Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 1
56SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI
91. tbl. 69. árg.
FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Samkomulag í Falklandseyja-
deilunni talið nær útilokað
London, Wa.shington, Buenos Aires, 28. apríl. AP.
„ÞIÍTTA GÆTI orðið langt og blóðugt stríð,“ sagði John Wood-
ward, yfirmaður bresku flotadeildarinnar við Falklandseyjar. „I>að
hlýtur að vera ógnvekjandi tilhugsun fyrir Argentínumenn að mæta
okkur í stríði. Þeir mega vera hugrakkir í meira lagi ef þeir ætla að
leggja til atlögu við okkur,“ sagði hann ennfremur. Nú er talið
næsta víst að Bretar muni leggja til atlögu á Falklandseyjum síðla á
föstudag eða á laugardagsmorgun.
Bandaríkjstjórn taldi í kvöld
líkurnar á, að Bretar og Argen-
tínumenn féllust á sáttatillögur
Alexander Haig í Falklandseyja-
deilunni nánast engar. Lýsti
Bandaríkjastjórn því ennfremur
yfir, að deilan væri komin á
„hættulegt stig“.
Haig fundaði síðdegis í dag með
Costa Mendez, utanríkisráðherra
Argentínu. Ræddu þeir nýjar
sáttatillögur, sem sagðar voru í
athugun hjá báðum deiluaðilum í
kvöld. Tillögur þær, sem Haig
lagði fram í gær, fengu takmark-
aðan hljómgrunn hjá Bretum.
Haft var eftir háttsettum embætt-
ismanni innan breska varnar-
Allsherjarþingið:
Fordæmir
stuðning
Bandaríkjanna
við ísrael
Sameinuðu þjóðunum og Tel Aviv,
28. apríl. AP.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna samþykkti í dag yfirlýsingu,
þar sem stuðningur Bandaríkja-
manna við ísrael er fordæmdur. Þá
voru ísraelsmenn einnig ávitaðir
fyrir að vera „ekki friðeiskandi
þjóð“ eins og það var orðað. í at-
kvæðagreiðslunni um yfirlýsinguna
greiddu 86 atkvæði með henni en
20 á móti. Þrjátíu og sex þjóðir
voru fjarverandi.
ísland, svo og öll Norðurlöndin,
greiddi atkvæði gegn tillögu þess-
ari.
Ókyrrð var áfram á Vestur-
bakkanum í dag. ísraelskir her-
menn skutu á og særðu níu Ar-
aba. Fjórir ísraelskir hermenn
særðust í átökunum í dag er hóp-
ur Araba réðist að þeim. Var við-
vörunarskotum hleypt af, en þeg-
ar sýnt var, að þau myndu ekki
hafa tilætluð áhrif, var skotið á
fætur Arabanna.
Þá efndu 50 ísraelar til mót-
mæla við athöfn sem tileinkuð
var samkomulaginu á Vestur-
bakkanum. Hrópuðu þeir ókvæð-
isorð að fundarmönnum, sem
voru um 1000 talsins. Ólæti brut-
ust út er reynt var að brjóta mót-
mælin á bak aftur.
Sýrlendingar hafa varað ísra-
ela við árás á Palestínumenn í
Líbanon. Hafa þeir hótað að
svara í sömu mynt komi til árása
af hálfu ísraelsmanna. Segjast
þeir munu skjóta á hverja þá
herflugvél ísraela, sem hættir
sér í skotmál Sam-6-eldflaug-
anna, sem þeir ráða yfir.
málaráðuneytisins, að Bretar
myndu ekkert flýta sér við að gefa
svör við tillögum Haig.
Argentínumenn hafa sjálfir lýst
því yfir að þeir eigi von á árás af
hálfu Breta innan eins til tveggja
sólarhringa. Yfirvöld í landinu
hafa um leið lagt áherslu á, að þau
séu áfram reiðubúin til samninga-
viðræðna.
Bretar hafa nú lýst yfir hafn-
banni á Falklandseyjum frá og
með kl. 11 á föstudag. Eiga öll skip
og flugvélar, sem hætta sér inn-
fyrir 200 mílna mörkin umhverfis
eyjarnar á hættu að verða fyrir
árás. Bann þetta er talið vera
lokatilraun Margaret Thatchers,
forsætisráðherra Bretlands, til að
Þolinmæði Margaret Thatchers
er á þrotum.
auka þrýsting á Argentínustjórn
áður en gripið verður til hernaðar-
aðgerða.
Stjórnarandstaðan í Bretlandi
undir forystu Michael Foots hefur
nú farið þess á leit við ríkisstjórn-
ina að hún hætti við hernaðarað-
gerðir við Faiklandseyjar og snúi
sér á nýjan leik til Sameinuðu
þjóðanna í leit að lausn á vandan-
um. Thatcher hefur sagt að það
myndi engan árangur bera.
Stjórnarandstaðan stóð með ríkis-
stjórninni í upphafi deilunnar og
allt fram til þriðjudags, þegar upp
úr sauð á þinginu.
Einn argentínsku fanganna,
sem handtekinn var er Bretar
náðu Suður-Georgíu aftur á sitt
vald, lést eftir það, sem breska
varnarmálaráðuneytið nefnir
„alvarlegt atvik“. Er ekkert sagt
frekar frá hvernig dauða hans bar
að höndum annað en hann hafi
látið lífið daginn eftir að Bretar
tóku eyjuna á ný. Hefur Argent-
ínumönnum verið skýrt frá atvik-
Argentínskir hermenn ganga á land á Falklandseyjum. Talid er ad nú séu um 10.000 argentinskir hermenn á
eyjunum.
Ghandi hættir
viö Noröur-
landaferðina
Kaupmannahofn, 28. apríl. AP.
INDIRA Gandhi, forsætisráð-
herra Indlands, hefur hætt við
fyrirhugaða Norðurlandaferð
sína í sumar. Er ástæðan sögð
vera ókyrrð heima fyrir.
Indira ætlaði að heimsækja
Danmörku, Noreg og Finnland
í ferð sinni og var búið að gera
ráð fyrir dvöl hennar í Dan-
mörku dagana 15.—17. júní nk.
Rændu flug-
vél með 44
farþegum
Tegucigalpa, Hondúras, 28. april. Al’.
VOPNAÐIR menn rændu í dag far-
þegaflugvél i innanlandsflugi í Hond-
úras. Um borð í vélinni voru 44 farþeg-
ar, en 14 þeirra hefur nú verið sleppt.
Krefjast Dugræningjamir að 20 póli-
tískir fangar verði látnir lausir ellegar
muni þeir myrða forstjóra bandarísks
bananafyrirtækis.
Lögreglan telur að a.m.k. tveir
flugræningjanna hafi stigið um borð
í vélina er hún hélt af stað frá borg-
inni La Ceiba. Er flugvélin millilenti
á leið sinni réðust ræningjarnir til
atlögu og kröfðust þess að vélinni
yrði flogið til Tegucigalpa.
Vélin var þegar í stað umkringd af
lögreglumönnum er hún lenti. Voru
ræningjarnir hvattir til að sleppa
konum og börnum. Síðar í dag urðu
þeir við þeim óskum og slepptu 13
konum og barni. Ein kvennanna kom
með lista yfir nöfn þeirra 20 fanga,
sem mannræningjarnir vilja fá
leysta úr haldi.
Yfírvöld segjast munu
sleppa 1000 föngum í maí
Varsjá, 28. apríl AP.
YFIRVÖLD í Fóllandi tilkynntu í
sjónvarpi í dag, að þau myndu af-
létta mestum hluta þeirra hafta,
sem sett voru er herlög gengu í
gildi í landinu. Þá var ennfremur
upplýst að 1.000 föngum yrði sleppt
í maí. Þá var leiðtoga bænda, Jan
Kulaj, sleppt úr haldi.
Lausn Kulaj svo og endalok
útgöngubanns, sem ríkt hefur að
nóttu til í landinu frá því herlög
voru sett, þykja benda til þess,
Páfi hættir viö för sína til Póllands
að yfirvöld séu heldur að slaka á
krumlunni. Er jafnvel talið að
leiðtogum Samstöðu kunni að
verða sleppt úr haldi á næstunni.
Jóhannes Páll páfi II hefur
hætt við fyrirhugaða för sína til
heimalands síns, Póllands, síðar
á þessu ári. Honum barst boð um
heimsókn frá pólskum yfirvöld-
um rétt áður en herlög skullu á í
landinu. Josef Glemp, erkibiskup
yfir Póllandi, sagði í dag að hann
teldi nauðsynlegt, að páfi frest-
aði för sinni. Taldi hann ráðlegt,
að páfi heimsækti Pólland ekki
næsta árið við núverandi að-
stæður.
Páfi hélt vikulega ræðu sína á
Péturstorginu í dag og lagði
blessun sína yfir Samstöðu er
hann kom auga á fána og borða,
sem báru nafn verkalýðssamtak-
anna í mannfjöldanum. Brá
hann út af vananum og ávarpaði
hann í stutta stund í lok ræðu
sinnar á móðurmáli sínu, pólsku.
Yfirvöld í Póllandi hafa lýst
því yfir að þau standi ekki í vegi
fyrir för páfa. Glemp hitti Jaru-
zelski, forsætisráðherra Pól-
lands, á óvæntum fundi þeirra
um helgina. Vildi hann ekki upp-
lýsa hvað þeim fór í milli, en
kvaðst áhyggjufullur vegna
ástandsins í landinu.