Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 39 fclk í fréttum Kvikmyndastjarna af íslenskum ættum + Nýverið birtist í dönsku heimil- isblaði grein um 14 ára „danska stúlku" sem væri orðin kvik- myndastjarna í Frakklandi. En í myndatexti greindi að hún sé í ætt við Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tónskáld. Stúlkan er sem sé af ís- lenskum ættum. Hún heitir Mal- ene Sveinbjörnsson og er fjórtán ára gömul Faðir hennar, Kaare Sveinbjörnsson fluttist til Frakk- lands fyrir rúmum tuttugu árum og hefur getið sér gott orð þar sem arkitekt og meöal annars teiknað höfuðstöðvar SAS-flugfé- lagsins. Hann er kvæntur danskri konu sem Kirsten heitir og eiga þau þrjár stúlkur og er Malene í miðið. Malene hefur þegar leikið í sjö kvikmyndum og Frakkarnir kalla hana jafnan „Shirly Temple Frakklands". Oftlega hefur hún þar að auki komið fram í sjón- varpi. Hún hefur meðal annars leikið með Annie Girardot og Nathalie Delon, sem hiö danska heimilsblað segir aö séu þekkt nöfn á stjörnuhimni kvikmynd- anna. En hvernig bar það til að Malene byrjaöi aö leika í kvik- myndum? Jú, þekktur kvik- myndaleikstjóri, Michel Lang að nafni heyröi af ungri stúlku sem heföi slegiö rækilega í gegn í skólaleikritl nokkru. Og það var einmitt Malene. Síðan hefur allt gengiö í haginn fyrir Malene og hún á nú sjö kvikmyndir aö baki, fjórtán ára gömul . . . Strax 3ja ára gömul sat Malene fyrir hjá Ijósmyndurum. Kári, fadir Malene, keyrir dóttur sína jafnan í skólann. Malene er fyrirmyndar nemandi og talar frönsku og dönsku reipbrennandi. Knattspyrnusöngur + Þessi mynd var tekin í hljóðupptökusal í Norður-Lundúnum fyrir skömmu, þar sem landsliösmenn Norður-irlands sungu inn á hljómplötu lagið „Y’er Man“ ásamt söngkounni Dönu, sem samdi lagið meö bræðrum sínum tveimur, sem eru miklir knattspyrnuáhugamenn. Þeir eru á mynd- inni: Pat Jennings, markvörðurinn snjalli sem lék með Tottenham um árabil, en nú með Arsenal, Jimmy Nicholl, fyrrum leikmaöur Machester United en nú hjá Sunderland, Gerry Armstrong, fyrrum Tottenham- leikmaður nú hjá Watford, Sammy Mclllroy, United-leikmaðurinn frægi sem nú leikur með Stoke City og Martin O’Neill, kunnur leikmaður hjá Nottingham Forest, sem mun nú vera hjá Norwich í annarri deild. Söng- konan Dana stendur svo fyrir framan þá kappa. Veiðimenn Veiði í Kálfá í Gnúpverjahreppi, er til leigu í sumar. 2 stengur leyfðar í ánni hvern dag. Tilboð sendist til Jóns Ólafssonar Eystra-Geldinga- holti, fyrir 15 mars. Áskilin er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. YAMAHA MR50) 1982 MR 50 hjólið frá Yamaha er án efa eitl glœsi- legasta og sterkbyggðasta 50 cc motocross hjól- ið á markaðnum í dag. Yamaha MR 50 er með tvígengisvél með sjálfvirkri olíuinnspýtingu, þannig að ekki þarf að blanda oliu saman við benzínið. Gírkassinn er 5 gíra og heildarþyngd aðeins 70 kg. Komið, hringið eða skrifið og biðjið um nánari upplýsingar. BÍLABORG HF Smiðshöföa 23, sími 81299. international BALAMUNDI gólf- og veggdúkur Fjölbreytt lita- og mynsturúrval. Sterkur — Ódýr. Auðvelt að þrífa. Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co. hf., Þingholtsstræti 18, sími 24333.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.