Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982 t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóóir og amma, KATRÍN ODDSDÓTTIR, Rauðalæk 73, lóst í Landspítalanum 27. þ.m. Eiríkur Ásgeirsson, Oddur Eiríksson, Katrín Finnbogadóttir, Hildur Eiríksdóttir, Magnús Pétursson, Halldór Eiríksson, Svanlaug Vilhjólmsdóttir, Ásgeir Eiríksson, Kristrún Davíósdóttir, og barnabörn. t Móðir okkar og tengdamóöir, UNA SIGFÚSDÓTTIR, Hávallagötu 7, lést að morgni 28. apríl i Öldrunardeild Landspítalans aö Hátúni 10B. Ámundi Óskar Sigurósson, Kristín Helga Hjálmarsdóttir, Júlíanna Siguróardóttir, Páll Sígurösson, Sigriöur Sigurðardóttir, Kristján Fr. Jónsson. t Utför SÓLVEIGAR GUDMUNDSDÓTTUR, Stigahlíö 42, veröur gerð frá Dómkirkjunni í dag 29. apríl kl. 13.30. Hólmfríöur Magnúsdóttir, Vigfús Magnússon, Guömundur K. Magnússon. Faöir okkar, STEFÁN BJARNASON, verkfræóingur, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 30. apríl kl. 3.00. Blóm og kransar afþakkaöir, en þeir sem vildu minnast hans láti líknarstofnanir njóta þess. Börn hins látna. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, STEINUNN GUÐBRANDSDÓTTIR, Njarövíkurbraut 19, Innri-Njarövík, veröur jarösungin frá Innri-Njarövíkurkirkju, laugardaginn 1. maí, kl. 2. Blóm og kransar vinsamiega afþakkaö, en þeim er vilja minnast hinnar látnu er bent á aö láta Krabbameinsfólagiö njóta þess. María Þorsteinsdóttir, Hákon Kristinsson, Guöbrandur Þorsteinsson, Þóra Erlendsdóttir, Guóný Þorsteinsdóttir, Ingimundur Eiríksson, Sigurður Þorsteinsson, Ásdís Minný Siguröardóttir og barnabörn. Sólveig Guðmunds- dóttir - Minningarorð Fædd 29. apríl 1901 Dáin 17. apríl 1982 í dag fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför Sólveigar Guðmundsdóttur, sem lést 17. þ.m. Sólveig var gift Magnúsi Vigfús- syni, húsasmíðameistara, sem dá- inn er fyrir nokkrum árum. Þau Sólveig og Magnús bjuggu í mörg ár á Bókhlöðustíg 11 hér í borg ásamt þremur börnum sinum. Við þetta hús og heimili eru margar okkar bestu minningar frá skóla- árunum tengdar, en við vorum bekkjarsystur Hólmfríðar, dóttur þeirra. Á Bókhlöðustígnum var jafnan gestkvæmt, og fyrir utan vini og ættingja þeirra hjóna sem oft litu inn, stóð heimilið opið vinum og skólafélögum barnanna á heimil- inu. Oft var þar margt um mann- inn og stundum jafnvel hlaupið upp á Bókhlöðustíg í löngu frímín- únum í MR. Húsmóðirin á heimil- inu tók þessu innrásarliði ætíð opnum örmum. Hún virtist alltaf hafa tíma til að ræða við unga fólkið og bera því góðgerðir. Pönnukökurnar hennar og ísinn gleymast seint. Ef til vill lýsir það Sólveigu best og viðhorfi okkar til hennar, að ekki var amast við því þótt hún væri einhvers staðar nærri þegar við vorum að skemmta okkur. Ekki er hægt að minnast Sól- veigar án þess að getið sé Magnús- ar, manns hennar. Svo sem skilj- anlegt er hittum við Magnús ekki eins oft og Sólveigu, en jafnan tók hann okkur vel þegar við hittum hann og sló þá gjarnan á létta strengi. Eftir því sem árin liðu fækkaði fundum okkar og Sólveigar, en þegar við hittumst var eins og við hefðum hist í gær. Voru þá gjarn- an rifjaðar upp gamlar minningar og skemmt sér yfir þeim. Fjöl- skyldan var þá flutt af Bókhlöðu- stígnum og var því ekki lengur „í þjóðbraut". Hafði Sólveig oft á orði að hún saknaði „ungviðisins". Á 25 ára stúdentsafmæli okkar hafði Sólveig opið hús fyrir bekk- inn og var þar margt um manninn. Hafði þetta samkvæmi verið ákveðið mörgum árum áður og þarna fannst okkur við vera orðn- ar menntskælingar í annað sinn, komnar í heimsókn á Bókhlöðu- stíginn. Sólveig hafði mikið yndi af klassískri tónlist og var á Bók- hlöðustígsárunum byrjuð að safna hljómplötum, sem síðar áttu eftir að verða safn, mikið að vöxtum. Veitti það henni margar ánægju- stundir eftir að um fór að hægjast og erillinn á heimilinu minnkaði. Oft brá hún plötu á fóninn og hlustaði með okkur og þannig opnaði hún fyrst manna augu okkar fyrir gildi sígildrar tónlist- ar. Hjá henni kynntumst við + Faöir okkar og fósturfaöir, BJÖRN KETILSSON, Skipasundi 7, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 30. apríl, kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans skal bent á líknarstofnanir. F.h. aöstandenda Ragna Björnsdóttir, Árni Björnsson, Halldór Björnsson, Stella Guömundsdóttir. t Þökkum innilega samúöarkveöjur, vinsemd og hlýhug viö andlát og útför föður okkar, MAGNUSAR VÍGLUNDSSONAR, ræöismanns Spénar, Brekkulæk 6. + SIGRfOUR JÓNA JÓHANNSDÓTTIR fré Hleiöargaröi, Einholti 8B, Akureyri, sem andaöist 22. apríl, veröur jarösungin 30. apríl frá Saurbæjar- kirkju, Eyjafiröi, kl. 14.00. Frímann Jóhannesson, Jóhannes H. Snorrason, Helga Egílsdóttir, Arnaldur E. Snorrason, Sigríöur Halldórsdóttir, Jón Snorrason, Auöur Hermannsdóttir og aðrir vandamenn. + Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ÞORBJÖRG GUDMUNDSDÓTTIR, fyrrverandi Ijósmóöir fré Ólafsvík, Héageröi 67, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 30. aþril, kl. 10.30 f .h Guömundur Ársælsson, Guóríöur Guóleifsdóttir, Ingibjörg Steinþórsdóttir, Guólaugur Guömundsson, Bergþór Steinþórsson, Dagmar Guömundsdóttir, Aóalheiöur Kristjénsdóttir, Oddgeir Steinþórsson, Ingibjörg Guömundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, SIGRÍÐAR GUDMUNDSDÓTTUR, Klapparstíg 12. Kamma N. Thordarson, Jón Benediktsson, Kristin Sigurjónsdóttir, Leifur Björnsson, Þórunn Sigurjónsdóttir, Benedikt Ólafsson, Örn Sveinsson, Anna Júliusdóttir og barnabörn. Geirlaug Herdís Magnúsdóttir, Magnús Magnússon, Víglundur Magnússon, Haraldur Magnússon. + Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför JÚLÍUSAR JÓHANNESSONAR, Ægisíóu 127. Helga Guöjónsdóttir, Sigríöur Júlíusdóttir, Péll Símonarson, Svava Júlíusdóttir, Guðmundur Ingi Sigmundsson, Bjarki Júlíusson, Ingibjörg Höskuldsdóttir, Bryndís Júliusdóttir, Valur Júlíusson og barnabörn. + Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og vinsemd viö andlát og útför systur okkar, FANNÝJAR ÓLAFSDÓTTUR, Stykkíshólmi, sem lézt 17. apríl sl. Fyrir mína hönd og systkina minna, Þorkell Ólafsson. Útför 1 KARLOTTU S. ÞORSTEINSDÓTTUR, fer fram frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi, föstudaginn 30. april, kl. 14.00. Anton Helgi Jónsson, Margrét Sveinsdóttir, Kristín Þorsteins, Bragi Helgaaon og barnabörn. heimssöngvurum og óperum, ljóðasöng og sinfóníum Beet- hovens. Þegar við nú kveðjum Sólveigu hinstu kveðju er okkur efst í huga innilegt þakklæti fyrir allt það góða sem við nutum á heimili þeirra hjóna og fyrir að hafa átt athvarf hjá þeim. Oft höfum við undrast hvernig Sólveigu tókst að halda öllu í röð og reglu á heimil- inu, sinna gestum og hafa þar að auki nægan tíma fyrir börn sín og vini þeirra. Vegarnestið sem hún veitti okkur verður aldrei full- þakkað. Börnum þeirra hjóna, Hólm- fríði, Vigfúsi og Guðmundi, tengdabörnum og barnabörnum vottum við innilega samúð. Dadda og Dumma. í dag verður gerð frá Dómkirkj- unni útför Sólveigar Guðmunds- dóttur, Stigahlíð 42, Reykjavík. Ég kynntist Sólveigu fyrst á menntaskólaárum mínum. Við bekkjarfélagar Guðmundar, sonar Sólveigar og Magnúsar heitins Vigfússonar, húsasmíðameistara, vorum tíðir gestir á heimili þeirra hjóna. Sólveig tók okkur ævinlega opnum örmum, hlustaði á það, sem okkur lá á hjarta; hún auð- sýndi okkur alveg ótrúlega góðvild og gestrisni. Upp á síðkastið hittumst við Sólveig einkum á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar, en þar hafði hún verið fastagestur frá upphafi; mér þótti vænt um að geta gengið að því vísu, að ég hitti Sólveigu, ef ég sótti þessar sam- komur. Ég votta sonum og dóttur Sól- veigar samúð mína, sérstaklega vini mínum Guðmundi, en ég veit að missir hans er mikill, eirjs sam- rýnd og þau mæðginin voru. Ég mun ávallt minnast Sólveig- ar með hlýhug og virðingu. Eggert Briem Sólveig fæddist og ólst upp að Indriðastöðum í Skorradal. I einu rita sinna segir Halldór Kiljan Laxness frá því hvernig Skorra- dalurinn kom honum fyrir sjónir líklega rétt eftir 1920. Eftir erfiða ferð yfir Dragann lýsir hann feg- urð og unaði Skorradals þar sem vinalegir burstabæir klúktu í tún- um, fuglasöngur allt um kring og ilmur af birki. „Ég hélt að þetta væri eilífðin sjálf,“ segir hann. Ferill hennar var líkur margra samsystra hennar sem fæddust um aldahvörfin. Hún fluttist á mölina — hingað til Reykjavíkur, giftist og eignaðist börn. Helgaði heimilinu krafta sína, því hún var svo heppin að giftast vönduðum og duglegum manni. Enginn skyldi halda að hún hafi þá farið varhluta af amstri. í kreppunni var litla sem enga vinnu að fá hér og þá varð maður- inn hennar, Magnús Vigfússon, byggingameistari, að fara út á land þar sem hann dvaldist við vinnu allt sumarið og á meðan varð Sólveig ein að sjá um börnin og heimilið. Ekki það að þetta yrði henni skotaskuld því hún var sjálfstæð og verkgjörn. Þegar vinnan glæddist í stríðinu urðu þau hjón efnuð en það steig þeim ekki til höfuðs, þau voru of heilsteypt til þess. Þau eignuðust þrjú börn sem öll hafa lokið há- skólaprófi, en bæði Magnús og Sólveig tilheyrðu þeirri kynslóð sem ekki gat svalað menntunar- löngun sinni. Sólveig leit samt ekki upp til menntunar vegna ein- hvers stimpils, heldur var viðhorf hennar bundið þeirri lífssýn að einstaklingur sem þroskast eins og menntun og skólun ætti að veita, hann gæti betur notið hæfni sinnar og nýst samféiagi sínu. Ég kynntist Sólveigu ekki fyrr en eftir lát manns hennar. Þá var að mestu leyti að baki það verk- svið sem henni hafði verið úthlut- að; móðir og húsfreyja á gest- kvæmu heimili. Gestrisnin sem alla tíð hafði einkennt heimilið var söm og áður, þó ekki væri eins fjölmennt dags daglega eins og á Bókhlöðustígnum, enda var húsið rétt við MR, svo skólasystkin barnanna voru inná gafli daglega og ekki lengi að klára nýsteiktar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.