Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982 Fullsannað að lík- klæðið í Torino sé frá dögum Krists Fullsannað þykir nú aö klæöið umdeilda, sem um aldir hefur verið varðveitt í Torino á Ítalíu, sé frá því á dögum Krists. í rannsóknum hingaö til hefur ekkert komið fram sem afsannar þá kenningu kaþólsku kirkjunnar að hér sé um aö ræða líkklæði Krists, — línklæðið sem guöspjalla- mönnunum fjórum ber saman um að Jósef frá Arímaþeu hafi sveipað um líkama Krists að fenginni heimild Pílatus- ar til að taka hann ofan af krossinum og leggja í gröf. Á klæðinu eru flekkir sem mynda skýra mannsmynd og hefur margra alda deila stað- ið um það í fyrsta lagi hvort myndin sé raunverulega af Kristi, og að gefinni þeirri forsendu, hvernig á því standi að mannsmynd komi fram á klæði. Með aðferðum sem not- aðar eru við greiningu ljós- mynda utan úr geimnum telur Geimrannsóknastofnun Bandaríkjanna (NASA), sem nýlega rannsakaði klæðið, frjókorn í líningu tvímæla- laust vera frá dögum Krists. Athuganir á vefnaði og blóð- blettum í klæðinu höfðu áður bent til þess sama, en þær niðurstöður hafa ekki þótt nándar nærri jafn öruggar og þær sem nú liggja fyrir. Ljóst má vera að þrátt fyrir hinar nýju niðurstöður er óframkvæmanlegt að sanna að þótt klæðið sé frá dögum Krists sé það í raun og veru líkklæði hans en ekki einhvers annars manns. Lengi vel var því haldið fram að mynd Krists á klæð- inu sé þannig til orðin að við andlát hans á krossinum eða við upprisuna hafi gífurleg orka leyst úr læðingi, ellegar þá að orkubreyting hafi átt sér stað, en við þær sviptingar hafi líkaminn gefið frá sér vökva em klæðið hafi svo drukkið í sig. Þegar klæðið hafi svo þornað hafi vökvinn skilið eftir þau ummerki sem að framan getur. Samkvæmt hinum nýju kenningum eru orsakirnar að líkindum öllu nærtækari. Luigi Malantrucco, geisla- fræðingur og yfirlæknir við Sjúkrahús Péturs postula í Rómaborg, leiðir rök að því að hin læknisfræðilega dánar- orsök hafi verið hjartaslag, og bendir á í því sambandi að við krufningu á líkum manna sem deyi af hjartaslagi komi í ljós að út um sár eða skinnsprett- ur komi þá blóðvatn. Slíkt telur Malantrucco að hafi átt sér stað á Golgata, en þá kenningu styður frásögn Jóhannesar guðspjallamanns af krossfestingunni, en þar Mynd þessa hefur vísindamaðurinn Lorenzo Ferri gert eftir þeim um- merkjum sem eru á líkklæðinu. segir í 19. kafla: „En einn af hermönnunum lagði spjóti í síðu hans, og jafnskjótt kom út blóð og vatn.“ Kenning þessi hefur vakið mikla athygli, ekki sízt innan kaþólsku kirkjunnar. Silvita Catolica er málgagn Jesúíta- reglunnar, en í forystugrein síðasta tölublaðs segir rit- stjórinn, Piersandro Vanzan: „Við mennirnir endum ævi okkar með margvíslegum hætti. Það breytir engu. Kenningin um að hjartalag og streita hafi verið dánarorsök- in gefur einungis tilefni til að ætla að Jesús hafi hlotið enn þjáningarfyllri dauðdaga en við höfum trúað. Kenningin um hjartaslag gerir okkur enn skýrari grein fyrir því hversu ólýsanlegar þær andlegu þjáningar hafa verið sem Jes- ús leið. Vísa ég þar til þess hver raun hans hefur verið, þar sem lærisveinarnir höfðu yfirgefið hann, Júdas svikið hann og Pétur afneitað hon- um, s.s. grundvöllurinn undir lífsstarfi hans hefur virst brostinn og af því hefur sú þjáning verið sem kom hjarta hans til að bresta." Grunnnámskeið um tölvur Grunnnámskeið um tölvur verður haldið hjá Tölvu- fræðslu SFÍ að Ármúla 36, 3. hæð, dagana 10.—13. maí kl. 14—18. Tilgangur námskeiðsins er að gefa yfirlit yfir helstu hugtök á i sviöi tölvufræöa og kynna í stórum dráttum hvernig tölv- ur eru uppbyggðar. Nám- skeiöiö miöar aö því aö gefa þátttakendum almennt yfirlit yfir þau atriði sem máli skipta varðandi tölvur, hvernig þær eru notaöar í dag og hvernig ætla má aö þær veröi notaöar í framtíöinni. Gerö veröur grein fyrir grundvallar hugtökum í tölvu- fræðum og lýst helstu tækjum og skýrö hugtök tengd þeim. Fjallað verður um hugbúnaö tölva og hvernig byggja má upp tölvukerfi. Fjallað veröur um helstu notkunarsviö tölv- unnar í dag og í framtíðinni. Einnig er kynning á tölvuút- stöövum og smátölvum og notkun þeirra viö atvinnu og á heimilum. Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja sem nota tölvur í dag, munu nota tölvur eða hafa hug á að kynnast nánar tölvuvæðíngu. ÞÁTTTAKA TILKYNNIST TIL STJÓRNUNARFÉLAGSINS f SÍMA 82930. TÖLVUFRÆÐSLA Dr. Kristján Ingvars- son verkfræöingur STJÓRNUNARFÉLAG fSIAN SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930 ^ Cetec Benmar Course Keeper 210 sjálfskipting Höfum nú fengiö lækkun á þessari frábæru stýringu fyrir stærri skip og báta. Þaö skal tekið fram að möguleiki er á aö tengja þessa sjálfstýringu við Loran C, er býöur uppá ótrúlega möguleika á ná- kvæmni í stefnu. Til afgreiðslu strax BENCO Boih°m4’ mW mm W W %J sími 219945 og 84077 19 Vantar þig? Húsgögn á allt heimilið fást hjá KM- húsgögn, L.angholtsvegi 111, símar .17010—37144 /**^k Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: GOOLE: Arnarfell ......... 3/5 Arnarfell ........ 17/5 Arnarfell ....... 31/5 Arnarfell ........ 14/6 ROTTERDAM: Pia Sandved ...... 29/4 Arnarfell ......... 5/5 Arnarfell ........ 19/5 Arnarfell ......... 2/6 Arnarfell ........ 16/6 ANTWERPEN: Pia Sandved ...... 30/4 Arnarfell ......... 6/5 Arnarfell ........ 20/5 Arnarfell ......... 3/6 Arnarfell ........ 17/6 HAMBORG: Dísarfell ....... 7/5 Helgafell ........ 13/5 Helgafell ......... 3/6 Helgafell ........ 23/6 LARVIK: Hvassafell ....... 10/5 Hvassafell ....... 24/5 Hvassafell ........ 7/6 Hvassafell ....... 21/6 HELSINKI: Zuidwal ........... 20/5 Skip .............. 15/6 GAUTABORG: Hvassafell ....... 11/5 Hvassafell ....... 25/5 Hvassafell ........ 8/6 Hvassafell ....... 22/6 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ....... 12/5 Hvassafell ....... 26/5 Hvassafell ........ 9/6 Hvassafell ....... 23/6 SVENDBORG: Hvassafell ....... 29/4 Hvassafell ....... 13/5 Helgafell ........ 17/5 Hvassafell ....... 27/5 Helgafell ......... 7/6 AARHUS: Helgafell ...... 18/5 Helgafell ....... 8/6 LENINGRAD: Zuidwal ........ 21/5 GLOUCESTER, MASS.: Skaflafell ..... 26/5 HALIFAX, KANADA: Skaftafell 30/4 Skaftafell ........... 28/5 m. SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavik Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.