Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 19 Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. — Vaxandi óbilgirni mun verða ráöandi í samskiptum Alþýöubandalagsins og Framsóknarflokksins í kjölfar sveitarstjórnakosninganna, og það leiðir trúlega til stjórnarslita síðsumars eða í haust. fyrir, og bregðast við með viðeig- andi hætti. Flokkurinn þarf þegar í stað að hefja markvissan undir- búning að málefnalegri samstöðu allra flokksmanna, og hann þarf að vera viðbúinn því að þurfa að leggja út í kosningar til Alþingis með stysta fyrirvara. Nú mega sjálfstæðismenn ekki láta taka sig í rúmunum eins og haustið 1979. I rauninni virðist ekkert því til fyrirstöðu, að sjálfstæðismenn geti gengið sameinaðir til leiks í næstu kosningum. Sveitarstjórna- kosningarnar sýna forystu- mönnum í stjórn og stjórnar- andstöðu, að stuðningsmenn flokksins æskja samstöðu hans. Á landsfundi í fyrrahaust kom i ljós að málefnaágreiningur er nær enginn. Fyrir liggur að ekkert er því til fyrirstöðu, að Geir Hall- grímsson og Gunnar Thoroddsen verði á sama framboðslista við næstu kosningar, samanber nýleg ummæli í útvarpsþætti þar að lút- andi. Þá er þess að minnast að Friðjón Þórðarson hefur sagt að ekki komi til greina að fara í sér- framboð til Alþingis. Illa þekkja þá sjálfstæðismenn Pálma Jóns- son á Akri ef hann verður einn eftir til að valda sundrungu, og bæði þeir Eggert Haukdal og Al- bert Guðmundsson hafa að undan- förnu færst nær flokksmiðjunni. En sameiginleg framboð eru ekki nægjanleg. Algjör eining þarf að vera um stefnuna, og þar liggur beint við að byrjað verði að vinna þegar í stað. Málefnanefndir flokksins, miðstjórn og þingflokk- ur verða að vera við því búin að leggja fram heilsteypta og djarf- huga stefnu í næstu kosningum, er flokksmenn standi saman um og beri fram til sigurs. Nú þýðir að hika það sama og tapa, og það má ekki henda á ný. Ótrúlegt stjórnleysi — lýðræði í hættu Hér á landi hefur ríkt ótrúlegt stjórnleysi undanfarin ár, með þeim afleiðingum meðal annars, að vegur stjórnmálamanna er minni en oftast áður, og lýðræðið er jafnvel í hættu. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og þá staðreynd að íslensk stjórnvöld hafa ekki einbeitt sér að öðru en að ráða við efnahagsvandann á síðustu árum, þá liggur það fyrir að ekkert hefur áunnist. Þvert á móti. Erlendar skuldir halda áfram að vaxa. Verðbólgan æðir áfram með vaxandi hraða. At- vinnuleysisvofan hlýtur að knýja dyra innan skamms ef ekki verður að gert, enda eru atvinnuvegirnir komnir i þrot. Engin samstaða er um næstu kosti í stóriðjumálum eða iðnaðaruppbyggingu, en þess í stað skipulega aukið á óhagræði í sjávarútvegi með miklum óþörfum skipakaupum, og haldið áfram að ofnýta fiskistofna. Nú liggur til dæmis fyrir, að loðnan er nær horfin, og draga verður verulega úr þorskveiðum. — Það er svo eins og til að setja punktinn yfir i-ið í þessum harmleik, að ráðherra iðn- aðarmála og orkunýtingar, sér þá leið helst út úr vanda þjóðarinnar, að hún kaupi álver sem rekið er með tapi! — Það er varla von á að vel gangi. Sannleikurinn er sá, að forystu- menn Alþýðubandalagsins bera höfuðábyrgð á því hvernig komið er fyrir íslensku efnahagslífi. Um leið bera þeir litlu minni ábyrgð, sem sífellt telja það hlutverk að vera handbendi Alþýðubandalags- ins, þeir eru sífellt að gá fyrst að eigin hag, og síðan að vilja for- ystumanna Alþýðubandalagsins. Niðurstaðan er sú að islenskt þjóðlíf er á heljarþröm, og það er annað og meira en svartsýnistal, að segja að svo kunni að fara að ekki verði unnt að rétta þjóðar- skútuna við, nema þá með svo harkalegum afleiðingum að ekki eigi sér hliðstæðu hérlendis. Það eru stór orð, að segja að lýðræðið sé í hættu, en þannig er það nú samt, því miður. Ríkis- stjórnir hafa hér að undanförnu reynst ófærar um að leysa þau verkefni, er þeim bera. Ráðherrar hafa ekki staðið sig í starfi, og glatað tiltrú. Stjórnvöld hafa leyft sér að koma á afturvirkum skött- um, jafnvel á sama tíma og skattheimtan hefur verið þyngd svo að ekki finnast hliðstæður. í sveitarstjórnum eins og í Reykja- vík hefur það gerst, að borgaryf- irvöld hafa að engu rétt fólks, heldur ganga á hann í ýmsum efn- um. Talað er um að taka „of stórt húsnæði" af fólki, byggt er á áður opnum og friðuðum svæðum, og svo fram eftir götunum. Allt hefur þetta orðið til þess að tortryggni fólks á stjórnmálamönnum fer vaxandi. Það kann að vera, að fólk yrði ekki lengur undrandi, þótt boðað yrði að sparifé hefði verið þjóðnýtt til að standa undir óráð- síu ríkisstjórna, eða að helmingur íbúðarhúsnæðis yrði tekinn af fólki. — Almenningur yrði ef til vill ekki undrandi, en ólíklegt er að hann sæti með hendur í skauti. Þess eru þegar tekin að sjást merki að ákveðnir þjóðfélagshóp- ar „taka“ til sín það sem þeir telja sjálfir að þeim beri, og slíkt mun fara í vöxt. Stjórnvöld hafa kallað yfir sig skálmöld, sem bráðum kann að verða of seint að stöðva. Þegar svo er komið er víst ekki ofsögum sagt, að lýðræðið er í hættu, og það ættu stjórnmála- menn er verja vilja það og standa um það vörð, að hafa í huga. Brjóstvörn gegn upplausn Hér eins og á öðrum sviðum, verður að gera meiri kröfur til Sjálfstæðisflokksins en til ann- arra íslenskra stjórnmálaflokka. Hann einn er þess megnugur að snúa óheillaþróuninni við, hann á að vera brjóstvörn og höfuðvígi gegn upplausn í landinu. Snúast verður gegn Alþýðubandalaginu og öðrum niðurrifsöflum af fullri hörku. Þess sjást nú ótvíræð merki að Sjálfstæðisflokkurinn er á ný fær um að leiða skoðanir meirihluta þjóðarinnar fram til aukinna áhrifa. Meirihluti þjóðarinnar, sem þrátt fyrir allt aðhyllist frjálslyndar víðsýnar, borgara- legar lífsskoðanir, á enn von um leið út úr ógöngunum. Málið snýst ekki um svo einfalda hluti, hvort kommúnistar verða alls ráðandi í Stjórnarráðinu einu árinu lengur eða skemur. Málið snýst um það hvort fólki verður gert ólkeift að búa hér á landi í framtíðinni, eins og Alþýðubandalagið er langt komið með að gera. Það er komið sumar í Sjálfstæð- isflokknum á ný. íslendingar ætl- ast til þess að við vandanum verði brugðist. Nú er lag. Látum það ekki úr greipum okkar ganga, sjálfstæðismenn! Velkomin í viöskipti við Miklubrautanítibú Landsbankans LANDSBANKINN Banki allm landsmanna Grensásvegur Háaleitisbraut I * ' — Afgreiðslutími: mánudaga til föstudaga kl. 9»s til 16°° og auk þess síðdegisafgreiðsla fimmtudaga kl. 17°° til 18°°. riýtt útibú Landsbankans hefur verið opnað á mótum Miklubrautar og Grensásvegar. Miklubrautarútibú veitir alla almenna bankaþjónustu, innlenda sem erlenda. MIKLUBRAUTARÚTIBÚ, Grensásvegi 22, Reykjavik, slmi 82322.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.