Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982 11 Anægjuleg menning- arvaka í Miðgarði 1U ryrrverandi og nuverandi rormenn Llngmennareiags fstainoltstungna, en peir eru: Porsteinn jonsson, ivaoaistoo- um, Jón Þór Jónasson, Hjarðarholti, Bjarni Helgason, Laugalandi, Katrín Magnúsdóttir, Munaðarnesi, Albert Sigurvinsson frá Arnarholti, Sveinn Jóhannesson, Flóðatanga, Jón G. Guðbjörnsson, Lindarhvoli, Jón Snorrason, Laxfossi, Sr. Brynjólfur Gíslason, Stafholti, og Sigríður Þorvaldsdóttir, Hjarðarholti, núverandi formaður. Ungmennafélag Stafholtstungu 70 ára Horgarnesi, 24. apríl. UM ÞESSAR mundir eru 70 ár liðin frá stofnun llngmennafélags Staf- holtstungna. Félagið var stofnað 4. apríl 1912 í kirkjunni i Stafholti. Að- alhvatamaður að stofnun félagsins var Sverrir Gíslason, bóndi í Hvammi, og var hann kosinn fyrsti formaður þess. Nýlega var haldið upp á afmæl- ið með hófi í Héraðsheimilinu Varmalandi. Veislustjóri var Leopold Jóhannesson, Hreða- vatnsskála. Hófið hófst með ávarpi Sigríðar Þorvaldsdóttur, Hjarðarholti, formanns ung- mennafélagsins, og síðan fluttu þeir Þorsteinn Sigurðsson, Brú- arreykjum, og Sveinn Jóhannes- son, Flóðatanga, þætti úr 70 ára sögu félagsins. Félaginu bárust margar kveðjur og góðar óskir í tilefni afmælisins. Jón Snorrason, Laxfossi, einn af stofnfélögum, var mættur í af- mælishófið en 4 aðrir stofnfélagar eru á lífi. Þau eru Rannveig Oddsdóttir, Steinum, Þorbjörg Helgadóttir, Brúarreykjum, Jón Þorsteinsson frá Hofsstöðum og Sigríður Jónsdóttir, Kvíum. í til- efni tímamótanna voru þeir Guð- brandur Ólafsson, Munaðarnesi, og Albert Sigurvinsson frá Arn- arholti gerðir að heiðursfélögum og Jóni Einarssyni, Höll, var veitt viðurkenning en hann er einn elsti félaginn í Ungmennafélagi Staf- holtstungna. Starfssvæði Ungmennafélags Stafholtstungna er 3 hreppar í Mýrasýslu, Norðurárdalshreppur, Stafholtstungnahreppur og Þver- árhlíðarhreppur. Félagar eru 120. Kvennaframboðið sækir ekki um afslátt i síma: Telur alla meðferð málsins ógeðfellda Framkvæmdanefnd Kvennafram- boðsins í Keykjavík hefur óskað eft- ir að koma á framfæri, að tekin hafi verið sú afstaða að sækja ekki um afslátt af afnotagjaldi og skrefataln- ingu kosningasíma sinna þar sem það telji alla meðferð þessa máls með eindæmum ógeðfellda. „Sýnir þetta berlega samtrygg- ingarkerfi stjórnmálaflokkanna og misnotkun þeirra á almannafé í eigin þágu,“ segir m.a. í yfirlýs- ingu Kvennaframboðsins. Telur Kvennaframboðið mótmæli og fyrirhugaðar aðgerðir Félags sím- virkja í þessu máli mjög eðlilegar. Þá má geta þess að aðeins stjórn- málaflokkarnir fjórir hafa fengið samþykktan afslátt vegna kosn- ingasíma, en ekki önnur samtök um framboð. 10 nefndir eru starfandi innan fé- lagsins, má þar nefna öflugar íþróttanefndir og leikdeild. Félag- ið hefur mjög góða starfsaðstöðu að Varmalandi. Þar er nýtt íþróttahús/ félagsheimili, íþrótta- völlur og sundlaug. Félagið er öfl- ugt og velstarfandi og lætur sér ekkert óviðkomandi. HBj. FIMMTIJDAGINN 15. apríl var haldin vaka, en að henni stóðu Tónlistarfélagið var til skemmtunar einsöngur, upplestur Söngkonan Jóhanna G. Möller söng við undirleik Krystynu Cort- es. Þessi unga og efnilega söngkona flutti langa og fjölbreytta dagskrá erlendra og innlendra laga, m.a. Die Forelle eftir Schubert, þetta vel þekkta og skemmtilega lag, sem flutt var á skemmtilegan hátt og af íslenskum lögum voru þarna m.a. Draumalandið eftir Sigfús Ein- arsson og Svanasöngur á heiði eftir Sigvalda Kaldalóns og komu þessi lög bæði mjög vel út í hinni björtu og þróttmiklu rödd söngkonunnar. Um undirleikarann er það að segja að hún er hrífandi píanóleikari og hennar prúðmannlega og háttvísa framkoma gagntók okkur áheyr- endur. Við óskum þessum listakon- um velfarnaðar á listabrautinni. Þá las Indriði G. Þorsteinsson úr verkum sínum og svaraði fyrir- spurnum áheyrenda um ritverk sín og fleira. Þetta var mjög ánægjuleg stund með skáldinu. Indriði er au- fúsugestur okkar, ekki síst Skag- firðinga. Ritverk hans heilla okkur í Miðgarði í Varmahlíð menningar- og menningarsjóður Miðgarðs. Þarna og málverkasýning. og þekkir margur þar sitt um- hverfi, sína ástkæru heimabyggð og jafnvel sig sjálfan ef vel er að gáð. Það væri skemmtilegt að sjá og heyra Indriða síðar á samkomu sem þessari. Það sem ekki síst prýddi þetta kvöld var málverkasýning Gunnars Friðrikssonar frá Sauðárkróki. Þessar myndir þóttu aðdáanlegar, svo lifandi, sem stæði maður and- spænis raunveruleikanum, t.d. myndin Fjörusteinar. Það var sem maður heyrði lognölduna gjálfra við brimsorfna hnullungana og ilm af blautum þara legði fyrir vitin. Og á annarri mynd reis Mæli- fellshnjúkur og horfði út yfir hér- aðið í blámóðu sumarkvöldsins. Sýning þessi, tónlist og bók- menntir, fóru þarna mjög vel sam- an og væri ánægjulegt ef þetta gæti orðið árviss viðburður í Mið- garði eins og fyrirhugað er. Stefán Jónsson, Grænumýri, form. Tónlistarfél. Skagafjarö- arsýslu. STOR í Gróðurhúsinu, m rlono stendur aóeins í “ Udljcl Pottaplöntur 20—50% Allar potta- plöntur seldar þessa daga meö 20-50% afslætti Ath Allar pottaplöntur á útsölu Keramik útsala Viö seljum pottahlífar úr keramik í miklu magni meö 20-50% IbltaiCNfcil Sigtúni 40, sími 86340. afslætti ' ■■ ■ - 11. \ •*,»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.