Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 17
1 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1982 Morgunblaðsskeifan veitt í 25. sinn l.jósm.: llelgi lljarnasuii Hér má sjá Sverri Möller frá Reykjavík halda á Morgunblaðsskeifunni, en hjá honum stendur hesturinn Ófeigur frá Varmalæk í Skagafiröi. NÝLEGA fór fram hin ár- lega skeifukeppni á bænda- skólanum að Hvanneyri auk gæðingakeppni og gæð- ingaskeiðkeppni. Skeifukeppnin er á milli nemenda bændaskólans um það hver þeirra hefur náö bestum árangri við að temja hross yfir veturinn. Sigurlaunin eru Morgun- blaðsskeifan, sem nú var veitt í 25. skipti. Sigurvegari í þessari keppni varð Sverrir Möller frá Reykjavík á hestinum Ófeigi frá Varmalæk og sigraði Sverrir með nokkrum yfirburð- um. Hlaut Sverrir alls 84,0 stig. í skeifukeppninni er dæmt eftir ákveðnum reglum, þar sem vægi einstakra þátta er frá 1 til 15, en alls eru metin 9 atriði og gefa þau í heildar- einkunn frá 9—100. Þessir þættir eru: Að teyma hest og stíga á bak, fetgangur, brokk, tölt, stökk, skeið, hlýðni og út- lit hests og áseta knapa. Alls tóku 11 nemendur þátt í keppninni. I öðru sæti varð Bjarni Bragason frá Selfossi með 80,5 stig. í þriðja sæti varð Ólafur Reynisson frá Fá- skrúðsfirði með 78,0 stig. Eins og áður segir fór einnig fram gæðingakeppni og skeið- keppni og urðu úrslit þessi: I gæðingakeppni urðu hlutskarpastir: Ljónslöpp, 5 vetra, frá Refsstöðum, Borg- arfirði. Eigandi og knapi Björnþór Kristjánsson. I öðru sæti varð Greiði, 6 vetra, frá Stóra-Hofi, Rangárvallasýslu. Eigandi Páll Sigurbergsson, en knapi var Ásbjörn Pálsson. í þriðja sæti varð Skjóni, 9 vetra, frá Brautarholti, Vest- ur-Húnavatnssýslu. Eigandi og knapi Ásgeir Sverrisson. Til keppni í gæðingaskeiðinu mættu 13 hestar. Úrslitin í gæðingaskeiðkeppninni urðu þau að Hlynur 910, 8 vetra, frá Bárustöðum, varð hlutskarp- astur. Eigandi er Sigurborg Jónsdóttir, en knapi Jón Ólafsson. í öðru sæti varð Sikill, 16 vetra, frá Bárustöðum. Eigandi er Jón Ólafsson, knapi Leifur Helgason. í þriðja sæti varð Gerpla 4523, 8 vetra, frá Báru- stöðum. Eigandi Guðmundur Ólafsson en knapi Jón Ólafs- son. Það má geta þess að ofan- talin hross lágu báða skeið- sprettina. Er þessu var lokið voru úrslit skeifukeppninnar tilkynnt en það gerði kynnir keppninnar og fréttaritari Morgunblaðsins, Ófeigur Gestsson. Afhenti hann Sverri Möller Morgun- blaðsskeifuna að loknu stuttu ávarpi til keppenda. Að því loknu var öllum boðið til kaffiveitinga í húsakynnum bændaskólans og voru þar af- hent verðlaun fyrir sigur í gæðingakeppni og skeiðkeppn- inni. Við þetta tækifæri flutti Skúli Kristjánsson, Svigna- skarði, og Magnús B. Jónsson skólastjóri stutt ávörp og kveðjur. Magnús þakkaði stjórn hestamannafélagsins Grana, sem er félag nemenda, fyrir góð samskipti í vetur undir öruggri stjórn formanns félagsins, Kristins Hugasonar frá Akureyri. Talsverð umsvif hafa verið í vetur hjá hestamannafélaginu Grana að sögn formannsins. Meðal annars annaðist félagið gerð tamningagerðis, sem bændaskólinn kostaði ásamt fyrrverandi nemendum skól- ans, sem gefið höfðu fjárupp- hæð í þessu skyni. Þá voru einnig smíðaðir 12 nýir básar í hesthúsinu. Einnig gekkst fé- lagið fyrir fræðslufundum en þar ræddi m.a. Þorvaldur Árnason um kynbætur og hrossarækt, Haraldur Har- aldsson hélt járningarnám- skeið, Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur flutti erindi og Ragnar Hinriksson leiðbeindi um tamningar. 17 ' ------------------- j Arne Slverisen ] I Hreyfingar- fræði i ! I I I I 1 I LÍKAMSWÁLFliN FM BEJtVSKI) TH HU.ORWVS<IU „Hreyfingarfræði“ bók um líkamsrækt KOMIN er út hjá Iðunni bókin Hreyfingarfræði eftir norska iþrótt- akennarann Arne Sivertsen i þýð- ingu Karls Guðmundssonar iþrótt- akennara. Er þetta þriðja og siðasta hefti rita er kallast einu nafni Lik- amsþjálfun frá bernsku til fullorð- insára. Fyrsta heftið nefnist Líffæra- fræði—lífeðlisfræði og annað Þjálffræði. I þessu síðasta hefti er gerð grein fyrir ýmsum þáttum líkamsbeitingar í daglegu lífi, íþróttum, við skólastarf o.fl. Á bókarkápu segir m.a.: Þessi bók veitir víðtækt yfirlit um líkams- þjálfun og vaxtarrækt. Bókin er ætluð öllum þeim sem starfa að íþróttauppeldi barna og unglinga." Bókin er 64 bls., Prentrún prent- aði. Aftnælisafeláttur Torgið á um þessar mundir 5 ára af- mæli. í tilefni þessara tímamóta bjóðum viðýmsar vörutegundir á sér- stöku afmælisverði. Gallabuxur 175,- Handklæði 29,- Herraskór .... 259,- Kvenblússur 245,- Kvennærbuxur 23,- Kvenskór .... 195,- Strigabelti 35,- Frottésokkar 15,- Götuskór .... 295,- Sportuxur 350,- Garn 12,- Sportskór .... 290,- Mini-pífupils 295,- Barnapevsur 99,- Barnarússkinnskór .... 85,- Herraskyrtur 95,- Barnabuxur 145,- Barnabolir .... 35,- 1977—1982 Austurstnrti 10 sínii: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.