Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 113. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kania kosinn í ríkisráðið Varsjá, 26. mai. AP. PÓLSKA þingið kaus í dag Stani- slaw Kania fyrrum flokksleiðtoga í ríkisráðið, sjö mánuðum eftir brott- vikningu hans. Engin sérstök völd virðast fylgja upphefðinni og ekki er Ijóst hver tilgangurinn er. Það er einsdæmi í Póllandi að leiðtogi, sem hefur verið sviptur völdum, sé aftur skipaður í valdastöðu. Skipun Kania í ríkisráðið, sem getur stjórnað þegar þing situr ekki, var samþykkt með meiri- hluta atkvæða, en 42 sátu hjá og 17 greiddu atkvæði á móti. Það ber vott um verulega andstöðu. Nokkrar aðrar minniháttar breytingar voru gerðar. Jerzy Kuberski, fyrrum yfirmaður trúarmálaskrifstofu ríkisins, var skipaður sendiherra í Páfagarði. Eftirmaður Kuberskis var skipað- ur Adam Lopatka, forstöðumaður vísindaakademíunnar og fulltrúi í mannréttindanefnd SÞ. Fyrrver- andi formaður „Pax“, samtaka pólskra leikmanna, vék úr ríkis- ráðinu fyrir Alfons Klafkowski, sem var formaður Pax þar til fyrr á þessu ári. Zbigniew Madej aðstoðarfor- sætisráðherra, helzti hagfræðing- ur Póllands, sagði á þingi að aukn- ing kola- og koparframleiðslu eftir setningu herlaga hefði hægt á niðursveiflu í efnahagsmálum, en sagði að brauð- og kjötbirgðir héldu áfram að minnka. Innflutn- ingur sem er nauðsynlegur til að halda iðnaði gangandi minnkaði um 43%. Iðnaðarframleiðsla er 13% minni en í fyrra, en heildar- framleiðslan hefur minnkað um aðeins 8%. Eldhúsvélaverksmiðja ríkisins er næstum farin á hausinn að sögn fjölmiðla. Þeir segja að fullorðnir verði að hætta að borða kjöt sem aðalrétt. „Við ættum að drekka a.m.k. hálfan lítra af mjólk á dag og gleyma ekki að borða græn- meti,“ sagði matvælafræðingur í blaðaviðtali. Merkilegur fornleifa- fundur suður af Malmö: Hafa fundið fjögur vík- ingaskip í lítilli vík Stokkhólmi, 2«. maí. AP. FJÖGUR víkingaskip hafa fundist við fornleifauppgröft í lítilli vík, Fotevik, um 20 km sunnan við Malmö. Hafa danskir og sænskir fornleifafræð- ingar, útbúnir köfunartækjum, verið við gröft á þessu svæði síðan i fyrra. Björgunaraðgerðir hófust fyrir tveimur vikum eftir að í fyrra höfðu fundist leifar 6 metra langs víkingaskips. í þessari viku fundu björgunarmennirnir svo þrjú skip til viðbótar, öll frá 11. öld. Flök þessi eru þau elstu, sem fundist hafa í Svíþjóð. Fornleifafræðingarnir telja að þeir hafi fundið forna verslunar- höfn. Telja þeir að skipunum hafi verið sökkt í mynni víkurinnar, þar sem dýpi er lítið, til að varna óvinaskipum innsiglingar. Argentínsk Mirage-þota forðast skothrið úr loftvarnabyssum Falklandseyjaflota Breta. Brezka spítalaskipið „Hydra“ leggst upp að liðs- flutningaskipinu „Canberra** til að taka við mönnum sem særðust á San Carlos-flóa. Mesta tjón Breta á degi en floti þeirra Ixmdon, 26. maí. AP. BRETAR viðurkenna í dag mesta flotatjón sitt á einum degi í átökunum við Falklandseyjar. Þeir misstu tundurspilli og gámaskip, 24 menn féllu og 20 særðust, en Margaret Thatcher forsætisráðherra sagði: „Hvorki viljaþrek okkar né bjartsýni hefur haggazt.** í kvöld sögðu Argentínumenn að þeir hefðu skotið á landgöngusvæði Breta og skotið niður tvær brezkar Sea King-þyrlur og laskað tvær aðrar. Brynsveitir ættu í „könnunar- og öryggisaðgerðum“ nálægt Port San Carlos og víkingahermenn áreittu Breta. Brezka spítalaskipið „Uganda“ hefði sézt nálægt orrustusvæðinu og ekki væri hægt að ábyrgjast að það yrði ekki fyrir árás af vangá. Öryggisráðið fól í dag Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra SÞ, það „mjög erfiða hlutverk" að hefja friðartilraunir að nýju og reyna að koma á vopna- hléi í deilunni. Hann kvaðst óttast að umboð sitt væri ekki nógu skýrt og sagði að þegar stríðsátök stæðu sem hæst væri mjög erfitt að koma á vopnahléi og hefja samningaviðræður á ný. Hann skoraði á Breta og Argent- inumenn að hætta bardögum og setjast að samningaborði. John Nott landvarnaráðherra sagði á þingi að 10 ný herskip hefðu bætzt við brezka flotann á Suður-Atlantshafi undanfarna tvo sólarhringa og hann hefði aldrei verið eins öflugur. Hann sagði að 5.000 brezkir hermenn væru til- búnir til sóknar gegn Stanley. Nott sagði að Skyhawk-flugvél- ar hefðu ráðizt í tveimur bylgjum á tundurspillinn „Coventry". Allar fjórar þoturnar í fyrri bylgjunni voru skotnar niður, en hin árás- arsveitin hæfði skipið nokkrum sinnum með 227 kg sprengjum. Tuttugu af áhöfninni féllu og „um 20“ særðust. Tvær Exocet-eldflaugar frá tveimur Super Etendard-herflug- vélum hæfðu um klukkustundu síðar fyrsta kaupskipið, sem Bret- ar hafa misst við Falklandseyjar, gámaskipið „Atlantic Conveyor". Fjórir af 170 manna áhöfn biðu bana og nokkrir særðust. Skipið hafði lokið við að setja Herrier- þotur í land og var á leið til San Carlos með tæki og þyrlur þegar sprenging varð í því. Exocet-eldflaugarnar, sem skot- ið var af 45 km færi, virðast hafa verið ætlaðar flugvélamóðurskip- inu „Hermes", flaggskipi flotans. Arásin var „mjög vel skipulögð og vel af hendi leyst“ og tíminn val- inn með tilliti til þjóðhátíðardags Argentínu samkvæmt heimild í brezka varnamálaráðuneytinu. Annar tundurspillir, „Broad- einum efldur sword", sem var í fylgd með „Co- ventry", varð fyrir „minniháttar tjóni“, en engan sakaði. Þessi stórárás hefur valdið nýrri sorg í Bretlandi. Fyrirsögnin á forsíðu „Evening Standard" var: „Hinn svarti dagur flotans." Á föstudaginn féllu 26 af „Ardent“ og tvær þyrlur og ein Harrier- þota fórust, en Notts viðurkenndi að tjónið í gær hefði verið „hörmulegt, bæði fyrir sjóherinn og kaupskipaflotann." En hann sagði að búizt hefði verið við veru- legu tjóni og frú Thatcher sagði á ráðstefnu íhaldskvenna að búast mætti við meira tjóni. Bretar segja frá „meiriháttar aukningu" hernaðarumsvifa um- hverfis Falklandseyjar síðastlið- inn sólarhring og þremur „árang- ursríkum árásum“ Harrier-þotna á Port Stanley-flugvöll. Nýr yfirmaður KGB skipaður Monkvu, 26. maí. AP. YURI V. ANDROPOV lét í dag af embætti yfirmanns sovézku leynilög- reglunnar, KGB, trúlega til að fjarlægja sig leynilögreglunnni, bæta ímynd sína í augum fiokks og þjóðar og auka líkurnar á því að hann verði valinn eftirmaður Leonid Brezhnevs forseta. Andropov verður 68 ára 15. júni og hefur verið yfirmaður KGB siðan 1967. TASS sagði að hann hefði fengið lausn vegna nýrra verkefna, sem honum hefðu verið falin. Þar var átt við að hann var skipaður einn af 10 riturum miðstjórnarinnar á mánudaginn. Þar með er hafin tvísýn keppni um völd Brezhnevs milli Andropovs og Konstantins Chernenko, sem almennt er talið að Brezhnev hafi sjálfur valið eftirmann sinn. Chernenko hef- ur nær alltaf staðið við hlið Brezhnevs við opinber tækifæri á síðustu mánuðum og verið handgenginn honum í áratugi síðan þeir unnu fyrir flokkinn í Moldavíu. Andropov er talinn hafa treyst stöðu sína á síðari mánuðum í kjölfar hugsjónafræðingsins Mikhail A. Suslovs. TASS sagði að Vitaly Fedor- chuk hefði verið skipaður yfir- maður KGB. Hann er 64 ára og hefur verið yfirmaður Ukraínu- deildar KGB. Tveir staðgenglar Andropovs, Georgy K. Tsinev og Aadropov Viktor M. Chebrikov, sem voru skipaðir í apríl, stóðu nær því að fá stöðuna. Sovézka sjónvarpið sagði athugasemdalaust frá breytingunum. „Flestir höfðu búizt við því að Andropov segði af sér, en enginn bjóst við því að það mundi gerast svona fljótt," sagði vestrænn stjórnarerindreki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.