Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982 Málefiii BÚR og vinstri stjómin eftir Ragnar Júlíusson Hvað hefur áunnist hjá BÚR „óskabarni" vinstrimanna í Reykjavík á kjörtímabilinu? Þegar þeir tóku við um mitt ár 1978 höfðu stórfelldar breytingar verið gerðar á starfsemi BÚR. Löndun flutt í vesturhöfnina. Bakkaskemman orðin að kældri fiskmóttöku. Fiskiðjuveri hafði verið gjörbylt. Tvær vinnslulínur komnar í gagnið. Bónus í sjónmáli, undirbúningi hans öllum lokið. 1976 var keyptur skuttogari af minni gerð. A árinu 1977 gerði út- gerðarráð samþykkt um kaup á tveim skuttogurum til viðbótar af minni gerð. Þeir komu að vísu ekki fyrr en á árunum 1980 og 1981. Því ollu aðgerðir stjórnvalda ríkisins. Strax að loknum aðgerðum í vesturhöfninni sáum við hilla undir að rekstur BÚR yrði ekki lengur á herðum borgarbúa og reksturinn stæði undir sér. Hagn- aður varð lítillega á árinu 1979, aðgerðir áranna 1976 — ’78 voru að skila sér. Á árunum 1980 og ’81 hefur hinsvegar sigið á ógæfuhliðina, tap hefur aukist á ný og ekki virð- ist árið 1982 lofa góðu með sama áframhaldi. Einu geta þó þeir fjórir útgerð- arráðsmenn vinstri manna hælt sér af: Þrír þeirra hafa notfært sér valdaaðstöðuna. Formaðurinn keypti stöðu framkvæmdastjóra BÚR, trúnaðarmaðurinn gerðist yfirverkstjóri hjá BÚR, en sjá þriðji hefur haldið uppi atvinnu fyrir austan fjall með fiski frá BÚR. Á þessu sést vel að þre- menningarnir hafa sest að kötlun- um eftir að Reykvíkingar greiddu þeim atkvæði sín 1978. Þeir virð- Ragnar Júlíusson „BÚR veitir því miklum fjölda manna vinnu, en velta fyrirtækisins 1981 var kr. 300 millj. (30 milljarðar gamlir). Sjálfstæðisfiokkurinn vill beita sér fyrir því að rétta núverandi slæma fjárhagsstöðu fyrirtæk- isins við og styðja fyrir- tækið til sjálfsbjargar. Ekki verði ráðist í fjár- frekar framkvæmdir fyrr en fjárhagsgeta leyfir.“ Þannig kemst Kagnar Júlíusson, sem setið hefur í útgerðarráði BÚR fyrir Sjálfstæðisflokkinn að orði í þessari grein. Ragnar er 12. maður á lista Sjáífstæðisflokksins í borgar- stjórnarkosningunum í vor. ast halda að þeir einir eigi BÚR, en gleyma því að 22. maí nk. eru það Reykvíkingar sem velja þá til að stjórna sem þeir treysta. Hvað viljum við sjálfstæðis- menn gera í málefnum BÚR? Fyrirtækið rekur 6 skuttogara, frystihús og fiskverkunarstöð. Það veitir um 600 manns stöðuga vinnu allt árið. Auk þess hafa fjöl- margir atvinnu við hin ýmsu þjón- ustufyrirtæki sem BÚR er í mikl- um viðskipum við. Má þar nefna Slippfélagið, smiðjur, netaverk- stæði og m.fl. BÚR veitir því miklum fjölda manna vinnu en velta fyrirtækis- ins 1981 var kr. 300 millj. (30 milljarðar gamlir). Sjálfstæðis- flokkurinn vill beita sér fyrir því að rétta núverandi slæma fjár- hagsstöðu fyrirtækisins við og styðja fyrirtækið til sjálfsbjargar. Ekki verði ráðist í fjárfrekar framkvæmdir fyrr en fjárhags- geta leyfir. Sjálfstæöisflokkurinn vili því stuöla að því: 1. að verðmæti aflans verði aukið með því að auka hlut bolfiskjar í afla og stytta veiðiferðir, þannig að gæðamat fisksins verði sem best. 2. Að auka fjölbreytni í vinnslu hráefnis. 3. Að gæta ítrustu hagkvæmni í öllum rekstrarþáttum fyrirtæk- isins. Má hér nefna olíukostnað sem nú er um 25% af aflaverð- mæti hvers skips, veiðarfæri, viðhald véla og skipa o.fl. Gæta skal þess að alltaf sé sam- ræmi milli veiða og vinnslu. 4. Að aðstaða starfsfólks sé ætíð sem best á hverjum tíma. Til að ná þessu markmiði þarf að búa skip og vinnslustöðvar hag- kvæmustu tækjum sem völ er á. Skáksveit Utvegsbank- ans sigraði í Bretlandi ÞANN 20. april síðastliðinn fór skáksveit Útvegsbanka íslands i skákfor til London og þreytti skákkeppni við skáksveitir i Lloyds Bank, Midland Bank og National YVestminster Bank. Keppnin fór fram í höfuðstöðv- um viðkomandi banka í City of London. Úrslit urðu sem hér segir: Sveit Útvegsbankans sigraði Lloyds Bank með 4 vinningum gegn 1, Midland Bank með 3'k vinning gegn 1 'Æ og National Westminster Bank með 3'k vinn- ing gegn ‘k. Alls 11 vinningar gegn 3. Ýmist var teflt á 4 eða 5 borðum. Þess má geta að sveit National Westminster Bank er um þessar mundir stighæst í deildarkeppni breskra bankamanna, og skipuð þekktum og öflugum skákmönnum þar í landi. Skáksveit Útvegsbankans skip- uðu Björn Þorsteinsson, Gunnar Kr. Gunnarsson, Jóhannes Snæ- land Jónsson, Bragi Björnsson og Jakob Ármannsson, sem jafn- framt var fararstjóri sveitarinn- ar. Má sjá sveitina á meðfylgjandi mynd. Börkur NK farinn á kol- munnaveiðar við Færeyjar NÓTASKIP Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, Börkur NK 122, er nú farinn til kolmunnaveiða við Færeyjar, en undanfarið hefur Börkur verið á spærlingsveiðum austur af Vestmannaeyjum. Börk- ur hélt áleiðs á Færeyjamið á laugardag, en í gær höfðu ekki borist neinar fréttir af aflabrögð- um. Vitað er að rússnesk kol- munnaskip hafa verið að fá þokka- legan kolmunnaafla á Færeyja- miðum undanfarið. Færeysku skipin eru enn að veiðum í brezku lögsögunni, en þar er aflinn enn betri. Búist er við, að aðal kol- munnagangan komi í færeysku lögsöguna á næstu dögum. Sumir lesa bækurnar eins og skáldsögur Páll Lýðsson (Lv.) og Jón Guðmundsson. KOMIi) er út fyrir nokkru annað bindi bókarinnar Sunnlenskar byggð- ir. Útgefandi er Húnaðarsamband Suðurlands. Fyrsta bindið kom út í júlí 1980 og var þar fjallað um Tung- ur, Ilreppa og Skeið. í nýútkomna bindinu er fjallað um Flóann. Rit- nefnd er skipuð þeim Jóni Guð- mundssyni í Fjalli, Oddgeiri Guð- mundssyni í Tungu og Júlíusi Jóns- syni i Norðurhjáleigu. Þá hefur Páll Lýðsson í Litlu Sandvík séð um að búa handrit til prentunar og annast samskipti við prenstmiðjuna. Mbl. ræddi nýlega við þá Jón á Fjalli og Pál í Litlu Sandvík um hókina: — Fyrsta bindið var frumraun okkar og gerðum við nokkrar breytingar í öðru bindi, en þó engar stórvægilegar og alls er ráðgert að bindin verði 6. Þessi útgáfa hefur verið í undirbúningi frá árinu 1975 og var ,þá ölluin hreppsfélögum skrifað og undirtektir kannaðar, en síðan var hafist handa um að út- vega rithöfunda. Mesta verkið var að finna góða menn til að skrifa ritgerðirnar um hvern hrepp. Við einsettum okkur að bækur þessar ættu að skrifa innansveitarmenn, töldum að þeir einir gætu gefið réttasta mynd af sögu og byggðum sinnar sveitar. Þetta hefur tekist allvel og stund- um þurftum við reyndar að nauða svolítið í mönnum um að taka þessi verk að sér. Merfn báru því við að - segja Jón Guðmunds- son og Páll Lýðsson um bækurnar Sunn- lenskar byggðir en tvö bindi hafa nú komið út þeir væru engir rithöfundar, hefðu aidrei skrifað eitt eða neitt, en á endanum tókst okkur alltaf að fá hæfa menn til að setjast niður og skrifa. Þá var einnig mikil vinna að samræma frágang handrita og varð þá að gæta þess að virða höf- undaréttinn og drepa ekki niður snilli manna. Þessar bækur eru ekki þjóðsagnafróðleikur, en þær eru heldur ekki vísindi, en eitthvað þarna á milli. Við höfum átt mjög góða samvinnu við alla aðila sem unnið hafa að þessu verki með okkur, en það er vissulega ekki hlaupið að því að skrifa svo öllum líki. Eru þessar bækur einkum fyrir innansveitarmenn? — Þær eru sjálfsagt mest og jafnvel eingöngu keyptar af fólki sem býr hér eða rekur ættir sínar hingað, en í þeim er samankominn mikill fróðleikur um sveitirnar og býlin hér. Þetta má hiklaust telja rnerkt- hehnHdarrit og nú er ein- mitt unnið að útgáfu rita sem þess- ara í nánast öllum landshlutum. Þessar bækur verða því er fram líða stundir ómetanlegar heimildir og má telja jafnast á við Jarðabók þeirra Árna Magnússonar og Sveins Pálssonar. Páll Lýðsson nefndi að í þessum bókum hefði komið fram ýmislegt efni sem hvergi hefði áður birst og væri fengur að. Nefndi hann eitt dæmi þess. í Villingaholtshreppi var starfandi pöntunarfélag um tíma, en af því hafa litlar sögur farið í rituðu máli. Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur, sem nú vinnur m.a. að því að skrá sögu Samvinnuhreyfingarinnar, hafði rekist á í fundargerðabókum frá aðalfundum SIS, að þá sat, sem áheyrnarfulltrúi, maður frá þessu pöntunarfélagi. Gömlu mennirnir í sveitinni hér vissu ýmislegt um pönunarfélagið og gátu frætt hann og upplýst um það sem hann hafði verið að leita að og hvergi fundið. í þessum ritgerðum er greint frá mjög mörgum þáttum í sögu, menningu og landafræði hverrar sveitar. í sveitalýsingu Villinga- holtshrepps eru t.d. kaflar um legu og landslag, landnám, landkosti, afrétti, alfaravegi fyrr og nú, áveit- ur og ræktun, búnaðarfélagið og fjölmörg önnur félög, sjúkrasam- lag og skólamál. Einnig nefndi Páll að hann hefði setið einn laugardag með þremur gömlum mönnum í einni sveitinni og fengið þá til að greina frá ýmsu frá gömlum tíma og var það allt numið á segulband. Síðan var fróð- leikur þeirra unnin af bandinu og taldi hann víst að enginn þeirra hefði verið fáanlegur tií að skrifa, en þarna hefði án efa varðveist eitthvað, sem annars hefði e.t.v. fallið í gleymskunnar dá. Hafið þið orðið varir við að bæk-' urnar séu mikið lesnar? — Þessar bækur eru án efa mikið lcsnar. Sumir lesa þær eins og skáldsögur, taka þær með sér í rúmið á kvöldin og hafa jafnvel haft á orði að nú séu þeir að byrja aðra umferð, en aðrir nota þær sem uppflettirit eða heimildarrit og menn gera sjálfsagt mikið af því að bera saman býlin í sveitunum. , Þetta bindi hefur nokkra sér- stöðu að því leyti að hér er fjallað um þrjá þéttbýlisstaði, Selfoss, Eyrarbakka og Stokkeyri. Reynd- um við í þeim tilvikum að halda okkur við að rekja búskaparháttu og þróun í þessum þorpum, en nú er búskapur auðvitað mikið til hættur á þessum stöðum og eftir örfá ár verða kannski allir búnir að gleyma því að þarna var eitt sinn búskapur. Landbúnaðurinn var það sem hélt lífinu í fólki í þéttbýlinu og telja má að mun meiri ördeyða og brottflutningur hefði verið ef búskapur hefði lagst niður. Þá sögðu þeir Jón Guðmundsson á Fjalli og Páll Lýðsson í Litlu Sandvík að bókunum hefði verið vel tekið og sjálfsagt væru þær nú til á öllum bæjum í sýslunum. Næsta bindi er væntanlegt nú í haust og útgáfu þeirra allra 6 á að vera lokið eftir 2 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.