Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1982 Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins: „Tap Alþýðubanda- lagsins er tap rfk- isstjórnarinnar“ „Sigur Sjáirstæðisflokksins vekur auAvitað athygli, en hann er áber- andi um allt land,“ sagði Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokks- ins í samtali við Morgunblaðið um úrslit sveitarstjórnakosninganna. „Sjálfstæðisflokknum tókst að leika stjórnarandstöðuflokk rétt fyrir kosningarnar, þrátt fyrir það að flokkurinn á aðild að ríkis- stjórn og það gerði Alþýðuflokkn- um erfitt fyrir, auk þess sem Sjálfstæðisflokknum tókst að láta líta svo út sem sættir hefðu tekizt, Kjartan Jóhannsson en hins vegar kom annað í ljós hjá þeim Gunnari og Geir daginn eftir kosningarnar. Sá byr sem Sjálfstæðismenn fengu við þessar aðstæður komu þeim vel, en þrátt fyrir það tókst Alþýðuflokknum að verja fylgi sitt og bæta við sig á nokkrum stöðum svo sem Húsavík, á Vest- fjörðum, Dalvík og á Reykjanes- skaga víðast hvar. Ég lít hins vegar á að tap Al- þýðubandalagsins sé hreint tap ríkisstjórnarinnar, því Alþýðu- bandalagið lagði á það mikla áherzlu í kosningabaráttunni að þeir gegndu lykilhlutverki í ríkis- stjórninni og þeirri forsjá var hafnað í kosningunum. Framsóknarflokkurinn stendur í stað frá 1978 og aukningin frá 1979 er því fokin út í veður og vind og þegar þeir gleðjast yfir því, eru þeir að sætta sig við tap á 5 þing- mönnum. Þá vekur það athygli varðandi Alþýðuflokkinn að í Reykjavík og á Akureyri þar sem útkoma flokksins er slæm, eru sérstök kvennaframboð í gangi og það hef- ur sjálfsagt haft talsverð áhrif á útkomu flokksins og veldur áhyggjum, en við munum draga lærdóm af þessu og láta mótbyr- inn herða okkur til aukins starfs og hvatningar." Núerléttaðslá! Við kynnum nýju sláttuvélina okkar, skerst, þannig að grasið verður jafnara á SNO TR U, sem er framúrskarandi létt og eftir. lipur. Hún er útbúin hljóðlátri3,5hestafla Utan um SNOTRU er epoxyhúðað fjórgengisvél (nágranninn þarfekki að stálhús sem fyrirbyggir óþarfa skrölt kvarta) með mismunandi hraðastillingum og ryð. og notar aðeins óblandað bensín. Með SNOTRU er hægt að fá sér- Sláttubreiddin er 46 cm sem þýðir stakan graspoka, sem gerir rakstur færri ferðir yfir grasflötina. Einnig eru 3 óþarfan. hæðarstillingar á vélinni, þannig að Að síðustu, þáslær SNOTRA aðrar hnífurinn getur verið mismunandi hátt sláttuvélar út hvað verð snertir, sem er frá jörðu en það kemur sér vel á ójafnri aðeins kr. 3560. - grOSflÖt. LÖgUn hnífsÍnS gerir það að ...mmmmmmmmmmmm verkum að grasið lyftist áður en það fwFtlrtl ■>■■ TÍlJlM1 . ífnnii TÆKNIMIÐSTÖÐIN HF Smiójuveg66. 200 Kbpavogi S:(91)-76600 Jafnréttismál eru númer eitt — segir Valgerður Bjarnadóttir, bæjarfulltrúi V-listans á Akureyri „ÉG HELD að atkvæði okkar hafi komið frá fólki, sem áður hefur kosið alla mögulega flokka. Kannski mikið af því fólki, sem hefur kosið okkur, hafl ekki fundið neitt við sitt hæfi hjá hinum flokkunum,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir, sem skipaði efsta sætið á V-list- anum á Akureyri, en sá listi fékk tvo menn inn og 17 prósent atkvæða. „Ég held ennfremur að at- kvæðin okkar hafi ekki öll komið frá konum, heldur líka frá jafn- réttissinnuðum körlum og fólki sem er óánægt með hina flokk- ana. Við erum afskaplega ánægð- ar með úrslitin og okkur finnst þetta mikill sigur fyrir konur og kvennabaráttu yfirleitt. Ég sit nú á stuðningsmannafundi þar sem afstaða mun verða tekin til meirihlutasamstarfs, en ekkert er ákveðið ennþá. Við munum ræða við hina fulltrúa flokkanna í dag. Ræða þau mál sem við setj- um á oddinn þar sem jafnrétt- ismál eru númer eitt. Við höfum ekkert rætt um að starfa með einum flokki fremur en öðrum. Það má eflaust mörgu þakka þennan sigur okkar. Við höfum vakið fjöldann allan af konum til vitundar um stöðu sína og komið er upp stjórnmálaafl sem konur geta fylkt sér um,“ sagði Valgerður að lokum. INGASTOÐIN ENGIHJALLA 8 - KÚPAVOGI - SÍMI 46900 VIÐ BJÓflUM GLÆSILEGA AÐSTÖÐU TIL LÍKAMS- OG VAXTARRÆKTAR - OPNUM ÞANN 1. JÚNÍ! Innritun og upplýsingar á staðnum ACQnn alla daga kl. 10-22 og I síma HDtfUU Stjörnubíó frumsýnir „Ástarsyrpu“ STJÖRNUBÍÓ frumsýndi síðast- liðinn þriðjudag frönsku kvik- myndina „AsUrsyrpa“ (Les Filles de Madame Claude). Þetta er djörf kvikmynd í lit- um um þrjár ungar stúlkur í þremur löndum. Með aðalhlutverk fara Franc- oise Gayat, Beatrice, Carina Barone, Geneviéve Omini, Sal- ima Bahioul, Serge Feuillard og Fabienne Mai. Leikstjóri er Henry Baum, handrit eftir Rég- ine Deforges og framleiðendur eru Belstar Production, Cathala Productions og New Movie Pro- ductions. Myndinni fylgja skýr- ingartextar á íslenzku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.