Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuði innanlands. (lausasölu 7 kr. eintakiö. Ótvíræð úrslit Sjálfstæðisflokkurinn var ótvíræður sigurvegari í sveitarstjórn- arkosningunum. Meðaltalsfylgi hans reyndist 45,2% í þeim sveitarfélögum, sem kosið var í, en 46,9% ef kaupstaðirnir eru skoðað- ir sérstaklega. Þau úrslit sem mesta athygli vöktu vóru meirihluta- sigur flokksins í Reykjavík, sem augu allra landsmanna beindust að, en þar hlaut flokkurinn 52,53% atkvæða og 12 borgarfulltrúa af 21, og stórsigur hans í Vestmannaeyjum, en þar hlaut hann 58,9% kjörfylgis og 6 bæjarfulltrúa af 9. Sigurinn í Vestmannaeyjum á naumast sinn líka í sögu íslenzkra sveitarfélaga. Sjálfstæðisflokkurinn vann og hreinan meirihluta í Njarðvík, fjóra bæjarfulltrúa af 7. Hann hélt meirihlutaaðstöðu glæsilega í Garðabæ, á Seltjarnarnesi og í Mosfellssveit, hlaut 5 bæjarfulltrúa af 7 á tveimur fyrrnefndu stöðunum og 4 af 7 í Mosfellssveit. Sjálfstæðisflokkurinn reyndist og stærsti flokkurinn í flestum kaupstöðum landsins. Ef litið er til nágrannasveitarfélaga Reykjavík- ur, annarra en þegar er getið, skorti flokkinn aðeins einn viðbótar- fulltrúa í hreinan meirihluta í Kópavogi, þar sem flokkurinn bætti við sig miklu fylgi, í Hafnarfirði, í Keflavík og á Akranesi. Sama má raunar segja um Ólafsfjörð, ísafjörð, Bolungarvík, Grindavík, Selfoss, Eskifjörð og Siglufjörð, en á síðastnefnda staðnum tvöfaldaði flokk- urinn bæjarfulltrúatölu sína og vann sigur sem vakti athygli um land allt. í kauptúnahreppum var svipaða sögu að segja. I Stykkishólmi hlaut flokkurinn 61,5% atkvæða og 5 fulltrúa af 7, í Hveragerði 55,3% og 4 fulltrúa af 7, í Garði 52% og 3 fulltrúa af 5 og á Flateyri 50,3% og 3 fulltrúa af 5. Víðar vann flokkurinn verulegt fylgi í kauptúnahrepp- um. Hér hafa verið nefndir nokkrir staðir af mörgum, þar sem sjálf- stæðisfólk vann flokki sínum góða sigra og fleiri sveitarfélög mætti tína til. Mergurinn málsins er þó sá, að sveiflan, sem sveitarstjórn- arkosningarnar sýna, frá vinstri flokkum til Sjálfstæðisflokks, nær til landsins alls. Víða ráða staðbundnar aðstæður og persónulegar vinsældir frambjóðenda miklu um úrslit, en þegar þau falla í sama farveg svo að segja hvar sem er á landinu má ljóst vera, að vinstri flokkarnir hafa verið vegnir — í ljósi tiltækrar reynslu — og léttvæg- ir fundnir, og þá fyrst og fremst Alþýðubandalagið, samhliða því sem kosningaúrslitin eru ótvíræð stuðningsyfirlýsing við þau sjónarmið, sem sjálfstæðisfólk hélt fram í kosningabaráttunni. Sjónarmið sem hlutu stuðning Sjálfstæðisflokkurinn lagði hvarvetna megináherzlu á nauðsyn þess að styrkja rekstrarstöðu atvinnuveganna, auka framleiðni þeirra og verðmætasköpun, sem og að skjóta nýjum stoðum undir afkomu þjóðarheildarinnar, enda væri verðmætasköpunin, þjóðar- tekjurnar, eina raunhæfa undirstaða lífskjara í landinu. Samfélags- leg þjónusta hvílir, ekkert síður en einkaneyzlan, á aflatekjum og efnahagslegum styrkleika þjóðarbúsins. Sjálfstæðisflokkurinn lagði jafnframt áherzlu á að sporna fótum við ofsköttun, sem dregur úr vinnuframlagi, framtaki, eðlilegum vexti og tæknivæðingu atvinnugreina — og þar með úr verðmætasköpun, þjóðartekjum og lífskjörum í landinu, eins og raun er á orðin, þegar þjóðhagsspá stendur til 2% rýrnunar þjóðartekna 1982. Hóflegri skattastefna, sem verkar gagnstætt, þ.e. sem hvati í þjóðarbú- skapnum, eykur hinsvegar umsvif og það sem til skiptanna verður. Þannig geta lækkaðar skattaprósentur leitt til stækkaðra skatt- stofna, þegar til lengri tíma er litið, og traustari tekna ríkis og sveitarfélaga, samhliða batnandi lífskjörum og vaxandi afkomuör- yggí- Þá lagði sjálfstæðisfólk jafnframt áherzlu á manneskjulegra og fegurra umhverfi, enda er það meginkjarni sjálfstæðisstefnunnar, að tryggja þegnrétt og velferð hvers einstaklings. Samfélagið á að vera til einstaklinganna vegna en ekki öfugt. Raunveruleg geta á þeim vettvangi byggist, eins og flest annað, á því að tryggja afl þeirra hluta, sem gera þarf, þ.e. fjármagnið, arðsemina í þjóðarbúskapnum. Það er stuðningur við þessi meginsjónarmið, sem lesa má út úr þeim kosninganiðurstöðum, sem taldar vóru upp úr kjörkössunum um sl. helgi. Það eru þessi sjónarmið sem sjálfstæðismenn verða að leggja höfuðkapp á að hrinda í framkvæmd, hvar sem þeir geta beitt áhrifum sínum. Þannig, og aðeins þannig, geta þeir reynzt. þess trausts verðugir, sem þeir hlutu í sveitarstjórnarkosningunum vítt um land. Listahátíð í Reykjavík í úrvali Schonbergs „VERÖLDIN ein samfelld tónlistarhátíð" er yfirskrift aukablaðs sem fylgir The New York Times í maíbyrjun. Þar fjallar Haroíd Schonberg, einn virtasti og þekktasti tónlistargagnrýnandi samtíðarinnar, um tónlistarhátíðir sem haldnar verða víðsvegar um heimsbyggðina í sumar. Nánar tiltekið er um að ræða 90 hátíðir í 27 löndum. Schonberg velur úr þessum 90 hátíðum fimm hátíðir sem hann mælir sérstaklega með að menn gaumgæfi og er listahátíðin sem hefst í Reykjavík 5. júní nk. í því úrvali. Hinar eru haldnar í Wúrtsburg, Drottningholm, Hol- landi og Wexford. Um Reykjavíkurhátíðina segir Schonberg: „Píanóleikarinn frægi, Vla- dimir Ashkenazy, á hlut að Lis- tahátíð í Reykjavík, en hann á þar heimili og er kvæntur ís- lenzkri konu. Ýmsir úr fremstu röð tónlistarmanna koma fram á hátíðinni sem haldin er í þessari yndislegu litlu borg. Þar að auki er gefinn kostur á að skoða hver- ina og eldfjallið Heklu sem á miðöldum var talin vera hlið heljar." Harold Schonberg kann skil á fleiri listgreinum en tónlist. Hann var hér í Reykjavík á veg- um The New York Times þegar heimsmeistaraeinvígið í skák fór fram sumarið 1972 og skrifaði þá greinar í Morgunblaðið. Listahátíð í Reykjavík hefst 5. júní Setningarathöfn Listahátíðar f Reykjavík verður laugardaginn 5. júní. Þá um kvöldið verður Silki- tromman, verk þeirra Atla Heimis Sveinssonar og Örnólfs Árnasonar, frumsýnd í Þjóðleikhúsinu. Alls verða þrjár sýningar á Silkitromm- unni. Engin heimsókn verður af hálfu jazzlistamanna, en poppunnendur hafa ástæðu til að kætast. Breska hljómsveitin Human League, sem notið hefur mikillar hylli hérlend- is jafnt sem í heimalandi sínu, Bretlandi, heldur tvenna tónleika á vegum Listahátíðar í Laugar- dalshöllinni, dagana 11. og 12. júní. Ýmissa annarra grasa kennir á Listahátíð. Fiðluleikarinn Gidon Kramer og píanóleikarinn Oleg Maisenberg halda tónleika saman og þá heldur James Galway flaututónleika með Sinfóníu- hljómsveitinni undir stjórn David Measham. Þá má nefna tónleika Boris Christoff með sinfóníu- hljómsveitinni og tónleika Ung- verjans Zoltán Kocsis. Fjöldi annarra atriða og sýn- inga verður á Listahátíð. Human League. Fyrir miðju er Phil Oakey, söngvari sveitarinnar. Unnið að stofnun nýs jafnað- armannafélags í Reykjavík „ÞAÐ er ekkert leyndarmál, það stendur til að stofna nýtt féiag jafn- aðarmanna í Reykjavík eftir helgi,“ sagði Bjarni P. Magnússon, þriðji maður á lista Alþýðuflokksins i borgarstjórnarkosningunum, í sam- tali við Mbl. í gær. „Við höfum að undanförnu verið að skoða ýmsa þætti málsins og ætlum að reyna að fá breiða sam- stöðu um þetta félag," hélt Bjarni áfram. „Það er alveg óhætt að segja það hreint út að þessi hug- mynd er einungis komin vegna óánægju með gamla félagið, AI- þýðuflokksfélag Reykjavíkur. Okkur vantar samastað fyrir fólk sem vill starfa að málefnum flokksins en hefur ekki viljað gera það innan Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, enda er nauðsynlegt, til að jafnaðarmannaflokkur sé lifandi, að fram fari öflug og mikil skoðanaskipti innan hans. Ein leiðin til að gera það er að stofna nýtt félag.“ Samkvæmt flokkslögum Al- þýðuflokksins sem samþykkt voru á aukaflokksþingi síðastliðið haust, er fullgildum flokks- Flokksstjórn Alþýðuflokksins hef- ur verið boðuð til fundar að Hótel Esju í kvöld kl. 20.30. Tilefni fund- arins er úrslitin i bæjar- og sveitar- mönnum frjálst að vera í hverju því félagi sem þeir kjósa, enda starfi það samkvæmt flokkslög- um. Sérhvert félag innan Alþýðu- flokksins hefur síðan rétt til að senda fulltrúa á flokksþing í hlut- föllunum einn á móti hverjum fimmtán félögum viðkomandi fé- lags. stjórnarkosningunum um síðustu helgi og eru þau eina málið á dagskrá nú. í flokksstjórn Alþýðu- flokksins sitja 75 manns. Flokksstjórnarfundur hjá Alþýðuflokknum Finnskt sendiráð á íslandi FINNSKA ríkisstjórnin ráðgerir nú að setja á stofn finnskt sendi- ráð á íslandi. Finnar hafa löng- um haft hug á að starfrækja sendiráð hérlendis og virðist það ætla að verða að veruleika síðar á þessu ári. í Finnlandi mun hafa verið lögð fram tillaga um fjárveit- ingu til stofnsetningar og starfsemi sendiráðs á Islandi. Finnska utanríkisráðuneytið hefur ekki enn sent frá sér opinbera tilkynningu hér um. Utanríkisráðuneyti íslands upplýsti, þegar Mbl. hafði samband við það, að því væri kunnugt um þessar ráðagerð- ir, en engin formleg tilkynning hefði borist. Þá staðfesti Har- aldur Björnsson, aðalræðis- maður Finnlands á íslandi, að þessi mál væru nú á dagskrá og myndu líklega skýrast inn- an mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.