Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 Þyrlumenn framseldir Santiago, 26. maí. AP. t>RÍR Bretar, sem lentu í þyrlu í Suður-Chile en leyndust i viku þar sem þeir töldu sig vera í Argentínu, voru fluttir í dag til Santiago þar sem þeir verða framseldir brezka sendiráöinu. Mennirnir fundust á þriðjudag, einni viku eftir að þyrla þeirra af gerðinni Sea King nauðlenti 8 km suður af Punta Arenas við Magell- ansund, og voru við góða heilsu að sögn Rene Rojas utanríkisráð- herra. „Þeir vissu ekki fyrr en í dag að þeir væru í Chile, en ekki í Argentínu. Brezka stjórnin sagði að þyrlan hefði verið í könnunarleiðangri fyrir Falklandseyjaflotann, þegar hún nauðlenti og lenti í slæmu veðri. Chile-stjórn féllst á þessa skýringu. Rojas sagði eldur hefði komið upp í þyrlunni eftir að bilun varð í siglingatækjum hennar og að hún hefði villzt inn í Chile og brunnið til ösku. Daily Express hermir að menn- irnir hafi r.auðlent eftir árásar- leiðangur í Argentínu, þar sem þeir hafi sprengt upp Super Et- endard-flugvélar á flugvellinum í Rio Gallegos. Blaðið segir að sprengjum hafi verið komið fyrir í fimm Super Et- endard-flugvélum. Exocet-eld- flaugar frá slíkum flugvélum grönduðu flutningaskipinu „Atl- antic Conveyor" og „Sheffield". Ein þeirra fórst eftir árásina á „Sheffield" og þá áttu Argentínu- menn eftir fimm Super Etendard, sama fjölda og Express segir að þyrlumennirnir hafi eytt. Landar berjast Frá Jan Erik Uuré í Ósló. STAÐFESTING hefur fengizt á því aö norskir málaliðar berjast í falangistaher Haddads majórs í Líbanon. Norskur hermaður í friðar- gæzluliði SÞ segir frá því í við- tali við „Verdens Gang“ að hann hafi verið í eftirlitsferð þegar hann hitti einn málalið- anna. „Mér brá í brún þegar mála- liðinn, sem var klæddur ein- kennisbúningi falangista, tal- aði norsku. Hann vildi sitja í hjá okkur smáspöl," sagði norski friðargæzlumaðurinn. „Málaliðinn reyndi jafnvel að ráða okkur í falangistaher- inn. Við höfðum heyrt orðróm um að landar okkar væru í þjónustu Haddads, en trúðum því eiginlega ekki. Málaliðinn sagði að hann fengi aðeins um 600 norskar krónur á mánuði." Þar með er komin upp sú kynlega staða að menn geta átt von á „norsku" borgara- stríði í Líbanon, þ.e. að norskir málaliðar skjóti á norska frið- argæzlumenn. Her Haddads, sem berst við PLO með stuðn- ingi ísraelsmanna, hefur oft gert árásir á norska friðar- gæzluliðið. Kasparov sigraði BUGOJNO: Sovézki unglingurinn Gary Kasparov geröi jafntefli viö Svíann Ulf Andersson í síöustu um- ferð stórmeistaramótsins í Bugojno í Júgóslavíu og sigraði þar með á mót- inu án þess að tapa skák. Hann vann sex skákir og gerði sjö jafntefli. Ljubojevic og Polugaevsky fengu 8 vinninga, Spassky og Húbner 7,5, Petrosian og Anders- son 7, Larsen 6 (1 biðskák), Ivano- vic 6, Timman 5,5, Najdorff 5 (1), Kavalek 5, Gligoric 4,5 og Ivkov 3,5. Orrustuþota af gerðinni A-4 Skyhawk, smíðuð í Bandaríkjunum. Tvær Sea Harrier-þotur. Þridjungi flugvéla Argentínu grandað Brezk Sea King-þyrla flytur birgðir til hermanna á Austur-Falklandi. BRETAR hafa eyðilagt eða laskað um fjórðung bardagaflugvéla Arg- entínumanna samkvæmt heimild- um í Lundúnum, en verið getur að jafnvel enn fleiri flugvélum hafi verið eytt. Sumar argentínskar flugvélar, sem hafa laskazt í loft- bardögum, hafa sennilega hrapað I sjóinn á leið heim til stöðva á meg- inlandinu, sem er 724 km frá Falk- landseyjum. Brezkir talsmenn segja að eytt hafi verið 45 bardagaflugvélum, en 66 flugvélum og þyrlum alls. Norman Hoad varaflugmar- skálkur segir: „Ef Argentínu- menn halda áfram að missa flugvélar í þessum mæli verða þeir búnir að vera eftir nokkra daga.“ Séu tölur Breta réttar hafa Argentínumenn misst um þriðj- ung Mirage- og Dagger-einelti- flugvéla sinna og um einn átt- unda Skyhawk-orrustusprengju- flugvéla sinna. Flugvélatjón Argentínumanna er gífurlegt — 25 til 30 af hundr- aði — en 10% var talið mikið tjón í síðari heimsstyrjöldinni. Eins og Bob Elliott majór við herfræðistofnunina í London (IIIS) bendir á eru aðeins um 75% herflugvéla flestra landa í nothæfu ástandi hverju sinni og í ófriði er ástandið verra, auk þess sem slysum fjölgar þá vegna mikils álags og mikillar notkunar og veðurskilyrði við Falklandseyjar eru afleit. „Um 10% laskaðra véla hrapa senni- lega áður en þær ná til stöðva sinna, það er hin viðurkennda tala,“ segir Elliott. Argentínski flugherinn átti 167 sprengjuflugvélar, orrustu- sprengjuflugvélar og orrustu- flugvélar áður en átökin hófust 2. apríl og þær skiptust þannig eftir tegundum: 68 A-4P Sky- hawk, 19 Mirage III, 26 Dagger (ísraelsk útgáfa af Mirage), 9 B- 62 Canberra-sprengjuflugvélar og 45 A-58 Pucara (til aðgerða gegn skæruliðum). Flugvélar sjóhersins skiptust þannig eftir tegundum: 11 A-4Q Skyhawk og 7 AER Macchi MB- 326 og 339 vopnaðar æfinga- flugvélar, auk 5 eða 6 Super Et- endard (orrustu-sprengjuflug- vélar). En sjóherinn hefur ekki beitt flugvélum sínum hingað til, nema hvað tvær eða þrjár Super Etendard-flugvélar gerðu eina árás á brezk herskip 4. maí. Snemma í síðustu viku áætl- uðu Bretar að þeir hefðu eytt 30 argentínskum flugvélum 2. apríl til 18. maí. Vitað var að þar á meðal voru tvær af Mirage- eða Dagger-gerð, þrjár af gerðinni Skyhawk, ein Canberra-flugvél og ein Puma-þyrla, auk 7 Puc- ara-flugvéla, einnar Skyvan- flutningaflugvélar og annarra flugvéla, þ.á m. þyrlna sem var eytt á jörðu niðri. Síðan gagninnrásin var gerð 21. maí og Argentínumenn hófu loftárásir í stórum stíl segjast Bretar hafa skotið niður 34 bardagaflugvélar og sex þyrlur yfir Falklandseyjum. Þar af voru 15 Mirage- og Dagger- flugvélar, 6 Skyhawk- og tvær Pucara-flugvélar skotnar niður 21. og 23. maí. Átta flugvélar, 3 Mirage- og 5 Skyhawk-flugvélar, voru skotnar niður að talið er 24. maí og þrjár Skyhawk-flugvélar í gær, þriðjudag. Reyk lagði frá einni Mirage og tveimur Sky- hawk-flugvélum, sem sennilega hafa hrapað á heimleiðinni. Páfinn til Argentínu Buenos Aires, 26. maí. AP. JÓHANNES Páll páfi II hefur boðizt til þess að fara til Argentínu í friðarferð i kjölfar Bretlandsferðar sinnar, sem hefst á fóstudaginn, og biðja fyrir „sigri friðar á stríði". Þetta kemur fram í bréfi, sem sendimaður páfa í Argentínu, Ubaldo Calabresi, birti. Utanrík- isráðherra Páfagarðs, Achille Silvestrini kardináli, er væntan- legur til Buenos Aires í dag, mið- vikudag, og mun eiga formlegar viðræður við ríkisstjórnina. Leop- oldo Galtieri forseti fór í dag í eftirlitsferð til herstöðva í Suður- Argentínu. Páfi fullvissaði Argentínumenn um að Bretlandsferðin yrði ekki pólitísk og sagði að hann mundi stöðugt biðja fyrir friði. Amadeo Frugoli varnarmála- ráðherra segir að Argentínumenn hafi gert 18—20 brezk herskip óvirk og auk þess 16—20 Harrier- þotur. Hann sagði að Argentínu- menn réðu fullkomlega við ástandið á Austur-Falklandi. Argentínumenn segjast hafa skemmt þrjár brezkar freigátur, skotið niður þrjár Harrier-þotur og „sennilega laskað" flutninga- skip í gær, þriðjudag. Árgentínska herráðið segir að argentínskir hermenn og her- flugvélar hafi ráðizt á lið Breta hjá Port San Carlos á Austur- Falklandi. Galtieri forseta var innilega fagnað þegar hann kom til borgar- innar Comodoro Rivadavia og mannfjöldi, sem hyllti hann, hróp- aði „Viva“ og „Argentina, Argent- ina.“ Tjöru var skvett á útibú Bost- on-banka, stærsta erlenda bank- ans í Argentínu, í Rio Gallegos, syðst í landinu. Gráðugir í harðfisk Frá Jan Erik Lauré i Ósló. ÞJÓFAR, sem stela harðfiski, hafa þjakað harðfiskframleiðendur á Ló- fót, þar sem nú er verið að taka harðfiskinn niður eftir veturinn. Nýlega var tilkynnt um tvo grófa harðfiskþjófnaði. Á einum stað var stolið harðfisk að verð- mæti um 6.000 n.kr., á öðrum harðfisk að verðmæti 20.000 n.kr. „Þeim fjölgar stöðugt sem verða sér út um harðfisk með því að stela honum,“ sagði kunnur harð- fiskframleiðandi á Lófót. Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, er hér i göngu ásamt forseta Afríkuríkisins, Niger. Mitterrand hefur nú snúið heim aftur og látið hafa eftir sér, að Frakkar muni áfram fylgjast með Afríkuþjóðum úr fjarlægð, en ekki blanda sér í málefni þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.