Morgunblaðið - 04.03.1982, Síða 16

Morgunblaðið - 04.03.1982, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 Heggur sá er hlífa skyldi - eftir Júlíus fíafstein Sjálfstæðisflokkurinn er stór flokkur sem jafnan hefur borið gæfu til að sameina mismunandi sjónarmið borgarlegra afla inna sinna veggja. Hann hefur verið opinn fyrir skoðanaskipti og ætíð sýnt umburðarlyndi þeim öflum sem hafa viljað fara aðrar leiðir en flokksforustan hverju sinni. Þetta hefur verið styrkur flokks- ins og m.a. gert hann að lýðræðis- legasta þjóðmálaafli landsins. Það er skoðun mín að það eigi að vera keppikefli hans að sameina borg- aralega hugsandi fólk innan sinna vébanda og með því afli m.a. að ná meirihluta á Alþingi íslendinga, í borgarstjórn Reykjavíkur og sem víðast í bæjar- og sveitarstjórnum landsins. Þá væri hægt að víkja frá þeirri óheilla þróun sem nú ríkir í íslenskum stjórnmálum, sameina þjóðina til nýrra átaka og betri lífskjara. Án slíks afls með sjálfstæðisstefnu í forystu er ólíklegt að breytingar verði í ís- lenskum þjóðmálum. Framundan er hörð kosninga- barátta þar serm við sjálfstæðis- menn ætlum að vinna meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og stækka hlut okkar í bæjar- og sveitarstjórnum og þar með að stíga fyrsta skrefið að því að draga úr áhrifum kommúnista í þjóðmálum almennt sem því mið- ur eru orðin allt of mikil m.a., vegna sundrungar í Sjálfstæðis- flokknum. Sigur vinnst ekki ein- vörðungu með fögrum orðum og fyrirheitum. Þar verður að koma til mikil vinna, góður málefna- grundvöllur og samstaða allra sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn í Reykjavík samþykktu framboðslista sinn við borgarstjórnarkosningarnar í vor á fundi fulltrúaráðs Reykjavíkur- félaganna fimmtudaginn 11. febrúar sl. All miklar umræður urðu um skipan listans sem voru mjög málefnalegar. Á fundinn komu fram þrjár breytingartillög- ur við tillögu kjörnefndar, sem efnislega gengu í sömu átt og voru því tvær þeirra dregnar til baka í lok fyrrnefndra umræðna. Breyt- ingartillaga sú er þá stóð eftir flutt af Jóni Magnússyni, fyrrver- andi formanni SUS gerði þá ráð fyrir breytingu við tillögu kjör- nefndar frá 11. til 22. sætis í sam- ræmi við niðurstöðu prófkjörs sem 6000 flokksbundnir sjálfstæð- ismenn tóku þátt í. Flutningsmað- ur tók fram að hér væri um grundvallaratriði að ræða en ekki deilur um persónur. Þegar að af- greiðslu málsins kom úrskurðaði fundarstjóri að hann myndi láta greiða atkvæði um hvert sæti fyrir sig, en því var mótmælt af flutningsmanni, sem fór fram á, að tillagan væri borin upp í heild samkvæmt efni sínu, en fundar- HCNERFALLEG finnst þétekkí? Nýkomnar stórglæsilegar peysur úr nýju og einstaklegaskemmtilegu garni, Sunday Angora. Margar fleiri bráðfallegar peysur frá aðeins 179.- HAGKAUP Skeifunni15 4 „Ummæli eins og þau sem Morgunblaðið við- hefur um trúnaðarmann í röðum Sjálfstæðis- flokksins í fyrrnefndum Staksteinum eru ekki sæmandi jafn góðu blaði sem Morgunblað- inu.“ stjóri úrskurðaði að það skyldi ekki gert. Það var ekki hugmynd mín með þessum skrifum að ræða þennan þátt málsins heldur eftir- málan sem fraið hefur fram á síð- um Morgunblaðsins. í umfjöllum sinni um samþykkt fulltrúarráðsfundarins segir Morgunblaðið svo ónákvæmlega frá að hlutirnir slitna úr sam- hengi við raunveruleikann. Því til staðfestingar ætla ég að benda á nokkur atriði. 1. Á baksíðu Morgunblaðsins þann 12. febrúar sl., segir: „Tvær tillagnanna voru dregn- ar til baka, áður en til atkvæða- greiðslu kom, en síðasta tillag- an um fyrrnefnda skipan list- ans (þ.e. tiilaga Jóns Magnús- sonar) kom heldur ekki til at- kvæða, þegar nokkrir fram- bjóðendur lýsti því yfir að þeir myndu taka sæti á lista í sam- ræmi við tiliögu kjörnefndar, en ekki í samræmi við tillög- una.“ (Tilv. lýkur). — Hér vant- ar töluvert á nákvæmni í frá- sögn blaðsins. Staðreyndin er þessi: Þegar fundarstjóri hafði úrskurðað að tillaga Jóns Magnússonar yrði ekki borin upp eins og flutningsmaður hafði óskað, heldur yrði að fara fram kosning milli einstaklinga um einstök pseti sem enginn hafði áhuga á, og allra síðast frambjóðendur. Þá og fyrst þá, gáfu þeir frambjóðendur sem hlut áttu að máli, þar á meðal sá er þetta ritar, til kynna að þeir myndu taka sæti sam- kvæmt tillögu kjörnefndar. Hér hefði Morgunblaðið mátt skýra nákvæmar frá til þess að les- endur blaðsins fengju rétta mynd af því, sem gerðist. 2. Morgunblaðið heldur áfram í leiðara þann 13. febrúar sl., vitnar til fundarins og segir m.a. efnislega að þegar til átti að taka hefði breytingartillag- an koðnað niður, þar sem engir frambjóðenda vildu ljá tillög- unni lið. Hér fer Morgunblaðið aftur þá leið að skýra ekki nægilega nákvæmlega frá gangi mála. Til þess kom aldrei að frambjóðendur styddu eða höfnuðu tillögunni. Tillagan fékkst aldrei uppborin eins og fram hefur komið og því út í hött að tala um að eitthvað hafi koðnað niður. 3. Gústaf Níelsson, stjórnarmað- ur í SUS, ritar grein um fund- inn í Morgunblaðið 18. febrúar sl. I grein sinni deilir Gústaf á frásögn Morgunblaðsins og seg- ir m.a.: — „Og satt best að segja hélt ég að jafn virðulegt blað og Morgunblaðið mundi skýra námkvæmlega frá gangi mála, úr því að fundarins var á annað borð getið, en ekki láta sitja við hálfkveðnar vísur." Ekki hefir Morgunblaðinu alls- kostar líkað þessi gagnrýni því í blaðinu þann 20. febrúar sl. í Staksteinum undir fyrirsögn- inni „Leiðinleg iðja" ræðst það harkalega að Gústaf, frásögn hans og afstöðu til fulltrúa- ráðsfundarins. Lokaorð Morg- unblaðsins um grein Gústafs Níelssonar snýr blaðið upp á sjálfstæðismenn og segir — að sjálfstæðismenn væru orðnir dauðþreyttir á þeim sem þessa óþurftaiðju stunda. Hvaða óþurftaiðju? Þá, að vera ekki Morgunblaðinu sammála þegar það vill einrátt vera í frásögn af störfum og ákvörðunum sem teknar eru í Sjálfstæðisflokkn- um. Ummæli eins og þau sem Morg- unblaðið viðhefur um trúnaðar- mann í röðum Sjálfstæðisflokks- ins í fyrrnefndum Staksteinum eru ekki sæmandi jafn góðu blaði sem Morgunblaðinu. Sjálfstæðis- flokkurinn og Morgunblaðið hafa átt samleið í þjóðmálabaráttunni á liðnum áratugum, fyrst og fremst á málefnalegum grund- velli. Það er því ástæða til að benda á að skrif og ummæli af blaðsins hálfu sem í þessari grein er vitnað til er einvörðungu vatn á myllu andstæðinga okkar sjálf- stæðismanna og munu aðeins skaða þann er síst skyldi, þ.e. Sjálfstæðisflokkinn. Af slíku er nú þegar nóg komið. „Hvenær fæ ég að stjórna fjölleikahúsinu ? “ Föstudagskvöldið 12 febr. sl. var á dagskrá þýska sjónvarps- ins (ARD) stórmerkilegur fréttaskýringaþáttur frá Bonn. Stjórnandi og raunar öllu frem- ur fréttatúlkur var hinn frábæri fréttamaður Nowottny. Lesend- um til nánari skýringar má hreinlega nefna Nowottny hann Ómar Ragnarsson þeirra hér í Þýskalandi. Hann hefur einstakt lag á að leiða hlustendur sína í allan sannleik um hinn hjáróma hljóm í glamuryrðum atvinnu- stjórnmálamanna, sem allir þykjast vera að bjarga öllum, en eru einungis að bjarga eigin skinni. Nowottny túlkar á mein- fyndinn hátt — án þess þó að vera of hæðinn — málalengingar og útúrsnúninga atvinnumann- anna, þegar þeir eru í löngu máli að segja hreint ekki neitt. Aðalefni þáttarins var að sjálfsögðu málefni númer eitt í v-þýska þinginu: atvinnumála- pakki stórnarflokkanna SPD og FDP. Nowottny byrjaði samt þáttinn á einni gleðifrétt: Sam- kvæmt eindreginni ósk Schmidt kanslara og Genscher aðstoðar- kanslara hefðu ýmis vestræn fyrirmenni þegið boð þeirra um að heimsækja höfðuðstaðinn í byrjun sumars. Ekki veitti þeim af dálitlum glans og veisluhöld- um því að blessaðir kapparnir stæðu í ströngu þessa dagana. Ekki fengi einu sinni nafnið „at- vinnumálapakki" að vera í friði fyrir stjórnarandstöðunni, því að nú hefði Helmut Kohl, kansl- araefni CDU/CSU, komið fram með nýjan „pakka“, þar að auki í 7 iiðum. í heldur lauslegri þýð- ingu nefnist þeirra „pakki“: Varnarþættir til eflingar og uPPbyggingar hinu hrjáða efna- hagslífi (af völdum SPD/FDP). Meðan Nowottny upplýsti okkur um hina 7 liði, voru birtar svipmyndir úr þýska höfuð- staðnum. Þar var að sjálfsögðu aðalstjarnan Helmut Hohl, er hann var sýndur á gangi um þingið og í spjalli við sam- flokksmenn sína í sól og blíðu. Það virðist vera samkenni á for- ystumönnum CDU/CSU að þeir eru vel í holdum og er þar Kohl engin undantekning, þótt fríðari sé hann sýnum en Stauss. En Nowottny bætti um betur og meðan Kohl var sýndur í bak og fyrir var leikið hið hugljúfa laga ABBA: I have a dream. Now- ottny fannst semsé vanta botn- inn í tillögur Kohl og félaga, því að andstaðan neitar staðfastlega t.d. hækkun á söluskattinum úr 13% í 14% og ýmsum öðrum að- gerðum, sem stjórnin hyggst beita til stuðnings atvinnulífinu Ágreininur í stjórn- arflokki Suður-Afríku ^ Höfðaborg, Ap. ÁGREININGUR er kominn upp í Þjóðarflokknum í Suður Afríku, sem þar fer með stjórn og munu nokkrir þingmanna hafa í hyggju að ganga úr flokknum eftir átök um helgina. í atkvæðagreiðslu um að deila valdi með fólki af öðrum kynstofni en hinum hvíta urðu nokkrir mjög afdráttarlausir kynþáttaaðskilnaðarsinnar undir og vakti það mikla reiði þeirra. Blöð í S-Afríku birtu í morgun viðtal við Andies Tre- urnicht, sem hafði verið for- vígismaður Þjóðarflokksins í Transvaal, þar sem hann lýsti því yfir að hann myndi segja skilið við flokkinn. Treurnicht og 35 skoðanabræður hans biðu lægri hlut í ofangreindri atkvæðagreiðslu. Pieter Bootha, forsætisráð- herra hafði lýst því yfir á laugardag að ríkisstjórnin styddi „nokkra valddreifingu", og var þar átt við að hún myndi tilleiðanleg að veita kynblendingum og fólki og Asíuættuðufólki, nokkur rétt- indi. Engir aðrir en hvítir menn hafa nú kosningarétt né njóta nokkurra réttinda hjá ríkisstjórninni. Þeir sem lögð- ust gegn tillögum forsætisráð- herrans voru öfgasinnar til hægri innan Þjóðarflokksins. Fréttaskýrendur telja að brugðið geti til beggja vona með hvað gerist nú í stjórn- málum í S-Afríku og þetta geti orðið hið erfiðasta mál fyrir Bootha.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.