Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982 25 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö. Fyrirsagnir frá 1978 Þjóðarútgjöld hafa undanfarin 3 ár aukizt verulega, umfram vöxt þjóðartekna. Þessi mismunur hefur komið fram í vaxandi viðskiptahalla og vaxandi erlendum skuldum. Hann nam 5% af þjóðarframleiðslu 1981 sem er helmingi hærra hlutfall en árið áður. — Stöðnun hefur og átt sér stað í þjóðarframleiðslu og þjóðartekj- um, sem sníða okkur lífskjararamma, bæði sem einstaklingum og heild. Þjóðhagsspá 1982 stendur, í fyrsta skipti um langt árabil, til samdráttar í þessari undirstöðu lífskjara okkar. Það segir sína sögu, að þessir hættuboðar, sem skyggja á framtíðaratvinnuöryggi og lífskjarastöðu þjóðarinnar, eru hávaxnasti gróðurinn á þjóðarakrin- um eftir þjóðmáiaforystu Alþýðubandalagsins — allar götur síðan 1978. Rekstrarstaða undirstöðuatvinnuveganna hefur veikzt verulega. Við erum því verr undir það búin að mæta neikvæðum sveiflum í efnahagslífi okkar, s.s. hruni loðnustofns eða sölutregðu á skreið. Undir slíkum kringumstæðum getur hin veika rekstrarstaða fram- leiðsluatvinnuveganna skekkzt svo, að atvinnuöryggi, sem við höfum búið við um langan aldur, heyri liðinni tíð. Þannig hefur heimatilbú- inn og utanaðkomandi vandi sett torfærur á veg þjóðarinnar til bættra lífskjara. Rekstrarstaða atvinnuveganna hefur verið veikt, bæði með auk- inni skattheimtu og gengisstýringu. Það hefur torveldað vöxt þeirra, tæknivæðingu, framleiðniaukningu og möguleika til að mæta kjara- kröfum. Þá hafa stjórnvöld einnig látið hjá líða að auka á þjóðartekj- ur og afkomuöryggi með nýjum stórvirkjunum og orkuiðnaði. Þannig hefur stjórnarstefna Alþýðubandalagsins seinkað lífskjarabótum, sem ella væru tiltækar bæði fyrr og í ríkara mæli. Þjóðartekjur hafa skroppið saman í höndum núverandi valds- herra. Ef á að skipta þeim þann veg, að allir fái fleiri krónur, án þess að „þjóðarkakan vaxi“, þýðir það einfaldlega smærri krónur — og rýrari að kaupgildi. Það hraðar umbreytingu nýkrónunnar í flot- krónu, sem komin er vel á veg. Það sem máli skiptir er að auka kaupmátt launanna. Það verður ekki gert nema með því að auka þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur — eða skerða hlut skattheimtunn- ar í aflatekjum almennings. Það er í þessu meginatriði, að auka á þjóðarframleiðslu, sem Alþýðubandalagið hefur brugðizt. En hvað hefur Alþýðubandalagið að bjóða í brátt endaðan stjórn- arferil? Það er nú kyrfilega tíundað í útsölugluggum Þjóðviljans dag hvern. Hvorki meira né minna en öll gömlu slagorðin frá 1978: „Kosningar eru kjarabarátta", „samningar í gildi“, „kjarabaráttan ræðst við kjörborðið 22. maí nk.“! Slíkt innihaldslaust orðskrúð er létt í maga. Það verður hvorki notað til að greiða með síhækkandi skatta fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins né nauðþurftir heimil- anna. Alþýðubandalagið hefur einfaldlega fallið á reynsluprófinu. Falleinkunnin verður talin upp úr kjörkössunum áður en langt um líður. Viðunandi ævikveld Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur, sem þá höfðu þar meirihluta, settu borgarstjórn þá meginreglu að ákveðinn hluti útsvara skyldi ganga til þess verkefnis að búa öldruðum viðunandi ævikvöld í borginni. Þessi ákvörðun varð grundvöllurinn að þeim mannvirkjum, sem nú eru risin við Lönguhlíð, Dalbraut, Furugerði og Snorrabraut. í raun vóru þau öll vel á veg komin eða þegar ákveðin, er nýr borgarstjórnarmeirihluti kom til sögunnar 1978. Sá meirihluti hefur hinsvegar ekki prjónað upp á neinu nýju verkefni á þessum vettvangi, þrátt fyrir mjög aðkallandi þarfir. í vernduðu húsnæði við Snorrabraut, sem senn verður tekið í notkun, verður rúm fyrir 28 einstaklinga og fern hjón. Umsóknir um þessar vistarverur vóru hinsvegar á fjórða hundrað, sem segir sína sögu um ófullnægða þörf. 1200 einstaklingar, búsettir í Reykjavík, eru 86 ára eða eldri. 12,9% af íbúum höfuðborgarinnar eru í tölu ellilífeyrisþega. Þetta fólk hefur skilað þjóðfélaginu löngum starfsdegi — og á skýlausan sið- ferðilegan rétt til að búa við öryggi á ævikveldi. Því miður hefur minna verið gert, til að svo megi verða, en þarfir sögðu til um. Þessvegna er brýn vöntun á sjókrarými fyrir öldrunarsjúklinga og vernduðu húsnæði fyrir roskið fólk svartasti bletturinn á íslenzku velferðarsamfélagi í dag. Alþýðubandalagið hefur haft forystu í félagsmálaráðuneyti og borgarstjórn, þar sem málefni roskins fólks ráðast, um árabil. Við ríkjandi aðstæður í öldrunarmálum er því nöturlegt þegar Þjóðvilj- inn tíundar nýtt kosningaslagorð með kynningu sinni á frambjóð- endum Alþýðubandalagsins til borgarstjórnar: „gegn gamla tíman- um“. „Gamli tíminn", þ.e. tími þessa roskna fólks, er undirstaða þeirrar velmegunar, sem þjóðin býr við í dag, og sá grunnur, er framtíð þjóðarinnar verður byggð á. — Það er rangt að vanmeta þennan tíma, þó horfa beri til framtíðar, og það er léleg vörn fyrir lítil tilþrif í málefnum fullorðins fólks á liðnu kjörtímabili. Hjúkrunarfræðingar skipuleggja neyð- arþjónustu vegna fjöldauppsagnanna „Við hjúkrunarfræðingar erum ennþá ákaflega óánægðir með launin okkar en eins og menn muna, þá veitti kjaranefnd okkur tveggja launaflokka hækkun, fyrir nokkru, sem þýðir í raun að byrjunarlaun hækkuðu úr 7.840 krónum (11. launaflokkur) í 8.460 krónur (13. launaflokkur, 2. þrep) eða um 620 krónur, auk þess sem við fengum örlítið hraðara, launaskrið. Þegar okkur bárust þessar niðurstöður kjaranefndar voru haldnir vinnustaðafundir á öllum spítölunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þar var ákveðið að halda uppsögnunum til streitu, sem ákveðnar höfðu verið í febrúar, en þær taka gildi í ríkissjúkrahúsunum þann 15. maí næstkomandi og á Borgarspítalanum og heilbrigðisstofnunum borgarinnar þann 1. júní.“ — Þetta kom meðal annars fram á fundi með félögum úr Hjúkrunarfélagi íslands og forsvarsmönnum uppsagnanefnda á sjúkrahúsum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. En hver er þátttakan í uppsögn- unum? „Hún er mjög góð og samstað- an mikil. A sjúkrahúsunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu starfa um 700 hjúkrunarfræðingar og af þeim hafa 500—600 sagt upp störfum. Þeir rúmlega eitt hundrað hjúkrunarfræðingar, sem ekki hafa sagt upp, eru ein- kum þeir sem eru að fara í barnsburðarleyfi, námsleyfi eða á ellilaun. Uppsagnir þessa fólks þýddu skerðingu á réttindum þess og vill það því fara varlega í sakirnar, sem skiljanlegt er. Hér er einnig um að ræða forstöðu- konur og Hjúkrunarfræðinga, sem hafa ráðherraskipun í starf- ið. Það má geta þess sérstaklega að á Landspítalanum starfa 270 hjúkrunarfræðingar en aðeins 11 hafa ekki sagt upp störfum, sem þýðir að hér er um 97% þátttöku að ræða. Einnig er þátttakan mjög góð úti á landi og höfum við frétt að á sjúkra- húsunum á Selfossi, Akranesi, Keflavík og í Vestmannaeyjum hafi nær allir sagt upp.“ Hvernig verður búið að þeim sjúklingum, sem þurfa hjúkrun á sjúkrahúsunum meðan þetta ástand varir? „Um þessar mundir erum við að vinna að því að skipuleggja neyðarþjónustu á sjúkrahúsun- um en hún verður í algjöru lág- marki. Starfræktar verða deildir þar sem lífsnauðsynleg starf- semi fer fram og öllum slysatil- fellum verður annað. Þá verða ellideildir sjúkrahúsanna starf- ræktar, því ef við lokum þeim þá værum við að velta byrðinni yfir á heimahjúkrunina. Einnig verða geðdeildirnar starfandi því nú þegar hefur dregið mjög úr starfsemi þeirra vegna hjúkrunarfræðingaskorts svo segja má að þar ríki algjört neyðarástand. Þær deildir, sem verða opnar, verða fullmannað- ar. Það sem þessar uppsagnir þýða í raun er að dregið verður úr innlögnum á sjúkrahúsin og fólk verður að bíða lengur eftir sjúkrahúsvist og um leið lengj- ast biðlistarnir. Neyðarþjónust- an er skipulögð á hverju sjúkra- húsi fyrir sig en það gerir hjúkr- unarforstjóri í samráði við hjúkrunarfræðinga, sem sagt hafa upp störfum." Hver eru markmiðin með þess- um aðgerðum? „Með þessum aðgerðum erum við ekki aðeins að hugsa um hag okkar sjálfra heldur einnig spít- alanna og sjúklinganna sem þar dveljast. Eins og komið hefur fram í fréttum, þá eru margar deildir spítalanna lokaðar vegna þess að hjúkrunarfræðinga vantar til starfa. Aðrar deildir eru undirmannaðar og sumar hverjar eru reknar á aukavökt- um, sem þýðir meðal annars að sjúklingarnir fá alltaf nýtt og nýtt fólk til að annast sig auk þess sem slíkt fyrirkomulag er mun dýrara fyrir sjúkrahúsin. Vegna hjúkrunarfræðinga- skortsins er svo vinnuálagið helmingi meira á þeim sem fyrir eru og auðvitað kemur það niður á umönnun sjúklinganna. Það hefur verið mikill flótti úr hjúkrunarfræðingastéttinni á undanförnum árum í aðrar starfsgreinar, sem eru betur launaðar. Einnig hafa margir þeirra haldið til starfa erlendis, þar sem kjör hjúkrunarfræðinga eru mun betri en hérlendis. Við teljum að með því að gefa eftir í launamálunum, þá sé aðeins ver- ið að ýta vandamálunum á und- an sér en ekki leysa þau. Við höf- um því ákveðið að halda fast við upphaflega kröfu okkar um að byrjunarlaun færist upp í 16. launaflokk 2. þrep, sem gerir nú 9.382 krónur. Einnig förum við fram á mun hraðara launaskrið og að stjórnunarstöður verði betur launaðar. Við teljum að þessar kröfur okkar séu hógværar, því hjúkr- unarfræðingar hafa dregist mjög aftur úr öðrum heilbrigð- isstéttum í launum. Við höfum mætt miklum skilningi því flest- um finnst launamál okkar hafa verið vanrækt og þeir sem þekkja til starfsins vita að mikl- ar kröfur eru gerðar til okkar, störf okkar eru ábyrgðarmikil og sífellt eru gerðar meiri kröfur til menntunar auk þess sem vinnu- álagið er gífurlegt. Við gerum okkur grein fyrir að þetta eru alvarlegar aðgerðir sem við erum að framkvæma nú, en svo virðist sem þetta sé eina leiðin til úrbóta, því þessi mál hafa átt sér langan aðdraganda." Þá ræddum við einnig við Mál- hildi Angantýsdóttur, sem er í stjórn Sjúkraliðafélags íslands, sagði hún að Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar gæti samið við Reykjavíkurborg og þar með um kröfur sjúkraliða til 1. maí. Möguleikar væru fyrir því að þeir semdu hærra en kjara- nefndarúrskurður kvað á um á sínum tíma. Ef svo færi væri grundvöllur kominn til samn- inga við sjúkraliða almennt. Þá sagði Málhildur ennfremur að uppsagnir sjúkraliða kæmu ekki til framkvæmda fyrr en 1. júní, hvað Sjúkraliðafélagið gerði til að styðja við bakið á hjúkrunarfræðingum, þar sem uppsagnir hjúkrunarfræðinga á ríkisspítölunum tækju gildi 15. maí, hefði ekki enn verið ákveðið en ákvörðun þar að lútandi yrði . tekin á aðalfundi Sjúkraliðafé- lagsins, sem verður 30. apríl. Félagar i Hjúkrunarfélagi íslands og forsvarskonur uppsagnanefnda á sjúkrahúsum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Talið frá vinstri: Steinunn Einarsdóttir, Sæunn Kjartansdóttir, Sigriður Guðmundsdóttir, Guðrún Margrét Jónsdóttir, Brynhildur Ingimundardótt- ir, Árný Sigurðardóttir, Sveinbjörg Kinarsdóttir og Karolína Vilhjálmsdóttir. i.jósm. kax. Stefna Alþýðubandalagsins: Enga kjarasamninga fyrr en eftir kosningar í vor - samningstíminn rennur út 15. maí „ÞKIK launamenn sem styðja aðra flokka en Alþýðubandalagið I kosningunum í vor, eru i raun að styðja andstæðinga sína til valda. Það er of seint að átta sig eftir að kjörstöðum hefur verið lokað að kvöldi 22. maí... Árangur kosn- ingabaráttunnar mun ráða úrslit- um í kjarabaráttunni," þannig er komist að orði í ályktun verka- lýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins, sem samþykkt var á aðalfundi þess sl. sunnudag. ()g í gær slær Þjóðviljinn þessari ályktun upp yf- ir þvera forsiðu sína. Samnings- timabilið rennur út 15. maí næst- komandi. Vinnuveitendasamband Is- lands hefur skilið samþykkt verkalýðsmálaráðsins á þann veg, að forystumenn ASÍ í ráð- inu vilji hindra gerð kjarasamn- inga milli ASÍ og VSI fram yfir kosningarnar 22. maí. Jafn- framt lýsa vinnuveitendur því yfir, að hér sé um innra mál ASÍ að ræða — ASI kann að vera ósammála ályktun Alþýðu- bandalagsins. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sem sæti á í verkalýðs- málaráði Alþýðubandalagsins, lét þau orð falla í fyrradag, þeg- ar birt var skýrsla Þjóðhags- stofnunar, sem gerð var að ósk Vinnuveitendasambandsins, að vinnuveitendur væru tregir til að ganga til kjaraviðræðnanna að þessu sinni. Verkalýðshreyf- ingin yrði að bregðast við með auknum þrýstingi á þá, meðal annars með því að félagar í ein- stökum verkalýðsfélögum veittu stjórnum sínum umboð til verk- fallsboðunar. Fyrir síðustu sveitarstjórn- arkosningar, vorið 1978, barðist Alþýðubandalagið einnig undir þeim merkjum, að án stuðnings við það yrði launafólk illa úti. Opinberar upplýsingar sýna, að frá þeim tíma hefur kaupmáttur rýrnað, til dæmis minnkaði kaupmáttur kauptaxta um 1% á árinu 1981. Frá því í júní 1979 til mars 1982 vantar 28% upp á, að verðbætur á laun nái hækkun framfærsluvísitölu. Fyrir liggur, að þjóðartekjur á mann muni minnka um 2% í ár. Hinn 21. ágúst 1981 sagði Kjartan Ólafsson, varaformaður Alþýðubandalagsins, að svig- rúmið í kjarasamningunum síð- asta haust væri 2%, þar sem tal- ið var þá, að þjóðartekjur á mann mundu aukast um það hlutfall 1981. Framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands- ins, Þorsteinn Pálsson, var sam- mála þessari niðurstöðu Kjart- ans Ólafssonar, en taldi ólíklegt, að aukning þjóðartekna yrði 2%, sem reyndist rétt, hún nam 1,6% á árinu 1981. DJÖWIUINN IMióvikudagur 28. apríl 19K2 —93. tbl. 47. árg. Verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsinsi Úrslit í kjarabaráttunni! raðast á kjördegi 22. maí| Forsíða Þjóðviljans í gær. Verkalýðsmálaráð Aiþýðubandalagsins vill ekki að niðurstaða fáist í kjaraviðra'ðum Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins fyrr en að loknum sveitarstjórnarkosningunum í vor. Útlaginn fær góðar viðtökur í Variety IJTLAGINN, kvikmynd ísfilm eftir Gísla sögu Súrssonar, var nýlega sýnd á kvikmyndahátíð- inni Filmex í Los Angeles í Bandaríkjunum. Blaðið Variety fjallar þar um myndina og í dómi blaðsins segir m.a.: „Á meðal þess táknrænasta í myndinni er sú staðreynd, að í hinum óheflaða heimi afls og vopna eru það konurnar, sem stjórna atburðarásinni. Þær hvetja eiginmenn sína til frek- ari morða og svo virðist sem þetta fólk sýni engin merki særðra tilfinninga eða harms þegar nákomnir ættingjar eru drepnir. Sættir sig við orðinn hlut þegar í stað. Þá er það at- hyglisvert að svo að segja hver einasti maður, sem myrtur er, er myrtur sofandi í rúmi sínu. Myndrænt séð minnir mynd- in einna helst á Macbeth Rom- an Polanskis. Sviðið er kulda- legt. Trjásnauðar auðnir og ógnvekjandi veður setja svip sinn á myndina, svo og hin augljósa staðreynd að harmleik og ástvinamissi er tekið eins og daglegu brauði. Margir þeirra staða, sem myndin er tekin á, eru stórbrotnir, einkum gap- andi gjáin þar sem lokauppgjör myndarinnar fer fram. Lok myndarinnar eru blóði drifin, en mjög sannfærandi þegar á allt er litið. Stjórnandi myndarinnar, Ágúst Guðmundsson, vakti talsverða athygli er fyrsta mynd hans, Land og synir, kom á markað. Hann er augljóslega gæddur næmu, myndrænu auga og hæfileikum til að halda stöð- ugri spennu í myndinni. Útlaginn er ekki óskeikul mynd í sumum tilvikum, en kostir hennar eru göllunum yf- irsterkari." Dagmæður skila ekki inn starfsleyfum að svo stöddu UM ÞESSAR mundir standa yfir viðræður Samtaka dagmæðra í Reykjavík og borgaryfirvalda. Er fyrst og fremst rætt um að borgin taki aukinn þátt í námskeiðahaldi fyrir dagmæður og að tillit verði tek- ið til námskeiðsins hvað varðar ráðningu þeirra á dagheimili. Þá er einnig rætt um það að borgin láni dagmæðrum eða leigi stærri leik- föng til að létta undir með þeim. Þessar umræður hafa einnig orðið til þess að dagmæður hafa hætt við að skila inn starfsleyfum sinum að svo stöddu. Að sögn Jónu Sigurjónsdóttur, formanns Samtaka dagmæðra í Reykjavík, var mikil óánægja meðal dagmæðra vegna þess, að þær voru gerðar bókhaldsskyldar og var vegna þess íhugað að hætta störfum. Eftir viðræður við borg- ina hefur verið ákveðið að gefa dagmæðrum kost á leiðbeiningum um bókhald og framtal og því hætt við að skila inn starfsleyfum að svo stöddu. Þá sagði Jóna að Gjöld dagmæðra 65% af vistunar- kostnaði á dagheim- ilum séu niður- greiðslur ekki tekn- ar inn í dæmið óskum dagmæðra hefði verið tekið mjög vel af borgaryfirvöldum, en þó óljóst hvort borgin geti liðsinnt þeim að svo stöddu þar sem hend- ur borgaryfirvalda eru bundnar af fjárhagsáætlun. Hvað námskeiðin varðaði hefði borgin greitt helm- ing námskeiðskostnaðar á móti dagmæðrum en hugsanlegt væri að eitthvað meira gæti komið frá borginni. Þá hefði verið sótt um það til borgarinnar að þetta nám- skeið, sem að mörgu leyti væri sambærilegt við Sóknarnámskeið fyrir konur, sem vinna á dagvist- um, yrði metið ef dagmæður færu í vinnu á dagvistir. Sagði Jóna að ekki hefði verið um það rætt að borgin tæki á einhvern hátt þátt í kostnaði vegna vistunar barna hjá dagmæðrum, en staðreyndin væri sú, að gjöldin nægðu dagmæðrum varla vegna mikils kostnaðar, en væru á hinn bóginn nokkuð há fyrir það fólk, sem þyrfti að not- færa sér þjónustu þeirra. Gjaldið nú væri 2.159,20 krónur á mánuði fyrir átta tíma gæzlu og fæði og hækkaði um 7% hefðu dagmæður sótt námskeið. Af því þyrftu dagmæður að greiða fæði fyrir börnin, kaupa leikföng og ýmsan annan búnað og auk þess kæmi viðhald húsnæðis inn í dæmið. Til samanburðar má geta þess að gjöld á dagheimilum fyrir allan daginn verða frá mánaðamótum frá 945 krónum upp í 1.415 krónur, en gjald dagmæðra er um 65% af raungjaldi vegna vistunar hvers barns á dagheimili, þannig að um verulegar niðurgreiðslur er að ræða á dagheimilum. „Innra mál ASÍ“ hvort kröfu- gerðin sé kosningamál Afstaða Vmnuveitendasambandsins: HÉR fer á eftir samþykkt, sem samningaráð Vinnuveitendasam- bands íslands, gerði á fundi sínum 28. apríl og felur í sér tilmæli til sáttasemjara að sáttaumleitunum í kjaradeilu VSÍ og ASÍ verði frestað þar til eftir 22. maí vegna samþykktar í verkalýðsmálaráði Eftirtaldir forystumenn Al- þýðusambands íslands: Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingamanna, Bjarnfríður Leósdóttir, varaformaður Verka- lýðsfélags Akraness, Dagbjört Sigurðardóttir, formaður Verka- lýðsfélagsins Bjarma, Stokkseyri, Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, Einar Ögmundsson, fyrrverandi formaður Sambands vörubifreiðastjóra, Grétar Þor- steinsson, formaður Trésmiðafé- lags Reykjavíkur, Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiða- sambandsins, Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verka- mannasambands íslands, Guð- mundur Hilmarsson, formaður Félags bifvélavirkja, Guðmundur Jónsson, stjórnarmaður Landssambands verslunarmanna, Guðmundur M. Jónsson í stjórn Sjómannasambandsins og Guð- mundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks, hafa sent frá sér yfirlýsingu sem stjórnarmenn í verkalýðsráði Al- þýðubandalagsins. í yfirlýsingunni, sem birt hefur verið undir fyrirsögninni „Úrslit í kjarabaráttunni ráðast á kjördegi 22. maí“, segir m.a.: „Það er of seint að átta sig eftir að kjörstöð- um hefur verið lokað að kvöldi 22. maí .. Árangur kosningabarátt- unnar mun ráða úrslitum í kjara- baráttunni." Af þessari yfirlýsingu verður það eitt ráðið, að áðurnefndir for- ystumenn ASÍ hafi ákveðið að hindra alla samninga milli VSÍ og ASÍ þar til eftir að kjörstöðum hefur verið lokað 22. maí nk. til þess að nota megi kröfugerð ASI og sérsambanda þess sem kosn- ingamál. VSÍ lítur á þessa afstöðu sem innra mál ASÍ. En um leið lýsir VSÍ yfir því áliti sínu, að forysta ASÍ hefur með þessari yfirlýsingu einhliða axlað alla ábyrgð á því að samkomulagsumleitanir eru nú tilgangslausar með öllu. Þjóðhagsstofnun hefur með ótvíræðum hætti sýnt fram á, að ef gengið yrði að kröfum ASI og sérsambanda þess, þá leiddi það til stóraukinnar verðbólgu eða at- vinnuleysis, en færði launþegum engar raunverulegar kjarabætur. Forystumenn ASÍ hafa þrátt fyrir þessa staðreynd hafnað öll- um óskum um tilslakanir frá ýtr- ustu kröfugerð. VSÍ getur ekki lit- ið öðruvísi á, en þetta algjöra viljaleysi til samninga sem taka mið af efnahagslegum aðstæðum eigi rætur að rekja til þeirrar ákvörðunar að gera kröfur ASÍ og sérsambanda þess að kosninga- máli. Þegar flestir helstu forystu- menn ASÍ hafa ákveðið að úrslit í kjarasamningum fáist ekki fyrr en eftir lokun kjörstaða 22. maí nk. eru sáttaumleitanir við svo bú- ið tilgangslausar. Áframhald sáttaumleitana við slíkar aðstæð- ur er hreinn skrípaleikur til þess eins að blekkja almenning í land- inu um það sem raunverulega hangir á spýtunni. Vegna þessarar afstöðu forystu ASI fer VSÍ þess á leit við sátta- semjara að sáttaumleitunum verði frestað þar til eftir 22. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.