Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982 Myndir úr ljóðheimi Myndlist Valtýr Pétursson Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir umfangsmikil sýning á verkum Gísla Sigurðssonar, er lesendur kannast við sem blaðamann við Lesbók og myndskreytara í því riti. Mikið hefur birst af skreytingum Gísla í Lesbók á seinni árum, og þá oft á tíðum við Ijóð úr ýmsum átt- um, en óbundið mál hefur einnig fengið lýsingar frá hendi Gísla í rit- inu. Gísli Sigurðsson hefur stundað málverk um árabil, og ef ég veit rétt, er þarna á ferðinni sjöunda einka- sýning hans, og einni sýningu man ég eftir með Baltasar í London hér á árum áður. Af þessu má sjá, að Gísli er enginn byrjandi í myndgerð, enda hefur hann þegar fengið nokkra við- urkenningu fyrir list sína. Það er ekkert nýmæli, að mynd- listarmenn leiti fanga fyrir undir- stöðu myndgerðar í ljóði, en það er allóvenjulegt, að sjá stór málverk byggð á þeim grunni. Teikningar og grafík eru miklu algengari mynd- form í því tilfelli. Hér er því farið út á óvenjulegt svið og um sérstakt framtak að ræða hjá Gísla. Hins vegar er það auðvitað álitamál, hvernig það hefur tekist. Það má líta á þessi málverk Gísla frá mis- munandi sjónarmiði. Hvernig eru þau myndrænt, og hvernig falla þau að ljoðunum. Þetta eru tveir ólíkir þættir sem verður þó að samræma að vissu marki. Þarna er einnig nokkur hætta á ferðum, þar sem áherslan á annan þáttinn verður iðulega ríkjandi, en auðvitað lít ég þannig á málið, að það myndræna eigi að hafa algeran forgang. Það er nú einu sinni svo, að mynd er mynd, og ljóð er Ijóð. Auðvitað getur mynd verið Ijóðræn, og Ijóð myndrænt, en oft reynist erfitt að tengja myndlist- ina ljóðinu þannig, að úr verði áhrifamikið listaverk. Þegar litið er á sýningu Gísla í myndrænu sambandi, en annað er óhugsandi, kemur fljótt í ljós, að Gísli er áhugamaður um margar stíltegundir, ef svo mætti að orði kveða. Hann er í námunda við marga þekkta listamenn í mynd- Mynd no. 40 „Frá vitund þinni til vara minna". byggingu, og það er viss súrrealist- ískur þráður, sem gengur í gegnum þessar myndir. Gísli hefur einnig gengið í smiðju hjá mörgum þeim, er andvígastir hafa verið mynd- byggingu af abstrakt uppruna og ekkert botnuðu í þeirri myndlist, en það er tíska sem stendur, og skal engu spáð um framtið þeirrar heim- speki. Samt vil ég benda á, að margt virðist fara forgörðum, þegar mynd- efnið er látið ganga fyrir sjálfri myndbyggingunni. Það kemur glöggt í ljós á þessari sýningu, að Gísla er mikið niðri fyrir og honum er það áhugamál að koma sem mestu af innihaldi hvers Ijóðs á léreftið. Til þess grípur hann mjög til hins óraunhæfa, til súrreal- ismans, en stundum á kostnað myndbyggingarinnar sjálfrar. Það er margþætt og vandasamt verkefni, sem Gísli hefur tekið sér fyrir hend- ur: að gera málverk eftir ljóðum. Það verkefni er ólíkt auðveldara, ef notuð er grafík eða léttur penni, og nægir að bera saman teikningar í Lesbók og þau málverk, sem eru á Kjarvalsstöðum. Það skal tekið fram, að Gísli kann vel að nota það hugmyndaflug, er honum er í blóð borið, og kemur það sér vel í þeim ramma, sem hann hefur valið sér þessu sinni. Það yrði allt of langt mál að telja upp þá höfunda Ijóða og yrkisefni, sem hér koma við sögu. Það er einn- ig erfitt að tíunda hvert og eitt af þeim sextíu verkum, sem til sýnis eru. Ég vil hins vegar ekki láta hjá líða að benda á, hve geysileg vinna hér er á ferð hjá manni, sem hefur sinnt mjög erilsömu starfi á þeim þrem árum, sem hann hefur gefið sér til að vinna þessa sýningu. Ég er ekki í neinum vafa um, að margir muni finna verk við sitt hæfi á þess- ari sýningu, og ljóðin eru ríkur þátt- ur i Islendingseðlinu. Ég hafði ánægju af að skoða þessa sýningu Gísla Sigurðssonar, en vita- skuld er það annað mál, hvort hrifn- ingin varð í hlutfalli við ánægjuna. Það er nú einu sinni svo, að misjafn er mannanna smekkur, og ekkert við því að gera. Ég óska Gísla Sigurðs- syni til hamingju með þetta mikla framtak og vona að vel farnist. Fimm stjörnu plata Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Nine Below Zero Third Degree A&M AMLH 68537 Fyrsta platan, sem 9 Below gaf út, var hljómleikaplata frá tón- leikum þeirra hinn 16. júní 1980 í hinum fræga klúbbi Marquee í London. Plötuna kölluðu þeir ein- faldlega „Live at the Marquee" en athygli vekur það að á henni eru 14 lög og þar af aðeins þrjú eftir þá sjálfa. Önnur lög eru eftir hina og þessa fræga tónlistarmenn. Tónlistin á plötunni er ákaflega hratt og skemmtilegt blús-rokk. Vorið 1981 sendu þeir frá sér sína aðra plótu. Plötuna kölluðu þeir „Don't Point Your Finger" og er hún frumraun þeirra í stúdíói. Ef tekið er mið af fyrri plötunni, þá er hún ákaflega máttlaus greini- legt að flokkurinn kann sig betur utan veggja stúdíósins. Áður en þriðja platan leit dagsins ljós urðu mannabreytingar hjá 9 Below. Peter Clark/ bassi og Stix Burk- ey/ trommur hættu en í stað þeirra komu Brian Bethell/ bassi og Mickey Burkey/ trommur. Hin- ir tveir höfðu verið með frá upp- hafi en þeir eru Mark Felt- ham/ munnharpa og söngur og Dennis Greves/ gítar og söngur, en það var reyndar hann sem stofnaði 9 Below. Flokkurinn hélt inn í stúdíó og tók upp plötuna „Third Degree". Strax við fyrstu hlustun kom í ljós að hér væri á ferðinni mun betri plata en sú á undan. Krafturinn er miklu meiri og lögin fjölbreyttari. Þó er grunntónninn blús-rokk hvort heldur sem hann er látinn ráða ferðinni eða bara hafður með. Til dæmis er lagið „Why Can't We Be What We Want to Be" stórgott dægurlag. Lag sem gæti sómt sér vel á hvaða vinsældalista sem er og erfitt er að ímynda sér það að lagið sé komið frá sömu hljóm- sveit og lék inn á „Live at the Marquee". Svona mætti lengi telja jg benda á fleiri frábær lög. Ef setja skal út á eitthvað, þá stakk það mig nokkuð að heyra áhrif frá „súpergrúbbunni" Jam en þau eru helst til augljós í laginu „Wipe Away Your Kiss" en lagið líkist „Start" verulega. Allir eiga þeir félagarnir hrós skilið fyrir hljóðfæraleik sinn og ef einhver er betri en annar, þá er það Mark Feltham. Pilturinn sýn- ir nánast snilldartakta á munn- hörpuna sína og efast ég um að margir munnhörpuleikarar af yngri kynslóðinni standi jafnfætis honum. I heildina er tónlist 9 Bel- ow þétt og kraftmikil. Allar út- setningar eru hugmyndaríkar og miða að því að gera tónlist ina sem fjölbreyttasta. Það tekst mjög vel og er nóg að nefna í þessu sam- bandi lagið „Egg on My Face". Þar er kassagítar notaður í stað raf- magnsgítars og bassinn látinn leiða lagið. Árangurinn lætur ekki á sér standa, lagið er það besta á plötunni. Platan vinnur stöðugt á og þeg- ar þetta er sett saman er ég kom- inn á þá skoðun að hér sé ein sú besta í ár. FM/AM Dylgjur og Stefjamál eftir Jón Asgeirsson Að gefnu tilefni telur undir- ritaður rétt að leggja nokkuð til þeirrar umræðu sem undanfarið hefur farið fram um málefni STEFs, og þó ég sé ekki stjórn- armaður í umræddu félagi, hef ég verið þar virkur þátttakandi í um það bil tvo áratugi. Það er einkum tvennt sem rekur mig til þessa leiks, fyrst að telja, umræður er spunnust upp við framboð Hauks Ingi- bergssonar til stjórnarsetu í STEFi, og síðar að nefna, berg- mál þeirrar umræðu, sem komið hefur til mín í samtölum við fólk, en í máli manna hef ég ein- att hnotið um margvíslegan misskilning og stundum all illa náttúraðan. Ég hef ekkert við framboð Hauks að athuga og er sann- færður um, að nú er hann fróð- ari um STEF en hann var fyrir framboð sitt. I sjónvarpsþætti fyrir skömmu hélt hann því fram að meirihluti aukameð- lima í STEFi væri allt höfundar léttrar tónlistar og óeðlilegt að núverandi fulltrúi þeirra sæti fyrir þá í stjórn STEFs. Þarna er um nokkurn misskilning að ræða, því sá mikli fjöldi, er á þarna hagsmuna að gæta, er mjög margvíslega samsettur og á í rauninni litla samleið með svokölluðum léttum höfundum. Þ a r n a_ _e_r_ _s_tór _ hiój3ur_ Jh ö f un_da _ söngverka ýmiss konar og flest- öll stærri ljóðskáld þjóðarinnar, erfingjar látinna tónskálda og ljóðskálda, eru þarna mjög stór hópur, en höfundarréttur geng- ur til erfingja og er í gildi í 50 ár eftir lát höfundar. Höfundar léttrar tónlistar skiptast nokkuð í hópa og er sá atkvæðamesti samankominn í félagi, er nefnist Félag alþýðu- tónskálda, og standa nú yfir samningar um þátttöku þessa félags í stjórn STEFs, með öfl- ugri hætti en verið hefur undan- farið. Það gæti því reynst erfitt að staðhæfa nokkuð um fylgi Hauks Ingibergssonar, en niður- staðan í kosningunum var ótví- ræð vísbending um þessa skipt- ingu. Höfundarréttarmál eru ákaflega viðkvæm og hefur STEF kosið að vernda umbjóð- endur sína innan gildandi laga í landinu, samkvæmt þeirri reglu, að hér sé um trúnaðarmál að ræða er helgist af rétti hvers einstaklings að varðveita einka- mál sín. Þögn stjórnar STEFs er að nokkru til komin vegna þessa, þó hver og einn, sem á þar hagsmuna að gæta, geti fengið allar upplýsingar um stjórnun og skipulag fyrirtækisins og allt er varðar rétt hans sjálfs. Hauk- ur Ingibergsson gerði að umtals- efni í umræddum sjónvarps- þætti að mikill munur væri á hqfundargreiðslum og notaði_ Jón Ásgeirsson töluna 400%. Rétt er í þessu til- felli að nota orðið fjórfaldur um þennan mun því svona gífurleg- ur talnamunur getur verið vill- andi, sem ég trúi að Haukur hafi ekki ætlað sér í þessari umræðu. Á Vesturlöndum er það viðtekin venja að munur sé á launum og þá ýmist miðað við ábyrgð í starfi eða nauðsynlega kunn- áttu. Ef launajafnrétti ætti að gilda við útreikninga á höfund- arlaunum, sem hér á landi eru að nokkru miðaðir við erlendar fyrirmyndir, ætti munurinn að yera margfalt meiri, því svo slær á stóru munur sá á þeirri vinnu og kunnáttu, sem til þarf við gerð t.d. hljómsveitarverks og dægurlags. Yrði alfarið mið- að við mínútulengd væri í raun verið að stofna til launamis- ræmis, er í framkvæmd yrði að telja einsdæmi á öllum Vestur- löndum, þar sem greitt yrði í öfugu hlutfalli við vinnuumfang og nauðsynlegan undirbúning í menntun og starfsþjálfun. Það mætti svo hugsa það mál allt til enda og reyna að sjá fyrir hverj- ar afleiðingar slík stefna hefði á framþróun tónmenntar í land- inu. Eitt er það sem fáum yfir- sást í umræddum sjónvarps- þætti og það var hversu stjórn- andinn tók afstöðu með öðrum aðilanum og gerði það sem ef til vill mætti heimfæra sem brot á hlutleysi stofnunarinnar. Fyrir utan að leggja áherslu á að- dróttanir annars aðilans, bar hann til hlustenda umsögn ann- ars starfsmanns, þess efnis að hann væri hlunnfarinn af STEFi. Auk þess sem þessi að- dróttun var ósmekkleg vitnar hún um þekkingarleysi á höf- undarrétti og það, eftir því sem stjórnandi þáttarins sagði, kom- in frá manni, er hefur um árabil notið þeirrar þjónustu er STEF veitir. Til að þýða erlenda texta og nota, þarf leyfi frumhöfund- ar. Ef sami texti er settur við lag þarf leyfi tónskáldsins. Enn þarf sérstakt leyfi ef fyrirhuguð er fjölföldun þessara hugverka. Hér á landi hafa menn oft brot- ið lög að þessu leyti og hafa komið upp sérkennileg mál, sem einkum hafa verið tengd heim- sóknum höfunda til landsins og skrítið yrði upplitið á mörgum hér á landi, ef einhver lögfræð- ingur tæki að afla sér réttinda til innheimtu fyrir ólögmætar útgáfur ýmissa hugverka. Það kom því heldur betur flatt upp á mig, er þetta var haft eftir Ómari Ragnarssyni, að hann væri hindraður í að fá höfund- arlaun fyrir þýðingar sínar á erlendum textum. Hafi hann aflað sér heimildar og réttar til útgáfu þessara texta á hann að vísu aðeins rétt til hluta af höf- undargreiðslum, en án heimild- ar er hann ekki aðeins að seilast of langt til tekjuöflunar, heldur og að brjóta alþjóðleg lög um höfundarrétt. Meðferð og málflutningur stjórnanda þáttarins, að bera kjaftasögur í hlustendur og saka þá, er fara að lögum, um lög- brot, með staðhæfingum sem, ef sannar reynast, gætu allt eins verið lögbrot af hálfu ásakanda, verður að teljast nýmæli í starfsháttum sjónvarpsins, fyrir utan það hvort starfsmenn sjón- varpsins eigi að hafa ótak- markaðan rétt til að slúðra óátalið um félag, sem vegna þagnarskyldu við rétthafa er í erfiðri aðstöðu til andsvara. Það væri þarft verk ef sjón- varpið legði svolitla vinnu í að kynna sér höfundarréttarlög og gera þátt um málið og velja þá til leiks menn með meiri þekk- ingu á málinu en Ómar Ragn- arsson og Hauk Ingibergsson. Jón Ásg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.