Morgunblaðið - 20.04.1982, Side 28

Morgunblaðið - 20.04.1982, Side 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 MCHAAlirí »I9M fr— Svr^HQH /[t |(po.& kemur ek.k.í ennþó- neitt he'itt \jatn \" ást er.. ... að lofa henni að kaupa vetrarklæðnað TM Raa U.S. Pat Oft -»H rlohts resarvtd •1982 Lo« Angalm Tlmm Syndlcat* Á ég að skoða þetta sem hið end- Því miður er línan enn upptekin! anlf.«a ™r'cía «|*u“ við að taka malid upp aftur sidar? Mundi auka traust á stjórnmálamönnum — ef þeir sýndu viðleitni í baráttunni við verðbólguna ísnlfur Pálmarsson skrifar í Braunschweig 11. apríl: „Heiðraði Velvakandi. Ég var að lesa Morgunblaðið frá 10. mars sl. Á bls 16 kemur fram, að þingmenn séu að hug- leiða verð á olíuvörum. Þetta var tilefni þess að ég fór að hugsa málið. Mig langar að beina þeirri spurningu til þingmanna, hvers vegna í ósköpunum þeir hafi ekki hugleitt þetta mál fyrr. Nú um skeið hefur verð á bensini og díselolíu farið hríðlækkandi í Evrópu. Verðið á eldsneyti, af dælu hér, þar sem ekki erum sjálfsþjónustu að ræða, er: Súperbensín 1,25 DM ltr. Venjulegt bensín 1,23 DM ltr. Díselolía 1,24 DM ltr. Þar sem um sjálfsþjónustu er að ræða, er verðið nokkru lægra. T.d. kostar bensín, eins og það sem á íslandi fæst, 1,18 DM ltr. Þetta er talsvert lægra verð en heima. En það er engu líkara en verðlækkanir á erlendum mark- aði hafi þveröfug áhrif á Islandi. Nú veit ég, að stjórnmálamenn hafa verið býsna iðnir við að skattleggja dropann eins og reyndar flest annað. En er ekki kominn tími til að stjórnvöld hætti að ganga á undan í verð- bólgudansinum, og reyni að draga eitthvað í land. Það mundi áreiðanlega verða til þess að auka traust almennings á stjórnmálamönnum ef þeir sýndu sjálfir einhverja viðleitni. Ég man nefnilega ekki betur en forsætisráðherra segði sjálf- ur þegar gjaldmiðilsbreytingin gekk í gildi, að vilji væri allt sem þyrfti til að halda verðlagi og gengi stöðugu. En hann hefur bersýnilega ekki átt við vilja stjórnmálamanna. Annars þykir mér heldur leið- inlegt að lesa það í blöðunum, hvernig ráðherrar rífast og haga sér hver í annars garð. Þeir geta tæplega vænst þess að almenn- ingur beri mikla virðingu fyrir þeim meðan svo gengur. Með þökk fyrir birtinguna." „En það er engu líkara en verðlækkanir á erlendum markaði hafi þveröf- ug áhrif á ísland." Ein og sama lausnin hagkvæmust fyrir alla — það er bara að fá hana upp í fangið 3356—1512 skrifar: „Kæri Velvakandi. Viltu vera svo góður að birta fyrir mig eftirfarandi klausu. Það er dáfalleg lexía og lær- dómsrík fyrir hernámsandstæð- inga, innrás Argentínumanna í Falklandseyjar. Þannig getur far- ið fyrir hverju því smáríki sem varnarlaust er, ef einhver ásælist það. Þanniggæti auðveldlega farið fyrir íslandi, ef ekkert væri varn- arliöið. Þá væri hverjum og einum í lófa lagið að setjast hér upp, hvort sem í hlut ættu heil ríki og þjóðir eða þá bara einstakir öfga- menn á borð við hann Jörund, taka landið og halda því með ör- fáum herflugvélum og e.t.v. nokkrum hættulegum sprengjum. Það virðist því vera kominn tími til þess að herstöðvaandstæðingar kúvendi og sinni því sem sinna þarf, stuðli að traustum vörnum landsins bæði inn á við og út á við. Það mætti kannski benda þeim á, að hér þyrfti ekkert varnarlið að vera, og væri ekki, ef vestrænar þjóðir, sem vilja vera frjálsar til orðs og athafna, óttuðust ekki yf- irgangsstefnu Rússa, sem hefur verið ógnvekjandi allt frá stríðs- lokum. Þeir hafa sölsað undir sig hver landið á fætur öðru, bundið fólkið í fjötra kúgunar og ofbeldis og frjálsa hugsun í dróma. Það er þessi voða vá, sem vestrænar þjóð- ir vilja varast og verjast með því t.d. að sameinast í varnarsamtök- um sem þær nefna Atlantshafs- bandalag. Það er yfirgangsstefna Rússa og kommúnista að drottna yfir lend- um oglöndum, sem veldur því að við verðum að hafa varnir hér í landi. Það væri óskandi að sem flestir Islendingar gætu skilið nauðsyn þess að hafa öruggar varnir gegn einræðishneigð og utanaðkomandi yfirgangi svo að I okkar bíði ekki sömu örlög eins og t.d. Pólverja eða Afgana. Þegar skilningur Islendinga eykst á því hvað þjóðinni raunverulega er fyrir beztu í þessum efnum, þá verður kommúnistaflokkurinn smár. Frumheiti þessa flokks var sem sé Kommúnistaflokkur. Þegar fólkið sá í gegn um blekkingavef- inn, þá var einfaldlega skipt yfir í Sameiningarflokk alþ. Sós. Þegar það dugði ekki lengur, þá var á nýjan leik skipt um nafn á flokkn- um, og hann kallaður Alþýðu- bandalag. Það er nú býsna gott nafn, enda hefur það dugað harla vel. Svo er nú nafnið á dagblaðinu þeirra ekki af verri endanum. En þó sígur nú svo á ógæfuhlið hjá þessum flokki, að það er ekki ann- að sýnna en að hann muni stór- lega glata fylgi og vinsældum á komandi tímum. Enda er það trúlegt að hin upp- lýsa alþýða íslands sjái senn hið rétta andlit og raunveruleg áform, og ráðstafi atkv. sínu eftir því í kosningum. Það kann ekki góðri lukku að stýra, að hafa svo stóran kommúnistaflokk hér á landi. Það er í raun og veru merkilegt rann- sóknarefni hvers vegna kommún- istar hafa náð slíku fylgi hér, sem raun ber vitni. Það má e.t.v. að einhverju heimfæra á þann veg, að lýðræðisflokkarnir hafa ekki reynst nægilega raunsæir og ráða- góðir til að leysa aðsteðjandi vandamál. En það hefur lengi ver- ið vatn á myllu kommúnista í frjálsum löndum, ef úrskeiðis hef- ur farið með meðferð mála. Vissulega hefur lýðræðisflokk- unum oft og einatt brugðist boga- listin, og stundum rasað um ráð fram, og það er ekki í fljótu séð hver er þeirra skástur. Vandamál- in hlaðast upp á ýmsum sviðum, og það er ekki nægur vilji til að taka á þeim og leysa hnútana. Það skulu verða lokaorð hér og ósk, að flokkunum auðnist að starfa sam- an og leysa þjóðfélagsmálin á far- sælan hátt fyrir iand og lýð, svo allir megi vel við una. I raun og veru er ein og sama lausnin hag- kvæmust fyrir alla. Það er bara að fá hana upp í fangið, og fram- kvæma hana, svo hér geti lifað sjálfstæð þjóð í frjálsu landi, óháð hvers konar erlendri valdbeitingu, sem gæti verið á næsta leiti, með tilliti til hinnar geigvænlegu skuldasöfnunar erlendis, sem hlýtur að vera hrollvekjandi fyrir hvern hugsandi mann. Hvenær lærist þjóðinni, og þó sérstaklega þeim sem hún hefur falið störf á opinberum vettvangi, að skilja að það verður ekki endalaust haldið áfram á slíkri skulda- og feigð- arbraut?" Skrifid eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta — eða hringja milli kl. 10 og 12 mánudaga til föstudaga. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð. Þeir sem ekki koma því við að skrifa slá þá bara á þráðinn og Velvakandi kemur orðum þeirra áleiðis. Nöfn, nafnnúmer og heimilis- föng þurfa að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar þess óski nafnleyndar. .............. —■■■■' -........... li' i >sl T9 i II i' (iuiif'il ‘ 'l IfttsM 11(111 III1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.