Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29- APRÍL 1982 45 Spyr sá sem ekki veit „Ég veit þetta af því að það sást til hunds vestur í þorpi og sá armi þrjótur var með úrbeinaða hangikjötsrúllu milli skoltanna.“ Þó var lok á pottinum GG skrifar: „Velvakandi! Eg las fyrir nokkru síðan grein í dálkum þínum er bar nafnið Hin bitastæðu bókmenntaverk og vakti það upp hjá mér fáeinar spurningar. Eins og t.d. hvernig getur staðiö á þeirri óánægju sem er ríkjandi meðal viss hóps rithöf- unda með úthlutun starfslauna. Eru þessir menn ekki í stéttarfé- lagi? Eða er rithöfundasambandið ekki stéttarfélag sem á að standa vörð um kjör þeirra og hagi og gera öllum bókmenntastefnum jafnhátt undir höfði? Ef litið er til liðinna ára virðist sem ein bókmenntastefna hafi orðið yfirsterkari. Og það er hin einlita rauða vandamálastefna. Svo ég vitni í grein Þrastar J. Karlssonar, þar sem hann getur þess, að ofangreind stefna sér far- in að gegnsýra barnabókmenntir. Börn mega ekki eiga sína fögru æsku lengur. Þau mega ekki láta sig dreyma. Ævintýrin eru bann- vara. Byrjað er strax að halda að börnunum grámyglulegum vanda- málahversdagsleika, rétt eins og þau uppgötvi hann ekki nógu snemma. Með svona bókmennta- stefnu er sjálfstæðri hugsun og ímyndunarafli barnanna stefnt í voða, vegna þess að hætt er við, að börnin hengi sig í þessi vandamál. Tel ég nú nóg upp talið, en spyr að lokum: A að hlúa betur að þess- ari bókmenntastefnu heldur en öðrum, eins og t.d. í formi starfs- launa og annarra viðurkenninga? Er ekki tímabært að öllu litrófinu verði gert jafnhátt undir höfði en ekki bara rauða litnum?" K.G. Hveragerði, skrifar: „Kæri Velvakandi. Húsfrú ein í nágrenni við mig sagði mér eftirfarandi: Hugsaðu þér hvað hundarnir hér í Hveragerði eru orðnir djarf- ir. A laugardaginn fyrir páska var ég búin að sjóða tvær úrbeinaðar hangikjötsrúllur og setti pottinn með rúllunum í út fyrir dyrnar, garðmegin. Stóð hann í dyrum gróðurhússins. Sjóðandi vatn var í pottinum og hugðist ég kæla það úti og kjötið með. Ég ætlaði aðeins að hafa pott- inn þarna í svo sem klukkutíma, af því að ég þurfti að fara til vinnu i Dvalarheimilinu. Nú er ekki að orðlengja það að þegar ég sótti pottinn, brá mér illilega í brún. Þá er aðeins ein rúlla eftir þar sem áttu að hafa verið tvær, þá er út í gróðurhús var sett fyrir stundu. Þó var lok á pottinum, en smárifa, svo fyrr kólnaði innihaldið. Örlítið horn af annarri rúllunni hlýtur að hafa staðið upp úr vatn- inu þegar hundurinn rann á lykt- ina. Hann hefur rutt lokinu af og glefsað ofan í pottinn upp á von og óvon, tekist að krækja í rúlluna og laumast hróðugur burt með feng sinn. Þessi slóttugi hundingi. Ég veit þetta, af því að það sást til hunds vestur í þorpi og sá armi þrjótur var með úrbeinaða hangi- kjötsrúllu milli skoltanna. Þetta er sagan sem nágranna- konan sagði mér og má vissulega segja að þarna hafi farið góður biti í hunds kjaft." Von án vonar I)r. Benjamin H.J. Kiríksson skrifar 27. apríl: Trúarbók Jesú var sú bók, sem í dag er kölluð Gamla Testamentið. í GT vildi hann ekki breyta einum einasta stafkrók. Guðfræðingar kirkjunnar vilja flestir breyta miklu í Biblíunni, bæði í GT og í NT. í nýju Biblíunni er komin fyrirsögn: Sumar í nánd (Matt 24, 32). „Nemið likingu af fikjutrénu þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér að sumar er i nánd.“ Já, cg hefi oft heyrt útleggingu á þessari likingu í stólræðu, misjafn- lega hjartnæma ræðu um vorið. Kannski er til of mikils mælst, að ætlast til þess að presturinn fari að spyrja sig, hvað fíkjutréð sé að gera þarna. Einu sinni las ég ummæli manns, sem sagðist myndi vera kristinn, ef ekki væri frásögnin af því, hvernig Jesús bölvar fíkjutré, sem ekki var með fíkjum, þá er ekki var fíknatíð. Svar við spurningunni um fíkju- tréð myndi presturinn að sjálfsögðu finna í Biblíunni. Fíkjutréð er tákn ísraels (Lúk 13, 6). Þrjár hliðar á ísrael eru táknaðar með þremur trjám; olífutré, vínviði og fíkjutré. Jesús var að lýsa bölvan lögmálsins yfir ísrael. Á krossinum tók hann svo sjálfur á sig bölvan lögmálsins sem persónugervingur ísraels, því að bölvaður er sá sem hangir á tré (5. Móse 21, 23). Til þess að ekkert færi á milli mála, sagðist hann sjálfur vera vínviðurinn. Hjá Matteusi er framhaldið af líkinginni svona: „Eins skulið þér vita, þegar þér sjáið allt þetta, að hann er í nánd, fyrir dyrurn." (Matt 24, 33). Svo að það er þá hann en ekki það, sumarið, sem er efni máls. Hann er í nánd, þegar fíkjutréð — Ísraelsríki — fer að lifna við. Nýja fyrirsögnin er því út í bláinn, mjög villandi. Fyrir söfnuðinn, fyrir trúna, er því allt talið um jarðrækt, græn- meti, sólskin og tíðarfar, alveg út í hött. Það er opinberum vanþekk- ingar og vantrúar. Textinn setur prestinum allt annað ræðuefni. Hugvekja séra Ólafs Skúlasonar um Vorsins von (Mbl. 25, 4) er eitt dæmi þess sem ég er að tala um. Hjá hon- um er vonin von um „betri tíð með blóm í haga“, eins og eitt skáldið hefir orðað þetta viðhorf. Um áramótin flutti einn embætt- ismaður þjóðarinnar ræðu um von- ina, enga sérstaka svosem. Gjald- þrot marxismans olli talsverðum umræðum í Frakklandi á sl. ári, þar sem menn reyndu að tala kjark hver í annan, með skírskotun til vonarinnar. í NT er vonin — hin sæla von — yfirleitt vonin um endurkomu Jesú. Séra Ólafur reyn- ir að gera vonina svolítið áþreifan- lega, með því að vitna í Jeremía, og skiptir þá út von og trú hjá spámanninum. Spámaðurinn átti meira en vonina, hann átti trúna. Hann trúði. Hverju? Orði Guðs. „Orð Drottins kom til mín, svo- hljóðandi: Sjá, sonur Hanameels — mun til þín koma og segja: kaup akur minn ...“ (32, 6). Guð hafði einnig sagt spámanninum að eftir 70 ár yrði þjóðin flutt aftur til lands síns. (29, 10). Jeremía vissi að þjóðin myndi koma aftur til lands- ins, vegna þess að hann trúði orði Guðs, því orði sem Guð hafði við hann talað. Margt mátti vesalings Jeremía þola. Nú hefir það bætzt við, að séra Ólafur sviptir hann trúnni, en gefur honum þess í stað von án vonar, en svo nefni ég von sem er aðeins von andspænis hinu óþekkta, von þeirra sem eiga í raun- inni enga von. Biblían þekkir þetta fyrirbrigði undir nafninu þolgæði eða stöðuglyndi, en kallar það ekki von eða trú. Séra Ólafur er eins og flestir prestar trúaður maður. Hann trúir því sem flestir guðfræð- ingar trúa nú til dags: Guð talar ekki við menn. Allt tal í Biblíunni um slíkt er skáldskapur eða hrein- lega rugl. Hér áður fyrr var þetta viðhorf kallað vantrú. Það getur áreiðanlega verið svo- lítið erfitt að predika yfir söfnuði, sem hefir ekki fengið aðra trú- fræðslu en þá, sem veitt er af kenn- urum, er haldnir eru vanþekkingu og vantrú. Séra Ólafi tekst að skrifa smákafla um afturhvarfið, án þess að nefna synd, syndara eða iðrun. Þetta er náttúrlega virðingarverð viðleitni. En ef lesandanum finnst sem mér muni lítið finnast til um hina vonlausu von séra Ólafs, þá fer hann ekki mjög villur vegar. , öO/ns^nv /íRÁDREíTIR fHAnmiw Mánudaga til íostudaga við bjóðum m.a. auk hins fasta matscðils hússins: Spergilsúpa fylgir öllum réttum Forréttir Bökuð kartafla með kavíar, lauk og sýrðum rjóma .... 40.- Tartalettur fylltar með sjávarréttum ........... 65.- Fiskur Hörpuskelfiskur með ostasósu ................... 90.- Pönnusteikt rauðsprettuflök með eplum og tómötum 80.- Gufusoðin smálúða með rauðvínssósu ............. 85.- Plankasteiktur karfi með dillsmjöri ............ 88.- Pönnusteiktur skötuselur í karrý ................ 89.- Eggjaréttur Omeletta með sveppum og papriku ................. 55.- Kjötréttir Glóðarsteikt lambalæri með kraftsósu ............. 139,- Hakkað buff með lauk ............................. 95.- Pönnusteiktur kjúklingur með piparsósu ........... 105.- Léttsöltuð nautatunga með piparrótarsósu ......... 99,- Chefs special: Gufusoðin svartfuglsbringa með madeirasósu ....... 120.- Þjónustugjald og söluskattur innifalinn. ARFÍARHÓLL á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrcetis. Bordapantanir í síma 18833. FISHER toppurmnídag r PRtSMA LÁGMÚLA 7 REYKJAVÍK SÍMI S5333 SJÓNVARPSBÚÐIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.