Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982 Samneysla er vont orð - yfirskin til að þyngja skattbyrði eftir Halldór Blöndal, alþingismann Ríkisstjórnin er búin að missa niður um sig í húsnæðismálum. Fyrir sakir velsæmis er rétt að halda þessari líkingu ekki til streitu. Á hinn bóginn finna hús- byggjendur mjög til þess að þeir hafa verið sárlega sviknir. í heil- brigðu þjóðfélagi ættu þó að vera öll skilyrði til þess, eftir að lán eru orðin verðtryggð, að með sóma- samlegum hætti yrði hægt að veita lánsfyrirgreiðslu til langs tíma svo að menn gætu flýtt smíði og frágangi húsa sinna. En það er síður en svo. Byggingarsjóður ríkisins er flak eitt orðið. Ungt fólk veigrar sér við að leggja út í framkvæmdir við að koma þaki yfir höfuðið sem það hefði ekki hikað við fyrir nokkrum árum. Auðvitað er þetta spor aftur á bak. Ástæðan er sú að ríkisstjórn- in hefur látið þörf húsbyggjenda sitja á hakanum. Aukin skatt- heimta á þegnana hefur ekki nægt til þess að halda í horfinu um íbúðarlán. Aðrar þarfir hafa verið teknar fram yfir. Hugarfarið á bak við skyldusparnaðinn Síðasta haldreipi ríkisstjórnar- innar — graðhvannanjóli hennar í húsnæðismálunum svo að tekin sé líking úr Fóstbræðrasögu eða Gerplu — er að auka álögurnar á þessu ári upp í rúm 70% af tekjum sl. árs í jaðarskatti. Réttlætingin er fólgin í því að húsbyggjendur fái að öðrum kosti ekki þá fyrir- greiðslu sem búið var að gefa þeim fyrirheit um eins og lög standa til. Ráðherrarnir breiða úr sér og segja, að öðru fé ríkissjóðs hafi þegar verið ráðstafað og þess vegna verði að auka skattheimt- una. Þótt þessi réttlæting dugi þeim sjálfum og friði þeirra sam- visku og samvisku stuðnings- manna þeirra á Alþingi, dugir þessi réttlæting hvergi nærri til hjá skattborgurunum, sem þegar eru farnir að greiða meir í ríkis- hítina en nokkru sinni fyrr. Sá venjulegi maður segir einfaldlega, að ríkisstjórn á hverjum tíma verði að meta þarfirnar, gera upp á milli þeirra og láta sér nægja það fé sem hæfileg skattheimta leggur þeim í hendur. Ef nauð- synleg og lögboðin útgjöld hafa gleymst er það skylda ríkisstjórn- ar að færa til fjármagn og láta annað bíða sem er minna aðkall- andi. Nægar heimildir til niður- skurðar liggja fyrir. Þanki ríkisstjórnarinnar er að vísu reikull, en þó kemur þetta þjóðráð hvergi nærri honum. I staðinn snýst allt um það, hvernig hægt sé að komast ögn dýpra ofan í vasa þegnanna. I fyrra var mark- ið sett við 65%, nú er það komið yfir 70%. Guð einn veit hvar það verður að ári, ef ríkisstjórnin nær sínu fram og situr áfram. Samneyzla er ísmeygilegt orð Alþýðubandalagið má eiga það Halldór Blöndal að það fer ekki í launkofa með þann vilja sinn að auka skatt- heimtuna og umsvif ríkisins. Til- gangurinn er sá að opinberir til- sjónarmenn hafi vald á því að deila styrkjum, jafnvel ölmusu- gjöfum, til þegnanna í staðinn fyrir að þeir hafi ástæður til að ráða sér sjálfir og sjá sér og sínum farborða af sínu sjálfsaflafé. Þetta er kallað samneyzla og í orðinu felst sú skírskotun, að sá sem er meiri máttar eigi að koma hinum til hjálpar og jafna þannig metin. En reynslan er bara ekki þessi, þar sem umsvif ríkisins eru mest og tilsjónarmenn kommúnismans allsráðandi. Hvergi í veröldinni er mismununin meiri en þar nema ef vera kynni í örfáum einræðisríkj- um þar sem þegnarnir búa hvort eð er við ógn og öryggisleysi. Það var ekki allur munur á stjórnar- athöfnum Hitlers og Stalíns né þeirra sem síðar hafa svarið sig í ættina. Einn þátturinn í svokallaðri samneyzlu Alþýðubandalagsins er fólginn í því að búa til formúlu um hvaða skilyrði maður þurfi að uppfylla til þess að hann geti búist við því að njóta ýmissa gæða sem staðið er undir með almannafé. Á þessum punkti sameinast fram- sóknarmenn þeim alþýðubanda- lagsmönnum. Það er gróið í eðli framsóknarmanna að þrá völd í því samfélagi, þar sem allir sitji ekki við sama borð heldur sé hægt að hygla mönnum, gera þeim greiða. Láta svo þakka sér það sem gert er á kostnað almennings. Samneyzla er ísmeygilegt orð af því að það er hægt að ástunda óréttlæti í skjóli þess. Samhjálp er af öðrum toga og ef inntak þess krufið til mergjar, hlýtur það fyrst og fremst að vera fólgin í því að menn sameinist um að sérhver maður geti orðið sjálfstæður og sjálfbjarga af eigin afli, með vinnu sinni og iðjusemi. Samhjálp þannig skilin ætlast ekki til gegndarlausrar skattheimtu, held- ur hóflegs aðhalds ríkisins og nauðsynlegs skipulags á ýmsum almennum sviðum svo sem á sviði heilsugæslu, hjúkrunar, menntun- ar eða löggæzlu, þar sem kostnað- ur greiðist úr sameiginlegum sjóði. Hafa „sjálfstæðisráð- herrarnir“ staðið sig? Við, sem sitjum á þingi kjörnir af Sjálfstæðisflokknum og erum í stjórnarandstöðu, höfum oft feng- ið að reyna það á undanförnum misserum, að þingvilji hefur verið fyrir því að ná fram ýmsum þýð- ingarmiklum stefnumálum Sjálfstæðisflokksins ef félagar okkar í ríkisstjórninni hefðu ekki brugðið fyrir okkur fæti. Þetta er nöturleg reynsla og kennir okkur, að það sem kannske fyrst og fremst skortir í okkar þjóðfélagi, er siðferðilegt aðhald að þeim mönnum, sem í valdastólum sitja hverju sinni. Fyrir skömmu reyndum við það í Neðri deild að þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins komu í veg fyrir að skynsamleg skipan yrði tekin upp í verðlagsmálum. Við höfum líka orðið að sætta okkur við að stefna okkar í skattamálum hefur verið brotin á bak aftur. Sömu sögu er að segja af húsnæð- ismálum. Þannig er hægt að rekja dæmin. Þegar þessi umræða vaknar er þeirri mótbáru oft hreyft að leiðir hafi skilist og þess vegna getum við ekki búist við að okkar gömlu félagar vilji vera okkur samskipa lengur. Þetta má auðvitað segja. En þá er spurningin þessi: I hverju felst réttlæting þeirra til setu í ráðherrastólum, ef hún hef- ur ekki í för með sér að sjálf- stæðisstefnan hafi meiri brautar- gengi en ella? Þessari spurningu hefur ekki verið svarað og það er athyglisvert, svo eðlileg sem hún er, að engir af spyrlum ríkisfjöl- miðla skuli hafa látið sér til hugar koma að varpa henni fram í ótelj- andi viðtölum þeirra við ráðherra ríkisstjórnarinnar, sem komu úr röðum sjálfstæðismanna. GLERI HENT HAFSKIPSMENN eru um þessar mundir, að flytja starfsemi sína af Grandagarði, að sögn Guðmundur Eyjólfssonar, yfirverkstjóra, en samhliða þvi var tækifærið notað og allmiklu magni af gleri, sem skemmst hefur i flutningum undanfarna mánuði og ár hent í uppfyllingu á Grandagarði og tók Kristján Örn, Ijósmyndari Mbl. þessa mynd við það tækifæri fyrir helgina. Þvaglát rakkans kost- aði eigandann lífið Mars<*ill«*s, Frakkiandi, 27. apríl. Al*. SJÖTÍU og þriggja ára gamall maður hefur verið handtekinn i kjölfar dauða konu, sem var skotin eftir að hundur hennar hafði migið á vegg nágrannans. Konan lést á sunnudag af skotsárum og eiginmaður henn- ar slasaðist einnig í skotárás- inni. Að því er lögreglan í Mar- seilles segir hafði nágranninn oft rifist við konuna, Anna Jeune, yfir hegðun hunds henn- ar. Vopn fannst á heimili gamla mannsins. , { l l * * U \ ' J n A : Landvernd: Velja ber virkjunar- kosti þar sem lífríki verður ekki skert MORGUNBLAÐINU hefur borist umsögn Landverndar vegna virkjunar Blöndu og segir í meðfylgjandi bréfi, að óskað sé birtingar á umsögn- inni vegna þeirrar umræðu, sem nú eigi sér stað um virkj- un árinnar. Umsögnin er gerð að ósk iðnaðarnefndar neðri deildar Alþingis 1978. Á þeim tíma, sem síðan er liðinn, segir að margskonar rannsóknir hafi verið gerðar varðandi þessa virkjun, en þó eigi umsögn Landverndar enn erindi til þeirra, sem ákvörðun þurfi að taka í þessu máli. Umsögn Landverndar vegna erindis iðnaðarnefndar neðri deildar um virkjun Blöndu Iðnaðarnefnd neðri deildar Al- þingis hefur beðist umsagnar Landverndar um frumvarp til laga um virkjun Blöndu, 125. mál 1977. Landvernd hefur áður bent á nauðsyn þess, að við ákvarðanir um allar stærri framkvæmdir sé byggt á alhliða áætlun um nýtingu landgæða og verndun þeirra fyrir framtíðina. Ákvörðun um stór- virkjun er mjög afdrifaríkur þátt- ur í sambandi við notkun land- gæða. Enda þótt fjárhagsleg þýð- ing Blönduvirkjunar til órkufram- leiðslu sé sögð mikil, telur Land- vernd mikla nauðsyn á, að málið sé vandlega rannsakað og bendir sér- staklega á hugsanleg umhverfis- áhrif og hvort búskapur og búseta á umræddu svæði geti orðið fyrir óheppilegri röskun. Landvernd telur að mjög skorti á, að fyrir liggi nægilegar upplýs- ingar til að geta gefið alhliða um- sögn um fyrirhugaða virkjun. Slík umsögn þyrfti, að dómi stjórnar Landverndar, að byggjast á víð- tækri könnun og mati á landnýt- ingar-, landverndar- og náttúru- verndarsjónarmiðum en fyrir liggja og ýtarlegri upplýsingum um aðra virkjunarkosti, sem til álita koma. Umsögn þessi er því bundin við einstaka ábendingar, sem Land- vernd telur nauðsynlegt að kann- aðar séu betur, áður en ákvörðun um framkvæmd yrði tekin. 1 Við fyrirhugaða virkjun Blöndu er gert ráð fyrir því, að mjög víð- feðm gróðurlendi og góð beitarlönd fari undir miðlunarlón. Þetta hlyti að valda tilfinnanlegri röskun á landnýtingu á viðkomandi svæði, þar sem að með því færi undir vatn stór hluti gróinna heiðarlanda á viðkomandi afréttum. Landvernd bendir á, að mikil eftirsjá er að því ef grónu landi er sökkt undir vatn, eða því eytt á annan hátt. Því ætti öðrum fremur að velja þá virkjunarkosti, þar sem komist verður hjá því að eyða grónum löndum og skerða lífríki landsins, hvort sem er á hálendi eöa láglendi. Á það skal bent, að þó aö takast megi að græða upp, í stað þess lands sem eytt er, sem reiknings- lega ætti að hafa sömu fram- leiðslugetu, mælt í fóðureiningum, verða slík nýgrædd lönd seint jafn- gildi gamalgróinna landa miðað við frjósemi jarðvegs og fjöl- breytni lífríkis. Uppgrædd svæði í þeirri hæð, sem hér um ræðir, gætu orðið mjög viðkvæm fyrir veðurfarsbreytingum, t.d. kuldaár- um, og má gera ráð fyrir stöðugu viðhaldi þeirrar ræktunar með áburðargjöf. 2. Á það hefur verið bent, að frá stórum miðlunarlónum stafar áfoks- og síðar uppblásturshætta fyrir nálæg gróðurlönd. Ekki verð- ur séð að farið hafi fram athuganir á því, hverjar gætu orðið afleið- ingar þessa í sambandi við fyrir- hugaða Blönduvirkjun. 3. Breytingar á rennslisháttum stórra fallvatna, það er aukið vetr- arrennsli, geta valdið aukinni ís- myndun og flóðahættu. Slíkt gæti leitt til landeyðingar og valdið skaða á öðrum verðmætum. Ekki verður séð, að það hafi ver- ið rannsakað í sambandi við fyrir- hugaða Blönduvirkjun, hvort slík hætta sé fyrir hendi, eða gerð grein fyrir því hvaða afleiðingar hún gæti haft fyrir gróið land og byggð í Langadal og við ósa Blöndu. Landvernd leggur áherslu á, að áður en tekin verður ákvörðun um fyrirhugaða Blönduvirkjun, eða hún lögheimiluð, verði það sem að framan er nefnt rannsakað og jafnframt það, hvort ekki finnist aðrir kostir á að virkja Blöndu, eða önnur vötn í þessum landshluta, þannig að þyrmt verði gróðurlend- inu og á þann hátt, að það sam- rýmist betur æskilegri nýtingu og verndun landgæða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.