Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1982 35 Bodil Sahn In memoriam Bodil Sahn kom til okkar í þriðja bekk í Gaggó. Það var í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga við Tjörnina 1937. Hún vakti tölu- verða athygli í bekknum, dökk yfirlitum, snaggaralegt svipmót og fas suðrænna en okkar hérna norður við heimsskaut, og þó ekki lengra að komin en úr Danmörku. Sumum þótti fyndið að hún talaði með dönskum hreim, svoleiðis málfar var á þeim árum efni í heilar revíur á þessum útkjálka konungdæmisins. Hitt var þó öllu merkilegra að hún fékk hærri ein- kunnir í íslensku en flestir hinna innfæddu. Þeim sem höfðu einhvern snefil af bekkjarmetnaði þótti ekki ónýtt að hafa svona pre-manneskju í hópnum sem hélt upp í Mennta- skóla og hugði á stúdentspróf. Þar var fyrir í fjórða bekk ámóta hóp- ur námshesta úr gagnfræðadeild lærða skólans og þóttist hagvanur. Snemma kom þó í ljós að Tjarn- arbakkaliðið stóð á engu lægra plani menningarinnar en nýju bekkjarsystkinin, og raunar ofar ef stúlkur einar voru taldar. Auðvitað þótti engum mikið, að Bodil tæki minnst 10 í dönsku, en hún lék sama leikinn í öðrum þjóðtungum, fornum og nýjum, sem verið var að kenna okkur í máladeild. Kom þar, að miðlungs- fólk og þaðan af lakara fékk ekki betur séð en kennarar væru haldnir bódilardellu, þegar þeir aftóku að gefa því sæmilega fyrir þokkaleg verkefni í skriflegu, á þeirri forsendu að maður hlyti að hafa kíkt á hjá Bodil Sahn. Manni sárnar enn í ag. En svo gat líka allur almenningur tekið því rólega þegar kom að hámenningunni, bókmenntum og listum. Þá sner- ust tímar einatt upp í prívat kon- versasjón Bodilar og kennara um Anatole France og Elliot, Picasso, Braque og Rodin og allskonar spámenn og spekinga — og leið- indaskjóður — í fortíð og nútið. Nú mætti ætla, að mara þessar- ar ógnar alvöru hafi þrúgað allt umhverfi og áhrifasvæði hinnar miklu námsmeyjar, en það var nú eitthvað annað. Enginn hló inni- legar en Bodil Sahn að fáránlegum uppátækjum og skringilegri fram- göngu bekkjarsystkinanna, og frómt frá sagt var sjaldan gert langt hlé á skrípalátum, bulli og vitleysu og öðrum skemmtileg- heitum í trássi við námskröfur. Bodil var jafnan tilbúin í grín og glens, og tækist einhverjum að krota afkáranlegan þvætting eða hæpna fullyrðingu á blaðsnifsi og lauma upp á borð hjá henni, nægði það til að hlátursprengja hana, og þar með alvöru kennslustundar- innar, jafnvel þótt við værum stödd á hátindi klassískrar menn- ingar í kvæðum Horatíusar og þeirra bræðra. Það er þessi hláturmilda, káta, eldklára og „kjekka" Bodil sem við bekkjarsystkinin gleymum aldrei. Arin hafa liðið í samræmi við hraða nútímans, og hefur teygst misjafnlega á samböndum okkar sem kvöddum Menntaskólann 1940, en aldrei hafa þau slitnað alveg. Bekkurinn tvístraðist út um allar jarðir, en Bodil Sahn fór þó ekki langt. Að loknu Háskólaprófi hélt hún beint upp í Menntaskóla aftur, og kenndi þar tungumál meðan henni entist heilsa. Það er því engin smáskari sem fékk að njóta góðs af gáfum hennar og þekkingu þar á liðnum áratugum, þótt enganveginn sé unnt að jafna slíku við uppfræðslu og menntun okkar sem fengum að kíkja á hjá henni í þýskum stíl og franskri ritgerð, okkar bekkjarsystkinanna sem kveðjum Bodil Sahn í dag, og þökkum henni samveruna. Jón Múli Árnason Kveðja frá Mennta- skólanum í Reykjavík Bodil Sahn menntaskólakennari var burtkvödd af þessum heimi hinn annan dag í sumri eftir lang- varandi örkuml og veikindi. Á meðan henni entust kraftar, kenndi hún dönsku og ensku við Menntaskólann með miklum og góðum árangri, enda harðdugleg- ur kennari. Síðari hluta ævinnar helltist yf- ir hana hvert slysið og óhappið á fætur öðru, svo að kennsluferill hennar hér varð miklu styttri en efni stóðu til, því að ítrekuð beinbrot ollu því, að hún gat ekki lengur komist ferða sinna um skólahúsin. Hún lét af kennslu um áramótin 1975—1976, en var við vörzlu í bókasafni skólans um skeið eftir að kennslustörfum lauk. Hún lét af störfum árið 1978. Eins og oft vill verða, rofnuðu mjög tengslin, eftir að daglegum samskiptum lauk, þótt hún byggi síðustu árin aftur innan sjónmáls frá skólanum. Bodilar verður ávallt minnst í Menntaskólanum í Reykjavík sem afburða-einbeitts og duglegs kennara, og hið sama má vafalaust segja um velflesta nemendur hennar fjölmarga. Skólinn og ég sendum Jóni Snorra og frú Ásu innilegustu samúð- arkveðjur. Guðni Guðmundsson Emilía Þorgrímsdóttir Brúarhlíð - Minning Fædd 2. desember 1924 Iláin 14. apríl 1982 Ilún er farin hún Emma. Ég vissi reyndar að Blakkur beið tygjaður í varpa. En mér finnst eins og ég hafi átt eftir að kveðja og þakka fyrir samfylgdina. Og nú hafa þau bæði fengið vængi til að hlífa fótunum sínum og ber hratt undan, svo leiðir hljóta að skiljast um sinn, en ég ætla að fleirum en mér sé svipað innanbrjósts, svo fé- lagslynd og hress sem hún Emma var alla tíð, dugleg og ósérhlífin. Hún var ein af þessum hetjum hversdagsins, sem láta ekkert buga sig. Það skilja eflaust ekki allir, þeir sem aldrei kenna sér meins svo heitið geti, hvað það er að lifa, stríða og vinna með var- anlegri dags daglegri hömlun vegna meinsemdar, missa aldrei kjarkinn, en: lyfta makka létt í fang,/ láta blakkinn fljúga. Og það gerði hún Emma svo sannar- lega. Hann var ekkert allra með- færi hann Blakkur hennar, en hún náði á honum tökum og sat. Þann- ig var hún, jafnvel með brákaðan hæl smalaði hún daglangt og neit- aði að yfirgefa sína gangnaröð fyrr en í áfangastað var komið. Og þannig hygg ég að verið hafi lífshlaup hennar alloft, ekkert meðalmannsverk né veifiskata-. Hún hló að erfiðleikunum og harkaði af sér mótlætið. Og það var gott að vinna með henni Emmu, það geta bæði gangnamenn, kvenfélagskonur og ungmennafélagar borið vitni um. Þar lá þjóðbraut um hlað og heimilið þeirra Guðmundar og Emilíu í Brúarhlíð stóð öllum opið, jafnt á nótt sem degi, til fyrirgreiðslu og aðhlynningar gestum og gangandi, við bensín- afgreiðsluna sem eldhúsborðið i kaffi og mat. Öll sú þjónusta verð- ur ekki tíunduð né metin að verð- leikum, enda alltaf innt af hendi sem sjálfsagður hlutur, án endur- gjalds. Hann er ekki vanur að bera til- finningarnar utan á sér hann Guðmundur í Brúarhlíð, og ég veit að hann gerir það ekki heldur nú, en við sem til þekkjum tökum þátt í sorg hans og missi og telpnanna hans, sem eiga um svo sárt að binda. Smáatriðin úr lífi Emmu og uppvexti eru mér ekki kunn, en síðustu 20 árin hef ég sem granni séð hvernig henni spilaðist úr því sem á höndina kom og gefið var. Það hefðu ekki aðrir gert betur. En þá má ekki gleyma að geta hans Guðmundar, mannsins henn- ar, þess einstaka prúðmennis og hlutdeildar hans í heimilisönnum bæði utan húss og innan bæjar. Sú saga verður að vísu ekki rakin hér og nú, en honum sendar innileg- ustu samúðarkveðjur og fyrirbæn- ir um langan starfsdag enn, því hún Emma okkar var kölluð burt á miðjum starfsdegi og átti ýmsu ólokið. Engum treysti ég betur en Guð- mundi í Brúarhlíð að ljúka því dagsverki, sem öðrum, með heiðri og sóma, á sinn hljóðláta farsæla hátt. Guðríður G. Helgadóttir, Austurhlíð. Kópavogur: Opið bréf til fræðsluyfirvalda Morgunblaðinu hefur bor- ist til birtingar opið bréf til fræðsluyfirvalda frá 67 nem- endum í framhaldsdeildum Víghólaskóla. Bréfið er svo- hljóðandi: „Kópavogur er stærsti kaup- staður á landinu, og þess vegna finnst okkur framhaldsnemum, og eflaust öllum öðrum, það hart, að við, sein stundum nám i fram- haldsdeildum Víghólaskóla sem eru reknar með fjölbrautasniðí (uppeldisbr., heilsugæslubr. og viðskiptabr.), getum ekki lokið námi okkar í okkar eigin bæjarfé- lagi þar sem þessar deildir bjóða aðeins upp á tveggja ára fram- haldsnám. Sl. haust samþykkti bæjarstjórn Kópavogs að settur yrði á laggirnar fjölbrautaskóli í Kópavogi. Þetta varð okkur nám- fúsum nemendum mikið tilhlökk- unarefni, þar sem við sáum fram á að geta lokið námi okkar í Kópa- vogi. Ennþá bólar ekkert á þessum blessaða fjölbrautaskóla. Við lítum á það sem sjálfsagðan rétt að geta lokið framhaldsnámi án þess að sækja skóla í önnur byggðarlög. Fjölbrautaskóla með eininga- og áfangakerfi þarf ekki að stofna frá grunni, því nú þegar er kominn vísir að honum í fram- haldsdeildum Víghólaskóla og Menntaskóla Kópavogs. Eftir hverju er beðið??? Fáum við að halda áfram í fjölbraut í Kópa- vogi??? Slg Félagsmálastofnun III Reykjavíkurborgar Fósturheimili Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir fósturheimili til frambúöar fyrir börn á aldrinum 8—12 ára. Æskileg staösetning stór-Reykjavík- ursvæöiö. Upplýsingar í síma 74544 fyrir hádegi. Vírbindivélar fyrir skreið Utvegum meö stuttum fyrirvara: handknúnar, loftknúnar, sjálfvirkar vírbindivélar TRAUST hf Box 118 — 121 Reykjavík — sími 91-26155 HRADFERÐ Komdu fyrir kl. 10.00, myndirnar tilbúnar kl. 17.00. Framköllun samdægurs er ný þjónusta sem þú færö aöeins hjá okkur. Komdu í einhverja afgreiösluna milli kl. 8.30 og 10.00 aö morgni, og náöu í tilbúnar litmyndir kl. 17.00—18.00 síö- degis. Aö sjálfsögöu kemur hraöinn ekki niöur á gæöunum. Viö reynum betur. Hafnarstræti 17, Suöurlandsbraut 20 og hjá Magasín, Auðbrekku 44—46, Kópavogi. BBl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.