gerði
harða hríð að Pálma Jónssyni, land-
búnaðarráðherra, og Ragnari Arn-
alds, fjármálaráðherra, fyrir ráð-
stöfun fjármuna í eigin kjördæmi
án fjárlagaheimildar. Vitnaði hann
til bréfs frá þessum tveimur ráð-
herrum, sem lesið var upp á hrepps-
nefndarfundi Seyluhrepps i Skaga-
firði, á fundi um Blönduvirkjun,
þess efnis, að ríkissjóður muni bera
kostnað af rafleiðslum og spenni-
stöðvum til að koma raforku, miðað
- sagði Sighvat-
ur Björgvinsson
við 500 kw spennistöð, til gras-
kögglaverksmiðju í Hólminum í
Skagafirði.
Þá vitnaði Sighvatur til ummæla
Ólafs Dýrmundssonar, landnýt-
ingarráðunauts, að með þessu væri
verið „að stinga dúsu upp í heima-
menn til að fá þá til að fallast á
virkjun Blöndu“.
Sighvatur vitnaði til fjárlaga-
ákvæða, þar sem fjárlagaframlag til
graskögglaverksmiðju í Vallhólmi
hafi verið fellt niður en eftir stæði
lántökuheimild, háð þeirri kvöð, að
hún gengi alfarið sem hlutafjár-
framlag ríkisins til verksmiðjunnar,
en í bréfi ráðherranna væri fyrir-
heitið sagt „óháð hlutafjárfram-
lagi“. Sighvatur vitnaði enn til um-
mæla Geirs Gunnarssonar (Abl.),
formanns fjárveitinganefndar, sem
segði hvergi að finna í fjárlögum
ákvæði, er gæti dekkað þetta kostn-
aðarloforð ráðherranna. Spurði Sig-
Norðurlandaráðsþingið í Helsinki:
Samið verði við
höfunda um aðgang
að myndböndum
Fri Eh'nu Pálmadóttur, Helsinki.
Á 30. þingi Norðurlandaráðs \ Helsinki hefur verið lögð fram
tillaga frá Eiði Guðnasyni, sem fleiri íslenzkir þingmenn og
þingmenn frá öðrum þjóðum hafa skrifað upp á. Þar leggur
Norðurlandaráð til við ríkisstjórnir Danmerkur, Finnlands, fs-
lands, Noregs og Svíþjóðar að þær beiti sér fyrir því, að upp
verði teknar viðræður til að komast að samkomulagi við samtök
höfunda, í þeim tilgangi að veita aimenningi aðgang að norræn-
um dagskrám á myndböndum og myndsnældum.
í greinargerð með tillögunni
segir meðal annars að notkun
myndbanda og myndsnælda fari
mjög vaxandi á Norðurlöndum.
Slík tæki muni sennilega verða
jafn sjálfsögð á heimilum á
Norðurlöndum sem útvarp, sjón-
varp og segulbandstæki. Mest af
því efni sem fáanlegt sé á bönd-
um og skífum sé úr hinum
enskumælandi heimi. Almenn-
ingur eigi litla möguleika á að fá
Fri Eh'nu Pilmadóttur, Helsinki.
EKKI verður nein breyting á aðild
Færeyinga, Grænlendinga og
Álandseyinga að Norðurlandaráði á
þessu þingi, og hafa Erlendur Pat-
ursson frá Færeyjum og grænlenski
þingmaðurinn látið í Ijós óánægju
sína með það. Sá háttur er nú á að 2
Færeyingar eru í dönsku sendinefnd-
inni og einn grænlenskur þingmað-
ur, Otto Steenholt.
Langt er síðan Færeyingar fóru
fyrst fram á að eiga sjálfstæða að-
ild að Norðurlandaráði. Á fundi
ráðsins í Reykjavík féllst Anker
Jörgensen á það öllum að óvörum,
en í-ljós kom að lagabreytingu þarf
í ráðinu, sem er samtök fullvalda
norrænt efni þar sem ekki eru
neinir samningar um afnot efnis
við eigendur höfundaréttar, rit-
höfunda, framleiðendur og lista-
menn alla. Því sé nauðsynlegt,
til að skapa menningarlegt jafn-
vægi, að fólk á Norðurlöndum
geti keypt bönd og skífur með
norrænum sjónvarpsdagskrám,
hvort sem er fræðslu-, menning-
ar eða skemmtidagskrár. Verður
tillagan væntanlega sett í nefnd
til næsta þings.
ríkja. Varð úr að laganefnd lagði
til að skipa sérstaka 10 manna
nefnd til að gera tillögur í málinu
og voru þá bæði Álandseyingar og
Grænlendingar komnir í sömu að-
stöðu og með sömu kröfur. í þeirri
nefnd eru allir samstarfsráðherr-
arnir fimm og fulltrúarnir fimm
úr forsætisnefndinni. Fundur var
um málið í fyrra í Helsinki. En
nefndin hefur enn engar tillögur
um breytingar að leggja fram hér
á þinginu. Og verður málið því
áfram til athugunar í nefndinni,
að því er virðist.
Sumir segja að eina ráðið verði
að fjölga fulltrúum allra landanna,
til að leysa málið.
Séð yfir finnska þingsalinn þar sem N
SameiginL
kennara á
Fri Eh'nu Pilmadóttur, Helsinki.
í MORGUN undirritudu
menntamálaráðherrar Norður
landa samning milli Danmerk-
ur, Finnlands, Noregs, Sví-
þjóðar og íslands um sameig-
inlegan norrænan vinnumark-
að fyrir almenna kennara
(bekkjarkennara) í grunnskól-
um.
Ingvar Gíslason undirritaði sam-
komulagið fyrir ísland. Er ísland
nú í fyrsta skipti með í slíkum
samningi. Þar segir, að hver sá sem
lokið hefur námi, eigi skemmra en
Samnin^
vinnuma
Fri Elínu PHmadóttur, Helsinki.
ENDURSKOÐAÐIJR samn-
ingur um norrænan vinnu-
markað, sem ísland gerist nú í
fyrsta sinn aðili að, var sam-
þykktur hér á þingi Norður
landaráðs í morgun, en sam-
komulag um hann náðist í
Reykjavík í haust.
Eru íslendingar þá þátttakendur
Óbreytt aðild Fær-
eyja, Grænlands
og Álandseyja að
N orðurlandaráði