Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 i0nri0íií!mM'íií»í®> Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 |IUTj5tmííl8Íití> FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982 Vöniskiptajöfnuðurinn janúar-marz: Óhagstæður um 564,2 milljónir kr. Vöruskiptajöfnuður íslendinga var óhagstæður um liðlega 564,2 milljónir króna fyrstu þrjá mánuði ársins, en verðmæti innflutnings á þessu tímahili var liðlega 2.048,6 milljónir króna, en verðmæti út- flutnings á tímabilinu var liðlega 1.484,3 milljónir króna. Til samanburðar má geta Benzín hefur hækkað um 916% á 4 árum VERi) á hverjum benzínlitra hefur á tímabilinu 1. janúar 1978 til upp- hafs þessa árs hækkað um liðlega 916%, eða úr 0,93 krónum hver lítri í 9,45 krónur. Til samanburðar má geta þess, að framfærsluvísitalan hefur hækkað á tímabilinu 1. febrúar 1978 til 1. febrúar 1982 úr 936 stigum í 4.678 stig, eða um 400%. A tímabilinu 1. janúar 1978 til 1. janúar 1982 hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað úr 176 stigum í 909 stig, eða um 416,5%. Af framansögðu er ljóst, að benzínverð hér á landi hefur hækkað ríflega helmingi meira en annað verðlag í landinu. Sjá ennfremur frásögn á viðskiptasíðu um þróun benzínverðs. þess, að vöruskiptajöfnuðurinn var óhagstæður um liðlega 252,5 milljónir króna á sama tímabili í fyrra, en þá var verðmæti inn- flutnings liðlega 1.362,8 milljón- ir króna, en verðmæti útflutn- ings hins vegar 1.110,3 milljónir króna. í marzmánuði var vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um 191,8 milljónir króna, saman- borið við liðlega 125,8 milljónir króna í marz á síðasta ári. Við samanburð við utanrík- isverzlunartölur 1981 verður að hafa í huga, að meðalgengi er- lends gjaldeyris í janúar-marz 1982 er talið vera 39% hærra en það var í sömu mánuðum 1981. Báðir á floti l>að mætti halda eftir myndinni að da ttia, að bátur og bíll væru á floti, en svo er þó ekki. Myndin var tekin sl. mánudagi l’orlákshöfn. Ljócnn. Mbl.: Krifrtjáll Örn KIÍUHon. Stórmálin væntanlega áfram til meðferðar í hliðarsölum MIKIÐ hefur verið fundað og rætt í hliðarsölum Alþingis síðustu daga. Mest hefur borið á samningaviðræð- um um Blönduvirkjun og steinullar- verksmiðju og reynt hefur verið að ná samstöðu um sameiginlega niður- stöðu i atvinnumálanefnd sameinaðs Alþingis um málið, en menn voru í Kvennaframboð kært fyrir Jafnréttisráði IINOUR maður úr Kópavogi hef- ur sent Jafnréttisráði kæru vegna kvennaframboðs í Reykja- vík og á Akureyri. Hann telur að framboðin gangi gegn jafnrétt- islögum þar sem karlmönnum sé meinuð seta á listunum. Bréfið til Jafnréttisráðs er dagsett 18. apríl sl. Jafnrétt- isráð kemur næst saman til fundar nk. miðvikudag og verður kæra þessi þá væntan- lega tekin fyrir. gærkvöldi orðnir vondaufir um að sú samstaða næðist. Nefndin kemur saman til fundar árdegis í dag og munu línur þar væntanlega skýrast, en ekki töldu menn að niðurstaða fengist, a.m.k. ekki sameiginleg, þannig að væntanlega verða þessi stórmál áfram mestmegnis til með- ferðar í hliðarsölum. Þá hefur verið knúið fast á af stjórnvöldum siðustu daga að frumvarp um kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði og einnig sykurverksmiðju færu í gegnum þingið fyrir þinglok. Staðan í Blönduvirkjun virtist í gær vera sú, að menn leituðu málamiðlunarleiða hvað varðar orðalag á sameiginlegu áliti nefndarinnar, en hver tilraunin af annarri fór út um þúfur. Ráðherr- unum Pálma Jónssyni og Hjörleifi Guttormssyni mun hafa, sam- kvæmt heimildum Mbl., fundist of mikið gefið eftir, einstökum þing- mönnum fannst aftur á móti ekki nóg að gert. Aðalvandamálið varð- andi afgreiðsluna virðist vera orðalag um stærð stíflumann- virkja í upphafi framkvæmdanna, þ.e. hvort miða eigi mannvirkin við að lónið verði e.t.v. síðar stækkað í 400 G1 eða hvort byggja á þau eingöngu miðað við 220 G1 miðlunarlón, og stækka þau þá síðar ef til kæmi, en slík verktil- högun hefði kostnaðarauka í för með sér, eins og bent hefur verið á. Hvað varðar steinullarverk- smiðjuna, þá hafa framsóknar- menn verið með þá hugmynd að leggja til við Alþingi, að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar, en nokkur samstaða hefur náðst meðal fulltrúa annarra flokka um að halda sig við hugmyndina sem Mbl. hefur skýrt frá, þ.e. að fara fram á við ríkisstjórnina að hún nýti ekki lagaheimild til fjár- mögnunar 40% af verksmiðjunni. Þess í stað fái áhugaaðilar ákveð- inn tíma til að sýna fram á að þeir geti sjálfir fjármagnað verkið. Fyrst var rætt um 6 mánaða frest til að sýna fram á fjármögnunar- getu, nú hefur verið rætt um ein- hvern sveigjanleika hvað þetta varðar. Vísun málsins til ríkis- stjórnarinnar þýðir að mestum líkindum óbreytta stöðu mála, en iðnaðarráðherra, Hjörleifur Gutt- ormsson, hefur lagt til við ríkis- stjórnina að verksmiðjan verði reist á Sauðárkróki. Samningaráð Vinnuveitendasambandsins: Telur sáttaumleitanir vera tilgangslausar meðan ýmsir helztu forystumenn ASÍ vilja bíða kjördags Vinnuveitendasamband íslands hefur farið þess á leit við sáttasemj- ara að sáttaumleitunum verði frestað þar til eftir 22. maí. 1 samþykkt samningaráðs VSÍ segir að af yfirlýs- ingu ýmissa forystumanna ASÍ, þess efnis að úrslit í kjarabaráttunni ráðist á kjördegi, verði það eitt ráðið að þeir hafi ákveðið að hindra alla samninga milli ASÍ o({ VSÍ þar til eftir að kjör- stöðum hefur verið lokað 22. mai nk. til þess að nota megi kröfugerð ASÍ og sérsambanda þess sem kosn- ingamál. — í þessu felst einfaldlega að VSÍ telur það vera innanríkismál forystumanna ASI hvort þeir gera kröfurnar að kosningamáli, sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, í samtali við Mbl. — Við hvorki hneykslumst á þessu né mótmælum, en við látum ekki draga okkur inn í póiitísk átök með þessum hætti. Sáttaumleitanir verða auðvitað skrípaleikur einn þegar ýmsir helstu forystumenn ASÍ hafa ákveðið að úrslit þeirra verði ekki fyrr en eftir lokun kjör- staða. Því sendum við þessi tilmæli til sáttasemjara. Þessi ákvörðun margra helstu forystumanna ASÍ um að ekki verði samið fyrr en eftir kjördag kom vissulega á óvart eftir að þeir hafa gagnrýnt okkur fyrir að letja til samningaviðræðna. — Eg er furðu iostinn yfir þess- um vinnubrögðum, sagði Ásmund- ur Stefánsson, forseti ASÍ, um beiðni VSÍ til sáttasemjara. — Það er ekkert nýtt að Alþýðubandalag- ið sendi frá sér yfirlýsingu um það sem gerist í kjaramálunum og VSÍ er fullkunnugt um að ASÍ og Al- þýðubandalagið eru sitthvor aðil- inn. Undarlegt er ef VSÍ gengur fram fyrir skjöldu í pólitískum yf- irlýsingum. I samkomulaginu frá því í nóvember sl. er gert ráð fyrir að samningar takist fyrir 15. maí og hefur samninganefnd ASÍ lagt alla áherslu á að það takist. Telji VSI að það sé einum flokki hag- stæðara en öðrum að samningavið- ræður standi yfir er kosið er, er hægast að semja fyrir 15. maí. Við hljótum að leggja megináherslu á, eftir að hafa reynt hvern táfaleik- inn á fætur öðrum af hálfu VSÍ, að verkalýðsfélögin svari fljótt kalli og afli sér verkfallsheimildar og að VSÍ sjái að alvara sé að fylgja kröfugerðinni eftir. Að sjálfsögðu treystum við því að þeir fundir, sem hafa verið boðaðir, verði haldnir og það er fráleitt í aðstæð- um okkar að fresta samningagerð. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari tjáði Mbl. í gær að hann myndi ræða við sáttanefnd í dag og er í dag fundur með yfir- mönnum á farskipum og á mánu- dag með félögum og samtökum innan ASÍ. Á þriðjudag verður svo fundur með ASÍ og VSÍ og sagði sáttasemjari að þessir fundir stæðu óbreyttir nema annað yrði ákveðið. Sjá ályktun Samningaríðs VSÍ á miðopnu blaðsins. Verðlagsráð: Samþykkti 14% hækk- un á steypu l>á hækkar gjaldskrá Pósts og síma um 14% VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær, að heimila 14% hækkun á steypu, en 10% hækkun á sandi og möl, en sú hækkun er inni í fyrrgreindri hækkun á steypu. Fyrirtækin höfðu sótt um hækkanir á bilinu 18—22%. Að sögn Brynjólfs Ingólfs- sonar, ráðuneytisstjóra í sam- gönguráðuneytinu, staðfesti ráðuneytið í gærdag sam- þykktir gjaldskrárnefndar varðandi hækkanir til Pósts og síma annars vegar og Skipaútgerðar ríkisins hins vegar. Samkvæmt því munu síma- gjöld Pósts og síma hækka um 14% 1. maí nk., en póstgjöld munu hins vegar hækka um 14% frá 1. júní nk. Póstur og sími hafði sótt um 18% hækk- un á báðum gjaldskránum. Þá staðfesti ráðuneytið 17% hækkun á gjaldskrá Skipaút- gerðar ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.